Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Side 26
DV. MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER1983. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 97., 101. og 104. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hiuta í Laugavegi 157, þingl. eign Braga Kristiansen, fer fram eftir kröfu Axels Kristjánssonar hrl., Gjaldheimtunnar í Reykjavik og Kópavogs- kaupstaðar á eigninni sjáifri f östudaginn 9. desember 1983 kl. 16.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 97., 101. og 104. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Álftamýri 52, þingl. eign db. Guðmundar Jóhannessonar, fer fram eftir kröfu Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis og Tryggingastofnunar rikisins á eigninni sjálfri f östudaginn 9. desember 1983 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 48., 53. og 56. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta i Ljós- heimum 16B, þingl. eign Jóns Gislasonar, fer fram eftir kröfu Skúla J. Pálmasonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 9. desember 1983 kl. 10.45. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta i Stigahlið 24, talin eign Friðriks Stefáns- sonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans og Árna Einars- sonar hdl. á eigninni sjálfri f östudaginn 9. desember 1983 kl. 13.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 91., 94. og 99. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Drápuhlíð 33, þingl. eign Guðmundar Jens Axelssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik, Hafsteins Sigurðssonar hrl., Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis, Veðdeildar Landsbankans, Ut- vegsbanka íslands, Guðjóns Á. Jónssonar hdl. og Helga V. Jónssonar hrl. á eigninni sjálfri f östudaginn 9. desember 1983 kl. 14.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 98., 101. og 105. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Laugavegi 51b, þingl. eign Mariu Ingimundardóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik, Tryggingastofnunar ríkisins og Sveins Skúlasonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 9. desember 1983 kl. 15.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Skilaboö til Söndru Kvikmyndin Skilaboð til Söndru, sem gerö er eftir samnefndri skáld- sögu Jökuls Jakobssonar, verður frumsýnd í Háskólabíói 17. desember næstkomandi. Myndin f jallar um rit- höfundinn Jónas, sem Bessi Bjarna- son leikur. Jónas fær tækifæri til þess að skrifa kvikmyndahandrit um Snorra Sturluson. Jónas heldur því út á land til að fá frið til aö sinna verkinu. En það gengur illa, sérlega eftir að hann ræður til sín ráðskonu, Söndru, sem Ásdís Thoroddsen leik- ur. Handrit skrifaði Guðný Halldórs- dóttir í samvinnu við Kristínu Páls- dóttur, leikstjóra myndarinnar, og Áma Þórarinsson. Kvikmyndatöku annast Einar Bjamason. Það er Kvikmyndafélagið Umbi sem fram- leiðir kvikmyndina. Bessl Bjarnason og Astfís Thoroddsen i hlutverkum sínum i kvikmynd- inni Skilaboð tii Söndru. Tæki gegn kafaraveiki — vonandi þurfum við aldrei að nota það, segir forseti Slysavamafélagsins Slysavarnafélagið hefur fest kaup á afþrýstiklefa sem kemur að góöu gagni ef maöur sem stundar köfun hefur fengið svonefnda kafaraveiki. Köfunarveiki er í því fólgin að köfnunarefni binst vökva og blóði líkamans vegna aukins hlutaþrýst- ings þess viö köfun niður fyrir ákveð-1 ið dýpi. Ef kafari finnur fyrir áhrif- um þessarar veiki, sem bæði er kvala- full og jafnvel lífshættuleg, verður að koma honum í afþrýstiklefa hið bráð- asta ef ekki á illa að fara. Er viökom- andi þá fyrst hafður í klefanum undir sama þrýstingi og hann hafði verið og síöan er þrýstingurinn minnkaöur smám saman eftir vissum reglum. Ætlunin er að klefinn verði staðsett- ur í Reykjavík og þaðan verður hægt að flytja hann hvert á land sem er og einnig á haf út. Klefinn var keyptur til landsins með aðstoð Kvennadeild- ar SVFl sem gaf 100 þúsund krónur í þessu skyni. Þá er nýlega útkomin bók um köfun að frumkvæði Slysavama- félagsins, nefnist hún „Lærið að kafa” og er þýdd úr sænsku af Gunn- ari Karli Guðjónssyni tæknifræðingi. Bókin skiptist í nær 20 kafla og meðal þeirra má nefna: Köfunareðlisfræði, Loft, Hæfni líkamans til að aðlagast breyttum þrýstingi, Afþrýstitöflur, Skipulag köfunar, Lög og reglur um kafara, Neðansjávarljósmyndun og Tækjaköfun. Er afþrýstiklefinn nýi var kynntur í samsæti hjá Slysavarnafélaginu sagði Haraldur Henrýsson, forseti félagsins, að vonandi þyrfti aldrei að nota þetta nýja tæki, en aftur á móti væri gott til þess að vita að það væri til staðar ef eitthvað brygði út af. -EIR. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 98., 101. og 105. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á Lauga- vegi 67, þingl. eign Ársæls Guðsteinssonar, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar í Reykjavík, Guðjóns Á. Jónssonar hdl., Útvegsbanka ís- lands og Skarphéðins Þórissonar hrl. á eigninni sjálfri föstudaginn 9. desember 1983 kl. 15.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 98., 101. og 105. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta í Laugavegi 118, þingl. eign Egils Vilhjálmssonar hf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Hafsteins Sigurðssonar hrl. á eigninni sjálfri f östudaginn 9. desember 1983 kl. 16.00. Borgarfógetaembættiö í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Langholtsvegi 112b, þingl. eign Ólafs Más Ásgeirs- sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri föstudaginn 9. desember 1983 kl. 10.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Úthlíö 15, þingl. eign Gisla Friðbjarnar- sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Sigurðar I. Halldórssonar hdl. á eigninni sjálfri föstudaginn 9. desember 1983 kl. 14.45. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 98., 101. og 105. tbl. Lögbirtingablaðs 1983 á hluta i Hvassaleiti 28, þingl. eign Birgis V. Halldórssonar o.fl., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik, Guðjóns Á. Jónssonar hdl., Ævars Guðmundssonar hdl., Jóns Hjaltasonar hrl., Helga V. Jónssonar hrl., Guðmundar Péturssonar hrl., Póstgíróstofunnar, Einars Viðar hrl. og Landsbanka íslands á eigninni sjálfri föstudaginn 9. desember 1983 kl. 11.15. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Kæfum ekki fíkniefnaumræðuna — Kvennalista- og kvennaf rambodskonur boða tilfundará sunnudag „Hafiö þið áhyggjur af aukinni fíkni- efnaneyslu? Viljið þið gera eitthvað í málinu núna strax? ” Þetta eru upphafsorð bréfs, sem Kvennalista- og kvennaframboðskon- ur hafa sent til skólastjóra, formanna nemendafélaga og foreldra- og kennarafélaga. I bréfinu er boðað til almenns um- ræðufundar um fíkniefnamál á Hótel Borg á sunnudag kl. 14. „Það er mikilvægt að nýta þann meöbyr, sem umræðan um fikniefna- vandann hefur fengið, og halda henni áfram til þess að hún kafni ekki í jóla- ösinni,” sagöi Guðrún Agnarsdóttir alþingismaður á fundi með frétta- mönnum er bréfiö var kynnt. I bréfinu segir að tilgangur fundar- ins sé fyrst og fremst sá að varpa ljósi á ýmsa ólíka fleti þeirra vandamála sem fíkniefnaneysla hefur í för með sér og fá fram umræðu milli þeirra mörgu aðila, sem á málinu taka í starfi sínu. Og síðast en ekki síst að gefa for- ráðamönnum barna og unglinga tæki- færi til fræðslú og skoöanaskipta um þessibrýnumál. A fundinum flytja framsöguerindi þau Árni B. Einarsson fræðslufulltrúi, Ásgeir Friðjónsson fíkniefnadómari, Jóhannes Bergsveinsson læknir, Snjólaug Stefánsdóttir, cand. phil. í uppeldisfræði, og Þuríöur Jónsdóttir félagsráðgjafi. Að erindunum loknum verða pall- borðsumræður þar sem framsögu- menn og aðrir, sem hafa afskipti af þessum málum, munu skiptast á skoð- unum og svara fyrirspumum utan úr sal. Ætlunin er að koma upp hugmynda- banka og vilja fundarboðendur gjam- an fá skriflegar hugleiöingar um væntanlegar leiðir til úrbóta. Fundurinn er öllum opinn. -GB Tökum höndum saman—styðjum hjartveika: Lionsmenn selja merki um helgina —til styrktar hjartveikum „ Við erum bjartsýnir á að merkja- salan eigi eftir aö ganga vel,” sagði Egill Thorarensen, formaður lions- klúbbsins Víðarr, er DV innti hann eftir merkjasölu klúbbsins um helgina. „Þetta verkefni er okkar framlag til þeirra, sem gangast undir hjarta- aðgerðir, og þurfa allra fullkomn- ustu tæki sem til em í dag vegna slíkra aðgerða.” Lionsklúbburinn Víðarr er ný- sto&iaður klúbbur og er merkjasalan um helgina fyrsta verkefni hans. Yfirskrift merkisins er: Tökum höndum saman — styðjum hjart- veika. „Við vonumst til að geta selt um tólf til þrettán þúsund merki. Ætlun- in er að selja þau í stórverslunum á föstudag, en heimsækja síöan heimilin á laugardag.” Þess má geta að sala merkjanna er bundin við Stór-Reykjavíkur- svæðið. Merkiö kostar 50 krónur. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.