Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Blaðsíða 4
DV. MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER1983. Sex milljónir í vasa embættis- manna ríkisins Tekjur innheimtumanna ríkissjóðs af innheimtu námu á síðasta ári tæp- um 2 milljónum króna. Hér er um að ræða sýslumenn, bæjarfógeta, lög- reglustjóra, yfirsakadómara, yfir- borgardómara og tollstjórann í Reykjavík. Þar af hafði tollstjóri 222 þúsund krónur í þóknun fyrir inn- heimtu skemmtanaskatts. Þessar upplýsingar komu fram í svari fjármálaráöherra á Alþingi í gær við fyrirspum Jóhönnu Sig- urðardóttur um innheimtulaun vegna ríkissjóöstekna og um tekjur uppboðshaldara. Hér er um aö ræða 32 embættismenn sem hafa þóknun fyrir innheimtu á tekju- og eigna- skatti, söluskatti og gjöldum sem innheimt eru fyrir aðra aðila en rikissjóö. Þá fá þessir embættis- menn greidda 2% þóknun af inn- heimtum skemmtanaskatti. ! svari var ekki getið um tekjur einstakra embættismanna af inn- heimtunni, en heildarinnheimtan sundurliöuö í 32 staði eftir númerum. Þar kemur í ljós að þóknun til embættismanna fyrir innheimtu á sköttum og öðrum ríkissjóðstekjum skipta tugum þúsunda króna á hvern embættismann og var hæst hjá toll- stjóranum í Reykjavík, krónur 164 þúsund. Uppboðshaldarar ríkisins fá 1% af sölu fasteigna og skipa, 1% inn- heimtugjald af því sem innheimtist án sölu og 3 til 6% af sölu lausafjár eftir því hvort staðgreitt er eða veitt- ur gjaldfrestur. Tekjur þessar námu á síðasta ári samanlagt rétt rúmum 4 milljónum króna, þar af runnu 2 miUjónir og 200 þúsund í vasa starfs- manna eins erabættisins. A fyrstu sex mánuðum þessa árs hafa þessar tekjur, sem renna tU 27 embættis- manna, numið tæpum 3 mUljónum króna. ÖEF Fiskmark- aðir og kísilmálmur — meðal fyrírspuma á Alþingi Fimm fyrirspumir voru lagðar fram að verðmunur hjá þessum fyrirtækjum á Alþingi í gær. Magnús Reynir Guð- mundsson beindi þeirri fyrirspum tU, fjármáiaráöherra hvort þess væri að vænta að lagaheimUd um endur- greiðslu söluskatts af kostnaði sveitar- félaga af snjómokstri verði notuð á þessuári. Magnús beindi einnig þeirri fyrir- spurn tU viöskiptaráðherra hvort stjómvöld muni hafa afskipti af verð- lagningu á frystum sjávarafurðum frá Islandi á Bandarikjamarkaði. Spuröi hann hvort viðskiptaráðuneytiö heföi' beitt sér fyrir aðgerðum til að sam- ræma verðstefnu fisksölufyrirtækj- anna tveggja í Bandaríkjunum, hvort ráðuneytið hefði gert könnun á birgð- um þeirra nú miöað við sama tíma í fyrra og hvort ráðherra teldi eðlilegt Viðskiptaráðherra á móti eggjaeinkasölu —segist munu beita sér gegn því að slíkt nái f ram að ganga Matthías A. Mathiesen viðskipta- ráöherra lýsti því yfir í fyrirspuma - tíma á Alþingi í gær að eggjaeinka- sala samrýmdist ekki stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjómarinnar og að hann myndi beita sér fyrir því að stefnu- yfirlýsingin næði fram að ganga. Fyrirspurnin var frá Eiði Guðna- syni og var svohljóðandi: Era fyrir- ætlanir um einkasölu á eggjum í samræmi við það sem segir í stefnu- yfirlýsingu ríkisstjómarinnar „að neytendur og atvinnulífið njóti hag- kvæmni frjálsrar verðmyndunar þar sem samkeppni er næg”? „Svar mitt.. .er nei,” sagöi viö- skiptaráöherra. „Miðað viö þá sam- keppni sem ríkt hefur við sölu á eggj- um samrýmist raunveruleg einka- sala á eggjum ekki því sem segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjómarinnar aö dregið skuli úr opinberam afskipt- um af verðlagsákvörðunum þannig að neytendur njóti frjálsrar verðmyndunar þar sem samkeppni er næg.” Ráðherra vísaði til þess aö verðlagning á eggjum væri háð sér- stökum lögum um Framleiðsluráð landbúnaöarins sem landbúnaöar- ráðuneytið hefði með að gera en ekki viðskiptaráöuneytið. Hann sagðist þó myndu beita sér fyrir því að stefnu- yfirlýsing ríkisstjómarinnar næði framaðganga. Jón Helgason landbúnaðarráö- herra kom einnig í ræðustól og ias upp fréttatilkynningu sem Fram- leiðsluráð sendi frá sér fyrir nokkrum vikum þess efnis að Fram- leiðsluráð hafi ekki í huga að veita einkasöluleyfi til sölu á eggjum. En ráðherra sagði þaö sína stefnu að vara kæmist sem fyrst til neytenda með sem minnstum tilkostnaöi og' það yrði best gert með því að hver bóndi þyrfti ekki að flytja vörar sínar sjálfur á markað. Það felur í sér aö hagkvæmara er aö koma á fót eggjadreyfingarstöð, að mati land- búnaðarráðherra. OEF á sömu vöra næmi 10 sentum á hvert pund. Arni Johnsen beindi fyrirspurn til dómsmálaráöherra um hvort áformað væri að taka skjótt ákvörðun um kaup á nýrri þyrlu til Landhelgisgæslunnar i stað TF-Ránar. Hjörleifur Guttormsson beindi fyrir- spum til iðnaöarráðherra um hvenær ríkisstjómin hyggðist leita eftir heimild Alþingis til aö hefja fram- kvæmdir við Kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði, hvenær áformað væri að hefja framkvæmdir viö verksmiðjuna og hvað gerst hefði í viðræðum við erlenda aðila um hugsanlega eignar- aðild þeirra að kísilmálmverksmiðj- unni. Þá lagði Pétur Sigurðsson fram fyrirspum til dómsmálaráðherra um hvað liði því máli sem ákæravaldið höfðaði gegn aðilum sem eyðilögðu undirstöður að sumarbústöðum Lands- sambands íslenskra útvegsmanna að Hellnum á Snæfellsnesi í júlí 1980. ÓEF Olfusborgir: Loksins aðalfundur „Aðaifundur rekstrarfélags ölfus- borga hefur veriö boöaöur 17. desem- ber nk. og öll gögn þar að lútandi hafa verið send út til fulltrúa,” sagði Helgi Guðbrandsson, einn stjómarmanna rekstrarfélagsins, í viðtali við DV. Menn hafa beðið umrædds aöalfund- ar með nokkurri eftirvæntingu þar sem slíkir fundir hafa ekki verið haldn- ir reglulega eins og venja er til. Rekstrarreikningar félagsins hafa ekki verið lagðir fram síðan fyrir árið 1980. Þá hefur verið uppi mikill ágrein- ingur um byggingu baðhúss í ölfus- borgum. En þessi mál öll eiga væntan- lega eftir að skýrast eftir tæpan hálfan mánuö. -JSS í dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari í daa mælir Dagfari bjór sá er ekki tilgangurinn með bjór- drykkju. Ekki þarf að efast um að stér- stúkumenn og bindindispostular muni risa upp og mótmæla þjóðarat- kvæðagreiðslu um bjór. Eins og öU- um er kunnugt hefur það lengi verið baráttumál hjá íslenskum stúku- mönnum að berja nlður bjérbin og hafa þar staðið fremst í fylklngu kvenfélög og kristnir menn úr öUum flokkum, Alþýðuflokknum líka. Má búast við að Magnús Vestmanney- ingur fái bágt fyrir í kjördæmi sínu enda finnast þar bæði kvenfélög og kristnlr menn. Bjór er bannvara meðal þjóðar sem bæði drekkur veik vín og sterk, einkum þó sterk. Þannig hefur þjóðarböU áfengisdrykkjunnar verið afstýrt. Eru ekki áhöld um að þjóðaratkvæðagreiðsla um bjór mun þar engu breyta frekar en að krötum hefur f jölgað þrátt fyrir margendur- teknar; kosningar. íslendingar greiða ekki atkvæði með hverju sem er. Má því fastlega búast við því að eins fari fyrir bjórnum og krötunum og Magnúsi að áfram verði hann eftirsótt fágæti án þess að verða að útbreiddu þjóðarböU. Dagfari. Þjóðaratkvæðagreiðsla um Enn einu sinni er bjórinn á dag- skrá. Var reyndar ekki vonum fyrr, því nú eru ár og dagar síðan Pétur sjómaður lagði niður þann gamla sið sinn að flytja bjórfrumvarp á hverju þingi. Það var meðan þingmaðurinn var enn í tengslum við sjómanna- stéttina og hafði lyst á bjór. Sá tími er löngu liðinn. En aðrir hafa nú tek- ið upp þráðinn þar sem Pétur sjómaður skUdi við og dugði ekki minna en háæraverðugan vara- formanninn hjá Aiþýðuflokknum. Leggur hann tU að bjórinn verði bor- bm undir þjóðaratkvæðagreiöslu við fyrsta tækifæri. Varaformaðurinn heitir Magnús Magnússon og var um hríð yfirmað- ur heUbrigðismála á tslandi, og þingmaður jafnaðarmanna í Suður-. landskjördæmi. Magnús féll í síðustu kosningum eins og fieiri góðir kratar og má muna sbin fífil fegurri. Þegar hann hoppaði bin á þbig i hálfan mánuð nú á dögunum vUdi hann gera sitt tU að reisa gamla AlþýðuUokkinn úr öskustónni og vesaldómnum og hvað var þá betra en bjóða upp á bjór? Þeir hafa löngum haft þefnæmi fyrir því, kratamir, hvemig á að rétta þjóöarbölið úr kútnum og ekki er það verra þegar fyrrverandi yfir- maður heUbrigðismála skrifar upp á bjórdrykkju og heUsubót hennar. Nú er það með bjórinn eins og kratana að tslendingar hafa haft af honum litlar spurair og hvort tveggja verið feimnismál og nánast ólögmætt opinberlega. Bjór geta menn fengið með harmkvælum i gegnum góð sambönd og aðrir hafa brugðið á það ráð að brugga sér öl i felum á afviknum stað. Sama máU gegnir um blessaða kratana. Þeir finnast ekki nema við eftirgrennsl- an og þá einkum í heimahúsum, átappaðir og uppstoppaðir. Gallinn við krata er einnig sá að hvorki er imnt að brugga þá né smygia þehn frá útlöndum, þótt eUaust hafi einhverjum dottið það i hug, enda aiþjóðasamstarf gott meðal sósialdemókrata. Rétt er það hjá varaformanni Al- þýðuflokksbis að bjórinn á erindi tU þjóðarbmar. Sigldir menn og veraldarvanir vita sem er að bjór- drykkja leysir margan vandann dag- inn eftir og fyrir þjóð, sem leggst í fyUirí um hverja helgi, er það heUsu- samlegt lífsskUyrði að hafa meUem- öl við höndhia tU að rétta sig af. Hvorki Sanaöi né EgUspUsner hafa þá eiginleika sem duga, enda prósentan í þvi lágmarki að kunnug- pUsnerinn sér tU munns nema þá tU ir telja vonlaust að leggja islenska að slökkva þorsta shm. AUIr vita að

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.