Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1983, Blaðsíða 5
DV. FÖSTUDAGUR11. NOVEMBER1983. 5 Ein af pakkningum Ocean Harvest Co. i Gioucester sem er skammt norðan Boston. Eins og sjá má er vörumerkið iceiand Harvest. Á Bandaríkjamarkaði: íslenski karfinn og kanadíski þorsk- urinn seljast á líku verði — mikil söluaukning hjá „þriðja af linu”, Ocean Harvest Mikil söluaukning hefur oröiö hjá íslensk-bandaríska fisksölufyrir- tækinu Ocean Harvest í Gloucester þaö sem af er árinu, eins og raunar hjá öll- um fyrirtækjum sem selja íslenskan fisk í Bandaríkjunum. Meöal annars gengur Ocean Harvest mjög vel að selja karfa, einkum sérflokkaðan. Islenski karfinn selst á svipuöu verði og kanadíski þorskurinn. Stutt er síöan fimm íslensk fyrirtæki keyptu sig inn i Ocean Harvest Co. Þaö var áöur í eigu Haralds Helgasonar matvælafræöings sem á enn hlut og er forstjóri fyrirtækisins. Hann er bróöir Sigurðar Helgasonar, forstjóra Flug- leiða hf., og hefur starfað aö fisksölu- málum í Bandaríkjunum mjög lengi. Islenska mnboössalan hf. er eitt islensku fyrirtækjanna og forstjóri þess, Bjarni V. Magnússon, er stjórnarformaður. Hin íslensku fyrir- tækin eru Langeyri hf. í Hafnarfiröi, Sjöstjaman hf. í Njarövíkum, Rækju- nes hf. í Stykkishólmi og Sæfang hf. í Grundarfirði. Auk þess selur Ocean Harvest fyrir ýmsa smáframleið- endur. Sem fyrr segir hefur salan á Banda- ríkjamarkaöi gengið mjög vel, en eins og kunnugt er hafa þar verið eingöngu til skamms tíma tvö íslensk fisksölu- fyrirtæki, Coldwater Seafood, tengt Sölumiöstöö hraðfrystihúsanna, og Iceland Seafood Sambandsins. Ocean Harvest er því stundum nefnt „þriðja afliö”, en er þó enn miklu minna en hin og ekki í fiskréttaframleiðslu, sem þau eru aftur á móti meö. Aö sögn Bjama V. Magnússonar, stjórnarformanns Ocean Harvest, hefur oröiö mikil breyting á karfasölu á bandaríska markaðnum síöustu ár og neysla hans stóraukist og breiöst út um mestöll Bandaríkin. Hins vegar er Ijóst aö karfinn selst mismunandi eftir því hvernig hann er boöinn á markaön- um. Þá em aðrar fisktegundir, svo sem ufsi og langa, vel seljanlegar og auðvitað þorskurinn. Ocean Harvest selur einnig mikið af hörpudiski á þess- ummarkaði. Islensku fyrirtækin selja ekki ein- göngu í gegnum Ocean Harvest og em einnig meö verulega sölu i Evrópu og á öörum þeim mörkuðiun, sem taka viö íslenskum fiskafuröum. -HERB. Fáskrúðsfjörður. SALTAÐ AF KAPPI Frá Ægi Kristinssyni, fréttaritara DV á Fáskrúðsfirði. Mikil atvinna hefur verið undan- farna daga hjá síldarsöltunarstöðv- unum tveimur, Pólarsíld hf. og Sól- borgu hf. Unniö hefur veriö í 13—18 tíma á sólarhring. Grundarfoss kom til Fáskrúös- fjarðar í fyrradag meö rúmlega 4 þúsund tómar tunnur og fengu ungling- ar í 8. bekk grunnskólans frí frá störf- um til aö taka á móti tunnunum. Peningamir sem þeir fá fyrir vinnuna renna í feröasjóð fyrir unglingana. Þorri SU landaöi 1500 tunnum hjá Pólarsíld í gær. Þar er nú búiö aö salta í rúmlega 11 þúsund tunnur. Steinunn SF landaði 300 tunnum hjá Sólborgu og þar hefur veriö saltað í rúmlega 1100 tunnur. í gær var gefiö frí í 9. bekk grunn- skólans og voru unglingarnir í síldar- vinnslunni. -GB. Breiðdalsvík: Miklar vega- framkvæmdir Frá Sigursteini G. Melsteö, frétta- ritara DV á Breiödalsvík. Vegagerö var meö mesta móti í hreppnum í sumar. Bundiö slitlag var lagt á 2 km út frá þorpinu og vegurinn upphækkaöur og yfirkeyröur 5—6 km inn í dalinn. Þá var vegurinn hækkaöur á 2 kílómetra leið á suöurbyggö og loks var byggö brú á Tinnudalsá og u.þ.b. 4 kmlangurvegurlagðuraðhenni. -GB. NOTAÐI ■BILAR VOLVO 245 GL '82 ekinn 27.000, sjálfsk., m/plussáklæöi. Verö 460.000. VOLVO 244 GL '82 ekinn 28.000, sjálfsk. Verð 420.000. VOLVO 244 GL '81 ekinn 62.000, sjálfsk., m/plussáklæöi og læstu drifi. Verö 370.000. VOLVO 244 GL '80 ekinn 39.000, sjálfsk. Verö 330.000. ‘ VOLVO 244 GL '79 ekinn 104.000, sjálfsk. Verö 250.000. VOLVO 245 DL '78 ekinn 65.000, beinskiptur. Verö 240.000. VOLVO 244 L '78 ekinn 78.000, beinskiptur. Verö 195.000. VOLVO LAPPLANDER '81 yfirbyggöur, ekinn 36.000. Verö 360.000. OPIÐ Á LAUGARDÖGUM FRÁ KL. 13-17. VOLVOSALURINN Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 Postulíns MATAR- OGKAFFh STELL Hollensk hnífapör 18/8 stál, spegilslípað „Uppdekkuð horð” í búðinni • Kynnið ykkur fallegt úrval • Fáið myndalista og verðlista • Gerið samanburð • Greiðslukjör — Munið okkar mikla gjafavöruúrval IEKK-líHIHllIX Laugavegi 15 Sími 14320

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.