Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Blaðsíða 18
DV. MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER1983. 18 1 x 2 - 1x 2-1x2 15. leikvika — leikir 3. desember 1983 Vinningsröð: 211 -221 -X21 -211 1. vinningur: 11 réttir — kr. 95.705,- 52310(1/11.4/10) 61925(2111,6/10)89261(1/11,6/10) Úr. 14. viku: 45384(1/11,4/10) + 2. vinningur: 10 réttir — kr. 2.071,- 2832 9536 15632 42464 47346+ 87029 90440(2/10)+ 3608 9744 17349 44207 47516+ 89825 Úr 13. viku: 3732 12162 17980+ 44663 50204 92474 8704 5021 12332 19451 44760 53070+ 92795 89198 5030 12538 21520 45066 56156 93694 Úr 14. viku: 7476 12565 36102 45360 57239 4503(2/10) 39587 8917 12691 + 37296 45573 60204 42237(2/10) 95728+ 8924 13549 37550+ 46622 60760 51942(2/10) 95746+ 8941 13852 38207+ 46832+ 85639 53455(2/10) 9355 13853 42063+ 46855 85911 54216(2/10)+ 9527 14745 42292+ 47155+ 87023 55418(2/10)+ Kærufrestur er til 27. desember kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykja- vík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. Síðustu getraunadagar á þessu ári verða laug- ardagarnir 10. og 17. desember. GETRAUNIR - íþróttamiðstöðinni - REYKJAVÍK HRIIMG HÁLSMEN EYRNALOKKAR ARMBÖND Axel úrsmiöur Ólafur gullsmiður Guömundur Þorsteinsson Jra og skartgripaverslun, Bankastræti 12, sími 3óstkröfu- og kreditkortaþjónusta. Menning Menning Mennin Merkilegur maöur segir frá Benjamín H. J. Eiriksson: Éger. Amartak, Reykjavík 1983,399 bls. Fyrir nokkrum árum tóku viö og viö aö birtast blaöagreinar um atvinnu- mál og stjórnmál, sem þóttu svo vel skrifaöar og skarplegar, aö til var tekiö. Höfundur þeirra var dr. Benja- mín H. J. Eiríksson, fyrrverandi bankastjóri Framkvæmdabankans, en menn höfðu þá ekki heyrt neitt frá hon- um í næstum því tvo áratugi — eöa frá því að hann hætti bankastjórastarfi og sneri sér aö guöfræði og heimspeki á árunum 1964—1965. Þessum greinum dr. Benjamins og ýmsu ööru efni hefur nú verið safnað saman í stóra og mikla bók í sex hlutum, aukna mörgum myndum, sem valið hefur veriö hið óvenjulega heiti ,,Eg er”. Frá Hafnarfirði til Washington — með viðdvöl í Moskvu Dr. Benjamín er merkilegur maður. Hann ólst upp í Hafnarfiröi, á meöan Islendingar voru enn örsnauðir, og lýs- ir því í kaflanum „Minningum” í fýrsta hlutanum, hvemig kynslóð sín heföi herst og stælst við vinnuna. En honum tókst aö afla sér menntunar, þótt bláfátækur væri, hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum i Reykjavík 1932 og hélt síöan út í hinn stóra heim. Hann stundaöi háskóla- nám í Berlín og Moskvu og víðar á ár- unum 1932—1938 og var þar sjónarvott- ur aö framferði þjóðernissinna undir stjóm Hitlers og sameignarsinna undir stjóm Stalíns. Benjamín reyndi þessa tíma einnig á sjálfum sér. Margir hafa lesið átakan- legan kafla Halldórs Laxness í Skálda- tima um Veru Hertsch, sem handtekin var frá barni sínu, á meðan Halldór var heima hjá henni í Moskvu. Benja- mín segir nú í bók sinni, að hann hafi verið bamsfaöirinn. Vera hvarf inn í vinnubúöavítin, Gúlageyjamar, eins og milljónir annarra ráðstjórnar- þegna, en líklega er dóttir þeirra Benjamíns enn á lífi einhvers staðar í Ráöstjórnarríkjunum. Benjamín, sem var á þessum árum sannfærður sam- eignarsinni, skipti þó ekki þegar um skoðun, heldur lauk fil. kand. prófi í hagfræöi og slavneskum málum og bókmenntum í Stokkhólmi 1938, kom síðan hingaö til Islands og gekk i Sósiaiistaflokkinn. En Benjamín var hér ekki lengi. Hann snerist gegn Ráöstjórnarríkjun- um vegna innrásar þeirra inn í Finn- land 1940 og var víttur fyrir á flokks- stjómarfundi Sósíalistaflokksins (aö tiÚögu Einars Olgeirssonar og Lúövíks Jósefssonar, en Brynjólfur Bjamason haföi krafist þess, aö hann yrði rekinn). Hann hélt vestur til Banda- ríkjanna i framhaldsnám 1942, lauk meistaraprófi i hagfræði 1944 frá Minnesotaháskóla og doktorsprófi 1946 frá Harvard-háskóla, einum virtasta háskóla í heimi. Aöalkennari hans í Harvard var Joseph Schumpeter, sem margir þekkja, einn af austurrísku hagfræöingunum eins og Friderich Hayek. Hann var síöan starfsmaöur Alþjóöabankans í Washington 1946— 1951. Hann var orðinn laus viö allar sameignargrillur, þegar hér var komiö sögu, hámenntaöur maöur. Af einni ljósmyndinni í bók dr. Benja- mins má sjá að Islendingar voru alls ekki ósnortnir af þeim hildarleik, sem háöur var í kringum þá. Hún er af fimm menntaskólanemum á Siglufirði áriö 1930. Einn þeirra var Hallgrímur Hallgrimsson, sem átti eftir aö stunda nám í undirróðri og skemmdarverkum í Lenin-skólanum í Moskvu og berjast í liði sameignarmanna í spænska Iborgarastríðinu. Annar var Snorri Hallgrímsson læknir, sem átti eftir aö vera sjálfboðaliði í læknasveit Finna í vetrarstríöinu við Kremiverja. Þriðji maðurinn er Benjamín, sem átti eftir að fara sína sérstöku leið í gegnum líf- iö. Brandinum beint að afturhaldsmönnum Frá því er ekki sagt nema stuttlega í þessari bók, er dr. Benjamín sneri heim til Islands að ráöi þeirra Bjama Benediktssonar og Olafs Thors, fyrst í nokkra mánuöi 1948, síðan alkominn 1951. En hann haföi um þaö forystu ásamt Olafi Björnssyni prófessor og síöar þeim Jónasi Haralz og dr. Jóhannesi Nordal aö létta hér höft og auka viöskiptafrelsi. Hann var ráöu- nautur ríkisstjómarinnar 1951—1953 og bankastjóri Framkvæmdabankans 1953—1965. Mætti dr. Benjamín gjarnan skrifa rækilegar um þaö við tækifæri. En tveir fróðlegustu hlutar bókarinnar eru greinamar um efna- hagsmál og stjómmál. Dr. Benjamín beinir þar brandi sínum aö afturhalds- mönnum eins og Hjörleifi Guttorms- syni og Lúðvík Jósefssyni — mönnun- um, sem eru hræddir við framfarirnar, Bókmenntir Hannes Hólmsteinn Gissurarson neita aö laga sig aö síbreytilegum aö- stæöum. Dr. Benjamin bendir á, aö hitaveitu- vatnið á aö selja á réttu verði, markaðsverði. Hann brýnir þaö fyrir verkafólki, aö kjarabætur eru ekki mældar í krónutöluhækkunum, heidur meiri kaupmætti, og hann eykst ekki nema viö blómlegt atvinnuiíf, vinnu- semi, hagsýni og heppni. Hann biður okkur um að gleyma því ekki, aö raf- magnsverð væri hér miklu hærra en ella, ef ekki heföi veriö ráöist í það aö reisa virkjun viö Búrfell og álver í Straumsvík. Hann fagnar því, aö til skuli vera ríkt fólk, sem lagt geti fé í fyrirtæki öllum til heilla, þótt öfundsjúkar smásálir segi annaö. Hann minnir á, aö rekstur Áburðar- verksmiöjunnar, Sementsverksmiöj- unnar og bæjarútgerðanna er þjóö- inni kostnaöarsamur, þótt öll þessi fyrirtæki ættu aö hafa til þess skilyröi að vera arösöm einkafyrirtæki. Hann er þeirrar skoðunar, að fé hafi verið sóað í nýsköpuninni svonefndu eftir stríöiö. Og hann hrekur ágætlega rök , ,herstöövaandstæöinga ”. Eg er sammála dr. Benjamín um flest í þessum greinum. Um eitt geri ég þóágreining viöhann. Vandræöi okkar Islendinga eru ekki verkalýösforingj- um einum að kenna, heldur einnig stjórnmálamönnum og embættismönn- um. Þau eru ekki, vegna þess aö kaup- iö sé of hátt, heldur vegna þess aö aöhald er ekki nægilegt í peningamál- um og ríkisfjármálum. Með öörum orðum: Verðbólgan er vegna offram- leiðslu peninga, en ekki kröfuhörku verkalýösforingja. Þessi kröfuharka er fremur afleiöing en orsök. Þetta er ekki nægilega skýrt í greinum dr. Benjamíns. Ég býst viö, aö kennarar hans í Harvard, þeir Gottfried Haberler og Schumpeter, heföu tekið undir þetta með mér, enda höfnuöu þeir báðir kenningu Keyness. Greinar dr. Benjamíns eru skrifaðar á auðskiljanlegu alþýöumáli, hann notar gjarnan líkingar og dæmisögur, mikill hraði er í stílnum. Hann segir við Lúðvík Jósefsson: „Gengislækkun er ekki frekar stefna en tannviðgerðir. Hún er ógeðfelld lækningaraðferö.” Hann segir: „Þær bæjarútgeröir, sem enn lifa, bióömjólka ríkustu bæjar- félögin, ræna f jármagni frá aökallandi framkvæmdum og þjónustu.” Hann segir: ,/íeint er risið, snemma sest, á hins vegar oft viö um embættismanna- rekstur í atvinnulífinu. Og svo koma hin sérstöku stjónarmið stjómmála- mannanna, sem oftast samrýmast illa ráðdeild og fyrirhyggju þeirri, sem heiibrigöur atvinnurekstur út- heimtir.” Hann segir: „Allir sem hafa opin augun sjá, aö í atvinnulífinu skiptast sífellt á líf og dauöi. Ný fyrir- tæki rísa, önnur deyja. Vaxi fjármagn- ið, þá er þaö ávöxtur af starfi lifandi manna, tapiö afleiöing þess. Sjálf- virknin er að mestu leyti missýning. Atvinnulífiö er lífrænt, líf, ekki vél.” Hann segir: „Hvernig stendur á fátækt kommúnismans? Hún stafar af því að lindir velmegunarinnar hafa þomaö: Hugvit, framtak og ráðdeild. Um leið og óeölileg höft hafa verið lögö á þess- ar hliðar mannlífsins — athafnafrelsið — eða þær aðeins vanmetnar og van- ræktar, þá þoma uppsprettur gæöanna. Hönd embættismannavalds- ins, sem á aö koma í staö þessara þátta, reynist ófrjó og refsigjöm — hönd kúgunarinnar.” Undir sjónarhorni trúarinnar Margt í bók dr. Benjamíns hlýtur aö koma mönnum á óvart. Hann lítur á mannlífið undir sjónarhorni trúarinn- ar, sér ýmis tákn og fyrirboöa, sem viö hin komum ekki auga á. Hann er sann- færöur um þaö eins og Dostóévskí, aö sameignarsinnar séu haldnir illum öndum (en ein magnaöasta skáldsaga Dostóévskís er um þetta) og að Bryn- jólfur Bjamason, Einar Olgeirsson og Halldór Laxness séu í hópi þeirra. Hann telur, aö þjóöemissinnar Hitlers hafi verið hefnendur þeir, sem sagt sé frá í biblíunni, en sameignarsinnar hafi stofnaö ríki djöfulsins á jöröinni, Ráöstjórnarríkin séu dýriö, sem sagt sé frá í opinberunarbókinni. (Lúter hélt, minnir mig, að páfinn í Róm væri þetta dýr, og Alexander Rússakeisari, að Napóleon væri þaö.) Hann efast um, aö ýmsir klerkar þjóðkirkjunnar, svo sem dr. Sigurbjöm Einarsson og dr. Þórir Kr. Þóröarson, séu sannkristnir, og hann lætur aö því liggja, aö hann hafi sjálfur sérstöku hlutverki aö gegnahérájöröinni. Eg held, að þaö, sem dr. Benjamín segir um trúmál, geti ekki verið viöfangsefni neinna vísinda. Menn trúa honum eöa trúa honum ekki. Eg get þó ekki stiilt mig um aö gera nokkr- ar athugasendir í þessu sambandi. Eg er ekki hissa á því, þótt dr. Benjamin haldi, aö sameignarsinnar séu verk- færi djöfulsins. Hvaö hefur framferöi þeirra í Rússlandi, Kína og Kambódíu veriö annaö en djöfullegt?Ferill þeirra er svo sannarlega blóði drifinn. En þeir, sem kæra sig ekki um aö líta á mannlífið undir sjónarhorni trúarinn- ar, hafa aðra skýringu á framferði þeirra. Þeir benda á, aö sameignar- sinnar hafi ætlað sér að gera meira en sé í mannlegu valdi. Þeir hafi ætlað sér aö stökkva úr ríki nauðsynjarinnar inn í ríki frelsisins, eins og Engels orðaði þaö, en hafi lent í forarvilpu fyrir vikiö (eða eigum við heldur aö segja blóðpolli?). Með öörum oröum: Þaö, sem birtist dr. Benjamín eins og þaö sé ætlunarverk djöfulsins, birtist ýmsum öörum (til dæmis mér) eins og þaö sé ekki ætlunarverk neins, heldur til marks um fullkomið skilningsleysi sumra manna á lögmálum tilverunn- ar. Hér er um aö ræða tvö óh'k sjónar- horn, sjónarhorn trúarinnar og sjónarhorn mannvísindanna. Við lesturinn minntist ég viöræöna minna við pólska heimspekinginn Leszek Kolakowski fyrir nokkrum ár- um. Eg spuröi hann, hvort heimurinn liti svo ógæfulega út, af því að guö væri dáinn. „Nei,” sagði hann, „ástæðan er

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.