Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Blaðsíða 5
ffiAr c,rroi»^i»j'ar n rrtTnf <"ttr■vtttrrtT>r. jtrr DV. MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER1983. Alþingismenn í jólaleyfi 20. desember: Fjöldi frumvarpa óafgreiddur fyrir jólaleyfi Stefnt er að því aö Alþingi ljúki störfum fyrir jólaleyfi í síöasta lagi þriöjudaginn 20. desemþer. Þó veröur reynt aö ljúka síðustu umræöu um fjár- lagafrumvarpið fyrir árið 1984 laugar- daginn 17. desember en óvist er hvort þaðtekst. Þorvaldur Garöar Kristjánsson, for- seti sameinaðs þings, átti fyrr í þessari viku fundi meö formönnum þingflokk- anna og forsætisráðherra tii þess aö kanna hvaða málum stjórn og stjómarandstaða vildu koma í gegnum þingið fyrir jólaleyfi. Fyrir utan fjárlögin, sem verða að af- greiðast fyrir áramót, vill fjármála- ráðherra koma eftirfarandi frum- vörpum í gegn fyrir jólaleyfi: breytingu á lögum um tollskrá, breytingu á lögum um tímabundið vörugjald, frumvarpi um innlenda lánsfjáröflun ríkissjóðs, breytingu á lögum um tekju- og eignaskatt og láns- fjárlögum. Heilbrigðis- og trygginga- ráðherra vill afgreiöa frumvarp til laga um sjúkratryggingagjald. Iðnaðarráðherra leggur áherslu á að frumvarp um framlengingu á verðjöfnunargjaldi nái fram að ganga svo og frumvarp um Sölustofnun lag- metis. Menntamálaráðherra vill að af- greiddar verði breytingar á grunnskólalögum og lögum um skemmtanaskatt, en bæði þau mál eru enn til umræðu í ríkisstjórn. Sjávarút- vegsráðherra vill afgreiða breytingar á lögum um veiðiheimildir í landhelgi Islands fyrir jólaleyfi. Aðrir ráðherrar hafa ekki sett fram óskir um afgreiðslu mála fyrir jólaleyfi. -ÓEF. Þorskurinn gæti tekið vaxtarkipp ef óvenju hlýr sjór umhverf is landið helst áf ram „Við getum vonað en við getum engu spáö um jákvæð áhrif hlýindanna í sjónum nú. Lífríkið tekur ekki vaxt- arkipp fyrr en á vorin og sumrin og við sjáum ekki nema svo sem þrjá mánuði fram í tímann. Eftir rannsóknir næsta vor getum viö frekar sagt eitthvað um málið. En þótt eitt gott ár sé ekki nægi- legt til að lífríkið taki verulegan vaxt- arkipp er það auðvitað til góðs. Okkur er ljóst að lítill hiti sjávar undanfarin ár hefur haft slæm áhrif,” sagði Svend Aage Malmberg haffræðingur í viðtali við DV um hugsanlega batnandi vaxt- arskilyrði fisks vegna hlýs sjávar umhverfis landið nú. Laxveiðibátur fyrir utan mörkin Starfsmenn Landhelgisgæslunnar fóru í könnunarflug í fyrradag en sáu fátt athyglisvert í þetta sinn. Þó komu þeir auga á danskan lax- veiðibát sem var staddur 3 mílur fyrir utan 200 mílna mörkin noröaustur af landinu. Hafa laxveiðibátar ekki sést þama áður og aldrei á þessum árs- tíma. Hafa þeir jafnan verið á feröinni seinni hluta vetrar og þá nokkuö sunnarenþetta. -klp. Samkvæmt nóvembermælingum var heiti sjórinn fyrir sunnan og vestan land 6,5 til 7,5 gráður, sem er vel yfir meðallagi og sömu sögu er að segja út af Vestf jörðum þar sem hitinn var 5 til 6,5 gráður. Heiti sjórinn var fyrir öllu Norðurlandi meö yfir 4 gráðu hita og allt austur fyrir á móts við Reyðarfjörð. Þar sunnan af, eöa í Lónsbugt, var aftur komiö í 7 gráður, eða Atlants- sjóinn. Eins vora skilin á milli heitsjávar og kaldsjávar fyrir Norðurlandi og í A- Islandsstraumnum tiltölulega norðar- lega. Svend sagði aö þessar niðurstöður væru mikil breyting frá því sem var fyrr á árinu og reyndar þrjú sl. ár og gæfu þær vonir um mildan vetur í sjónum umhverfis allt landiö og þar með að hafísinn héldi sig f rá landi. -GS. í viku hverri Viðgerðin á Biika EA12 frá Dalvík: Tilboði heima- manna hafnað Samábyrgð Islands á fiskiskipum samdi í gær við Slippstöðina á Akur- ejri um viðgerð á bátnum Blika EA 12 frá Dalvík sem skemmdist fyrir helgina. Tryggingafélagið fór fram á við eigendur bátsins að gerð yrði kostnaöaráætlun vegna verksins og var í því sambandi leitað til tveggja aðila, Slippstöðvarinnar og fyrirtækis á Dalvík. Fyrir hádegi á mánudag var gengiö frá samningum viö Slippstöðina og mun viðgerðin þar kosta rúma eina milljón króna. Var þetta gert skömmu áður en Tréverk hf. á Dalvík kom með tilboö sitt sem var 750 þúsund krónur. Ottó Jakobsson, einn eigandi Blika, lýsti mikilli óánægju með þessi vinnu- brögð tryggingafélagsins í samtali við DV í gær og sagði að það heföi verið eindreginn vilji eigendanna að verkiö yrði unnið heima. Taldi hann að mikil mistök hefðu átt sér stað. Báðir aðil- arnir hefðu ætlaö að skila verkinu á sama tíma, viku af janúar og heima- menn hefðu getað gert þetta alveg jafnvel og Slippstöðin, auk þess miklu ódýrar. Magnús Bjarnason, skipaskoðunar- maöur á Akureyri, sá um samninga vegna viðgerðarinnar á Blika. Hann kveðst hafa veriö á Dalvík á föstudag og heföu heimamenn ekki minnst einu orði á að þeir ætluðu að gera tilboð í verkið. Þá hefði verið gengið frá öllu símleiðis við Samábyrgðina varðandi viðgerð í Slippstöðinni, nema upp- hæðina og lýsingu heföi hann sam- þykkt fyrir hádegi í gær. Taldi hann einnig að heimamönnum hefði verið vel kunnugt um að svo fljótt yrði geng- ið frá þessum samning i Ekkert þýddi aö senda tilboð eftir á og samningnum yrði ekki breytt. -JBH/Akureyri, iíG piN Ef svo er komdu við, nú eða hríngdu, við höfum opið á fimmtud. tilki. 22. Við eigum einnig mikið úrva/ af reyrhúsgögnum. ATH. Þetta eraðeins sýnishorn af furuhúsgögnunum sem við eigum. „0KKAR VERÐ" 15% AFSL. AF HJÓNARÚMUM. Stækkan/egur í 140 cm breidd. Þrjárgerðir ándýnu. Verðfrákr. 7.943,- Okkar verð kr. 6.751,- Verðkr. 9.980,- JÓLIN NÁLGAST ÓÐUM ÞVÍ BJÓÐUM VIÐ SÉRSTÖK JÓLAKJÖR. 15% afsl. afö/lum hjónarúmum ti/jó/a. Já, því ekki að sofa í nýju hjónarúmi um jó/in. HAMRABORG 12 • A HAMRABOF ^>etrið KÚPAVOGI, SÍMI46460 FRANSKA VINNUKONAN UPPÞVOTTAVÉLIN ÓTRÚLEGA Hentar alls staðar, jafnt heima sem á vinnustað. Tekur lítið pláss, auðveld í notkun. Gengur aðeins fyrir vatni úr krananum þínum. AÐEINS KR. 3.300,- Heildsölubirgðir: BRAUÐFORM SF. Þingholtsbraut 44, Kópavogi Sítni 43969 Utsölustaðir: REYKJAVIK Rafviðgerðir hf.{ B/önduhlið 2 simi 83901. © POLLINN HF ÍSAFJÖRÐUR VESTMANNAEYJAR Póllinn sf. Aðalstræti 9, Sími 94-3792 Magnabúð Sími 98-1488

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.