Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Side 9
'DV. MIÐVHCUDAGUR 7. DESEMBER1983. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Spá fsöld — og hafna gróðurhúsakenningunni Sovéskur veðurfarsfræðingur vísar á bug „gróðurhúsakenning- unni” og heldur því fram að við séum á leið inn í nýja ísöld ef manninum takist ekki að ná stjórn á veðurfar- inu. Yevgeny Borisenkov segir í viðtali við Tass-fréttastofuna að svikula veðráttu á norðurhveli jarðar síöustu árin megi að nokkru kenna þvi að þar hefur farið kólnandi á siðustu þrjátíu árum. Segir hann þetta upphaf kulda- skeiðs sem leiða muni til algerrar ís- aldar á tíu þúsund árum. Borisenkov vísar á bug gróður- húsakenningunni sem sovéskir og vestrænir veðurfræðingar hafa hald- ið á lofti seinni árin. Sú kenning boðar að andrúmsloft fari hitnandi á jörðinni vegna aukins koltvísýrings í gufuhvolfinu. Bendir Borisenkov á að samkvæmt gróðurhúsakenningunni ætti hitastig hér á jörðinni að hafa hækkaö um 0,4 gráöur á Celsíus á síðustu tveim eða þrem áratugum sem ekki hefði þógerst. I siöasta mánuði var gerð kunn spá sovéskra vísindamanna um að árið 2030 mundi Kansas orðin eyðimörk en Síbería blómstrandi jarðræktar- svæði. „Við munum sigra” — segir Lech Walesa um óháðu verkalýðshreyfinguna Lech Walesa sagði í blaðaviðtali sem birt var í gær í Lundúnablaðinu Times að frjáls verkalýðssamtök myndu sigra að lokum. En við vinnum ekki sigur á morgun og megum ekki lifa í þeirri sjálfsblekkingu. Við stefnum að Lech Walesa telur verkalýðshreyfing- una munu sigra að lokum. því að ná markmiðum okkar með sem minnstu tapi,” sagði Walesa. Hann sagði jafnframt að starfsemi innan verksmiðjanna væri lykilatriði í framtíð frjálsrar verkalýðshreyf- ingar. „Þannig tryggðum við sigur okkar í ágúst,” sagði hann og átti við sigur Solidarity í ágúst 1980, þegar leyfi fékkst fyrir frjálsum verkalýðs- samtökum. „Og þannig munum við tryggja sigur okkar aftur,” sagði hann. Blaðaviðtal þetta var tekið i siðasta mánuði af tveimur pólskum blaða- mönnum sem vilja gæta nafnleyndar. Walesa er ekki lengur opinberlega í forsvari fyrir verkalýðshreyfinguna eftir að pólsk yfirvöld bönnuðu slíka starfsemi. Hann hefur tekið upp sína fyrri iðju sem rafvirki í Lenínskipa- smíðastöðinni i Gdansk. Danuta, eiginkona Walesa, veitir friðarverðlaunum Nóbels viðtöku fyrir hans hönd nk. laugardag í Osló því Walesa óttast að hann fái ekki aö snúa aftur ef hann f er úr landi. I umræddu viðtali sagði Walesa jafn- framt að enginn alvarlegur ágreining- ur væri milli hans og þeirra er starfa í neðanjarðarsamtökum Solidarity. „Okkur greinir stundum á um aðferð- ir,” sagði hann þó. „Allt tal um að Solidarity séu róttæk öfgasamtök er bull og þvættingur, gerður í áróðurs- skyni af yfirvöldum,” sagði Walesa. Hann sagði jafnframt að andstæðing- um Solidarity yrði það ljóst fyrr en síðar að þeir fengju engu áorkað með skriðdrekum og ógnunum. Norðmenn ætla að gera risa- olíuhöfn Mongstad, norður af Björgvin, og verður Mongstad þar með stærsta olíu- höfn í Evrópu um margar komandi kynslóðir. Statoil mun annast gerð mannvirkja á landi eri Norsk Hydro lagningu leiösl- unnar úti í sjó. I Mongstad veröur einnig sett upp olíuhreinsistöð sem jafnframt mun vinna hráoh'u, flutta á skipumfrá Statfjord-svæðunum. ÁLVERKPALLAR Eigum til sölu og leigu afar hentuga álverkpalla í 4 gerðum til notkunar úti sem inni. Norðmenn ætla að leggja leiðslu til þess að flytja oliuna utan af bor- svæðunum og upp á land, þar sem þeir ætla að gera olíuhöfn, norður' af Björgvin. Statoil, norska ríkisolíufélagið, hefur samþykkt áætlanir um lagningu nýrr- ar 300 milljón dollara leiðslu til að flytja olíu af tveim borsvæðum í Noröursjó. Gerð leiöslunnar á að vera lokið 1989 og mun Norsk Hydro, sem er að hluta í ríkiseign, vinna verkiö með Statoil. Leiðslan á að flytja oliu frá Gullfaks og Osebergsvæöunum á land hjá Alu-Quick 80. Vinnuhæð allt að 4 m Lengd 1,80 m. Breidd 0,60 m. Alu-Quick 200. Vinnuhæð allt að 3,75 m. Lengd 1,80 m. Breidd 1,80 m. Alu-Star 140. Vinnuhæð frá 4,50—17,50 m. Lengd 2,60 m. Breidd 1,20 m. Alu-Star 80. Vinnuhæð frá 4,50- Lengd 2,60 m. Breidd 0,60 m. 17,50 m. Pallar hf. Vesturvör 7 Kópavogi. Sími 42322. Höfum einnig til sölu og leigu: stálverkpalla, loftastoðir og álstiga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.