Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1983, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1983, Blaðsíða 30
38 í sérf lokki SKODA 120 LS '82, ekinn 26.000 km, nýlegur bíll á góðu verði með 6 mán. ábyrgð. Sumar- og vetrardekk, toppbíll, vínrauður. JÖFUR HF. Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600 I Hirsla mefl ótai möguleikum. Skiptiborð og baflkar í senn. Tvœr gerflir um að velja. Frístand- andi á gólfi efla baðkari. Burflarpoki: Þessi poki er ekki einungis hentugur, hetdur eykur hann hin nánu tengsl milli móflur og barns. Hönnunin verður að vera þannig að barnið fái réttan stuðning. Barnalæknar hafa mælt mefl gerð okkar sem hægt er að nota næstum strax eftir fæðing- una vegna þess hve vel hann styður við bakið. Sá sem ber barnið er með báðar hendur laus- ar. Sterkt bómullarefni ser.i auðvelt er að þvo. Tvær gerðir. Ferðafélaginn: heima og heiman. Undirlegg úr bómull með 4 stór- um vösum fyrir bleiur og þess háttar. Plastklædd dýna í miðju sem auðvelt er að strjúka af, oidirleggifl má þvo. I I I I l I I I I I I I ■ BABV Barnastólar með hörðum og | linum bökum. j BÚÐIN Laugavegi 41 — Sími29488 DV. FÖSTUDAGUR11. NOVEMBER1983. Menning Menning Menning Er ævintýrið á enda? — um sýninguna íslensk grafík ’83 í Norræna húsinu Á tæpum áratug hafa orðið miklar breytingar á stööu grafíklistar og grafíklistamanha í íslensku menningarlífi. Grafík er nú keypt og metin til jafns við aðrar myndlistir, einkum meðal yngra fólks, og þykir fullboðleg á erlendum vettvangi. Sí- fellt fjölgar í hópi grafíklistamanna á landinu og margir þeirra hafa komið sér upp ágætri vinnuaðstöðu og hafa haft tækifæri til að þróa þá tækni sem þeirhafavaliðsér. Grafíklistin er sem sagt komin til vegs og viröingar á Islandi eftir margra ára þyrnirósarsvefn. Mestan heiður að þessari þróun eiga samtökin Islensk grafík og þeir sem þar hafa haldiö um stjórnvölinn. Heiður þeim semheiðurber,- Bernskubrek En hefur þessi velgengni unnist á kostnað einhvers annars? Sá grafík„frík” sem hér heldur um penna eftir langar fjarvistir finnur sig knúinn að varpa f ram þeirri spurningu, að lok- inni skoðun á nýjustu sýningu ís- lenskra grafíklistamanna, Islensk grafík’83. Bernsku grafíklistar hinnar nýju á tslandi, þeirri sem var í myndun upp úr 1973—4, fylgdu vitanlega ýmisleg bemskubrek. Menn voru leitandi, hik- andi, stundum klaufskir, en þeim vanköntum fvlgdi einnig ákefö, ein- lægni og metnaður fyrir hönd grafík- listarinnar. Hún átti ekki einvörðungu að efla fegurðarskyn almennings, heldur einnig að vekja til umhugsunar. Og þá á ég ekki aðeins við pólitíska vakningu, heldur aukningu á sjónreynslu áhorfandans á breiðum grundvelli. Af þeirri sýningu sem nú hangir uppi í Norræna húsinu verður varla annað ráðið en aö íslenskir grafíklistamenn hafi upp til hópa varpaö þessum hug- sjónum fyrir róða og séu nú sáttir við að framleiða stofustáss, eins konar hálistræn plaköt sem yngri kynslóöin getur hengt upp fyrir ofan furusófann í litlum og snotrum íbúöum sinum. Engar áhættur Á þessu eru undantekningar sem betur fer. Sá ljóöræni myndheimur sem Ragnheiður Jónsdóttir hefur valið sér til könnunar virðist ætla að gefa meira af sér en margir ætluðu. Og Sig- rún Eldjám bætir hægt og sígandi við (myndröð), ætipg 1983. <c Sigríd Vaitingojer — Á förnum vegi, æting /akvatinta. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson þær heimspekilegu ígrundanir sem hún hefur fengist við í nokkur ár. Þó er eins og fáguð tækni hennar mái út skap skapandans að hluta. Sem er mergur- inn málsins í því sem hér fer á eftir. Hvergi (eða næstum hvergi) eru þær áhættur teknar, hvorki í tækni eða meðförum efnis sem fætt geta af sér ný viöhorf, nýjan myndrænan veruleika. Menn hafa fundið sér litla garðholu sem gefur nóg af sér og rækta hana uns allt frjómagn er horfið úr moldinni. Og halda samt áfram. Þar sem menn ekki eru djúpt niöursokknir í formlega naflaskoöun eru þeir á kafi í sveita- rómantík. Og þar sem finna má róttæka form- lega endurskoðun eða uppáfinningar- semi, eins og t.d. í verkum (verki?) Eddu Jónsdóttur eða nýliðans Sigur- bjöms Jónssonar, virðist hin formlega eða tæknilega nýsköpun ekki auka verulega á inntakið. Hvar er ævintýrið? Ekki verða hin fáu afstraktverk sýningarinnar heldur til að lyfta henni upp úr öldudalnum, svo dauflegt fálm semþaueru. Það lífsmark sem í salnum er að finna, er í verkum nokkurra hinna óhörðnuðu nýliða sem enn geta leyft sér að sprella. Eilítið gróf teikning þurrnálsmynda Hauks Friðjónssonar er eins og ferskur andblær innan um öil þau verk þar sem öll merki teikningar eru nær horfin. Ljóðræn sáldþrykk Hafdísar Olafsdóttur, með sínum þægi- lega hálf-konsept blæ, eru geöbætandi, sömuleiðis sáldþrykk Svölu Jónsdóttur sem dottiö hefur niður á skemmtilegar hugmyndir en magnar upp liti meira en þær krefjast. Makráðir grafíklistamenn ættu nú aö taka sig saman i andlitinu og gera upp við sig hvort sú gata sem þeir hafa gengið undanfarin ár hafi að öllu leyti verið gengin til góðs. Hvort ævintýrið um grafikina á Islandi sé á enda í heimi efnishyggjunnar. AI Haukur Friðþjófsson — nafnlausar myndir, þurrnái, 1983.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.