Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1983, Blaðsíða 13
POOT {TfIT£T»/rrrnrAM rf aTTr\ »rTlT^oArr irrx DV. FÖSTUDAGUR11. NOVEMBER1983. 13 heföu getaö tekið þá í gíslingu eins og gert var í Teheran í Iran fyrir þremur árum. Þeir höföu sýnt þaö vikurnar á undan, að þeim var trúandi til alls. Misnotkun jaf naðarmerkisins Einhverjir kunna aö segja: „En Kremlverjar nota sömu rökin. Þeir halda því fram, að þeir séu aö frelsa þjóöir frá kúgurum þeirra, Afgani 1979, Tékka og Slóvaka 1968 og Ung- verja 1956.” Svarið viö þessu er einfalt. Slíkir menn misnota jafnaöar- merkiö. Bandaríkin eru annars eölis en Ráðstjómarríkin. Munurinn á þeim er munurinn á lýöræði og alræði, á frelsi og kúgun. (800 þúsund menn hafa flúiö frá Kúbu til Bandarikjanna frá 1959, er Kastró tók þar viö stjóminni. Hversu margir hafa flúið frá öðrum löndum til Ráöstjómarríkjanna?) Lög- reglumaöurinn og glæpamaöurinn bera báöir byssur, og þeir geta báöir oröiö til þess aö sk jóta á fólk. Felur þaö í sér, aö setja megi jafnaðarmerki á milli þeirra? Öörunær. Eg ætla aö nefna nokkrar aðrar staö- reyndir fyrir áhugamenn um alþjóða- lög, þótt ég telji þær ekki skipta eins miklu máli og þaö, sem þegar hefur veriö sagt. I fyrsta lagi: Landstjórinn á Grenada óskaöi eftir því aö ná- grannaríkin á Karabiska hafinu reyndu að stöðva blóöbaðið. 1 öðm lagi: Þessi nágrannaríki, sem em í bandalagi viö Grenada, óskuöu síðan eftir því, aðBandaríkin hjálpuöu þeim. I þriöja lagi: Mikill meiri hluti Grenada-búa fagnaöi innrásinni. I fjórða lagi: Innrásarríkin hafa heitið því að koma aftur á lýöræöi í eyríkinu og aö kalla heri sína út úr því svo fljótt semauðiðer. Þaö er síðan efni í aðra grein og miklu lengri aö ræöa um heybrókar- háttinn og helgislepjuna í Noröurálfu- mönnum, sem láta Bandaríkjamenn að mestu um varnir álfu sinnar með beinum hætti (300 þúsund manna her í Þýskalandi) og óbeinum (öflugum kjamorkubúnaöi), en þakka síöan fyr- ir sig meö skömmunum einum. Sjálfur leyfi ég mér aö vona, aö Bandaríkja- menn haldi áfram aö afvopna villi- menn — því aö þeir eru víðar til en í Grenada. Hannes H. Gissurarson sagnfræðingur. Hinn mikli fjöldaflokkur Er þaö mögulegt, aö ellefu hundr- uö manna landsfundur geti gert nokkuö annaö en aö kjósa flokknum formann, varaformann og ellefu menn í miöstjóm? Er þaö hugsan- legt, að eitthvaö jákvætt spretti af slíkum fundi í formi ályktana og álita? Er ekki miklu réttara aö halda fámennari fundi þar sem raunveru- lega er tekist á um stefnumið flokks- ins til þess að stefna flokksins verði sem skýrust á hverju sviði? Þaö er eðlilegt, aö menn spyrji sjálfan sig aö þessu. Og ég held, aö svarið veröi hjá hverjum og einum landsfundarfulltrúa, að svona sam- komur séu Sjálfstæöisflokknum nauösynlegar. Fjöldinn sameinar I síðustu kosningum fékk Sjálf- stæöisflokkurinn rúmlega fimmtíu þúsund atkvæði. I skýrslu fram- kvæmdastjóra flokksins kom fram, að nú em í flokknum um tuttugu og fimm þúsund manns. Af þessu sést, aö flokkurinn er mjög öflugur meöal kjósenda sinna. Sjálfsagt er hann langöflugasti flokkurinn í hlutfalli af kjósendum. Og landsfundir flokksins eru meö sama hætti langfjölmenn- ustu flokkssamkomumar. En þó geta komið saman f jölmennari sam- komur á vegum flokksins. Eg held, aö meðlimir í fulltrúaráöi Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík séu um fimmtán hundruð. Þegar svo margir menn koma saman, eins og á síðasta landsfundi, þá gefur þaö augaleið, aö mikil stemmning skapast, þegar verið er aö fagna nýjum leiðtogum eöa endurkjöri þeirra, sem fyrir eru. Slik stemmning smitar út frá sér, og hafi menn verið eitthvaö stúrnir út af niðurstöðum kosninganna, þá hverf- ur það, og viðkomandi hrifst með. Þannig sameinar fjöldinn og átökin, sem hafa verið mikil, hverfa fyrir eindrægninni. Og vinir hittast Og þá má heldur ekki gieyma þvi, aö á landsfundum hittast flokksfé- lagar víös vegar af landinu. Marga af þessum mönnum hittir maður ekki nema á landsfundum, en þaö hafa skapast góð kynni, og menn skilja betur viðhorf hver annars. Eg get tekið einfalt dæmi. A þessum fundi uröu talsverð átök í landbúnaðamefnd flokksins. Neyt- endur telja, að Framleiðsluráð land- búnaðarins hafi veriö of einsýnt i störfum sinum og ekki tekið nægjanlega mikiö tillit til sjónar- miöa neytenda. Máliö sem hér braut á var eggjamálið fræga. Það urðu vitanlega snarpar umræður í nefnd- inni. Menn skýrðu sín mál og komust íham. Síðan var fariö aö reyna að finna sameiginlega lausn. Og eftir langa fundarsetu tókst aö sameina nefndarmenn um tillögu, sem flestir gátu sætt sig viö, þar sem tekiö var miö af sjónarmiðum beggja. Þarna skipti ekki litlu máli, að í nefndinni voru menn, sem voru orðnir persónu- legir vinir eftir landsfundarsetur, og vissu þess vegna, aö í raun skildi þá ekki svo mikiö aö.Miklu frekar var um áherslur aö ræða. Einn vildi leggja áherslu á þetta en annar á hitt. Haraldur Blöndal En er það þá miðjumoð? Eðlilegt að þá vakni spumingin um, hvort samþykktirnar veröi þá ekki eins konar miðjumoð. Eg held aö svo sé ekki. En þaö er hins vegar ljóst, aö í flokki, sem byggir á einstaklingshugsjóninni, veröa menn aö taka tillit til annarra. Um leið og flokkurinn leggur áherslu á, aö menn eigi aö ráða sér sjálfir, þá verða flokksfélagamir aö taka höndum saman um sameiginlega stefnu, sem þjónar hagsmunum sem flestra. Svo dæmi sé tekið af hagfræöinni, þá myndast eins konar markaöur meö hugmyndir manna. Kaupmaöurinn setur upp eins hátt verð fyrir sína vöru og hann þorir. Kaupandinn býður á móti og aö lokum ná þeir samkomulagi. Meö sama hætti reyna menn að ná samkomulagi um s jónar- miö landsfundarfulltrúanna, og þá er eðlilegt, aö mest sé áherslan lögö á það, sem einingin er um, en hitt frek- ar látið víkja, sem mikill ágreining- urerum. Og ef tekiö er aftur dæmi af álykt- uninni um landbúnaðarmálin, þá er sú ályktun ein merkilegasta sam- þykkt landsfundar um landbúnaöar- mál, sem lengi hefur veriö gerð. Hún er e.t.v. fýrsta alvarlega tilraunin, sem gerö hefur veriö innan Sjálf- stæðisflokksins til þess aö samræma sjónarmiö bænda og neytenda. Og þessi tilraun gef ur góðar vonir um aö slikt sé hægt. Á næstunni verður svo skipuð nefnd á vegum miðstjórnar flokksins til þess aö samræma enn frekar sjónarmiðþessi. Opin kosning Fyrir nokkrum árum hefði þaö veriö óhugsandi, aö formaöur ís- lensks stjórnmálaflokks yröi kosinn í opinni kosningu eins og Þorsteinn Pálsson. Þaö þarf ekki að taka fram, aö Þorsteinn fær mikinn styrk af því, hversu góöa kosningu hann hlaut og hversu vel honum var fagnaö. Marg- ir voru hræddir við þessa opnu kosningu, og ég verö að segja eins og er, að þaö var dálítill beygur í mér. En eftir á aö hyggja sé ég, aö óttinn var ástæðulaus. I lýöræðislegum flokki verða menn að beita þeim reglum um val á forustumönnum, sem þeir trúa aö eigi aö gilda um forustumenn landsins. Styrmir Gunnarsson hélt þvi fram fyrir fund- inn, aö tímabili hinna stóru væri lok- ið. Eg er nú ekki viss um þaö. Haraldur Blöndal lögfræðingur. • „Og ef tekið er aftur dæmi af ályktuninni um landbúnaðarmálin, þá er sú ályktun ein merkilegasta samþykkt landsfundar um landbúnaðarmál, sem lengi hefur verið gerð.” Er heimavinnandi fólk rétt- indalausir þjóðfélagsþegnar? kona hafi áratuga starfsreynslu viö matargerð inni á heimili þá gefur það henni aöeins kr. 1,53 meira á timann, þ.e. 12 kr. 24 aura á dag eða 61,20 á viku. Starfsmannafélagið Sókn hefur fengið starfsreynslu við heimilisstörfin metna mun lengur, eða allt aö f jórum • árum. I samningi Sóknar segir aö viö almenn störf svo sem heimilishjálp, eldhússtörf og ræstingu skal tekið tillit tU starfsreynslu í skyldum greinum þ.m.t. húsmóöurstörf. Getur starfs- maður með slíka starfsreynslu fengiö hana metna til allt að fjögurra ára starfsaldurs. Hvaö gefur það? Jú, í staö 58,18 kr. á tímann fær viðkomandi 62,07 kr. á tímann. Áratuga starfs- reynsla viö heimilisstörf gefur því 3 kr. 88 aura meira á timann. Endurmat á láglaunastörfum Þessar litlu upphæöir sem hér hafa verið tilgreindar og sýna hve heimiUs- störfin eru Utils metin viö skyld störf í þjóöfélaginu gefa einnig vissulega vís- bendingu um hvaö heföbundin kvenna- störf eru lágt metin á vinnumarkaö- inum. Um þaö verður fjallaö í næstu grein, svo og hve brýnt er aö fram fari endur- mat á störfum láglaunahópanna, ekki síst hefðbundnum kvennastörfum, og úttekt veröi gerð á hlutdeUd láglauna- hópanna í tekjuskiptingunni í þjóö- félaginu. Jóhanna Siguröardóttir alþingismaður. ef báðir aöUar hafa haft atvinnutekjur eöa þá óbeint, ef konan vinnur á heimUinu og stuölar þannig að bættri tekjuöflunarleiö mannsins. Engu aö síður á hún á hættu aö standa uppi alls- laus ef hún er í sambúð og eignim’ar ekki einnig skráðar á hennar nafn. öðru máli gegnir sé hún í hjónabandi. Orlof og veikindadagar Vinnuvikan á vinnumarkaöinum er 5 dagar eða 260 dagar á ári, að frá- dregnu orlofi sem er að lágmaki 24 dagar (laugardagar ekki reiknaðir með). Vinnuvikan viö heimilisstörfin er 7 dagar eöa 365 dagar á ári. Ekkert orlof greitt eöa reiknað meö orlofsdögum. Staða heimavinnandi er því þannig: FuU vinna 365 dagar á ári, og ekki gert ráö fyrir forföllum hvorki vegna töku orlofs né veikinda, en lágmarksfjöldi veikindadaga viö önnur störf en heimilisstörf er 2 dagar fyrir hvem unninn mánuö. Réttindi á vinnumarkaðinum Iðulega gengur Ula fyrir konur að fá vinnu, þegar þær leita aftur á vinnu- markaöinn eftir fjarveru viö bama- uppeldi og heimiUsstörf. En fá þær áratuga starfsreynslu sína viö uppeldisstörf, umönnunn, matar- gerö, þvotta, ræstingu, fatasaumo.þ.h. eöUlega metna við skyld störf á vinnu- F6 konur „áratuga starfsroynslu slna við uppeldisstðrf, umönnun, matargerð, þvotta, rtestíngu, fata- saum o.þ.h. eðlilega metna við skyldstörfá vinnumarkaðnum?" markaðinum? Ekki verður falUst á það, þegar litið er á eftirfarandi dæmi: I aðalkjarasamningi Verkamanna- sambandsins skal meta húsmóöurstörf til eins árs starfsreynslu. Hvaö gefur þaö t.d. matráöskonu? Jú, í stað 61,34 kr. pr. tíma fengi konan starfsreynslu sína metna á kr. 62,B7. Sem sagt, þó

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.