Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1983, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1983, Blaðsíða 23
DV. FÖSTUDAGUR11. NOVEMBER1983. 31 Smáauglýsingar Sími 27022 Þverholti 11 Óska eftir óryðguðum, sparneytnum bíl á ca 30—60 þúsund. Eldri dísilbíll kemur til greina. Uppl. í síma 99-6391 eftir kl. 19. Óska eftir litlum, sparneytnum bíl. Verðhugmynd 60— 70 þúsund. Uppl. í síma 7143Ö. Góður bíll óskast (ekki austantjalds). 10.000 út og 10.000 á mánuöi. Uppl. i sima 92-6106. Bíll óskast gegn allt að 40.000 kr. staögreiðslu. Einungis traustur smábíll kemur til greina. Uppl. í síma 31774 eftir kl. 17. Húsnæði í boði Kjallaraíbúð til leigu á besta stað i vesturbænum, 2 herbergi og eldhús. Tilboð og upplýsingar sendist DV merkt „öldugata”. 2ja herb. íbúð til leigu í Hafnarfirði. Laus 1. des. Uppl. í síma. 51640 millikl. 19og20. Stórt herbergi til leigu, aðgangur að eldhúsi og wc, fyrirframgreiösla. Uppl. í síma 21976 eftir kl. 19. Einstaklmgsíbúð til leigu í ca 8 mán., sófi og rúm fylgja. Tilboð sendist DV merkt „A—10”. Til leigu er 2ja herb. íbúð á Akranesi, laus strax. Uppl. í síma 45532. Tilleigu. Til leigu tvær íbúöir í fallegu húsi að Fjólugötu 13, íbúð á 1. hæð, 3 herbergi og eldhús ásamt baðherbergi og gesta- snyrtingu, íbúö á 2. hæö, 4 herb., eld- hús og baöherbergi ásamt stóru risi. Ibúöirnar eru til sýnis í dag milli kl. 17 og 19. Húsnæði óskast Lítil íbúð óskast á leigu hið allra fyrsta, helst í neöra Breiðholti. Algjör reglusemi. Uppl. í síma 15558. Óska eftir góðu herbergi með aðgangi að eldhúsi og snyrtingu, sem næst miöbænum. Uppl. í síma 15555 (Focus, Lækjargötu). Tæplega f ertug kona sem er öryrki óskar eftir 2ja herb. íbúö strax. Til greina kemur húshjálp og eða barnapössun, er lærð á uppeldis- braut. Einnig kemur til greina aðstoö við aldrað fólk. Uppl. í síma 23512 eöa 31393. Húsgagna-/innanhúsarkitekt óskar eftir ca 2ja herb. íbúö m/eldhúsi og baði í Reykjavík. Uppl. í síma 42412 milli kl. 10 og 13. Tvær stúlkur óska eftir að taka íbúð á leigu. Uppl. í síma 76095 e.kl. 18. Miðaldra karlmaður óskar eftir herbergi, sem mest sér, má vera lítið. Helst í gamla austurbænum. Uppl.ísíma 11596. Óska eftir lítilli íbúð til ieigu. Uppl. í síma 77056 á kvöldin. Óska eftir 2—3 herb. íbúð á góðum stað í borginni. Uppl. í síma 86611 eða 18571. Sigmundur Ernir Rúnarsson blaöamaður. Ung barnlaus hjón utan af landi óska eftir 2—3ja her- bergja íbúð á leigu (helst í Breiðholti eða Árbæ). Góöri umgengni og reglusemi heitið. Góð fyrirfram- greiðsla í boði. Uppl. í síma 79052. 2ja—3ja herbergja íbúð óskast til leigu í nágrenni Hlemmtorgs, eða í gamla bænum, fyrir hjón á miðjum aldri, tvö í heimili, reglusöm. Uppl. í síma 18829. Miðaldra kona óskar eftir einstaklings- eða 2ja herbergja íbúð sem fyrst. Einhver fyrirframgreiðsla Uppl. í síma 21475. Kökuval óskar aö taka íbúö fyrir bakarasvein á leigu sem fyrst, öruggar mánaðargreiðslur. Uppl. í símum 32060,42008 og 79048. Atvinnuhúsnæði Atvinnuhúsnæði, 100—200 fermetrar, fyrir hreinlegan, hljóðlátan iönað ósk- ast strax. Símar 21754 í vinnutíma 33220 og 82736 eftirkl. 19. Oska eftir húsnæði undir vídeóleigu í Breiöholti. Uppl. í síma 77724. Atvinnuhúsnæði óskast undir rafmagnsverkstæði, ca 50—80 ferm, í Reykjavík. Uppl. í síma 12002 eftir kl. 6. Atvinna í boði ] V erktakaf yrirtæki óskar að ráða góða og ábyggilega starfsmenn strax, mikil vinna. Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022 e. kl. 12. H-739. Vanur bókhaldari óskast til starfa hjá innflutningsfyrirtæki. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Skrif- legar umsóknir með upplýsingum um reynslu o.s.frv. sendist auglýsinga- deild DV merkt „Gagnkvæmt traust 683”. Kópavogur — Vesturbær. Stúlka óskast til heimilisstarfa einn eftirmiödag í viku (4 tíma). Hafið samband við auglþj. DV í síma 27022 e. kl. 12. H-599. Sendill óskast. Oskum eftir að ráða sendil hálfan dag- inn, þarf aö hafa vélhjól til umráöa. Kreditkort sf., Ármúla 28. Plötusmiður, rennismiður og vélvirki óskast. Traust hf., sími 83655. Hreingerningar Hólmbræður, hreingerningastöðin, stofnsett 1952. Nú sem fyrr kappkostum við að nýta alla þá tækni sem völ er á hverju sinni við starfiö. Höfum nýjustu og fullkomnustu vélar til teppahreinsunar og öflugar vatns- sugur á teppi sem hafa blotnað. Símar okkar eru 19017, 77992, 73143 og 53846. Olafur Hólm. Hreingerningaf élagið Hóimbræður, sími 30499 og 85028. Hreinsum teppi með allra nýjustu djúpþrýstivélum og hreingerum íbúðir, stigaganga og stofnanir í ákvæöisvinnu sem kemur betur út en tímavinna. Gólfteppahreinsun, hreingerningar. Hreinsum teppi og húsgögn i íbúðum og stofnunum með háþrýstitækjum og sogafli, erum einnig með sérstakar vélar á ullarteppi, gefum 3 kr. afslátt á ferm í tómu húsnæöi. Erna og Þor- steinn, sími 20888. Þrif, hreingerningar, teppahreinsun. Tökum að okkur hreingerningar á íbúðum, stigagöngum og stofnunum, einnig teppahreinsun með nýrri djúp- hreinsivél sem hreinsar með góðum árangri, sérstaklega góð fyrir ullar- teppi. Vanir og vandvirkir menn. Uppl. í símum 33049 og 67086. Haukur og Guð- mundur Vignir. Tökum að okkur hreingerningar á íbúöum, stigagöngum og stofnunum. Einnig hreinsum við teppi og húsgögn meö nýrri fullkominni djúphreinsivél með miklum sogkrafti. Ath. er meö kemísk efni á bletti. Margra ára reynsla. Odýr og örugg þjónusta. Sími 74929. Erum byrjaðir aftur á hinum vinsælu handhreingerningum á íbúðum og stigahúsum, vanir og vandvirkir menn. Uppl. í síma 53978 og 52809. Athugið að panta jóla- hreingerninguna tímanlega. Hreingerningafélagið Snæfell. Tökum að okkur hreingerningar á íbúðum, stigagöngum og skrifstofu- húsnæði, einnig teppa- og húsgagna- hreinsun. Móttaka á mottum að Lindargötu 15. Utleiga á teppa- og hús- ' gagnahreinsivélum, vatnssugur og háþrýstiþvottavélar á iðnaöarhúsnæði, einnig hitablásarar, rafmagns eins- fasa. Pantanir og upplýsingar í síma 23540. Jón. Einkamál Maður utan af iandi sem er af og til í borginni óskar eftir að kynnast einhleypri blíðlyndri konu á aldrinum 35—45 ára, reglusemi og algjör trúnaður. Svar með nafni og síma sendist DV fyrir 20. nóv. merkt „847”. Halló, herrar um 47—55. Mig vantar góðan félaga sem hefur áhuga á að skoða lífið, bæöi á verald- lega og andlega sviðinu. Ef það ert þú sendu mér þá nafn, fæðingardag og ár fyrir 15. nóv. merkt „Olofuð 777”. Eg er 28 ára maður og óska eftir að kynnast stúlku á aldrinum 23—27 ára með vináttu eða sambúö í huga, á íbúð. Svar sendist DV merkt „Vinur744” fyrir 12. nóv. ’83. Skemmtanir Diskótekið Dolly. Fimm ára reynsla (6 starfsár) í dans- leikjastjórn um allt land segir ekki svo lítið. Tónlist fyrir alla aldurshópa hvar sem er, hvenær sem er. Sláið á þráðinn og vér munum veita allar upplýsingar um hvernig einkasamkvæmið, árs- hátíðin, skólaballið og allir aðrir dans- leikir geta orðið eins og dans á rósum frá byrjun til enda. Uppl. og pantanir í síma 46666. Diskótekið Dollý. 2 X Donna. Vegna mikilla anna síöastliöin ár verðum viö meö tvö sett í vetur. Höfum á boðstólum dansmúsík fyrir alla aldurshópa hvar og hvenær sem er á landinu. Rútuferðir ef óskað er, stærsta ferðaljósasjó á Islandi sé áhugi fyrir hendi. Allar nánari upplýsingar í síma 45855 eöa 42056 og við munum gera okkar besta til að þið skemmtið ykkur sem allra best. Diskótekið Donna. Diskótekið Disa. Elsta starfandi ferðadiskótekið auglýsir: Okkur langar að benda föstum viöskiptahópum okkar á að gera pantanir tímanlega vegna fyrir- sjáanlegra anna á komandi haustmiss- eri. Einnig bendum viö vinnustaöa- hópum og öðrum félögum á að við getum vegna langrar reynslu okkar gefið góð ráð um skipulagningu haust- skemmtunarinnar og ýmis hentug isalarkynni fyrir hópinn. Kjörorð okkar eru: reynsla, samstarf og góð þjón- usta. Diskótekið Dísa, heimasími 50513. Studio Vík sf. Disco Vík. Bjóðum upp á dansmúsík fyrir alla aldurshópa hvar og hvenær sem er. Höfum besta tæknibúnað og reynslu sem völ er á. Það skemmta sér allir vel hjá okkur. Sláöu á þráðinn og við mætum á staöinn. Síminn er 82733 til kl. 19 alla daga. Barnagæzla Tek að mér börn í gæslu. Get tekið að mér börn í pössun allan daginn. Hef mjög góða aðstöðu. Bý á Hvaleyrarholtinu í Hafnarfiröi. 54686. Dagmamma í vesturbæ. Get bætt við mig börnum. Uppl. í síma 16094. Einnig dagmamma í Háaleitis- hverfinu. Uppl. í síma 38527. Tek börn í gæslu, ekki eldri en 1—2 ára. Uppl. í síma 29908 e.kl. 18. Tapað -fundiö Armband tapaðist á Gnoöarvogi eða Bergstaðastræti. Uppl. í síma 35905. Gullkeðja tapaðist þriðjudaginn 8. nóv. frá Skúlatúni og vestur í bæ. Skilvís finnandi hringi í síma 17396 eftir kl. 17. Líkamsrækt Sólbaðsstofa. Kópavogsbúar og nágrannar. Hef opnað sólbaðsstofu að Tunguheiði 12, viöurkenndir Kr. Kern lampar, þeir bestu. Þið verðið brún og losnið við andlega þreytu. Opið alla daga frá kl. 7—23, nema sunnudaga eftir samkomulagi. Sólbaösstofa Halldóru Björnsdóttur, sími 44734. Ljós—snyrting—nudd—sauna—nýjar perur. Snyrtistofan Skeifunni 3 C býður upp á Super Sun sólbekki með nýjum Bellarium-S perum. Einnig það nýj- asta í snyrtimeöferð frá Frakklandi. Andlitsböð, húöhreinsun, bakhreinsun, handsnyrting, fótsnyrting, andlits- snyrting (Make Up), iitanir, plokkun og vaxmeðferð. Einnig fótaaðgerðir, rétting á niðurgrónum nöglum með spöng, svæðanudd og alhliða líkams- nudd. Vinsamlegast pantið tíma í síma 31717. Sólbaðsstofan Bakkaseli 28, Sól og svæðameöferð. Viltu bæta útlit- ið, losa þig við streitu? Ertu haldinn vöðvabólgu, bólum eða gigt? Athugiö hvort sólin og svæðameðferð er ekki lausnin. Nýjar sterkar perur. Verið velkomin. Sími 79250. Baðstofan Breiðholti, Þangbakka 8, Mjóddinni. Við bjóðum 10 skipti í ljós, gufubaö, þrektæki, sturtur hristibelti og tvo tíma í Slendertone á kr. 600. Einnig bjóðum við upp á almennt líkamsnudd. Nóvember- tilboð, morguntíinar frá kl. 9—15, 10 skipti, á kr. 490,00 og 5 tímar í Slender- 1 tone á kr. 400,00. Síminn er 76540.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.