Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Blaðsíða 14
14 DV. MEÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER1983. J Kjallarinn Mikið hefur veriö rætt og ritað um hin umdeildu bráöabirgöalög sem ríkisstjómin setti til þess að hindra launahækkanir. Nú er von til þess aö árangur fari aö sjást, verðbólgan minnkar, vextir lækka og iðnaöurinn farinn aö sýna batamerki. Þó syrti nú um stund yfir sjávarútveginum, sorti sem aldrei þessu vant er ekki alfariö heimatilbúinn, gætu menn leyft sér örlitla bjartsýni ef þjóöin ber gæfu til þess aö standa saman. Af hverju ætli ríkisstjórnin hafi sett þessi umdeildu lög, þessar óvin- sælu aögerðir sem eflaust kosta viökomandi atkvæöismissi ef mis- tekst? Ekki hefur illgirnin ein ráðiö. Sannleikurinn er sá aö þessi lög voru ney ðarráðstöf un þeirra sem eru kosnir af meirihluta þjóöarinnar til þess aö taka af skarið meö lagabeit- ingu ef meö þarf þegar peningamál þjóöarinnar stefna til stjómleysis. Ef ríkisstjómir taka ekki í taumana þegar meö þarf, bregðast þeir þing- menn, sem aö þeim standa, því trausti sem þeim er sýnt á kjör- degi. Þaö sem hefur átt sér staö undan- farin ár er einmitt það að enginn hefur viljaö axla þá ábyrgö aö taka í taumana og klippa á veröbólguvit- leysuna. Ríkisstjórnir undanfarinna ára, forráöamenn launþega og at- vinnurekenda hafa brugðist. Þeir hafa hingaö til verið önnum kafnir við að skipta peningum sem ekki voru til í stað þess að leita raunhæfra leiða sem mundu auka kaupmátt launa. Þótt einstöku félög innan þessara hópa hefðu viljað fara hægar í sakirnar þá verða allir að hlaupa jafnhratt. Þetta er eins og aö hiaupa meö hringekju, sem snýst,eftir því sem hún fer hraöar veröa menn aö heröa sprettinn og gæta þess aö dragast ekki aftur úr hinum. Rikis- stjómin getur ráðiö hraöa hringekj- unnar ef hún vill og hefur friö til þess, þess vegna varð hún að taka af skariö. „Þegar visitöluhækkanir á hærri laun hafa veriö skertar spyrja menn: Afhverju ermin vinna hlutfallslega verðminniidag en ígær?" Fagur fiskur úr sjó Gæöi sjávarafurða hafa veriö í brennidepli undanfarið, er það vel, því að þetta er það mikilvægt atriði fyrir alla — og víöa pottur brotinn. Myndbandagerð sjávarútvegs- ráöuneytisins var virðingarverö til- raun og ýmislegt kom fram í þeirri mynd sem þarf að leggja áherslu á. En það var dæmigert að þaö skyldi vera rifist um, hvaöa aðferð ætti aö nota við fiskaðgerðina. Jónas Bjamason sagði að í lagi væri með þá aðferð, sem notuð var í myndinni, svo framarlega sem fiskurinn væri vel þveginn. En var hann nú vel þveginn í myndinni? Ekki heföi þetta þóttgóöur þvottur hér fyrir „vestan” að slægja í opið pontið og láta til- viljun ráða í hvaða röð fiskurinn fór niður. Þama hefði pontið átt að vera lokaö, síöan þegar hæfilega mikiö af fiski var komið í það, hefði átt að gera hlé á slægingu og setja fiskinn niður. I fræöslumynd eiga aö vera toppvinnubrögð. Guðmundur Einarsson, form. Vélstjórafélags tsafjarðar. Launahœkkun, hvernig? Af hverju geta laun hér á landi ekki veriðhærri? Verðbólgan, segir einhver, en er ekki veröbólgan einmitt af því að það vantar verðmæti, sem eiga að standa á bak við peningana sem í umferö eru? Þeir eru meira að segja fluttir inn í formi erlendra lána. Skerðing launa á sér yfirleitt stað á þeim forsendum aö vöruskiptajöfnuöur landsins sé svo óhagstæður, frekar en að fyrir- tækin geti ekki greitt hærri laun. Ef þetta er tilfelliö, gæti þá ekki þjóöin gert sameiginlegt átak í því aö flytja minna inn? Þjóðhagsstofnun ætti að reikna út hvaö kaupmátturinn gæti hugs- anlega hækkað, ef íslensk iðnfyrir- tæki mundu hækka markaöshlut- deild sina í hæsta mögulegt mark. Ef. útreikningar sýndu að kaupmáttur- inn gæti orðið meiri, að fengnum þessum forsendum, væri komiö veröugt verkefni fyrir verka- lýöshreyfinguna aö kynna þessar niðurstööur. Veröugra verkefni en að standa upp frá kaffibollum sem for- sætisráöherra býður upp á. Guðmundur Einarsson Oft er rifist um vísitöluhækkun á laun. Það er talað um að prósentu- hækkanir breikki launabil og sagt þannig, að þetta sé nokkurskonar framfærslustyrkur. Það vill gleymast aö þetta eru laun greidd fyrir vinnu, hafi orðið t.d. 10% vísi- töluhækkun á laun, þá yrði eftir sem áður 20% launamunur milli ákveðinna hópa, eftir hækkun sem fýrr. Þegar vísitöluhækkanir hafa verið skertar á hærri laun spyr ja menn: Af hverju er mín vinna hlutfalls- lega verðminni í dag en í gær? Það er ekki þar meö sagt að sá launamunur, sem er ríkjandi hér á landi, sé heilög k’ýr. Þaö geta mynd- ast þannig aðstæður að núverandi launabili sé breytt. Núna eru einmitt þær aöstæður. Við næstu kjara- samninga ættu eingöngu þeir lægst launuöu aö fá grunnkaupshækkun. Þaö ætti aö vera hægt aö koma viö skattalækkun til hinna hærra launuöu og þaö er spurning hvort ekki ætti aö fara þessa leið allt næsta ár. Það er kominn tími til aö menn fari aö ræöa saman í alvöru og semja um launastefnu næsta árs innan þeirra marka sem þjóöarefnahagur leyfir. • „Þó svo einstöku félög innan þessara hópa hefðu viljaö fara hægar í sakimar þá verða allir að hlaupa jafnhratt.” Bráðabirgöa'öSÍn JÓLAGJAFAHANDBÓKII fylgir á morguri, fímmtudag

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.