Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Blaðsíða 34
34 DV. MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER1983. Lyfsöluleyfi er forseti Islands veitir Lyfsöluleyfi Norðfjarðarumdæmis (Nesapótek) er auglýst laust til umsóknar. Fráfarandi lyfsali hefur óskað að neyta ákvæða 2. málsgr. 11. gr. laga um lyf jadreifingu nr. 76/1982. Lyfsöluleyfinu fylgir kvöð um breytingar í samráði við Lyfja- eftirlit ríkisins, sbr. ákvæði 3. málsgr. bráöabirgðaákvæða lyfjalaga nr. 49/1978, er koma til framkvæmda 1. janúar nk. Verðandi lyfsali skal hefja rekstur lyfjabúðarinnar 1. júlí 1984. Umsóknir um ofangreint lyfsöluleyfi sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 4. janúar 1984. 6. desember 1983, HEILBRIGÐIS-OG TRYGGINGÁMÁLARÁÐUNEYÍIÐ. rPUSSÝCÁT 115 ÁRA REYNSLA Á ÍSLANDI pussycat- SNUÐ í SÉRFLOKKI viðurkennd af danska tann- læknasambandinu. kemur i veg fyrir aflögun tanna. sórstaklega hönnuö fyrir börn meö tennur. PUSSYCAT- vörur eru í sérflokki. PUSSYCAT- vörur eru fyrir barnið þitt. JÚLIUS SVEINBJÖRNSSON, b HEILDVERSLUN, Garðastræti 6, símar 20480 - 12803. Gunnar Bjamason á fundi hrossabænda: Afdalamennskan stjóm- ar ekki heimsmarkaðinum Taldi tillögur um lágmarksverð kynbótahesta eyðileggja útflutninginn Gunnar Bjarnason, ráðunautur B.Í., og Jónas Jónsson búnaðarmála- stjóri hlýða á framsöguerindi á fundinum ásamt Ólöfu i Nýjabæ i Borgarfirði. Ljósm. G.T.K. Gunnar Bjarnason útflutnings- ráðunautur Búnaðarfélags Islands, réðst af alefli, í ræðu á aðalfundi Hagsmunafélags hrossabænda i síðustu viku, á þær hugmyndir að setja lágmarksverð á hross til út- flutnings. Gunnar sagði nefndar- mennina sem stóðu að tillögunni, annaðhvort ábyrgðarlausa eða hreint vitlausa, ef ekki hvort- tveggja”. Gunnar vildi aö það kæmi fram aö fyrst ráðherra treystir þessum mönnum, sem séu opinberir starfsmenn, til svona tillögugerðar, hví í ósköpunum fæli hann þeim þá ekki að setja einnig lágmarksverð á útflutt dilkakjöt og skreið til dæmis. Allar áhyggjur Islendinga af út- flutningsmálum hyrfu nú greinilega eins og dögg fyrir sólu, lausnin væri fundin, bara að setja lágmarksverð og heimsmarkaðurinn myndi um- svifalaust beygja sig fyrir snilli Islendinga og söluhæfileikum. Þeir nefndarmenn sem fengu þessa hörmungareinkunn hjá ráðu- nautnum voru þeir Steinþór Runólfs- son, ráðunautur á Hellu, skipaður í nefndina af landbúnaðarráöu- neytinu, Kjartan Georgsson, bóndi á Olafsvöllum, skipaður af Hagsmuna- félaginu og Egill Bjamason, ráöu- nautur á Sauöárkróki, skipaöur af Framleiðsluráði landbúnaðarins. Nefndin var skipuö 18. okt. sl. og gekk frá áliti sínu 29. nóv. sl. 1 áliti nefndarinnar kemur eftirfar- andi í ljós um útflutning hrossa síðustutvöár: Ar. Stóðhestar Tala Meðalverð 1982 4 96.250 1983 13 90.310 Ár 1983 miðað viðgengil982 40.188 Gengil DMvarl5. júlí 1982kr. 4,74 en var hækkaðí kr. 10,6515. júli 1983. Þ.e. ein útflutningskróna 1983 vigtaöi 0,44 krónur á sama tíma árið áður. Gunnar bendir á að hinn aukni út- flutningur, sem fram kemur milli ár- anna, sé einungis gengissigi íslensku krónunnar að þakka. Hrossin séu einfaldlega ódýrari í ár en þau voru í fyrra og þess vegna verði meiri sala. Það lágmarksverð sem nefndin sendi frá sér taki ekkert mið af þessu og þess vegna sé veriö að eyöileggja markaðinn fyrir Islendingum með þessari tillögugerð. Gunnar reiknar út hækkun á hrossunum miðað við tillögurnar á næsta ári og hækka þá stóðhestar um 67%, en hryssur um 64%. Nefndin gerir tillögur um lág- marksverð 6 flokka stóðhesta og 6 flokka hryssa. Lágmarksverð á 1. verðl. stóðhesti með 1. verðl. fyrir af- kvæmi á þannig að vera kr. 400.000. Ef hann fær 2. verðl. fyrir afkvæmi, þá á hann að kosta kr. 300.000. Hafi hann ekki verið afkvæmasýndur þá á hann að kosta kr. 250.000, og einnig 2. verðl. hestur með 2. verðl. fyrir af- kvæmi. 2. verðl. einstakur hestur á að kosta 175.000 og ósýndur stóðhestur á aö kosta kr. 150.000. Stóðhestar yngri en 4.v. eiga að kosta kr. 100.000. l.v. hryssur með l.v. fyrir af- kvæmi eiga aö kosta kr. 200.000. Ef hún fær 2.v. fyrir afkvæmi þá á hún aö kosta kr. 125.000. Einstakar óafkvæma sýndar hryssur og 2.v. hryssur með 2.v. fyrir afkvæmi eiga að kosta kr. 65.000. 2.v. hryssur kr. 45.000 og ósýndar hryssur kr. 30.000 ásamt hryssum yngri en 4.v. Framangreint á svo aö taka gildi 1. jan. nk. og breytast verð með gengi DM. Geldingar Tala Meöalverðkr. 133 1 2:925 125 19.190 9.620 8.540 Gunnar fullyrti að með þessari tillögugerö væri útilokað að nokkur útflutningur yröi á meðalkynbóta- hrossum frá Islandi og taldi hann að hrossabændur myndu stórskaðast á þessu þar sem útlendingamir sneru sér bara eitthvað annað eða jafnvel bara að annarri dægradvöl. Hann sagði að öllu starfi að markaðs- málum í 30 ár væri stefnt í voða meö þessu og furðu sæta að afdalamenn uppi á Islandi ætluðu sér þá dul að ráöskast með heimsmarkaðinn og ekki taka neitt tillit til veruleikans í þessu máli. Hann sagöi þaö hreint ósatt í skýrslunni að rætt hefði verið við útflutningsráöunaut B.I., við sig hefði ekkert samband verið haft, þótt hann hefði borið meira eða minna allan vanda af útflutningsmálunum í 30 ár. Hann varpaði þeirri spumingu að lokum til bændanna á fundinum hvemig þeim þætti að einhver geml- ingur úr Reykjavík kæmi og ráðsk- aðist með starf þeirra og sér- þekkingu og eyðilegöi aö lokum allan búskapinn fyrir þeim. Hvort þeim þætti það hreint skemmtilegt og það sérstaklega ef þetta væri nú opinber starfsmaður. Að svo mæltu gekk Gunnar af fundinum. Margt annað var til umræðu á fundinum og eins og fram hefur komið í DV voru fundarmenn ekki beint hrifnir af vinnubrögðum í út- flutningsmálum á hrossakjöti. Leifur Þórarinsson bóndi í Keldudal í Skagafirði, taldi a.m.k. fjögur slát- urhús leyfishæf til stórgripaslátr- unar fyrir Efnahagsbandalagið, þ.e. sláturhúsin á Selfossi, Borgarnesi, Blönduósi og Sauðárkróki. Hann sagði að þegar hinn danski skoðunar- maður EBE hefði komið norður hefði staðiö þannig á að stórgripa- sláturhús þeirra Skagfirðinga hefði verið notað sem umbúöalager, enda langt í þann tíma að stórgripaslátrun hæfist. Ekkert mál hefði þó verið að tæma húsið og sýna skoðunar- manninum það. Þetta væri bara eitt dæmið í þeirri makalausu handa- baksvinnu sem ríkti í þessum málum hjá okkur Islendingum og því væri komið sem komið væri að hygðust Islendingar flytja út hrossakjöt, sem líkaði reyndar mjög vel erlendis, þá væri hætta á því að þeir stofnuðu út- flutningsmarkaðinum á dilkakjöti í hættu. Mikið og gott starf hefur þó verið unnið aö þessum málum að undan- förnu eins og kom fram í skýrslu formanns markaðsnefndar HH, sr. Halldórs Gunnarssonar í Holti undir Eyjafjöllum. Þar fjallaði sr. Halldór um verðjöfnunargjald, sölu líf- hrossa, innanlandsverslunina og verðlagninguna á kjöti, útflutning- inn, blóð- og húðverslunina, ásamt ýmsum samstarfsmálum. Sagði sr. Halldór Hagsmunafélagið eiga mjög' gott samstarf við marga útflutnings- aðila, sem hann þakkaði sérstaklega veittan stuðning, oft án nokkurs endurgjalds og stundum hlotið van- þakklætiö eitt að launum. Sagöi sr. Halldór að mikið væri að gerast í þessum málum núna og væri hann bjartsýnn á farsæla lausn margra vandamála hrossabænda. -G.T.K. Hryssur Tala Meðalverð 65 13.510 124 21.620 „Engarsvartsýnisbókmenntir99 — segir Guðmundur Arai Stefánsson, annar höfundur bókarinnar Horfst íaugu við dauðann ,,Þó að dauðinn sé ofarlega á baugi í bókinni er það miklu frekar lífið sjálft sem við erum að f jalla um. Viö reynum að draga fram hvort lífsviðhorf fólks hafi breyst við það að horfast í augu við dauðann. Og það kemur fram að líf sviljinn er aldrei meiri en þá. ” Guðmundur Áml Stefánsson ritstjóri og önundur BJÖmsson sóknarprast- ur, höfundar bókarinnar Horfst i augu við dauðann. Þetta sagði Guðmundur Árni Stefánsson ritstjóri í samtali við DV, en Guðmundur Arni hefur ásamt ön- undi Björnssyni sóknarpresti sent frá sér bókina Horfst í augu við dauðann. Bókin geymir viðtöl við einstaklinga sem á einn eða annan hátt hafa staðið augliti til auglitis viö dauðann. Við- mælendur höfunda skiptast í þrjá hópa. I fyrsta lagi eru þaö þeir sem hafa sjálfir horft inn i eilíföina um stundarsakir vegna sjúkdóma eða slysa. I öðru lagi er rætt við fólk sem hefur séð á bak sinum nánustu yfir landamærin og í þriðja lagi er rætt við lækni og prest sem hafa afskipti af dauðanum í daglegu starfi sínu. Guðmundur Árni sagði að það hefði ekki verið neinum vandkvæðum bundiö aö fá fólk til aö tala um dauð- ann. „Þaö er eins og Islendingar séu ekki feimnir við þetta hugtak og fyrirbæri og vilji óhikað ræða það. Þeir vilja ekki láta dauðann liggja í þagnargildi, enda engin ástæða til. En þó að fjallað sé um erfiða atburði eru þetta engar svartsýnisbókmenntir heldur þvert á móti," sagði Guömundur Ámi Stefánsson. Utgefandi bókarinnar Horfst í augu við dauöann er Setberg. -GB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.