Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1983, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1983, Blaðsíða 15
DV. FÖSTUDAGUR11. NOVEMBER1983. 15 Kjallarinn GuðlaugurT. Karlsson þingmönnum úr kjördæmi sinu heldur tókst þrátt tyrir hörkuprófkjör að sam- eina flokkinn í kjördæminu og jafnvel Eggert Haukdal leit út fyrir að una hlutsínumvel. I ræðu sinni á landsfundinum sagði Þorsteinn „að þaö heföi ekki verið háttur skaftfellskra vatnamanna að snúa við í miðju iðukastinu”. Þótt önnur vötn á Suðurlandi séu sjálfsagt Þorsteini kunnugri, þar sem hann er fæddur og uppalinn á Selfossi, þá veröur varla lengra til jafnað með kjark og þor en að berjast við jökul- vötn, —þótt brjóti reyndar á bógum skarpans meistaramynd. Þennan kjark og þor viröist Þor- steinn hafa ótvírætt og ýmsir, sem minnast hryggspennu við hann á Sig- túnstúninu langt undir fermingu, — og ekki var maöurinn alltaf hæstur í loftinu, staðfestu þetta og studdu hann óspart í prófkjörinu. Sáttarhöndin lagin Þrátt fyrir ásýnd Vinnuveitenda- sambandsins og verkbannaboðun virðist Þorsteini sáttahöndin vera lag- in. Þaö sýnir bros Eggerts Haukdals og það sýndu faðmlög Þorsteins og Friðriks Sophussonar, — kjörprins flokksins í f jögur ár, á landsfundinum, þegar sá síðamefndi hafði enn verið kjörinn varaformaður flokksins, að vísu með þvílíkum yfirburðum að nálg- aðist alg jört traust. Hvemig sem þeim félögum tekst svo að leiða mesta stjórnmálaafl þjóðar- innar, sjáifu sér, landi og lýð til far- sældar getur guð og sagan ein sagt um. En mikiðóskaplega var því óskáldlega máli, hagvexti og efnahag, vel fyrir- komið í ræöu Þorsteins, þar sem hann sagðiað: „hagvöxturinn er blikandi óska- lindin, sem bíður þeirra er brjótast upp á tindinn.” I þessum skæra efnahagsdiskant, sem Þorsteinn magnaöi á félaga sína í Sigtúni um helgina, hljómaði þó bassi Sigurlaugar Bjarnadóttur þar sem hún beindi orðum sínum til þeirra sjálf- stæðismanna „sem ekki heföu enn snúið Faðirvorinu upp á Hayek og Friedmann”. Hugumstórir menn eru því margir í flokki þeirra Þorsteins og Friðriks, þótt EUert Schram svipti hulunni af sumum þeirra í ræðu sinni á lands- fundinum og teldi að stööutákniö væri þeim mikUvægara en sannleikurinn. Framsókn ræður Veruleiki íslensku þjóðarinnar er þó sá, að Þorsteinn og Friðrik, formaöur og varaformaður stærsta stjómmála- afls hennar, hafa Utið að segja fyrir hana, enn sem komiö er. Þeir eru hvorugur í ráðherrastól og Stjómar- ráöið því enn í seiUngarfjarlægð, hvað sem koma skal. Og hið mikla stjórnmálaafl, Sjálfstæöisflokkurinn, sem heimt- ar hreinan meirihluta meöal þjóðarinnar í næstu kosningum með klappi og hrópum í Sigtúni, þarf aö hlíta því að hafa ekki einu sinni stjórn- arforustu núverandi ríkisstjómar í hendi sér. Forsætisráðherra þjóðarinnar heitir nefnUega Stein- grímur Hermannsson og er fram- sóknarmaður. Hvort þeir Þorsteinn og Friðrik vilja breyta því er önnur saga og hvort þeir og Sjáifstæöisflokkurinn geta það sjálfum sér í vU er svo enn önnur saga. En skaftfeUsku vatnamennirnir kunnu taumhaldið. Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur. Menning Menning Menning Jakob og meistarinn eftir Kundera Miian Kundera: Jacques et son maitre. Paris, Gallimard, 1981. 98 bls. Ekki ails fyrir löngu sagöi aU- þekktur rithöfundur útlenskur aö ef hann væri rithöfundur myndi hann láta það verða sitt fyrsta verk að segja af sér og hætta. Þau orð era víst dæmigerö fyrir andann meðal rithöfunda nú um stundir: þeir eru óskaplega uppteknir af því að kom- ast að því hvað það er að vera rit- höfundur og hvað þaö er að skrifa og hvað skáldskapur er. Fyrir vikið eru þeir hættir að geta skrifað. Engri skáldsögu lýkur án þess að höfundur ávarpi lesandann, engu leikriti lýkur án þess að einhver persónan kjafti frá og segist vera í leikriti eða að þetta sé nú bara alveg eins og i leik- riti. Þetta lamar og er áreiðanlega það sem helst stendur skáldskapnum fyrir þrifum: það getur orðið enginn sagt sögu. Milan Kundera, tékkneskur land- flótta rithöfundur um fimmtugt, fer bil beggja eöa gerir hvort tveggja. Hann skrifar sögur sem þykja af- bragðsgóðar og era til í þýðingum, og hann talar um afdrif skáldsög- unnar og skáldskaparins: hann kennir bókmenntasögu og spyr í tímaritum hvort skáldsagan sé segiraðsvoséekki. Eitt merkilegt tillag hans til bók- menntanna er leikrit sem fyrst var fært upp í París fyrir tveimur árum: Jakob og meistarinn, og byggir þar á skáldverki Frakkans Denis Diderot frá 1770—80: Jakob örlagatrúar og meistari hans. Diderot var einmitt einna fyrstur allra til að rjúfa skáld- skap sinn með umfjöllun um höfund- inn og list hans: höfundur ávarpar iesandann við og við og spjallar um söguna sem verið var að segja, hótar að hætta við og fara út í aðra sálma, neitar að gefa ákveðin atriði í ljós. Það er því kannski engin tilviljun að Kundera grípur aftur til Diderot: hann leitar til upphafs þeirra vand- ræöa sem skáldsagan og skáld- skapurinn hafa verið að kikna undir síðustu áratugina. fín ástæðan er ekki einvörðungu sú, hér er einnig á ferðinni fundur skáldsögunnar og leikritsins: Kundera segist skrifa leikritiö til heiðurs skáldsögunni, ekki aðeins til heiðurs Diderot. Skáldsagan er frjálsust allra lista orðsins og Diderot var einn af þeim sem leystu hana úr læðingi. Leikritið er enn ekki laust úr viðjum, það er skorðað í hefð og á þess vegna minni kost átaka og aflrauna en skáldsag- an. Diderot skrifaði sjálfur nokkur Milan Kundera rithöf undur. ERLENDAR BÆKUR Már Jónsson leikrit, öll afleit og afspymuleiðin- leg; þar fylgdi hann heföinni, gerði eins og hinir. Kundera vill beita frjálsri eða frjálslegri skáldsögu Diderot til að semja frjálst eða frjálslegt leikrit eða því sem næst; hann langar til að rjúfa hefð leik- ritunarinnar. Hvort honum tekst það er tæpast hægt að segja af lestri einum, slíkt er ekki hægt að meta án þess að haf a séð góða uppfærslu. Kundera notar sögu Diderot; ekkert er hjá honum sem ekki er hjá Diderot, en mörgu sleppir hann. Hann segist raunar, sem er rétt, hafa samið eigið verk, sitt leikrit; til- brigði viö Diderot frekar en leik- gerð eöa einhvers konar vinnslu. Leikritið er þríþættur vefur: þrjár ástarsögur, og svipar hverri til ann- arrar, enda segir Jakob að allt sé skrifaö í efra sem gerist hér neðra og Meistarinn fyllist örvæntingu við til- hugsunina imi stöðuga endurtekn- ingu á öllu: þetta er alltaf sama sag- an. Tveir karlar era á ferð, Jakob og Meistari hans; engu máli skiptir hvert leið þeirra liggur. Jakob segir Meistaranum frá ástarævintýri sínu með kærastu Skramba vinar síns og Meistarinn segir Jakobi frá ástar- bralli hálfgildings heitkonu hans með vini hans riddaranum Sánkta Venna. Miðja vega koma þeir á gisti- hús og þar segir húsfreyjan þeim söguna af markgreifaynjunni Aldin- fríði og því hvemig hún náöi sér niðri á ástmanni sínum eftir að hann hafði svikið hana. Kyndugt og oft á tíðum afburöa fyndið. Það er mikiö að gerast og oft- ast era fleiri en ein saga i gangi á sviðinu hverju sinni. Jakob eða Meistarinn eða Húsfreyjan segja frá og sagan fer fram um leiö. Sögu- persónur birtast ljóslifandi, tala og ganga um. Skipt er ó milli og jafnvel talaö í kross. Lesandi og áhorfandi geta átt fullt í fangi með að fylgjast með, en þannig á það líka að vera, að athyglin haldist og hugsunin gleðjist við þrautirograun. Ekki verður farið nánar í leikritið, það væri óheiðarlegt, því flogið hefur fyrir að Stúdentaleikhúsið sé í þann mund að setja það upp og verði f ram- sýnt strax eftir áramót. Fengur er að ef réttermeðfarið. Kundera samdi leikrit sitt skömmu eftir innrás Sovétmanna í Tékkóslóvakíu í ágúst 1968; hann vildi anda að sér skynsemi og gáska Frakkans og bægja með því frá sér kæfandi tilfinningasemi Rússans. Fjóram árum síðar kom hann hand- ritinu úr landi, bækur hans höfðu þá veriö bannaöar í heimalandinu. Fyrir nokkru hélt hann sjálfur í út- legö og þýddi þá leikritið yfir á frönsku með aðstoð vina. Hann býr í París. ÍSLENSK SAGA HANDA SMÁFÓLKI Áslaug Ólafsdóttir: Litla rauða rúmið. Teikningar: Ragnhildur Ragnarsdóttir. Reykjavfk, Mál og menning, 1983. Utgáfa bóka fyrir yngstu lesenduma hér á landi hefur á und- anfömum árum verið einna mest í formi svonefnds fjölþjóðlegs sam- prents. Þetta efni er mjög misjafnt aö því er gæði varðar, en þaö á það sameiginlegt aö vera tiitölulega ódýrt í framleiðslu vegna þess að dýrasti hluti prentvinnunnar er unn- inn í eitt skipti fyrir mjög stóran markað. Þar er textinn aðeins þýddur og settur á íslensku, en myndir, sem oftast eru í litum, eru prentaöar í tugum eða hundraðum þúsunda eintaka. Nú í haust hef ég rekið augun í nokkrar íslenskar bækur sem samd- ar era af íslenskum höfundum og ætl- aðar yngstu börnunum. Ein þeirra er Litla rauða rúmið eftir Áslaugu Olafsdóttur. Um höfundinn veit ég sannast sagna ddd neitt, og tel ég nær fullvíst að þessi bók sé sú fyrsta sem kemur frá hennar hendi. Sagan er eins konar dæmisaga úr daglega lífinu. Ása litla á litið rautt rúm, sem bræður hennar þrír og svo Bókmenntir Sigurður Helgason hún hafa sofið í og rúmið er orðið ævagamalt að áliti Ásu. En enda þótt litla rauða rúmið hennar sé ágætt, þá sætir hún sem allra oftast lagi við að fá að sofa i rúmi foreldra sinna og á i fórum sínum ýmsar afsakanir sem verða til þess að rýmt er fyrir henni þar. Sagan er ágæt og skírskotar til raunveruleikans. Og þaö er mjög ánægjulegt að íslenskir útgefendur skuli sjá sér fært að gefa út íslenskar bækur fyrir litlu krakkana. Það sem mér finnst þó á skorta er að ég hefði viljað aö sagan hefði verið islensk- ari, að þráðurinn fjallaöi að ein- hverju leyti um séríslenskan veru- leika. En innan þeirra marka sem sagan er sögð er hún vel gerð. Eg hef ástæðu til aöætla að krakkar þekki sjálfa sig i Ásu litlu. Einn stór kostur er við bókina og hann er sá, að höfundurinn virðist kappkosta að nota ekki mikið af löngum orðum, þannig að krakkar sem eru að stíga fyrstu skrefin í lestramáminu ættu ekki að hnjóta um löng og stirðbusaleg orð, nema þá í undantekningartilfellum. Litla rauða rúmið er rauður þráður í skemmtilegri myndskreyt- ingu Ragnhildar Ragnarsdóttur. Þetta er snyrtileg og skemmtileg bamabók. -sh. Datsun 280 c dísil árg. '81, ekinn 130.000 km, litur gullbrons, góð dekk, útvarp + segulband. Verð kr. 335.000. Mercedes Benz 2401 árg. 1977, bíll í sárflokki, ekinn 220.000 km. Verð kr. 350.000. Skipti á ódýrari. Citroön CX 2000 árg. 1977, ekinn 100.000 km. Verð kr. 200.000. Gullfallegur bíll. Skipti á ódýrari eða dýrari. Subaru 1600 4 x 4 árg. 1980, vetrardekk, ekinn 40.000 km. Skipti á ódýrari. Verð kr. 250.000. Einnig fyrirliggjandi árg. 1981 - 1982 af Subaru 4x4. Econoline 150 árg. 1978, 6 cyl., sjálfskiptur, óslitinn bill. Verð kr. 250.000. Einnig fyrirliggjandi árg. 1980, 6 cyl., beinskiptur, gott lakk, allur klœddur. Verð kr. 390.000. sA Range Rover árg. 1974, ekinn 140.000 km, góð dekk. Verð kr. 240.000. Skipti á ódýrari eða svipuðu verði. ekinn 50.000 km, topplúga, raf- magn í öllu, sportfelgur, sjálf- skiptur, fallegur bill. Skipti á ódýrari. Verð kr. 330.000. Ch. Citation, litur gullsans, árg. 1980, ekinn 14.000 km. Verð kr.265.000. Skipti á ódýrari. Allir þessir bílar eru á staðnum GRENSÁSVEGI 11 - 108 REYKJAVÍK - SlMI 83150

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.