Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Blaðsíða 13
DV. MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER1983. 13 Það varðar framtíð Skíðaskálans f Hveradölum Kjallarinn Fyrir borgarráöi liggur tillaga frá Iþróttaráöi Reykjavíkurborgar um kauplelgusamning viö Carl Jonas Johnsen, eiganda Veislumiöstöðvar- innar, um Skíðaskálann i Hvera- dölum. Samningurinn er til fimm ára en aö leigutíma loknum skal leigutaka heimilt aö kaupa Skíöaskálann ásamt leigulóðarréttindum og búnaði öllum fyrir verö sem ákveöið skal af tveimur sérfróðum mönnum er aöilartilnefna. Grein þessi er skrifuö til aö vekja athygli þeirra sem unna skíöaíþrótt- inni á því hvaö hér er á seyði: hér er ekki um aö ræöa einfalda leigu á Skíöaskálanum í Hveradölum heldur öölast leigutaki óskoraðan rétt til að kaupa Skíðaskálann aö fimm árum liönum. Fréttafíutningur I fréttum hefur þetta mikilvæga atriöi aldrei komiö fram. 1 DV 2. nóvember segir m.a.: „Iþróttaráö Reykjavíkurborgar frestaöi að taka ákvörðun um þaö á fundi sínum í fyrradag hverjum verði leigður Skíöaskálinn í Hveradölum og veröa því þeir fjórir aðilar sem lýst hafa yfir áhuga sinum á skálanum aö bíöa enn í tvær vikur eftir úrslitum.” Og eftir ákvörðun íþróttaráðs segir DV: „Seint gengur að taka ákvöröun um hverjum verði leigður Skiöaskálinn í Hveradölum. Iþróttaráö Reykja- víkurborgar hefur afgreitt máliö frá sér og sent borgarráöi til staöfesting- ar.” Miðstöð skíðagöngumanna Skíðaskálinn í Hveradölum var á sínum tíma byggður með miklu fé- lagslegu átaki. Bygging hans var fyrsta myndarlega framtakiö á sviöi skíöaíþróttarinnar, markaöi tíma- mót og hleypti nýju blóöi í íþróttina. Fátt er jafnheillandi og ganga á skiöum yfir mjúkar fannbreiður móti hækkandi sól. Skíöaíþróttin er undirorpin tísku- sveiflum eins og svo margt annaö. Á undanförnum árum hefur Reykja- víkurborg ásamt nágrannasveitarfé- lögunum lagt mikinn metnaö og fjár- magn til að byggja upp aöstööu til skiðaiðkana i Bláfjöllum. Um skeiö var áhuginn mestur fyrir alpa- greinum meö tilheyrandi lyftum og sami skíðaútbúnaöur hentaði ekki lengur til gönguferða og svigs. KR-ingar héldu þó fast viö Skála- fellssvæðiö, góðu heilli, enda eru brekkur þar góöar og aflíöandi og út- sýni fagurt á góöviörisdögum. Ekki dró nýja lyftan þeirra KR-inga úr aö- sókn í Bláfjöllin sem sýnir mikinn, almennan og vaxandi áhuga á skíða- íþróttinni. A þessu „lyftuskeiði” hefur Skíða- skálinn í Hveradölum fallið í skugg- ann. En núna hafa skíðagöngur orðið vinsælar á ný og áhugi á þeim á eftir aö vaxa gífurlega, enda heilsusam- legri og hættuminni íþrótt en svigið og góö tilbreyting f rá brekkunum. Einar B. Pálsson, fyrrverandi for- maður Skíöasambands Isiands, hefur sagt mér aö Hellisheiðarsvæð- iö sé miklu f jölbreyttara en Bláf jöll- in. Og fyrir skiöagöngufólk heillar heiðin að nýju og fær aödráttarafl. Ef rétt væri aö málum staðið ætti Skíöaskálinn í Hveradölum aö veröa að nýju miöstöö skíöagöngumanna. Svæðiö er aðgengilegra en Bláfjalla- svæðið. I raun er hægt að stíga á skíðin viö þjóðveginn. Nokkrir hafa fundið aö því aö snjór fari fljótt af þessu svæöi. Þaö á aðeins við um brekkurnar en fannbreiðumar hald- ast lengi á heiöinni sjálfri. Viö Skíöa- skálann ætti að leggja áherslu á skiöakennslu fyrir byrjendur, og aör- ir geta gengiö um heiöina og notiö feguröar og fjölbreytileika náttúr- unnar og fengið sér hressingu í skálanum, og jafnvel gist þar yfir nótt eins og foröum daga. Komið hefur fram sú hugmynd aö tengja skíðasvæðin saman, því að þreytandi getur verið til lengdar aö ganga í tóma hringi. öryggisstaður Einu má ekki gleyma: Skíöaskál- inn gegnir mikilvægu öryggishlut- verki við f jölfarinn f jallveg, þar sem engin byggð er á löngu svæöi allt frá Hveragerði til Gunnarshólma. Það var Skíðafélag Reykjavíkur sem reisti skálann árið 1935. A ýmsu hefur gengiö meö rekstur hans en áriö 1971 keypti Reykjavíkurborg skálann, en Skíðafélagiö hefur haft aöstöðu þar. Ljóst er að borgaryfir- völd hafa ekki sýnt Skíöaskálanum þann áhuga og alúö sem þurft heföi enda áhuginn beinst aö Bláfjalla- svæðinu. Þaö er dýrt aö halda við gömlum húsum. En þaö er líka dýrt aö byggja Gullinbrú yf ir Grafarvoginn. Ekki óskað umsagnar SR Það er athyglisvert aö ýmsir frömuðir innan skiöaíþróttarinnar, sem jafnvel eiga sæti í stjórn Skíöa- félags Reykjavíkur, höföu ekki hug- mynd um þaö hvað hér er í bígerð fyrr en í síðasta mánuði. Og ekki hefur verið leitað eftir umsögn eöa áliti þeirra. Eitt er víst: Verði skálinn seldur einkaaöila höfum viö enga tryggingu fyrir nýtingu hans í framtíðinni, viö höfum ekki einu sinni tryggingu fyrir því aö skálinn verði til. Það verður komiö undir geöþóttaákvörðun eig- anda hans. Þegar umsóknir um leigu á Skiða- skálanum voru lagöar fram í borgar- ráöi 29. nóvember sl. komu fram tvær tillögur frá fulltrúum minni- hlutans sem báöar miöa aö því aö horfið verði frá kaupleigusamningi. Tillaga Sigurjóns Péturssonar hljóöarsvo: „Borgarráö samþykkir aö beita sér fyrir samstarfi sveitarfélaga á Gerður Steinþórsdóttir • „Það er dýrt að halda við gömlum húsum. En það er líka dýrt að byggja Gullinbrú yfir Grafarvoginn. höfuöborgarsvæðinu og í nágrenni skálans svo og ríkisins um nýtingu Hengilssvæöisins sem útivistar- svæðis. Miöað veröi við, aö skíðaskálinn í Hveradölum veröi þjónustumiðstöð svasöisins. Vegna kaupleiguútboös á skíöa- skálanum samþykkir borgarráð aö taka upp viðræður við bjóðendur. Miðaö sé viö, aö borgin eigi, að leigu- tíma liðnum, rétt á að leysa til sín þaö sem leigutaki hefur lagt í endur- nýjun og endurbætur á skálanum.” Kristján Benediktsson lagöi fram svohljóöanditillögu: „Borgarráö samþykkir, að í samningum um leigu Skíöaskálans í „Aðalatriðið er aó Skíðaskálinn /Hveradölum verói ekkiseldur, eð henn fari ekki úr höndum iþróttehreyf- ingarinnar, eÓ hann verði að nýju miðstöð skiðagöngumanna." Hveradölum veröi ekki ákvæði um kauprétt væntanlegs leigutaka.” Afgreiðslu var frestað. Þaö var 10. nóvember sem ég bar fram fyrirspum í borgarstjórn þess efnis hvaö tilboö i leigu á Skiöa- skálanum í Hveradölum fælu í sér. Reifaöi ég viö þaö tækifæri þá hug- mynd að fleiri aðilar kæmu inn í rekstur Skíðaskálans, svipað og í Bláfjöllum. Á síöasta borgar- stjómarfundi, 1. des., tók ég málið aftur til umræðu og kom fram hjá meirihlutanum aö rétt væri aökanna þann möguleika sem kæmi fram í tillögu Sigur jóns Péturssonar. Aðalatriöið er aö Skíöaskálinn í Hveradölum verði ekki seldur, aö hann fari ekki úr höndum íþrótta- hreyfingarinnar, að hann veröi aö nýj u miöstöð skíðagöngumanna. Áhugamannaféiag um Skíðaskélann 1 samtölum mínum við formann Skíöaráös Reykjavíkur og fleiri hefur sú hugmynd verið reifuö að stofnað veröi áhugamannafélag um Skíöaskálann í Hveradölum og varö- veislu hans. Skíöaráð Reykjavíkur hafi forystu í því máli en einstakling- ar, sveitarfélög og ríkí komi til iiös við þaö. Ég vil hvetja alla skíðaunnendur aö taka höndum saman um andur- reisn Skiöaskálans í Hveradölum. Hann er sögulegur minnisvaröi um upphaf skiöaíþróttarinnar sem al- menningsíþróttar, tákn um áhuga og stórhug frumherjanna. Við höfum þörf fyrir þessi þrjú úti- vistarsvæði í nágrenni höfuöborgar- innar: Bláfjöll, Skálafell og Hellis- heiöarsvæðiö. Þau hafa hvert og eitt sín sérkenni og sjarma og nauðsyn- legt er aö skíöamannahópurinn dreifist umsvæðin. Gerður Steinþórsdóttir borgarfulltrúi. lagslega vandamáli, sem hann fjallar núum. Reiður maður Fyrrverandi námsstjóri í samfélags- fræðum lætur líka gamm sinn geisa í blööunum. M.a. vísar hann mér á föður minn tU þekkingaröflunar í skólamál- um og fyrrum menntamálaráöherra, Gylfa Þ. Gíslasonar, mér til skoðana- myndunar. Ég legg tU, aö námsstjór- inn fyrrverandi ræöi miUUiöalaust við þessa heiðursmenn. Ég er ekki viss um aö hann væri jafnfús tU þess að skjóta málstaö sínum undir úrskurð þeirra eftir þær viöræður og ég er nú. Sama máli gegnir um þaö hald hans, aö ég hafi ekki lesiö skýrslu sem hann samdi fyrir embættismannanefnd á vegum þingmannasambands NATO um kennslu í samfélagsfræði og ég hafði mUUgöngu um að útvega. Þar veit hann s jálf ur að hann fer meö rangt mál. Reiði í stað raka Þá ber reiðin rökhyggju hans ofur- Uði. Hann leggur til aö ég þegi fremur en segi af þeirri ástæöu, að prýöisgott alþýðuflokksfólk hafi veriö viöstatt samningu námsskrár og skripioröa- smíð. Hvort á viðveran að vama mér skoðunar eöa varna mér máls? Telur maöurinn, að hlutverk kennara með flokkspóUtískar skoöanir sé að mynda múra póUtískrar samtryggmgar utan . um ákvarðanir skólarannsóknardeUd- : ar og fræðsluyfirvalda? Hvaöa öðru hlutverki á sh'kt fólk að gegna veröi samherjum þess á að gagnrýna fræösluyfirvöld? Kæra viökomandi fyrir flokksstofnunum? Hver heldur maöurinn aö takist slUt verkefni á hendur? Hvað myndi þaö nefnast á máli samfélagsfræðinnar? Gott eða vont námsefni Ég efa ekki, aö hið nýja námsefni samfélagsfræðinnar er gott í mörgum greinum. Spurningin er hvaöa öðru námsefni er þokað til hliðar svo að það komist aö. Þehrar spurningar gleyma menn oft að spyrja. Þannig met ég meira 20 blaðsíöna fróöleUt um sum rismestu tímabil þjóöarsögunnar en Kjallarinn Sighvatur Björgvinsson jafnlanga frásögn af samfélagi baví- ana — jafnvel þótt miklum fjárfúlgum hafi verið varið til vísindalegra rann- sókna á því síðamefnda svo aö vitnað sé í grein hins fyrrverandi námsstjóra. (Þaö hefur raunar Uka verið gert varö- andi samfélög termíta og býflugna. Eru það rök fýrir því, að t.d. sjálf- stæðisbarátta Islendinga sé vikið til hUöar úr námsskrá grunnskóla svo aö termítar og býflugur komist þar fyrir viö hlið bavíana?) í góðum félagsskap Islandssagan er síöur en svo ein á báti. Hún er í góöum félagsskap meö íslenzkri landafræði. I Velvakanda Mbl. skýrði kennari í Kópavogi frá því nú á dögunum, að í námsskrá 4. bekkj- ar grunnskóla væri búið aö þoka burtu kennslu um landafræði Islands fyrir öðru námsefni. I 5. bekk er áherslan svo lögð á PóUand. I 6. bekk á Tansaníu. Þá hafa fræösluyfirvöld reynt aö fá grunnskóla tU þess aö taka upp dönskukennslu i 10 ára bekk þar sem margir nemendur eiga fullt í fangi með sitt eigið móðurmál. Hver skóUnn af öörum hefur snúist tU varnar. Heldur skólarannsóknardeild sig geta haldiö þessu leyndu? Því reiðast goðin Margt hefur vel veriö gert í skóla- málum á Islandi. Annað miklu miður. M.a. vegna þess, aö ýmsar ákvaröanir eru í ætt viö trúboð — mótaðar af persónulegu Ufsviöhorfi og pólitískum skoðunum stjómenda, sem ekkert eiga skylt viö vísindi og fræði þótt reynt sé aö hengja sUka merkimiöa á fram- kvæmdina m.a. með tilbúningi merkingarlausra oröskrípa. Einnig vegna þess, aö sumir, sem veljast tU stjórnunar og stefnumótunar um námsefni og kennsluhætti, hafa sjálfir ýmist enga eða mjög slæma reynslu af kennslu barna og ungUnga. Fræðslumál eru ekkert einkamál skólarannsóknardeUdar og náms- stjóra. Þessar stofnanir eiga ekki aö vera trúboðsstöövar heldur opnar fyrir umræöu og gagnrýni. Ofurviökvæmnin fyrir réttmætu háöi um málfræðUegan voodooisma og oröskrípasmíð í þroska- heftum fræðsluyfirvalda kemur upp um snöggu blettina. Því reiöast goöin. Þess átti ég von. Mér er alveg sama. Þeim f jöhnörgu m.a. í hópi reyndra - skólamanna og kennara, sem haft haf a samband viö mig, sent mér kveðjur og skUaboð meö þakklæti fyrir að hafa opnað þessa umræöu, kann ég bestu ^þakkir. Sighvatur Björgvlnsson, fyrrv. alþingismaður. • „Fræðslumál eru ekkert einkamál skóla- rannsóknardeildar og námsstjóra. Þessar stofnanir eiga ekki að vera trúboðsstöðvar heldur opnar fyrir umræðu og gagnrýni.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.