Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Blaðsíða 25
i'W i t’ ric<v*»- r.',. x r t nm t nTV'.nt.Wl.í 'lsrt DV. MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER1983. Nýjar bækur .\».-\T. ii.\" !í .\ '>S< j\ i Eðli drauma eftir Matthías Jónasson Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur gefiö út ritiö Eðli drauma eftir dr. Matthías Jónasson, en þar er um aö ræöa tilraun til sálfræðilegrar túlk- unar á þessu margflókna viöfangsefni. Um erindi bókarinnar segir svo á kápu: Djúptæk þáttaskil hafa oröið í draumrannsóknum á þessari öld. Menn leita ekki lengur aö forspá í draumum, heldur að þeim hræringum í vitund dreymandans sem þeir spretti af. Þetta er í samræmi við þróun þeirra vísinda sem nú leggjast á eitt um aö skýra eðli drauma. I staö þess aö leita út fyrir hiö mennska sviö skyggnast draumfræðingar 20. aldar inn í vitsmuna- og tilfinningalíf einstaklingsins og meta áhrif þeirrar geðrænu reynslu sem hann kann að hafa orðiö fyrir. Eöli drauma skiptist í tvo aöalhluta. Nefnist hinn fyrrí: Svefn og draumar í ljósi lífeölisfræöinnar, en hinn seinni: Hugrænar draumfræöikenningár. Kaflar bókarinnar eru alls nítján og fjalla um geysivíðtækt efni er höfðar jafnt til leikara sem lærðra. Matthías Jónasson er í hópi kunn- ustu og afkastamestu rithöfunda okkar um vísindaleg efni nú á dögum. Er þetta tólfta bók hans, og hafa hinar fyrri hlotið miklar vinsældir og tryggt höfundi virðingarsess meöal íslenskra fræöimanna. Eöli drauma er 299 blaösíöur aö stærö og bókin unnin í Prentsmiðju Hafnarfjaröar. OTíirgif Sandemo Vetmrhríú Útilegumenn og auðar tóttir Ólafur Briem: Bókaútgáfa Menningarsjóös hefur gefið út í annarri útgáfu endurskoöaöri og aukinni rit Olafs Briems Utilegu- menn og auöar tóttir, en frumútgáfan frá 1959 er löngu þrotin. Segir svo á kápu um höfundinn, bókina og hina nýjuútgáfuhennar: Bók þessi lýsir útilegumannabyggö- um sem frá greinir í íslenskum heimildum fornum og nýjum og telst því fræöileg rannsókn. Jafnframt lýkur höfundur upp hulduheimi þjóö- sagna og þjóötrúar og ber saman við staðreyndir. Mun lesendum þykja sá fróðleikur skemmtilegur og mark- verður enda um hann fjallað af vand- virkni og hugkvæmni. Bókina prýöa fjölmargar ljós- myndir, flestar eftir Gísla Gestsson, fyrrum safnvörö, sem einnig hefur samiö þrjá kafla hennar og stjórnað þeim fornleifarannsóknum er gerðar voru. Olafur Briem fyrrum menntaskóla- kennari á Laugarvatni er bæöi mikil- hæfur fræöimaöur og listrænn rit- höfundur. Bækur hans aðrar en Utilegumenn og auðar tóttir eru: Norræn goöafræöi (1940), Heiöinn siöur á Islandi (1945), Vanir og Æsir (1963) og Islendingasögur og nútíminn (1972). Utilegiunenn og auðar tóttir er 188 blaðsíður aö stærð. Bókin er sett, prentuð og bundin í prentsmiðju Hafnarfjaröar. Kápu geröi Siguröur Örn Brynjólfsson. ilegumenr oq auðar íslenskir sagnaþættir II bindi Samantektir af Gunnari Þorleifs- syni. Efniö er tekið saman úr ýmsum áttum, úr gömlum blööum og bókum. Hugmyndin er aö halda þessari útgáfu áfram og birta smám saman þætti alls staöar aö af landinu, gamla og nýja, og mun kappkostað að hafa efnið sem fjölbreytilegast. I þessu II. bindi Is- lenskra sagnaþátta eru m.a. þessir þættir. Sagnaþættir, þjóölífsþættir, skipströnd, þættir fyrri alda, sérkenni- legir menn o. fl. Utgefandi er Hildur. Frú Pigalopp og jólapósturinn Frú Pigalopp er mikil kjarnakona sem á heima í Þúsunddyrahúsinu uppi á hæðinni fyrir ofan litla bæinn. I fyrra týndust öll jólakortin hennar í póstinum svo aö hún ákveður aö vinna sem aukapóstur fyrir þessi jól. Þá getur hún sjálf séö um aö jólapóstur- inn hennar komist á áfangastað. En margt fer öðruvísi en ætlað er.' Þótt frú Pigalopp sé þaulreyndur póst- ur og eigi meira aö segja heimsmet í hraöpóstferð, þá verður margt til að tefja hana: Hún þarf aö fylgjast með jólabakstrinum hjá Hleifi og Kringlu, kenna fyrir frú Döölu Stöng á mat- reiðslunámskeiði, eltast viö pantilóp- una hans Ljóngeirs dýrasala, breyta Hattargötu í jólagötu ársins, skoöa risaplönturnar hans Garömundar handavinnukennara, stilla til friöar hjá fjölskyldunni Ro & friöi; og margt, margt fleira. Frú Pigalopp og jólapósturinn er. skemmtileg og jákvæö barnabók um. síglaða konu sem metur lífiö meira en lífsgæöi. Bókin er prýdd á annaö hundraö fallegra og sérstæðra lit- mynda. Bókin er 173 bls. aö stærö. Hún er sett og filmuunnin hjá Odda hf. A/S Reistad Offset í Osló prentaði. Hamskiptin eftir Kafka í endurskoðaðri þýðingu' Iöunn hefur gefiö út Hamskiptin, sögu Franz Kafka í þýöingu Hannesar Péturssonar. Bókin er gefin út í tilefni þess að í ár er öld liðin frá fæðingu Kafka, eins hinna miklu brautryöjenda nútímalegs skáldskapar í lausu máli. Hann hefur haft drýgri áhrif í bókmenntum aldarinnar en flestir höfundar aörir, en Hamskiptin er hin eina af lengri sögum hans sem þýdd hefur veriö á íslensku fram til þessa. Sagan kom út í þýöingu Hannesar Pét- urssonar árið 1960 og er sú útgáfa löngu horfin af markaði. Nú hefur Hannes endurskoöaö þýöinguna og breytt henni verulega, svo aö í raun er um nýja þýöingu aö ræöa. Hamskiptin samdi Kafka áriö 1912 og var langlengsta saga höfundar sem1 birtist aö honum lifandi. Sagan er „mjög sérstæö og áhrifamikil, reyndar um margt ógnþrungin”, segir í kynn- ingu forlagsins: „Hún er fléttuð ýmiss konar tilvísunum og táknum sem eiga sér undirrætur í lífi skáldsins sjálfs, en öðlast víddir langt út fyrir þaö, eins og er aðalsmerki mikillar rit- listar.” Bókin er 111 blaösíöur. Oddi prentaði. HAMSKIFTIN Vetrarhríð „Vetrarhríö” er tíunda bókin í bóka- flokknum Sagan um Isfólkiö eftir Mar- git Sandemo, sem Prenthúsiö hefur gefið út. Villimey Kalebsdóttir er aðeins sautján ára þegar hún verður yfir sig ástfangin af Eldari frá Svartaskógi sem er átta árum eldri en hún. Það stoöar lítið þó aö allir segi að Eldar sé af illum ættum og samviskulaus kvennabósi. Viliimey verður aö gjalda trú sína á Eldar dýru verði því að hann hefur blandast bæöi í uppreisn og blóðhefnd þó aö ungur sé... Bókaflokkurinn Sagan um Isfólkið hóf göngu sina á síðasta ári og hefur hann fengiö mjög góöar viötökur enda Margit Sandemo einn vinsælasti rit- höfundur á Noröurlöndum. ÍSLENSKIR SAGNAÞÆTTIR VAIMTAR MATREIÐSLUMANN Veitingahús vantar vanan matreiðslumann. í boði eru mjög góð laun fyrir hæfan mann. Áhugasamir leggi nafn og heimilisfang inn á afgreiðslu DV, Þverholti 11, fyrir föstudaginn 9.12. nk. merkt „Matreiðslumaður". Úrval VIÐ ALLRA HÆFI Amerísk billiardborð Nokkur billiardborö eru til afgreiðslu strax. Þeir sem áhuga hafa vinsamlega geri pöntun. Gísli Jónsson&Co. hf., Sundaborg 41. Sími 86644. [EIGENDUR ekki .frDnkÖNNU Nl -----^nsust Untboðið 4015,10 kr. %%iS3iy.10kr. 3070.305, 32*95, 1959,*05, 23005, kk>?.795, 2*105^ ~3568,40 Kr' ---- Fjöðrin 45795, 5203 5, 27555, 17195, 3030 5, ~33S95r/ afiilununL „ústkerfa ætlum - Um g®6‘ NTrf,aP en bíleigendur VÍ& hugaabýmsirvara- ^"eniumbobunum. Kappkostum ávallt I að bjóða Lada-varahluti I á sem /ægstu verði |

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.