Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1983, Blaðsíða 12
12 . DV. FÖSTUDAGUR11. NOVEMBER1983. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stjómarformaðurog Otgáfustjórí: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aóstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON ogÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjó^ar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86*11. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI 27022. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Simi ritstjórnar: 86611. Selning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 1». Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað 25 kr. Kjarkur til kerfisbreytinga? Ríkisstjórninni hefur tekizt vel í fyrsta skrefi í átt til viðreisnar efnahagnum. En ekki má láta þar staðar numið. Aðgerðirnar mimu ekki koma að notum, verði hinu fyrsta skrefi ekki fylgt réttilega eftir. Stjórnin færist mikið í fang. Hún hefur tekið sér fyrir hendur að endurreisa efnahaginn, sem var nánast í rúst. Með fyrsta skrefi var freistað að koma verðbólgunni niður og draga úr halla á viðskiptum við útlönd. Það hefur tekizt. Hraði verðbólgunnar er kominn niður í innan við 40 prósent, ef miðað er við, að hraðinn síðustu vikur yrði óbreyttur í eitt ár. Ríkisstjórnin lýsir yfir, að hún ætli að koma verðbólg- unni lengra niður. Jafnvel er talað um 10 prósent. En þessi bygging mun hrynja eins og spilaborg, verði ekki ráðizt að rótum meinsins. Skerðing launa gildir ekki til lengdar. Hún læknar ekki, þegar fram í sækir. 1 framtíðinni skiptir mestu, að grundvöllur framleiðsl- unnar sé réttur. Við verðum að framleiða eins mikið og kostur er með eins miklum arði og unnt er. Hér skortir mikið á. Kerfisbreytinga er þörf. Með því er hér ekki átt við aðskilnað löggjafar- og framkvæmdavalds sem slíkan eins og Bandalag jafnaðarmanna boðar. Með því er átt við, að fjármunum þjóðarinnar verði ekki áfram sóað í óarðbæran rekstur með þeim hætti sem verið hefur. Því miður sýna ráöherrar enn lítil merki þess, að slík kerfisbreyting verði gerð. Verður hætt að ausa fé í óarðbæra offramleiðslu land- búnaðarafurða, sem haldið er uppi með margslungnu kerfi, meðal annars með niðurgreiðslum og útflutnings- uppbótum? Verða gerðar róttækar aðgerðir til að grisja í sjávarút- vegi í stað þess að sólunda fjármunum þjóðarinnar til að halda uppi útgerð alltof stórs fiskiskipaflota? Verður lögð af samtrygging stjórnmálamanna og skussa í margs konar rekstri, sem einungis ganga vegna dúsugjafa úr hendi landsfeðra? Þetta og margt fleira er það, sem mestu veldur um vandann. Við höfum um langt árabil lagt f jármuni til þess að bera uppi óarðbæran rekstur — fyrir tilstilli landsfeðr- anna. Þess vegna höfum við að undanförnu ekki megnað að auka þjóðarframleiðsluna, svo að með þeim hætti mætti vinna gegn óðaverðbólgunni. Þórður Friðjónsson, hagfræðingur forsætisráðuneytis- ins, ræddi fyrir skömmu um „aðlögunarvandann”. Skilja mátti á ummælum hans, að um væri að ræða, að skussa- fyrirtækin færu á höfuðið en önnur arðbærari fyrirtæki efldust í staðinn. Meinið verður ekki læknað með öðrum hætti. Ríkis- stjórnin má ekki halda, að í kjaraskerðingu felist nein f rambúðarlækning. Vel er, að ríkisstjórnin metur árangur aðgerða sinna svo, að nú megi endurreisa samningsréttinn. En brátt mun koma í ljós, hvort skrefin í viðreisnarátt verða fleiri en orðið er og þá, hver þau verða. Minnkun þorskafla verður til dæmis ekki mætt nema með stórátaki í uppbyggingu atvinnuvega á öðrum sviðum. Gamla kuklið stoðar þar ekki. Ráðherrar verða þá vafalaust að varpa ýmsum gæðingum sínum fyrir róða. Þeir verða að sýna þjóðinni, að þeir séu ekki svo njörvaðir niður í samtryggingu við skussana, að þeir fái ekki að gert. Haukur Helgason. Grenada: Vfflimemáufr afvopnaðir Viðbrögö sumra Norðurálfumanna við átökunum í eyríkinu Grenada komu mér ekki á óvart. Norðurálfu- menn eru því miður margir hættir að sjá muninn á réttu og röngu, hættir að greina kjamann frá hisminu. Að sjálfsögðu áttu Bandaríkjamenn aö senda her sinn inn í Grenada. Þeir voru að afvopna nokkra blóðþyrsta villimenn, sem höfðu skemmt sér við það vikumar á undan að skjóta fólk. Og þeir voru að stöðva Kremlverja, sem höfðu með hjálp Kúbumanna verið að koma upp vopnabúri í Grenada til notkunar í Vesturheimi öll- um. Þetta tvennt skiptir meginmáli. Frá Afganistan til Grenada Sumir þeir, sem deilt hafa á Bandaríkjamenn fyrir að ráðast inn í Grenada, hafa minnt á Afganistan- máliö. En meö því skora þeir heldur betur sjálfsmark. Þaö sem var að gerast í Grenada, áður en bandaríski herinn réðst inn í ríkið, minnti reyndar mjög á hitt, sem hafði gerst í Afgan- istan fyrir 1979. Fyrst hrifsaði byltingarmaður, vinsamlegur Kreml- verjum, til sín valdið, síðan snar- fjölgaöi ”ráðgjöfum” og „sendimönn- um” Kremlverja, að nokkrum tíma liðnum var byltingarmaöurinn myrtur og annar þægari settur í hans stað, og aö lokum varð ríkið leppríki. Þetta gerðist í í Afganistan; og þetta var að gerast í Grenada, en Bandaríkjamenn stöðvuðu það, sem betur fer. Þeir af- stýrðu því, að Grenada yrði annaö Afganistan. Nota má Afganistan-málið til að skýra, hvers vegna Bandaríkja- menn áttu að senda her inn í Grenada, fremur en til að skýra hitt, hvers vegna þeir áttu ekki að gera það. Eöa eru vítin ekki til að varast þau? Einnig er talað um það í ádeiluskyni, að innrásin hafi reynst fyrirhafnar- samari en búist hafi verið viö. En sjá menn ekki, hvað það sýnir? Það sýnir, að vígbúnaður Kremlverja, Kúbu- manna og leppa þeirra hefur verið miklu meiri en menn héldu. Hvað voru Otímabærar athugasemdir Hannes H. Gissurarson mörg hundruð kúbanskir „vegavinnu- menn” að gera vopnaðir í Grenada? Þetta styrkir rökin fyrir innrás Banda- ríkjamanna, en veikir ekki. Var fullveldi Grenada rofið? Helsta ádeiluefnið á Bandaríkja- menn er, að þeir hafi rofiö fullveldi Grenada með því að ráöast inn í land- ið. Við skulum reyna að greina þessi orð. Hvað merkir orðið „Grenada”? Merkir það ríkið eða þjóðina? Englnn vafi er á því, að Bandaríkjamenn voru að ráðast á ríkið. En þeir voru ekki aö ráðast á þjóðina. f Grenada haföi veriö einræðisstjóm frá 1979, þegar sameignarsinnar hrifsuöu þar valdið til sín. Þessi stjóm hafði með öðrum orðum ekki það umboð frá þjóðinni, sem lýðræðisstjómir hljóta í kosning- um. Réttur hennar var enginn annar en hnefarétturinn. Segjum sem svo, að 10 stigamenn haldi 100 mönnum föngn- um. Er her, sem sendur er gegn stiga- mönnunum, að ráðast á þá eða á fanga þeirra? Bandaríkjamenn voru ekki aö ráðast á þjóðina, heldur að frelsa hana frá villimönnunum. Þetta leiðir hugann aö þeim vand- kvæðum, sem era á að nota fullveldis- hugtakið. Hvað er það, sem er full- valda? Hver getur talað í nafni þjóöar- innar? Hver getur talað í nafni þeirra óteljandi, ólíku einstaklinga sem mynda þjóðina? Við leysum þennan vanda á Vesturlöndum með því að kjósa talsmenn, ríkisstjórnir, en ég veit ekki, hvort fullveldishugtakið eigi annars staðar við en í lýðræðisríkjum (ef það á við þar). Þeir, sem segja að rikið brjóti „alþjóðalög” með því að ráðast inn i önnur ríki, eru að segja, að okkur beri að leyfa öllum einræðisherr- um í heimi að kúga hina óheppnu þegna sína í friði. Mér líst illa á slík alþjóðalög — þau era ólög, ekki ætluö öðrum en þeim sendimönnum á þing- um Sameinuðu þjóðanna, sem eru að drekkja allri ærlegri hugsun í málæöi. Getur innrás verið réttlætanleg? Heimspekingar hafa lengi rökrætt um þaö, hvort stríö geti verið rétt- lætanlegt. (Bandaríski heimspeking- urinn Michael Walzer hefur skrifaö fróðlega bók um þetta.) Eg ætla að nefna tvö dæmi um það, að árás eins rikis á annað kunni að vera réttlætan- legt. Annað er, þegar Indverjar sendu her inn í Bangla Desh til að stöðva óskaplegt blóðbað Pakistana, sem gátu ekki unnt Bangla Desh-búum' sjálfstæðis. Hitt er, þegar Israelsmenn réðust úr lofti á kjarnorkuver, sem var í smíöum í Irak, en þeir töldu ástæðu til að ætla, að það yrði notað gegn Israels- riki. Fyrmefnda dæmið var um, að glæpur væri stöðvaður, hið síðar- nefnda um, að ríki væri að tryggja til- vera sína. Þriðja dæmið um réttlætanlega innrás er að sjálfsögðu, þegar ráðist var inn í Grenada 25. október sl. Bandaríkjamenn voru að gera hvort tveggja, að afvopna glæpamenn og af- stýra hættu (þótt hún væri að vísu miklu minni en hættan af kjamorku- verinu í dæminu af Israelsmönnum). Viö þetta er því að bæta, að margir bandariskir borgarar voru í Grenada. Villimennimir, sem stjómuðu ríkinu, Sú þjóöfélagsgerð sem við búum viö hefur ávallt ætlað konum mikiivægt hlutverk inni á heimilum, þó ekki sé það metið að sama skapi. Á herðum konunnar hvílir oftast meginþunginn af öllum daglegum heimilisrekstri og uppeldi uppvaxandi kynslóðar. En þaö er eins og ávallt sé litið á hin mikilvægu störf inni á heimilum sem einhvem sjálfsagðan hlut, sem engin réttindi fylgja, sem öðrum þykja sjálf- sögð, sem önnur störf vinna. Oftast er það konan sem er heima. — Jafnvel þótt hún nauðsynlega þurfi að vera úti á vinnumarkaðnum vegna afkomu heimilisins, þá getur hún það hreinlega oft ekki vegna þarfa margra bama heima fyrir og stundum er það reyndar svo einnig að launin hrökkva kannski ekki fyrir bamagæslu. En hver er réttarstaða þeirra, sem störfin vinna á heimilunum? Lítum nánará. Ufeyrísróttindi Skyldi kona sem helgar sig alveg heimilisstörfunum fá lífeyrisréttindi sambærileg við það sem önnur störf í þjóðfélaginu veita? Svariö er nei. Þær búa við mjög mikið öryggisleysi varðandi lífeyrisgreiðslu og fá ein- ungis greiddan lífeyri almannatrygg- inga. I skilnaðarmálum er staöan sú, að sá aðili sem ekki hefur verið á vinnumarkaðinum er oft réttindalaus. Fráskilin kona hefur t.ajm. engan rétt og á enga kröfu til lífeyris fýrir sig frá almennu lífeyrissjóðunum við fráfall mannsins. Á Alþingi hafa þingmenn Alþýðu- flokksins lagt fram tillögu um að nú þegar verði ákvæðum allra lífeyris- sjóða breytt, þannig að áunnin stig hjóna eða sambúðarfólks veröi lögð saman og skipt til helminga á sérreikn- ingi þeirra fyrir þann tíma sem sambúð varir. Þeim sem eru heima- vinnandi væri þannig tryggður lífeyrir Jóhanna Sigurðardóttir til jafns við útivinnandi maka eða sambúðaraöila. Tryggingamál Ef kona verður veik, fær hún þá sjúkradagpeninga sambærilega við þá sem aðrir fá? Svarið er nei. — Hún fær 1/4 af fullum sjúkradagpeningum þeirra sem önnur störf vinna í þjóð- félaginu. Hvað með ef hún er metin 65% öryrki? Jú, — þá hljóða reglur um úthlutun örorkustyrkja þannig: ,JEkki skal úrskurða húsmóður örorkustyrk, nema sannað þyki að um veralegan aukakostnað sé aö ræða við heimilis- haldiö vegna örorku hennar, svo sem aðkeypt húshjálp eða atvinnumissir maka af þeim sökum.” Og áfram segir: Við úthlutun styrkja skal höfð hliðsjón af eignum og tekjum umsækj- anda og maka hans. — Viðmiðun tekna nú er 159.804 kr. (Sú viðmiðun breytist um hver áramót). Dæmið b'tur því þannig út að hafi maki haft meiri tekjur en 13.317 kr. á mánuði, þá fær konan ekki eina krónu í örorkustyrk þrátt fyrir 65% örorkumat. Skattamál Hvaöa áhrif hefur það á skattbyrði heimibsins þegar konan er heimavinn- andi t.d. vegna margra bama og því aðeins ein fyrirvinna með tekjur sem þarf að sjá fyrir framfærslu heimilis- ins oft með mikilli yfirvinnu? Svar: Þyngri skattbyrði heimilisms en hjá hjónum, sem bæði vinna úti en afla samanlagt sömu tekna og þessi eina fyrirvinna. Hér er þó skylt að hafa f huga að töluverður kostnaður s.s. vegna barnagæslu getur fylgt þegar báðir f oreldrar vinna utan heimilis. Fæðingaroríof Fær hún greitt fæðingarorlof, sem greitt er af almannatryggingum, eins og greitt er fyrir við fjarvera frá öðrum störfum vegna barneigna? Svar: Já, en bara 1/3 af því sem aðrir fá sem vinna fulla vinnu við önnur störf í þjóöfélaginu. Eignarréttur Ef hún er heimavinnandi, ekki gift, en í sambúð, hver er þá eignarréttur hennar? Svar: Mjög ótryggur ef hún er ekki skráð fyrir þeim eignum sem myndast hafa á sambúöartímanum. Sambúö kann að hafa staðið svo ára- tugum skiptir og allar eignir búsins orðið til á þeim tíma. Eignamyndunin hlýtur að vera sameiginlegt framlag beggja sambúðaraðila ýmist beint, t.d.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.