Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1983, Blaðsíða 4
4 DV. FÖSTUDAGUR11. NOVEMBER1983. Menning Menning Menning Menning Leikfélag Rcykjavíkur: Sigurður Skúlason og Berglind Stefánsdóttír / hlutverkum sfnum i leik- ritínu Guð gaf mór eyra sem Leikfólag Reykjavíkur frumsýndi ð miðviku- dagskvöld. GUÐGAFMÉR EYRA. Höfundur: Mark Medoff. Þýðandi: lllfur Hjörvar. Lýsing: Daníel Williamsson. Leikmynd: Magnús Pálsson. Leikstjóri: Þorsteinn Gunnarsson. Vogun vinnur? Metsöluleikurinn um málefni heymarlausra, Guö gaf mér eyra, var í upphafi beinlínis saminn handa heymarlausri leikkonu, og frægð hans víða um lönd, margvísleg verð- laun og viðurkenning sem til hans hafa falliö, mun einkum stafa af yfirburða- frammistöðu í aöalhlutverki leiksins. Einhversstaöar sá ég að þaö væri áskilið af höfundi að heymarlausar eða heyrnarskertar leikkonur færu með hlutverkið, ef þess væri nokkur kostur. Og það hefur væntanlega fljótt orðið ljóst, þegar réðst að taka þennan leik upp í Iönó, að ekki tjóaði að skipa neinni af heimakonum þar í leikhúsinu í þetta hlutverk. Enda mundi það, hvaö sem sýningunni annars liöi, vekja mun minni athygli en ella á leiknum og mál- stað hans. Og vogun tapar? Berglind Stefáns- dóttir sem leikur Söru heyrnarlausu í Iðnó er sjálf heyrnarskert og starfar að kennslu heymleysingja. En hún er óreynd leikkona. Og þaö veröur strax að segja eins og er að hún megnar ekki því sem til þyrfti að fullskapa hlut- verkið á leiksviöinu — ræður ekki þeirri leiktækni, orku og ástríðu í leikn- um sem má ímynda sér aö til þurfi að gera Söra deginum ljósari fyrir augum áhorfandans. Þaö nægir ekki aö segja frá, veröur aö sýna og sanna umfram allt hver þessi kona er, og ævikjörin hafa gert hana, einangrun hennar og örvæntingu, en líka gleði, vonir, ham- ingju, og vaxandi sjálfsvitund, uppreisnarhug hennar í leiknum. Iklæða dæmi Söru Norman holdi og blóði og gæða hann veruleikans rödd — fylla þögnina hljómi. Þetta breytir ekki því að Berglind Stefánsdóttir kemur vel fyrir á leik- sviði, ung og aðlaöandi erns og vera ber í leiknum, og gerir aö ég ætla flest vel sem hún megnar aö gera. Hún dregur í öllu falli alveg skýrt útlínur persónunnar í hlutverkinu. Áhugi manns og eftirtekt á efninu stafa aöal- lega af sögu Söru, þeim vanda sem þau Berglind og Sigurður Skúlason: James Leeds, kennari og mannsefni hennar, reifa skýrt og skilmerkilega í leiknum. Sigurður hefur oft leikið vel, en sjaldan ágætlega. Og sú stund rennur ekki heldur í þetta smn, enda hlutverkið í aðalatriðum sínum undirskipað lýs- ingu Söru. Þar fyrir lýsti hann James Leeds vel og drengilega. En saga þeirra Söru snýst ekki bara um sam- búð og samskipti heyrandi manns og heyrnarlausrar konu, kennara og nem- anda. Umfram allt og aðallega er hún ástarsaga, og á tilfinningagildi þeirrar lýsingar, innlifun áhorfandans í líf og örlög einstaklinga í leiknum hygg ég að frægð hans rísi. Svo langt kemur sýningin í Iðnó aldrei efninu, hrífur mann aldrei með sér þó hún veki vissu- lega áhuga manns á vandamálum sem reifuð era í leiknum, samúð með máls- meöferð og niðurstöðum hans. Og þá er ansi mikils á vant í leiknum og sýning- unni, án tilfinningab'fsins, þess tilfinn- ingalega veruleika sem aö endingu skiptir þar mestu og numið gæti áhorf- anda með sér á vald leiksms. Guð gaf mér eyra er ansi haganlega samið leikrit. Og vandamála-leikrit er ekki eða þarf ekki að vera neinskonar skammaryröi, þó orðið sé skrýtilega oft notað sem skammaryröi væri. En fá góð leikrit láta sér það eitt nægja að reifa ern eða önnur vandamál, enda verða víst vandamál veruleikans seint leyst á leiksviði, þó þar sé unnt að sýna þau og lýsa þeim og yrkja um þau. Og virðing manns fyrir nýja leiknum i Iðnó, að honum loknum, stafar af því á meðal annars að hann lætur engar ódýrar lausnir efnisins nægjá. Ástin leysir ekki vanda þeirra James og Söra, þvert á móti stafar hann af ást- um þeirra. Og ristir að endingu dýpra en nemur sambúð heyrandi og heym- leysingja. James og Sara fella hugi saman, Leiklist ÓlafurJónsson kennari og nemandi í heyrnleysingja- skóla, giftast og fara aö búa. En sam- búöina ber upp á sker af ósamrýman- legum þörfum þeirra og kröfu hvort til annars: hann vill, karlmaöur og kenn- ari, fyrir hvem mun leiöa hana inn í sinn heim, kenna henni aö yfirvinna eftir mætti bæklun sína, tileinka sér mál hinna talandi. Og hún vill, kona og eiginkona, reisa líf sitt á eigrn reynslu- heimi, tala máli þagnarinnar og því einu, neitar að láta manninn móta sig í sinni mynd. Eigi þau að geta mæst veröur það að vera á einhverjum þeim stað sem þau standa jafnt að vígi, utan við eða á mótum þeirra heima sem þau byggja hvort um sig. Og saga þeirra er ástarsaga: þangað á ástin að geta leitt þau. Eftir aðleiknumerlokið. Leikurinn er fallega á sviðið settur, sagan greiölega sögð við einfaldan um- búnaö leiktjalda og ljósa í sviösetningu Þorsteins Gunnarssonar í Iðnó. Sara og James, Berglind og Sigurður eru að vísu í sjónarmiðju leikinn út í gegn, eftirtekt manns á leiknum helgast af samúð með og forvitni um afdrif þeirra um síöir. önnur hlutverk era einkum til fyllingar og skýringar aöal- efninu og farsællega skipuð í sýning- unni: Karl Ágúst Ulfsson og Lilja Þórisdóttir lýsa glöggt tveimur nemendum heyrnleysingjaskólans og félögum Söru, Orin og Lydíu, alveg skýrt mótaðar einstaklingsmyndir, og Harald G. Haralds dró ansi kald- hæðnislega mynd Franklíns skóla- stjóra, Sigríöur Hagalín og Valgerður Dan eru frú Norman, margreynd móð- ir Söru, og Edna Kleen, lögfræðingur heymleysingja fyrir jafnréttisráði. En þaö er ekki efnið í leiknum, krafan um jafnan rétt hinna fötluðu í heimi ófatl- aðra. Efniö er réttur manns að lifa lífi sínu á eigin forsendum, skapa þaö úr eigin reynslu, heyrandi sem heyrnar- laus, konasemkarl. Hreppsnefndarkosningar í Mýrdalshreppi á laugardag: NY HREPPSNEFNDINYJUM HREPPI Fyrstu hreppsnefndarkosningar í Mýrdalshreppi veröa haldnar á morg- un og era þrír listar í boði: Listi fram- sóknarmanna, listi sjálfstæöismanna og svo listi umbótasinna en hann skipa menn úr öilum flokkum sem vilja láta málefni ráða í staö pólitískra hags- muna þegar velfamaöur sveitarinnar er annarsvegar. I almennri atkvæðagreiöslu 14. nóvember á síðasta ári var samþykkt aö sameina Hvammshrepp (Vík í Mýr- dal) og Dyrhólahrepp og mun samein- ingin taka gildi um næstu áramót. Hinn nýi hreppur hefur hlotiö nafnið Mýrdalshreppur og veröur ný hrepps- nefnd kosin á laugardag eins og fyrr sagði. Jafnframt veröur kosið í sýslu- nefnd en þar eru í framboði Birgir Hinriksson og Einar Þorsteinsson fyrir Framsóknarflokk, Einar Kjartansson og Jón Valmundsson fyrir Sjálfstæðis- flokk og Þórir Kjartansson og Margrét Guðmundsdóttir fyrir Umbótasinna. Á kjörskrá eru 435 kjósendur og munu þeir velja 7 menn í hreppsnefnd hins nýja hrepps. -EIR Vigfús Þ. Guðmundsson, fyrsti maður á lista Umbótasinna: Málefni ráði „Listi Umbótasinna sem hefur lista- bókstafinn Z býður fram í Mýrdals- hreppi vegna þess að viö sem aö hon- um stöndum teljum að setja eigi mál- efnalega hagsmuni hreppsins ofar póli- tískum hagsmunum,” sagði Vigfús Þ. Guðmundsson, fyrsti maöur á Z-lista, lista Umbótasinna. „Meðal stuönings- manna okkar er fólk úr öllum flokkum sem vill sveit sinni vel. Aö sjálfsögðu eru það atvinnumálin sem eru efst á - ekki pólitík baugi í þessum kosningum, og þar ber álsteypuverksmiðjuna hæst. Engar deilur eru uppi um það hvort hún eigi að koma eöa ekki, fólk er einhuga um að þaö yrði aö henni mikil búbót. Þá má nefna byggingu lítilla gistihúsa en til- koma þeirra ætti að geta aukiö feröa- mannastrauminn töluvert hrngað til okkar í Vík,” sagöi Vigfús Þ. Guömundsson. Betra er aðfara seinna yfir akbraut en of snemma. ||UfjrfFERÐAR Finnur Bjamason, efsti maðurá D-lista: Unga fólkið og kyndingarkostnaður „Það er langt í frá að atvúinuástand hér í hreppnum sé í góöu lagi,” sagði Finnur Bjamason efsti maöur á D-lista sjálfstæðismanna við hreppsnefndar- kosningamar í Mýrdalshreppi. „Að vísu er ekkert atvúinuleysi, allir hafa nóg að starfa á meðan allt ungt fólk flyst af staðnum strax og tækifæri gefst. Ástandið væri annað í atvinnu- málunum ef allt unga fólkið væri heima. Það er ljóst að eitthvað þarf að gera til að halda unga fólkrnu á heima- slóöum, hvemig sem þaö verður gert. ” Finnur sagði álsteypuna vera það fyrirtæki sem hvað mestar vonir væru bundnar við en af öðrum innansveitar- málum mætti nefna malbikunarfram- kvæmdú-, sem aldrei var lokiö við í sumar, viðbótarbyggingu viö Elli- heimilið, sem opnað var fyrir skömmu og er nú þéttsetið og svo byggingu gistiaðstööu fyrú- ferðamenn. „Það er álit okkar sjálfstæðismanna að hreppurúin eigi ekki aö vera að vas- ast of mikið í þessum feröamalum, heldur láta einstaklinga um þetta,” sagði Finnur. Nefndi hann einnig aö tími væri til kominn aö sveitarstjómir landsins tækju sig nú saman og þrýstu á stjómvöld um aö lækka rafmagns- „Það eru aö sjálfsögðu atvinnumálin; sem eru mál málanna hér í sveit og í þessum kosningum,” sagði EyjólfurB. Sigurjónsson, efsti maður á lista fram- sóknarmanna í hreppsnefndarkosning- unum í Mýrdalshreppi. Eyjólfur sagði að stofnun álsteypu sem framleiöir pönnur væri sú fram- kvæmd sem væri efst á baugi í hugum manna. „Það er verið að kanna málin en við vonumst til aö niöurstöðurnar verði okkur í hag og framleiösla geti hafist hiö fyrsta. Álsteypan myndi út- verð til húshitunar á þeim svæðum þar sem engin hitaveita er. „Fólk hér greiöir gjarnan 4—500 krónur á mán- uði í kyndingarkostnað yfir vetrar- mánuðina og slíkt gengur að sjálfsögðu ekki.” vega 43 manns atvinnu og munar um múina í litlu sveitarfélagi.” Sagði Eyjólfur ástand í atvinnumálum ekki nógu gott í hreppnum, aö vísu væri nóg að gera í sláturtíðinni en annars ekki. Annað stórmál úinan sveitarinnar er að koma upp gistiaöstöðu fyrir ferða- menn í Vik en gamla kaupfélagshótelið sem þar er fyrir er bæði of lítið og slitið til aö hægt sé að taka á móti gestum í einhverjummæli. Lítil harka er í kosningabaráttunni aðsögnEyjólfs. Eyjólfur Sigurjónsson, fyrsti maðurá B-lista: Atvinnumál og álsteypa Dregið á morgun OPIÐ FRÁ KL.9-22 SÍMINN ER 82900 SÆKJUM — SEIMDUM — Hausthappdrætti Sjálfstæðisflokksins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.