Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1983, Síða 33
DV. LAUGARDAGUR12. NOVEMBER 1983.
Lawrenson kom í
fyrsta skipti á
ævinni til íriands
— þegar hann lék með írum gegn Pólverjum 1977
Lawrenson er ekki íri eins og hinir
tveir sem hér er um rætt. Hann er
fæddur í Preston á Norður-Englandi
áriö 1958. Hann hefur nýtt sér þær
reglur sem kveða á um að ef leik-
maður á ætt sína að rekja til ein-
hvers lands á Bretlandseyjum, megi
hann leika fyrir viökomandi land.
Það eru margir leikmenn sem hafa
nýtt sér þennan möguleika og stund-
um hefur skapast sú staða að við-
komandi leikmaður hefur aldrel
komið til landsins fyrr en hann allt í
einu leikur fyrir það.
Oftast eru þetta leikmenn sem
hafa litla sem enga möguleika á að
leika með enska landsliðinu og því
tekið boði um aö leika með Wales, N-
Irlandi eða Irska lýðveldinu. Þetta á
varla viö um Mark Lawrenson, því
að ekki er að efa að hann yrði fastur
maður í enska landsliðinu, ef hann
hefði ekki tekið boði um aö leika með
Irum gegn Pólverjum árið 1977.
Sjálfur segist Lawrenson ekki sjá
eftir þessari ákvörðun sinni. Hann
segir að leikir sínir með írska iiöinu
hafi verið stærsti þátturinn í því að
vekja áhuga Liverpool og Arsenal á
sér.
Preston og Brighton
Lawrenson lék með Preston North
End þegar hann spilaði sinn fyrsta
landsleik. Preston var þá í miklum
fjárkröggum og í neöri helmingi
annarrar deildar. Þegar svo
Brighton kom með tilboð upp á
100.000 pund í hinn 19 ára Mark
Lawrenson var því feginsamlega
tekiö.
Meö Brighton var Lawrenson í
fjögur ár og vann hann meðal annars
fyrstu deildar sæti með liðinu árið
1979.
Metupphæð hjá Liverpool
1 upphafi leiktímabilsins 1981-82
varð Brighton að losa sig við
Lawrenson vegna peningaleysis hjá
félaginu. Eins og fyrr segir börðust
tvö af stærstu félögum Englands um
hann. Það voru Liverpool og
Arsenal og valdi Lawrenson þaö
fyrrnefnda. Liverpool greiddi 900.000
pund fyrir hann sem enn í dag er
hæsta verð sem liðið hefur keypt
leikmann fyrir.
Dularfullt
Það þótti hálfgerð ráðgáta hvers
MET Á WEMBLEY
Hann er sá eini sem hefur skorað fyrir tvö félög þar f bikarúrslitaleik
hann hafi ekki lýst yfir óánægju með
hannsjálfur.
Vantar herslumuninn
Irska landsliðið hefur alltaf vantað
einhvern herslumun til þess að geta
tryggt sér sæti meðal bestu knatt-
spyrnuþjóða Evrópu. Liðið er aðeins
talið í þriðja styrkleika og fær þar af
leiöandi mjög sterka mótherja og
það er orðið langt síðan það hefur
tryggt sér sæti í úrslitum Evrópu-
eða heimsmeistarakeppninnar.
Þessi herslumunur liggur í því að
liðiö vantar fleiri leikmenn með getu
þessara þriggja sem hér er um rætt.
Leikmenn eins og Chris Houghton,
Mike Robinson og Kevin Moran eru
að vísu mjög færir, en svo eru það
leikmenn eins og Gary Waddock,
John Devine, Kevin O’Callaghan o.
fl. sem aldrei myndu sleppa í
landslið sem á að geta unnið
eitthvað.
þar með náði „verðmanían”
hámarki sínu því að Bryan Robson
er ennþá dýrasti leikmaður ensku
knattspyrnunnar.
Arsenal hefur enn ekki komið
framvarðamálum sínum í samt lag
síðan Stapleton fór þaðan haustið
1981 en málin virðast þó vera á réttri
leið núna með Tony Woodcock og
Charlie Nicholas.
Gekk illa upp
við markið
Stapleton var seinn af stað upp við
markið fyrir United þótt hann
skánaði sem leikmaður. Um jólin ’81
hafði hann aðeins gert fimm mörk og
þótt hann gerði átta eftir áramót, þá
segir það sig sjálft aö þrettán mörk
eru ekki góöur árangur hjá fremsta
manni eins af bestu félagsliðum Eng-
lands. Þessi markafæð stafaði aðal-
lega af því að Stapleton og Gary
Birtles, sem lék frammi með honum,
náöu aldrei að stilla strengi sina
nægilega vel saman. Birtles var því
seldur til Nottingham Forest en við
honum tók Norman Whiteside, 17
ára N-Iri sem leikið haföi í HM á
Spáni ’82 við frábæran orðstír.
IMýr samherji
Stapleton bætti um betur á síðasta
ári og skoraði 19 mörk og þrátt fyrir
gott samstarf hans og Whiteside, er
Ron Atkinson, stjóri United, ennþá
að leita aö nýjum manni til aö leika
frammi með Stapleton.
I úrslitum Bikarsins gegn
Brighton í maí fyrr á þessu ári skráði
Frank Stapleton sig á spjöld sögu FA
bikarsins með því að verða fyrsti
maðurinn til að gera mark sitt með
hvoru liöinu á Wembley.
Núna hefur Stapleton gengið
frekar illa að koma boltanum í netiö
og svo gæti farið aö hann fengi nýjan
mann meö sér í staö Whiteside þótt
Mark Lawrenson — hinn fjölhæfl leikmaður Liverpool.
vegna Bob Paisley festi kaup á
þessum leikmanni. Hvar ætlaði hann
aö leika honum fram á vellinum?
Lawrenson hafði leikið sem
miðvörður til að byrja með hjá
Brighton. Hjá Liverpool voru Phil
Thompson (enskur landsliðsmaöur)
og Alan Hansen (skoskur
landsliðsmaður) í þeirri stöðu, og
þóttu þeir sterkasta miðvarðaparið í
Englandi á þessum tíma. Lawrenson
hafði skipt yfir í tengilið síðasta árið
sitt með Brighton en Graeme
Souness, Terry McDermott, Sammy
Lee og Ray Kennedy voru á
miðjunni hjá Liverpool og þóttu
geysilega sterkir. Auk þess höfðu
þeir fest kaup á Craig Johnstone frá
Middlesbrough vorið áður og Ronnie
Wheelan lét alltaf vita af sér.
Eftir þessa upptalningu þótti
liklegast að Lawrenson yrði látinn
taka stöðu Alan Kennedy í vinstri
bakverðinum. Það varð líka úr að
hann byrjaði sitt fyrsta leiktímabil í
þeirri stöðu. Enn einu sinni þurfti
Alan Kennedy að byrja að berjast
fyrir sæti sínu í liöinu. Hann náði því
líka aftur en Lawrenson var sem 12.
maður liðsins um tíma og lék þar
sem vantaði mann á hverjum tíma.
Vegna mikilla meiðsla í herbúðum
„Rauða hersins” þetta keppnistíma-
bil lék Lawrenson flesta leikina,
bæði sem miðvörður og framherji.
Geysifjölhæfur
A síðasta keppnistimabili tryggði
hann sér svo fast sæti sem miðvörður
ásamt Alan Hansen.
Með Liverpool hefur Lawrenson
unniö deildina tvisvar og Mjólkur-
'bikarinn líka tvisvar. Eoin Hand,
einvaldur Ira, ætlar að setja
Lawrenson í miðju vamarinnar,
ásamt Kevin Moran, þó Lawrenson
hafi sýnt það að hann geti leikið hvar
sem er á vellinum. Svo f jölhæfur er
þessi sterki leikmaöur sem nú hefur
leikið 22 landsleiki fyrir Ira.