Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Blaðsíða 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER1983. Seinni jóla- gjafahandbók DVfylgirblað- inu á morgun — aldrei verið stærri Seinni jólagjafahandbók DV fylg- ir meö blaðinu á morgun og hefur hún aldrei veriö jafnvegleg. Hand- bókin sjálf er upp á f jörutíu og átta síöur, en auk þess fylgja átta síður inni í aöalblaðinu sem lesendur geta fært yfir í sjálfa handbókina. Meö því er handbókin okkar vin- sæla komin upp í fimmtíu og sex síður og hefur aldrei verið stærri. Lesendur ættu því ekki aö vera í erfiðleikum meö aö finna góöar gjafir sem henta jafnt fyrir þá yngstu sem elstu. Aö venju fylgir verö meö hverjum hlut þannig að lesandinn geti áttaö sig á verðlagi. Meö þessari handbók auðveldar DV lesendum sínum leitina, og sparar tímann í þessum eriisama mánuöi. Er ekki aö efa að margir munu notfæra sér þá þjónustu sem handbókin býöur upp á. -ELA Aukafjár- veiting samþykkt — fjárhagsvandræði skóla leyst Albert Guömundsson fjármálaráð- herra undirritaöi í gær heimild til aukafjárveitingar vegna fjárhags- vandræöa skóla víöa á landinu. Heildarupphæöin er um 30 milljónir króna aö sögn Magnúsar Péturssonar hagsýslustjóra. Sagöi hann aö byrjað yrði aö senda greiöslurnar í dag. Til lokunar kom í Húnavallaskóla í Austur-Húnavatnssýslu í gær vegna þess aö bílstjórar treystu sér ekki til að aka lengur kauplaust. Eggert Levý skólastjóri þar sagöi í morgun aö vil- yröi heföi fengist fyrir greiöslu í dag eöa á morgun og var þaö talið nægjan- legt til að hef ja skólaakstur. -JBH/Akureyri. Nýrhafnargarður á Bakkafirði — breytir miklu fyrir bátaútgerðina Frá Yngva Þór Kjartanssyni, frétta- ritara DV á Bakkafiröi. Framkvæmdir við nýjan hafnargarð hófust í sumar og áætlanir voru um aö ljúka við hann um mánaöamótin nóvember-desember. Verkiö hefur þó tafist eitthvaö og m.a. eyðilagöi stór- brim 30—40 metra af garðinum nýlega, eöa um tíu daga vinnu. Hafnargarðurinn á að vera um 200 metrar aö lengd og kemur hann til meö að breyta miklu fyrir bátaútgerð á Bakkafiröi því að nú þarf að fara með bátana til Vopnafjarðar ef eitthvað bregöur út af meö veður. Sex dekkbátar eru nú á Bakkafirði en af þeim eru aðeins 3 í heimahöfn, hinir eru á vertíð fyrir sunnan. Afli bátanna fer allur í sait og hefur at- vinna verið næg í sumar og haust. -GB. UMFERÐARMENNING ' Ökum jafnan á hægri rein á akreinaskiptum vegum. Grafik með tónleika í Safari annað kvöld Hin vinsæla hljómsveit GRAFIK svo og efni af plötum hljómsveitar- mun hefja vetrarstarf sitt meö mikl- innar. Hljómsveitina GRAFK skipa um tónleikum í Safari annað kvöld, þeir Rúnar Þórisson gítar, Örn Jóns- fimmtudaginn 8. desember. Á pró- son bassi, Rafn Jónsson trommur og grammi GRAFIK er bæöi nýtt efni Helgi Björnsson söngur. -Wp- gyaldeyris til ferðamanna / og namsmanna, - og opnun innlendra gjaldeyris- reikninga. Iðnaðaitiankinn Samvinnubankínn U6RZLUNRRBRNKINN Aðalbanki og útibú Aðalbanki Aðalbanki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.