Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1983, Blaðsíða 2
2 DV. FÖSTUDAGUR11. NOVEMBER1983. Þyrlan ótryggð — stjómvöld ákváðu að endumýja ekki kaskó- tryggingu sem rann út fyrir tveimur mánuðum Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- RÁN, var ótryggð þegar hún fórst. Kaskótrygging þyrlunnar rann út í september síöastliðnum, fyrir tveimur mánuðum, og var ekki endurnýjuð samkvæmt upplýsingum sem DV fékk frá Gunnari Bergsteinssyni, forstjóra Landhelgisgæslunnar. Gunnar sagði að verömæti þyrlunn- ar hefði verið tæpar tvær milljónir Bandaríkjadala, sem er um 56 milljón- ir íslenskra króna. Forstjórinn upplýsti jafnframt að kaskótrygging kostaði tíu prósent af verðmæti þyrlunnar á ári eða um 200 þúsund dali. Hann sagði að það hefði verið ákvörðun stjórnvalda að endurnýja ekkitrygginguna. Lögfræöingur Landhelgisgæslunnar, Jón Magnússon, sagði aö þaö væri stefna stjórnvalda að tryggja ekki eignir ríkissjóðs. Undanfarið ár hefðu bæöi skip og flugvélar ríkisins verið tekin úrtryggingu. -KMU. Enginn einn samnefnari fyrir orsökum þyrluslysa — sagði samgönguráðherra í svari við fyrirspum á Alþingi árið 1980 Öryggismál þyriureksturs hafa komið til umræðu Alþingi. Það gerðist síðla árs 1980 þegar Eiöur Guönason alþingismaöur lagöi fram fyrirspurn til samgönguráöherra. I svari ráðherrans sagði meöal annars: „Hafa ber í huga aö þyrluflug fer eðli sinu samkvæmt oft fram í lágum flughæðum, þar sem hættar er viö misvindi og ýmsum hindrunum. Viö björgunarstörf þurfa þyrlur enn- fremur oft að athafna sig viö mjög erfið veðurskilyrði. Þessir þættir geta því haft veruleg áhrif á slysa- tíðni þyrla.” Ráðherrann benti einnig á eftirfar- andi: „Enginn einn samnefnari virðist f^rir orsökum slysa og óhappa í þy»l^£ekstn her á landi. HvaS~~Varðar eigin þyrlur Land- helgisgæslunnar, eða þær þyrlur, sem á hennar vegum hafa verið, hefur ekkert komið fram, sem bendir til að viðhaldi þyrlanna hafi verið ábótavant, enda hefur !,andhelgis- gæslan lagt þunga áherslu á góða viðhaldsþjónustu. Þjálfun þyrlufluginanna hefur al- mennt verið í samræmi við lög og reglugeröir hér á landi, sem yfirleitt eru strangari á þessu sviði en í öðrum löndum. Eftirlit meö flugrekstri, þar meö töldum þyrlurekstri, er faiið loft- feröaeftirliti Flugmálastjómar, og ereinsnáiðogkosturer.” I svari sínu taldi samgöngu- ráðherra eðlilegt að fram færi ítar- leg könnun á öllum þáttum þyrlu- rekstrar hér á landi með þaö fyrir augum að öryggi yrði eflt. Flugráð fól því þriggja manna starfshópi, skipuðum Grétari Osk- arssjmi frá Flugmálastjóm, PáU HaU- dórsswu. þyrluflugstjóra hjá l.aud- helgi gæslu, og Ragnari Karlssyni, flugvirkja hjá Flugleiðum, aö kanna nánar á hvern hátt auka inætti öryggið. Starfshópurinn skilaði tUlögum sumarið 1981. Lagt var til að kröfur- til flugmanna yrðu enn auknar, ákveðnum verkstæðum, sem lytu ströngum kröfum um þekkiogu, skipulag, aöstöðu, lágmarks vara- hlutaeign og aðhald, yröi falið viðhald á atvinnuflugi og að sér- hæfður maður um J>y lurekstur yrði ráðinn til loftferðaefluiits Flugmála- stjómar. Tillögurnar leiddu til þess aö reglum um lágmarksþjálfum flug- manna var breytt. Viöhald á öllum íslenskum þyrlum hefur ennfremur verið í höndum verkstæðis Landhelg- isgæslunnar. Ixjftferðaeftírlitið hef- ur hins vegar enn engan sérfræðing í þyrlumálum. í tillögum starfshópsins var talað um lágmarksvarahlutaeign. Fram hefur komið í fréttum, oftar en einu sinni, aö þyrlur Landhelgisgæslunn- ar hafi verið óflughæfar um tíma meðan varahlutir hafi beðið á hafn- arbakka, óleystir úr tolli sökum fjár- skorts. -KMU. TF-Rón. Hún var talin meira en 50 milljóna króna virði. DV-mynd GVA Sikorski S-76 breytt vegna smíðagalla — skrúfublað hafði tilhneigingu til að brotna af á flugi Tvær þyrlur af geröinni Sikorsky S- 76, eins og TF-RÁN, fórast erlendis árið 1980 vegna þess að eitt af fjórum blöðum aðalskrúfu brotnaði af á flugi. Við það hröpuðu þyrlumar. Um dauöa- slys var að ræða í báöum tilvikum. Rannsókn slysanna leiddi í ljós smiðagalla. Skrúfublað hafði tilhneig- ingu til aö þeytast af, vegna þess að svokallaöur spindill, sem er eiginlega langur bolti og tengir skrúfublaðið við skrúfuhús, vildi brotna. Eftir þessi slys var öllum þyrlum af þessari gerö, þar á meðal TF-RÁN, breytt þannig að spindillinn var styrkt- ur. Spindillinn haföi áður verið holur aö innan. Hann var styrktur meö því að setja bolta inn á hann. Ennfremur var sett á hann nokkurs konar vara- skeifa. Fyrir utan slysiö í JökulfjÖrðum á þriðjudag, vissi Benóný Ásgrímsson þyrluflugmaður aöeins um tvö óhöpp Sikorsky S-76 eftir breytinguna. I báöum tilvikum nauðlenti þyrla án mannskaða. Seinna atvikiö gerðist á Michican- vatni nýlega. Flugmaður þeirrar þyrlu taldi aö stélskrúfá hefði brotnaö af. -KMU. Var tilboð Fannar lægra en rekstrarkostnaður Þvottahúss ríkisspítalanna?: „FULLYRÐING SEM FÆR EKKISTAÐIST” —segir Davíð Á. Gunnarsson framkvæmdast jóri „Eg hef ekki séð þá útreikninga sem forstjóri þvottahússins Fannar byggir á þegar hann segir aö rekstrarkostn- aður Þvottahúss ríkisspítalanna sé hærri en tilboð þaö sem hann gerði í þvottaþjónustuna. Hins vegar er það mitt álit að sú fullyrðing fái ekki staðist,” sagði Davíð Á. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ríkisspítalanna, í viðtaliviðDV. Sagði Davíð að segja mætti að fyrst og fremst stæðu tvö atriði upp úr í þessari umræðu. Hið fyrra væri aö Guðmundur Arason gagnrýndi vinnslu útboösins með tilliti til afskriftar- prósentu. I útboðinu hefði veriö farin sú leið að láta meta raunvirði vélanna og miða afskriftaprósentu þeirra svo við 20 ára endingartímabil. Guömundur hefði hins vegar í tilboði sínu reiknað með afskriftum til átta ára. „Þar er ég honum ekki sam- mála,” sagöi Davíð. „Hefði ég gert til- boð í þetta verk þá heföi ég afskrifaö tækin til fimm ára miðað við að vélam- ar væra keyptar nýjar, þar sem verkiö er í útboöi miöaö við þann tíma. En þegar ríkissjóöur reiknar þetta út þá miöast þeir útreikningar ekki við til- boö í verkiö heldur hin raunverulegu verðmæti tækjanna. Þau eru nú um tíu ára gömul og ef viö heföum átt að miða afskriftirnar við átta ár þá væri búið að afskrifa þau. Við reyndum að gera þetta eins heiðarlega og við gátum og létum því meta tækin upp miöað viö það sem þau kosta í dag. Þaö var gert á dollaragengi til aö komast sem næst sannvirði. Ekki er ólíklegt að vélarnar endist í 25 ár og miöum við því af- skriftirnar viö 20 ár.” Davíö sagöi ennfremur að í útboðinu heföi verið miöaö viö að þjónustuaöil- inn ætti allt líniö. Áður fyrr heföi mál- um verið hagað þannig að spítalamir hefu sjálfir átt línið. I þvottahúsi heföi þurft aö flokka líniö eftir því hvaöa spítali heföi átt þaö. Því hefði verið hætt fyrir nokkrum árum og nú ætti Þvottahús ríkisspítalanna líniö og sæi um að endurnýja þaö eftir þörfum. „Viö myndum aö sjálfsögðu selja okkar línbirgðir ef af samningum hefði orðið,” sagði Davíð. „Meö því hefðum við komist hjá flokkun þess í þvotta- húsi. Einnig heföi verið tryggð ekki lakari meöferð á því í þvotti þar sem það hefði verið í eigu viðkomandi þjón- ustuaðila. Aöspurður um viðræður þær sem Guðmundur hefur fariö fram á við stjómarnefnd Ríkisspítalanna vegna þessa ágreinings sagöi Davíð ekkert mæla gegn því að af þeim gæti orðiö. Oskaö heföi veriö umsagnar Ríkisend- urskoðunar í þessu máli og væri þaö nú ívinnsluþar. -JSS. HREYFILL 40 ÁRA Ekki liggja neinar tölur fyrir um hversu mörg dekk hafa slitnaö né hversu margir skósólar sparast á þeim 40 árum sem samvinnufélagiö Hreyfill hefur verið starfrækt. Hitt er aftur á móti ljóst að Hreyfill var stofnaöur 11. nóvember 1943 í baöstofu iðnaðar- manna af 70 sjálfseignarbilstjórum. Fram að þeim tíma höfðu verið starf- ræktar einar 8 bifreiðastöðvar í Reykjavík sem allar voru í einkaeign og bílstjórar því launþegar hjá eigendum stöðvanna. Strax í upphafi festi hiö nýja samvinnufélag kaup á bifreiöastööinni Geysi sem var staðsett neöst í Arnarhólstúninu og kostaði hún þá 225 þúsund krónur. 1951 kaupir félagið svo Litlu bílastöðina á Hlemmi og flytur starfsemi sína þangaö og 1960 er ráðist í stórbyggingu við Fellsmúla og er þeirri byggingu nú lokið. þar geta bílstjórar sest niður á milli feröa og fylgst með sjónvarpi og útvarpi. Þar hafa þeir einnig aðgang aö þrekþjálfun, bööum og kaffistofu fyrir 35manns. Forráðamenn Hreyfils hafa nú í — gef ur 100 þúsund krónur til væntanlegrar hjartaskurðlækningadeildar hyggju að festa kaup á nýju simaborði sem hannaö er eftir því nýjasta sem fram hefur komiö í tölvumálum og mun þaö aö öllum líkindum valda byltingu í afgreiðsluháttum bifreiða- stöðva hér á landi. I tilefni fertugsafmælisins afhenti Einar Geir Þorsteinsson, núverandi framkvæmdastióri Hreyfils, Davíð A Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Ríkisspítalanna, 100 þúsund krónur sem er gjöf frá bílstjórum á Hreyfli og ætlaðar til tækjakaupa á væntanlegri hjartaskurðlækningadeild við Land- spítalann. 220 bílstjórar stunda nú akstur á Hreyfli. -EIR. Hreyfill við Arnarhól 1943. Hreyfill við Hlemm 1951. Hreyfill við Fellsmúla 1983.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.