Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Blaðsíða 38
Fíkniefnin flæöa yfir landið — og æskan skemmtir sér % Lifið A Hlemmi getur tekið á sig margar myndir þegar degi tekur að halia um helgar. Unglingarnir verða fleiri en farþegar SVR og alltaf eitthvað spennandi að gerast. Hér er t.d. fullorðinn maður að gefa ungling- um sjúss. DV-myndir GVA. ,31essaöur vertu, ég byrjaöi aö sniffa lím og þynni 13 ára en er löngu hættur því. Nú er ég bara í brenni- víninuoghassinu, þaöermiklubetra.” Nú er hann 16 ára, stendur gleiður fyrir framan leiktækjastofu í miöbæ Reykjavikur á laugardagskvöldi með hálfa brennivínsflösku og segist hafa það fínt. „Viö félagamir sniffuöum til aö komast í vímu, við vorum of ungir til aö ná í vín og hass en límið var alltaf til staðar. Nú eru möguleikamir allt aörir, pabbi kaupir fyrir mig flöskur í Ríkinu — fínn kall, ekkert mál. ” Svampur í poka Hann lýsir því fjálglega hvernig farið er aö því að sniffa. Svampur eöa pappírsrifrildi sett í lítinn plastpoka, efninu hellt yfir og síöan er sniffaö úr pokanum. „Pokinn gengur hringinn þar til allir em búnir aö fá nóg, þetta er svona svipað og að reykja hass, þ.e.a.s. aðferöin, ekki áhrifin.” Leiktækjasalir borgarinnar em þétt- setnir unglingum um helgar eöa rétt- ara sagt þéttstaðnir því það er ekki mikið um stóla. Leiktækin standa þétt viö veggina og komast færri aö en vilja. Reyndar er þetta dýrt sport, kostar tíkall í einu og auðvelt aö eyða 300 krónum á nokkmm mínútum ef heppnin er ekki meö. Sumir eru aö vísu nógu góöir til aö geta spilaö heilt kvöld fyrir einn tíkall en þeir gera reyndar ekki annaö á meöan. Við einn kassann stendur lágvaxinn unglingur með dökk sólgleraugu og einblínir á kúluna sem skýst um flötinn en tiltektir hennar viröast ekki koma honum meira á óvart en lífið umhverfis hann sjálfan: ,,Eg er hættur öllu, sniffi, hassi og öllu því en fæ mér stundum í glas til að slaka á. Eg tók þá ákvöröun eftir aö hafa séð marga vini mína verða aö hreinum aumingjum, þeir sniffuöu bókstaflega úr heilann eins og hann lagöi sig. Eg myndi ekki hvetja neinn til að prófa neitt af þessu, þetta er djöfullegurbransi.” Tek ekki mark á blöðunum Þaö hefur mikið verið skrifaö og skrafað um unglinga og fíkniefni að undanfömu, alls kyns nefndir veriö settar á laggimar, sérfræðingar kvaddir til og vægast sagt dökk mynd verið dregin upp af ástandinu. Hefur helst mátt skilja aö um helmingur ung- menna hér á landi sé háöur fíkniefnum og eiturlyfjasalar gangi um á milli og bjóöi vöru sína. ,,Eg er löngu hættur aö taka mark á því sem blööin skrifa um fíkniefnaneyslu unglinga,” sagöi einn af fastagestum leiktækjastofu hér í bæ, ,,ég veit vel hvað er aö gerast hér um helgar líkt og aöra daga og þaö þarf enginn aö segja mér aö eiturlyf jasalar séu hér á götum úti og bjóði hass til sölu. Aftur á móti er mikið um aö ungl- ingar komi hingaö, á Hlemm og aöra staöi þar sem unglingar hafast viö, og spyrji hvort ekki sé hægt aö kaupa hass. Þau viöskipti fara ekki fram á staðnum heldur í gegnum marga milli- liöi, þaö er alltaf einhver sem þekkir einhvern sem þekkir einhvem og svo framvegis. Milliliðirnir geta veriö 10 þegar unglingar eiga í hlut og þegar hassmolinn loks kemur og allir eru búnir að klípa af honum þá er litiö eftir. Þaö er eldra fólkið sem hefur samböndin og þaö er í þess heimahús- um sem neyslan fer fram.” Undir þetta tekur Gisli Olafsson hjá fíkniefnalögreglunni og segir aö svo til engin götusala sé á hassi í Reykjavík nema þá aö verið sé aö selja eitthvert „drasl” sem á aö vera hass. „Aftur á móti vitum viö að afhending efna fer oft fram við Hlemm og leiktækjasaUna en ég er á þeirri skoöun að ekki sé brýn ástæöa til aö vera svartsýnn fyrir hönd æskunnar. Sá hluti hennar sem neytir kannabisefna er mikiU minnihluti og það heyrir til algerra undantekninga ef við hér hjá fíkniefnadeildinni fáum til okkar mál ungUnga 16 ára og yngri. Þaö er annar aldurshópur sem er stór- neytandi kannabisefna.” Hallærisplanið autt Þau tíöindi hafa nú gerst í bæjarlífi Reykjavíkur aö Hallærisplanið fræga, samastaöur ungUnga í áraraöir, er nú nær því mannlaust um helgar. UngUngarnir hafa flutt sig upp á Hlemm, í leiktækjasaUna og svo á skemmtistaðinn D-14 í Kópavogi og Best sem er til húsa í gamla Fáks- heimUinu viö EUiðaár. Þar geta unglingar 16 ára og eldri komist inn ef þeir greiöa 150 krónur í aðgangseyri og svo eru gosdrykkir á boöstólum. Þessir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.