Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Blaðsíða 19
DV. MIÐVQCUDAGUR 7. DESEMBER1983. 19 Menning Banjamín viðpróffok / Bandarikjunum. önnur: menn eru hættir aö trúa því, aö djöfullinn sé til.” Eg sagði honum þá gömlu íslensku þjóösöguna um púkana þrjá, sem djöfullinn sendi til jarðar, svo aö þeir gætu spillt mönnunum. Þeir sneru aftur að ári og sögöu honum, hvemig þeim hefði orðiö ágengt. Einn haföi kennt mönnunum að ljúga, annar aö stela. Hann fagnaði þessu hvoru tveggja. En þriöji púkinn haföi kennt „heldri mönnum” aö trúa því, aö djöfullinn væri ekki til. Þetta þótti honum svo gott aö heyra, aö hann setti þann púkann næstan sér eftir þaö! Dr. Benjamín hefur greinilega ekki tekið mikiö mark á þessum púka.... Dr. Benjamín fer höröum orðum um Haildór Laxness fyrir „guölast” hans. Eg hygg, aö Halldór hafi mátt eiga von á einhverju slíku, hann hlaut aö særa margt kristið fólk með ógætilegum um- mælum sínum. En hvaö er að segja um ádeilur dr. Benjamins á klerka þjóökirkjunnar? Svo viröist sem mun- urinn sé sá, aö hann sé bókstafstrúar, en þeir séu þaö ekki. Hann hafnar skýringum þeirra á hinni helgu bók, því aö með þeim séu þeir ekki aö gera annað en skýra sig út úr kristinni trú. Hér hljóta menn enn aö velja um sjónarhom: Er guösorö lifandi, kallar þaö eitthvaö til okkar, eða er það aöeins þægilegt helgidagaspjall, sem ekki má taka bókstaflega? Er þaö til þess eins, aö menn meö próf úr ein- hverri háskóladeild geti haft framfæri sitt úr almannasjóöum? Víðtæk þekking og djúpur skilningur Mér finnst sumt ofsagt í köflum dr. Benjamins um trúmál, hann er heldur ómildur i dómum um þá, sem eru hon- um ekki sammála, einkum Halldór Laxness, þaö er fullmikið vopnabrak í- þessu verki hans. En þetta er líklega, af þvi að hann telur sig vökumann, og slíkur maöur veröur aö hrópa hátt, til þess að aðrir vakni af værum blundi. Eg hef ekki getið tveggja siöustu bókarhlutanna, sem eru um ýmis efni, enda er ekki til þess rými í stuttum rit- dómi. En ég hygg, aödr. Benjamín geti gert þjóö sinni mikiö gagn á komandi árum, svo víötæka þekkingu og djúpan skilning sem hann hefur, en það getur hann að mínum dómi einkum meö því aö halda áfram aö skrifa um atvinnu- mál og stjórnmál, þar sem viö hin get- um fylgt honum eftir. Hannes H. Glssurarson. i , Gúmmí-Tarzan á plötu Leikfélag Kópavogs hefur gefiö út hljómplötu meö lögunum úr söng- leiknum Gúmmí-Tarzan eftir Ole Lund Kirkegaard. Textar eru þýddir af Jóni Hjartarsyni og Þórami Eld- járn. Tónlistin er eftir Kjartan Olafs- son. Hann annast allan undirleik á plötunni nema trommuleik, hann annast Karl Petersen. Flytjendur eru meöal annarra Páll Hjálmtýs- son, Sigrún Jónsdóttir, Ægir Geirdal og Gunnar Magnússon. Upptaka fór fram í Stúdiói Stemmu. Upptöku stjórnuöu Kjartan Olafsson og leik- stjóri verksins er Andrés Sigurvins- son. Brúðu- bfllinn Skifan hefur gefið út Brúöubílinn. Handrit og söngtextar eru eftir Helgu Steffensen og Sigríði Hannesdótt- ur. Tónlistin er Qutt af Nikulási Róbertssyni og Bimi Thorarensen. Flytjendur radda í Brúðubílnum em Helga Steffensen og Sigríður Hannesdótt- ir. Allar brúðurnar era unnar af Helgu Steffensen. HK. Petei Freuchen Laríon Heillandi írásögn um hinar miklu óbyggöir Alaska og írumstœtt líf Indíánanna, sem landiö byggðu, er íyrstu skinnakaupmennirnir komu þangaö með byssur sínar og brennivín. Laríon var ókrýndur konungur þessara miklu óbyggða. Orö hans voru lög, honum var hlýtt í blindni, ákvörðunum hans varð ekki breytt. Síðustu herför hans, heríörinni gegn hvítu mönnunum, lauk með blóðbaðinu mikla við Núlató. Að henni lokinni hvarí Laríon aítur á vit skóganna miklu, liíði þar til hárrar elli, virtur og dáður, — hann haíði aírekað svo miklu. Og enn sem íyrr vom orð hans lög... Peter Freuchen er íslendingum að góðu kunnur vegna margra og skemmtilegra bóka. Ævintýralega atburði, sem oít gerast í raunveru- leikanum, leitaði hann uppi og skráði á bœkur. Þannig varð til þessi spennandi saga um Laríon, síðasta mikla indíánahöíðingjann í Alaska. cvrmr'c r á FB^JCHEN skuggsjA g&Stórkostleg Gr'.rá'* _ __■_■ _ H_ verðlækkun á skrifstofuhúsgögnum 1COA | jcuui IIVI1 takmarkaðan tima 19 /0 LAClVlVUra GÓÐ GREIÐSLUKJÖR STADGREIÐSLU AFSLÁTTUR SKJALA SKÁPAR A HJÚLUM RAÐBORÐ: • VINNUBORÐ v FUNDARBORÐ LANDSÞJÓNUSTA ’ SKJOT ÐSlA á. guðmundsson fVHúsgagnaverksmiðja, Skemmuvegi 4, Kópavogi, Sími 73100 Við bjóðum allargerðir skrifstofu- húsgagna í viðar- tegundunum: \ Ijós eik, dökk eik, tekk, Ijóstbeyki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.