Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Blaðsíða 39
Svo mikið gekk á hjá unglingunum á Hlemmi um siðustu helgi eð lögreglan sá sig tilknúna að ryðja staðinn og loka snemma kvölds. „Hér sjást aldrei fíkniefni," segja forráðamenn skemmtistaðarins D-14, „við mundum finna það á lyktinni." Þar er dansgólfið fuilt allar helgar. mm Þegar leiktækjasölunum er lokað bíður rúta sem keyrir þá sem vilja á unglingaball i Kópavogi á eftir. tveir helstu skemmtistaðir ungling- anna, sem báðir eru tiltölulega nýir af nálinni, eru nú orðnir svo vinsæiir að margar félagsmiðstöðvar Æskulýðs- ráðs standa nú tómar um helgar á meðan æskan dansar í Kópavogi og við Elliðaámar. Forráðamenn beggja staðanna segjast hafa strangt eftirlit með áfengisneyslu og annarri fíkni- efnaneyslu, aö vísu sleppi inn fleygur og fleygur en kannabisneysla sé óhugs- andi, ,,...við mundum finna það á lyktinnistrax.” Rannsóknarlögreglumaöur sem mikiö hefur unnið að málefnum ungl- inga segir að vissulega séu fíkniefni mikið vandamál og sérstaklega þegar þau fara aö teygja sig inn í raöir ungl- inga. „En við megum ekki gleyma því þegar rætt er um þessi mál að mikill meirihluti unglinga snertir þessi efni ekki. Þeir sem eru t.d. í sniffinu eru ekki dæmigerðir, slíkir gaurar hafa alltaf verið til, þeir voru til þegar ég var að alast upp norður í landi fyrir 40 árum. Þá sniffuðu strákarnir bensín og hvaöeina. Sniffið kemur í bylgjum, hefur alltaf gert, en vissulega er það áhyggjuefni, að unglingar séu að þessu. Ég vil bara benda á að þaö hefur alltaf verið og mun alltaf verða hópur ungmenna sem fer í hundana um tvítugt. Og sá hópur er ekki dæmi- gerður f yrir æskuna.” Enginn skortur á fíkniefnum Að sögn Gísla Oiafssonar hjá fíkniefnalögreglunni hafa yfirvöld iagt hald á 20 kg af kannabisefnum það sem af er árinu, 600 g af amfetamíni og nokkra tugi gramma af kókaíni. A síöasta ári náöust aöeins 8 kg af hassi, 60 g af amfetamíni og nær því ekkert af kókaíni. „Af þessu þarf ekki að draga þær ályktanir að meira af eitur- lyf jum sé í umferð nú en á síðasta ári. Við höfum einfaldlega verið heppnari í störfum okkar nema hvað að ljóst er að amfetamínneysla er orðin töluvert meirienáðurvar.” Gísli sagði ennfremur að verð á fíkniefnum héldist nokkuð stöðugt og hátt og benti það til að ekki væri of- framboð á vörunni. Ekki væri heldur skortur á efnum því þau væru nær því alltaf fáanleg. Ekki væri fyrirhugaðar neinar sérstakar ráðstafanir til vam- ar fíkniefnaflóðinu, starfsmenn lög- reglunnar væru alltaf á verði og reyndu að fylgjast með þróun mála eftir bestu föngum. Þó er nýmæli aö ráðinn hefur verið sérstakur fræðslu- fulltrúi til að sinna fíkniefnafræðslu í skólum og vinnur hann nú að gerð námsgagna sem kennurum verður gert að koma til skila. Það kom fram í viðtölum DV viö unglinga og Gísla Olafsson hjá fíkni- efnalögreglunni að kannabisneysla er mest hjá fólki milli tvítugs og þrítugs. Margt af þessu fólki hefur neytt kanna- bisefna í áratug að eigin sögn er reynsla þeirra mismunandi. Hassreykingar í 15 ár 35 ára gamall iðnaðarmaður í Reykjavík, fjölskyldufaðir, bíl- og íbúðareigandi, segist sjá eftir að hafa byrjað hassreykingar á sínum tíma, hann reykir enn og hefur gert í tæp 15 ár: „Þegar árin færast yfir mann sér maður eftir að hafa byrjað á þessu fikti við fikniefnin og undanskil ég þá ekki áfengi. Þetta bitnar mjög á andlegu og líkamlegu atgerfi manns. Eg er orðinn, gleyminn og hálfþreyttur allur og það sem er e.t.v. verst að ég er háður hass- inu.” Annar maður á svipuðum aldri, hefur aðra sögu að segja: ,,Eg myndi- aldrei ráðleggja neinum að reykja hass en sjálfur sé ég ekki eftir aö hafa byrjað á sínum tíma. Þá voru aðstæður aðrar, hassreykingar voru þáttur í vissum þjóðfélagshræringum og marg- ir, þar á meðal ég, trúðu því að fíkni- efnaneysla væri það sem koma skyidi. Hassið opnaði nýja heima, aö því er okkur fannst, en meö tímanum komst ég að því að þetta var ekki rétt. Eg , varð leiður á þessum stanslausu reyk- ingum, hæfnin til skipulegra vinnu- bragða snarminnkaði og sljóleikinn sem fylgdi bætti ekki úr skák. Samt sé ég ekki eftir neinu, allt var þetta lífs- reynsla sem ég vildi ekki hafa farið á mis við.” Sá þriðji sem DV ræddi við hafði reykt hass upp á hvern dag í heil 13 ár og hann sagði: „Það reyndist mér létt að hætta hassreykingum eftir allan þennan tíma. Eg var farin að nota efnið eins og sumir nota róandi töflur en aö lokum var ég hættur að finna áhrifin, ég fann ekkert nema stans- laust suð inni í höföinu á mér. Ég ætla ekki aö reyna að bera það saman hversu betur mér gengur í starfi eftir að ég lagði pípuna á hilluna. Þetta var slæmur ávani, og ég er ekki á því aö ég sé eitthvaðmeira brjálaður en aðrir.” * LSD Ekki hefur hér verið minnst á það eiturlyf er reynst hefur flestum hvað verst, LSD, sem var mikið í umferð hér á landi fyrir áratug eða svo. Nú er það alveg horfið af markaðnum en tókst þó að skilja eftir sig spor sem seint verða útmáð. I frægri bók Stuðmanna sem mikiö hefur verið rætt um er meöal annars að finna þessa lýsingu á ástandinu: „Vissulega eru þeir til sem standa á því fastara en fótunum að þeir hafi haft bæði gagn og gaman af sýruátinu (LSD), en hinir eru þó , langtum fleiri sem sködduðust illa á j sál og líkama. Nokkrir kunningjar , Stuðmanna eru enn inni á Kleppi og , eiga þaðan varla afturkvæmt; margir j lágu í kör í mörg ár áður en þeir jöfn- ‘ uðu sig sæmilega; þó nokkrir létu . lífið.” Að lokum látum við verðið á eitur- lyfjum hérlendis fylgja þó ekki væri nema til að sýna að hér er um veruleg- • ar fjárhæðir að ræða: Gramm af hassi kostar 400 krónur, gramm af amfeta- míni 2000 krónur, gramm af kókaíni 6—8000 krónur og 1/2 lítri af lími til að sniffa, 52 krónur. -EIR. Næturhrafnarnir i miðbæ Reykjavíkur eru ekki allir héir i loftínu en skemmta sár þó vel og þurfa ekki fíkniefni. Það er af sem ðður var. Hallærisplanið é miðnættí um helgi. Krakkarnir eru farnir annað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.