Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1983, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1983, Blaðsíða 9
DV. FÖSTUDAGUR11. NOVEMBER1983. 9 Utlönd Utlönd Borga hvað sem er fyrir Heineken — Lögreglan beðin um aö hræða ekki mannræningjana Stjórnendur hollensku bjórverk- smiðjanna Heineken vilja umfram allt greiða mannræningjum lausnargjald tyrir forstjóra sinn, Freddie Heineken og bílstjóra hans, en þeim var rænt á götu fyrir utan skrifstofur fyrirtækis- ins í gær. Nú er komið í ljós að skömmu eftir að rániö fór fram höfðu ræningjarnir samband við fyrirtækiö og fóru fram á lausnargjald. Engin trygging hefur þó fengist fyrir því að forstjórinn og bíl- stjóri hans séu á lífi og eru margir áhygg jufullir um afdrif þeirra þar sem talsvert blóð fannst í bílnum, sem mannræningjarnir notuöu við ránið. Þeir skiptu stuttu síðar um bíl. Stjórnendur Heineken hafa gengið svo langt að biðja lögregluna aö flýta sér hægt í leit að ræningjunum, af ótta viö að þeir kunni að grípa til örþrifa- ráða ef lögreglan nálgast þá. Talað er um að ræningjarnir krefjist lausnargjalds á bilinu frá einni milljón dollara til átta milljóna, en engin upphæð hefur verið staöfest. Heineken er kvæntur og á eina dótt- ur. Hann er mjög yirtur í hollensku viðskiptalífi og er náinn vinur konungsfjölskyldunnar. Hann lifir fremur látlausu lífi og er litiö í fréttum. Bílstjóri hans er 57 ára gam- all, einnig kvæntur og á einn son. Heineken hefur lengi óttast mann- ræningja og eru miklar öryggis- ráðstafanir við heimili hans og vinnu- stað, en gatan er allra,- ÆTLA AÐ SEUA INDVERJUM VARA- HLUTI í KJARN- ORKUVER Bandarísk þingmannanefnd hefur lýst stuðningi við ákvarðanir Reagan- stjórnarinnar um að leyfa sölu á varahlutum til Tarapur-kjarnorku- versins á Indlandi ef þörf þykir vegna öryggis fólks sem býr í grennd við kjarnorkuverið. Samþykkti nefndin að mæla meö fjárveitingum í þessu skyni en þær voru einn liðurinn í áætlun sem utanríkisráðuneytið hefur um aðstoö við fleiri aðila erlendis. Þar á meöal var einnig samþykkt 500 þúsund dollara aöstoð við baráttuna gegn kynþáttaaðskilnaðarstefnu Suður-Afríku. I samþykkt nefndarinnar var skorað á Reaganstjórnina að taka af skarið um hvort leyfa eigi útflutning á kjarnorkubúnaði til Argentínu og Suður-Afríku. — I gildi er fyrir bann við útflutningi kjamorkubúnaðar til þessara landa og tók þaö bann einnig til Indlands. Samþykkt var aö gera undanþágu varðandi Indland þar sem yfirvofandi þótti hætta á geislaleka úr kjamorkuveri Indver ja ef þeim bæmst ekkivarahlutir. Þingmennirnir lögðu annars áherslu á að ströng höft þyrftu að vera á út- flutningi kjarnorkubúnaðar til landa sem ætla mætti aö mundu nota hann til þess aö gera kjarnorkusprengju. Einn repúblíkaninn í þingnefndinni sagöi að Indland hefði, með því að neita að undirrita sáttmálann um bann viö út- breiöslu kjamorkuvopna og neita aö gangast undir eftirlit, fyrirgert öllu til- kalli til aðstoöar Bandarikjanna í þessumefnum. Umsjón: Guðmundur Pétursson Okkar framlag í verðbólgubaráttunni Sanitas SANITAS PILSNER :::::] að ásiædulausu; NÓATÚN, Nóatúni 17, sími 17261. Nautakjöt 1/2 og 1/1 skokkar, 1. fl. 129 kr. kg. Nautakjöt 1/2 og 1/1 skrokkar, 2. fl. 117 kr. kg. Folaldakjöt 1/2 og 1/1 skrokkar, 1. fl. 79 kr. kg. Svínakjöt 1. fl. 139 kr. kg. Innifalið í verði: Pökkun, merking, úrbeining. AIVI, Rofabæ 39, sími 71200.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.