Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Qupperneq 8
'W. WIÐVtKOETAGUR ?. DESEMBBR1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Borgarar forða sér á bátum frá Tripolí, þegar mest gekk á í bardögum milli stríðandi fylkinga innan PLO, en hlut- deild Sýrlendinga í bardögunum hefur farið lægra. Slysabylgja vegna hálku i Frakklandi Tíu manns fórust og fjöldi slasaðist í slysabylgju í umferðinni í Frakklandi í gær, en mikla hálku gerði á götum og vegum. Fimm þeirra sem fórust voru börn á aldrinum 12—15 ára. Langferða- bifreið sem þau voru í, hafði runnið til í hálkunni og hvolft skammt austur af París, en þar hamlaði þoka skyggni ökumanna. I langferðabílnum voru um 50 börn og f jórir fullorðnir á leið í skoðunar- ferð um söfn í París. Skammt frá Bourges í miðhluta Frakklands fórust þrír þegar bifreið þeirra rann í hálkunni aftur undir vörubílspall. Tvennt til viðbótar í bílnum slasaðist illa. I Norður-Frakklandi fórst sex ára drengur þegar hann kastaðist út úr bifreiö sem runnið hafði i hálku. I Normandí fórst maður þegar kvikn- aði í bíl hans eftir fjöldaárekstur vegna hálku. I öðrum fjöldaárekstri lentu í einni köku fimm stórir flutningabílar og nokkrir fólksbílar og slösuðust þar 18 manns. Sýriand gagnrýnt fyrir grimmdina Belgískur læknir, sem starfað hefur fyrir Rauða hálfmánann (Rauða kross-samtök múhameðstrúarmanna) í Líbanon sakar Sýrlendinga um að hafa drepið tylftir Palestínuaraba í sprengjuárásum á flóttamannabúðirn- ar tvær við Trípolí í síðasta mánuði. Froskmenn sprengja í olíuhöf n Nicaragua Froskmenn sprengdu í loft upp mannvirki í Puerto Sandino, einu olíuhöfn Nicaragua, og sögöu yfirvöld að þeir hefðu notiö aðstoðar banda- rísks skips. Talsmenn sandinista sögðu aö bandarískt skip hefði flutt frosk- mennina og gúmbáta þeirra í grennd við olíuhöfnina. Skemmdarverka- mennirnir hefðu síðan róið síðasta spölinn í land. Skipið á síðan að hafa flutt þá burt aftur eftir að frosk- mennimir höfðu komið sprengjum sínum fyrir. Miklar skemmdir urðu í höfninni en þetta er þriðja árásin sem gerð hefur verið á mannvirki í olíuhöfninni. 1 september voru sprengdir í loft upp geymar í Corintohöfn (um 50 km noröur af Puerto Sandino) og varð að flytja um 5000 manns burt þaðan vegna eitrunarhættu. Tekur beiðni Walesa til greina Bandaríkjastjórn sagöi í gær að hún mundi taka til gaumgæfilegrarathug- unar tilmæli Lech Walesa, leiðtoga Einingar, umaðaflétta efnahagsrefsi- aögerðum sínum gegn Póllandi. Eins og fram kom í fréttum í gær hafði Walesa á fundi með blaðamönn- um hvatt Vesturlönd til að aflétta efna- hagsrefsiaðgerðunum sem gripiö var til við innleiðingu heriaga í Póllandi. Hvatti hann þau til að veita Póllandi heldur efnahagsaðstoð. Tekið hafði verið fyrir frekari lán- veitingar til Póllands sem skuldar vestrænum ríkisstjórnum 17 milljarða dollara og vestrænum bönkum 6 milljarða dollara. Dr. Huub Dierick heldur því fram að fjöldi fólks hafi farist í sprengjuárás- um á Baddawi-búðirnar og margir særst og látið lífið í Nahr-el-Bared- búðunum. Segir hann að yfir 80 hús hafi eyðilagst í Baddawibúðunum. Læknirinn gagnrýndi frásagnir fjöl- miðla af bardögunum við Trípolí. Sagði hann þar lítt hafa komið fram hve hart Sýrlendingar gengju fram í bardögunum milli stríðandi afla innan PLO-samtakanna. Skæruliðar, sem berjast gegn sandinlstastjórninni, hafa notað froskmenn til að vinna skemmdarverk. KOMA TIL JARÐAR AFTUR Á MORGUN Geimskutlan Columbia er nú að búa sig undir að snúa aftur til jarðar og mun lenda á Edwards herflugvellinum í Kalifomíu á morgun eftir tíu daga ferð. Upprunalega átti ferðin aðeins að taka níu daga en var framlengd um einn dag. Vegna framlengingarinnar var geimförunum um borð úthlutað ýmsum aukaverkefnum í rannsóknar- stofu geimskutlunnar. Áhöfninni hefur gefist aukinn tími til að gera athuganir á andrúmslofti jarðar, sólinni og viöbrögðum manns- líkamans við þyngdarleysi, vexti gróöurs i geimnum og áhrifum geisl- unar svo dæmi séu nefnd. Geimskutlan Columbia í skotstöðu. Sleppa pólitískum föngum gegn gjaldi Austur-Þjóðverjar hafa sleppt um 250 pólitískum föngum vestur yfir járn- tjaldiö síöustu fjóra mánuði og áttu þá flestir þeirra töluvert langt í að hafa afplánað dóma sína. Langflestir höfðu Aldrich leikstjóri látinn Robert Aldrich, einn af virtari leik- stjórum Hollywood, andaöist í Los Angeles í fyrradag 65 ára að aldri. Hann hefur legið á sjúkrahúsi í nokkra mánuði og gekk nýlega undir uppskurð. Meöal frægari kvikmynda hans voru „The Dirty Dozen”, „The Flight of Phoenix” og ,,Kiss Me Deadly” eða „What Ever Happened toBaby Jane?”, Aldrich var af efnafólki kominn (skyldur Rockefellerum) og lagði stund á hagfræði til undirbúnings bankastörfum, áður en hann flutti til Hollywood 1941 þar sem hann var aöstoöarmaður snillinga eins og Charlie Chaplin, Orson Welles og JeanRenoir. Hann hefur leikstýrt stórstjörnum eins og James Stewart, Lee Marvin og Burt Lancaster, en sína fyrstu mynd geröi hann 1953. Aldrich þótti ekki fara troönar götur og var jafnan í andstöðu við leikreglur Holly wood. þó ekki lengri dóma en eitt til tvö ár. Áður var vaninn að slíkir fangar af- plánuöu tvo þriðju af refsivistinni. Nú hefur mörgum verið sleppt og leyft að fara til Vestui-Berlínar eftir að hafa afplánað helming eða jafnvel aðeins þriöjung refsivistar sinnar. Samtök í V-Berlín, sem kenna sig viö 13. ágúst (daginn sem byrjað var aö reisa Berlinarmúrinn), segja það eftir- tektarvert að sakargiftir séu oftar í seinni tíð „opinber rógur” en ekki „undirróðursstarf gegn ríkinu”, sem þyki alvarlegri sakir. Meðal þeirra, sem sleppt hefur verið, voru ýmsir sem höfðu verið handsamaðir í flóttatilraun til vesturs. — Bonnstjórnin greiðir A-Þýskalandi sérstök g jöld fyrir fangana. NJOSNUÐU UM SOVÉSKU VOPNIN ÁINDLANDI Indlandsstjórn hefur boðaö strang- ara eftirlit með öryggisleyndarmálum eftir hneykslismál sem valdið hefur fjaðrafoki á Indlandi. Þrír háttsettir herforingjar og einn borgaralegur em- bættismaður hafa veriö handteknir. Varnarmálaráöherrann sagði í þinginu í Nýju Delhí í gær frá handtöku tveggja bræðra, annar er hershöföingi í landhemum en hinn aðstoðarmar- skálkur í flughemum og foringja sem komrnn væri á eftirlaun. Blöð á Indlandi halda því fram að ljóstrað hafi verið upp leyndannálum við bandaríska aöila varðandi vopna- búnað sem Indverjar hafa keypt af Sovétmönnum. Sagt er að Bandaríkja- mennhafi síðustufimm ár haft aðgang að foringjum og fyrrverandi foringjum í hernum á Indlandi og fengið upplýsingar um vopnakaup frá Sovétríkjunum. Meðal ráðstafana sem stjómin í Nýju Delhí hefur boðað er að eftir- launaforingjar skuli ekki framvegis hafa jafngreiðan aðgang og áöur að leyndarmálum hemaðarlegs eðlis. Á síðustu árum hafa Indverjar feng- iö nýjustu gerðir af MIG-herþotum, skriðdreka og fleiri nútímavopn frá Sovétmönnum. Upp komst um njósnimar þegar einn foringi úr hernum gaf sig fram eftir aö reynt hafði veriö aö bera á hann fé til þess að láta í té upplýsingar um hemaðarleyndarmál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.