Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Blaðsíða 16
Spurningin .£8eíHaawa?.an VHTjnAtTUjjrvorM vn DV. MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER1983. Peningaspil eða leiktæki? Hvað finnst þér skemmtileg- ast við jólin? Daði Kárason: Það er skemmtilegast að fá pakkana og svo að fá góðan mat. Gunnlaug Þorláksdóttir skrifar: Borgaryfirvöld hafa nýlega sam- þykkt reglur um rekstur leiktækja. Nú má ekki hafa leiktæki í svokölluðum sjoppum en hins vegar er heimilt að reka stóra leiktækjasali einungis ef viðkomandi hefur veitingaleyfi. U.þ.b. 240 leiktæki eru í notkun í leiktækjasöl- unum en einungis nokkur tæki, 15—20 í sjoppum og biðskýlum, en meginuppi- staða þeirra eru leiktæki sem Knatt- spyrnufélagið Þróttur hefur fengið að hafa í stærri sjoppum og biöskýlum og það í mjög góðri samvinnu við eigend- ur staöanna. Samkvæmt nýju reglunum á að f jar- iægja strax þessi örfáu leiktæki úr sjoppum og biöskýlum á meðan leik- tækjasalirnir bæta stööugt við sig og nýir staöir spretta upp eins og gorkúl- ur. Haröast bitna þessar aðgerðir á Knattspyrnufélaginu Þrótti sem rekið hefur nokkur leiktæki á ofangreindum stöðum til að afla starfsemi sinni fjár. Svo undarlega bregður við að á sama tíma sem verið er að bera leiktækin út úr sjoppum og biðskýlum eru peninga- spil Rauöa krossins látin í friði þrátt fyrir að þar sé um að ræða hreinræktuð peningaspil eins og þekkjast í spilavít- umerlendis. Staðreyndin er sú aö þessi peninga- spil leiöa margan unglinginn út í enn frekari og alvarlegri peningaspil þannig að margir verða ofurseldir spilafíkninni. Eru dæmi þess að ungir Ingibjörg Þórðardóttir: Mér finnstj aðfangadagur skemmtilegastur. Þá fæddist Jesús. Jólin eru hátíð ljóssins. Hrafn Þórðarson: Fá pakka og gott að borða. Svo er gaman að fara á jóla- skemmtanir og sofa út i fríinu. Jólin eru hátíö afslöppunar og allsnægta. Peningaspil Rauða krossins loiða margan ungiinginn út i ann frokari og alvarlogri poningaspil þannig að margir vorða ofurseidir spiiafikninni, sagir bréfritari. menn hafi tapað aleigu sinni í peninga- spilum. Mér finnst miklu eölilegra að leyfa rekstur leiktækis í sjoppu eða biðskýl- um heldur en peningaspils og ég vil skora á Rauöa krossinn að hætta þess- ari starfsemi. Fram hefur komið í blöðunum að einungis tveir aðilar hafi heimild til slfks reksturs, þ.e. Rauöi krossinn og SÁÁ en að SÁA hafi ákveðið að notfæra sér ekki þetta leyfi. Finnst mér þeir hjá SAA eigi þakkir skildar fyrir að falla ekki í þá freistni. Mér finnst að borgaryfirvöld eigi að gera allt sem i þeirra valdi stendur til að Knattspymufélagið Þróttur verði ekki svipt þessu viðurværi sínu enda veit ég til þess að rekstur leiktækja þeirra hefur engu ónæði valdið og énginn kvartað yfir þessari starfsemi svovitaðsé. Heimir Þór Hermannson: Maturinn og pakkamir. Allt umstangið sem fylgir jólunum, svo og fríið. Þaö er ágætt aö vera laus við skólann. ristin Ölafsdóttir: Þá fæddist Jesús, ; stemmningin i kringum hátiðina er ca skemmtileg. Svo er gaman aö >na pakkana, og taka þátt í undirbún- gnum sem fylgir jólahaldinu. ggi® Aslaug Guðmundsdóttir: Fá pakka og fara í kirkju. Annars er bara allt skemmtilegt við jólin. Hér má sjá ainn af örfium isianskum Formula-1 ökumönnum A fuiiri ferö. en bráfritari viiifáað sjá meira fri slíkri keppni. Iþróttaþáttur sjónvarpsins: Lítið sýnt af akstursíþróttum Þórður Helgason skrif ar: Fyrir íþróttaþáttinn laugardaginn 26. nóvember var auglýst að sýnt yrði frá akstursíþróttakeppni og fleiri íþróttaviðburðum. Sem unnandi akstursíþrótta hélt ég að nú kæmi loksins ein „sæmileg” (annað væri bjartsýni) rallmynd í íþróttaþætti Ingólfs Hannessonar. Eg, og sjálfsagt margir fleiri, varð fyrir vonbrigðum þó ég hafi ekki vænst mikils af akstursiþróttaefni í sjónvarp- inu. Sýndar voru innan við 39 sekúndur af því efni og síðan kom næsta atriöi, eitthvert sprikl sem fáir hafa gaman af. Það var og, eitt af sex áður auglýst- um atriðum íþróttaþáttarins var 39 sekúndur að lengd. Ekki skil ég hvers vegna þættinum voru ætlaðar 110 minútur í dagskránni þennan dag (fyrir utan beinu útsendinguna frá Englandi). Þetta rifjar upp að í vor sýndi Bjami Felixson heilar 47 sekúndur frá akstri .Ji’ormula 1” bila, þá var það líka auglýst fýrirfram. Stuttu síðar sló Ingólfur metið og sýndi 37 sekúndna atriöi frá sams konar keppni. Það skal tekið fram aö skeiðklukkur voru notaöar til tímatöku í öllum tilvikum. Eg hef þó séö ljósan punkt í íþrótta- þætti hjá Ingólfi, þegar hann fjallaði um ,,moto-cross”-keppni í sumar. En hlutfall akstursíþrótta er svo litið, mið- að við vinsældir efnisins, að það er bæði Bjarna og Ingólfi til skammar. Úrvar KJÚRINN FÉLAGI Alkóhólisminn er kominn í tísku Fyrrverandi eiginkona drykkju- manns, hringdl: Þessa dagana stendur yfir sala á happdrættismiöum til styrktar SÁÁ, fer það víst framhjá fáum. Söfnunar- herferö þessi er blásin upp í blöðum og á opinberum vettvangi, eins og þar sé á ferðinni eini málstaöurinn sem okkur skiptir einhverju máli. En það eru fleiri sem safna fé, það gera þeir á hljóðlátan hátt, þeir vinna störf sín í sjálfboðavinnu og sýna að þeir kunna aö meta þann stuðning sem þeim er sýndur. A meðan bygg ja SAÁ menn s júkra- stöð sína, landsmenn verða allir aö gefa, hér er á ferðinni of mikilvægt málefni til aö nokkur megi skorast undan. En hvað leggja þeir menn sem þurfa á þessari stöð að halda á sig? Vinna þeir sjálfboðavinnu viö að reisa sjúkrastöð sína? Þama eiga — segir bréfritari þeir eftir að koma í meðferð með reglulegu millibili. Þessir menn sem eru orðnir óskaböm þjóðarinnar, haga sér eins og ofdekraðir smá- krakkar. Þeir heimta allt en hvað gefa þeir í staðinn? Era þeir of góðir til að vinna í eigin þágu? Allir hafa þessir menn til að bera líkamlega heilsu til að stunda vinnu í eigin þágu, þó það sé ekki hægt að segja um alla þá sem á f járstuðningi þurfa aðhalda. Eg er einstæð móðir með veikt bam á framfæri og get ég ekki stundað vinnu vegna veikinda bams- ins. En faðir krakkans, sem er fyrr- verandi drykkjusjúklingur, neitar allri f járhagsaðstoð við okkur fram- yfir það sem honum er gert skylt að greiða, þ.e.a.s. meðlag og þess hátt- ar. Það getur hann gert á meöan hann biöur alla landsmenn að hjálpa sér og sinum likum að reisa sjúkra- stöð. En þessir menn era greinilega ekki tilbúnir aö aöstoða aðra. Islendingar, stöðvum þennan tví- skinnungshátt sem rikir i fjársöfn- unarmálum. Ekkert eitt málefni er öðru fremra, gerum öllum jafnhátt undir höfði. En við verðum að taka alkóhólisma af listanum yfir tisku- fyrirbrigði, með því gerðum við drykkjusjúklingum og okkur sjálfum stóran greiða. Nú þykir orðið fínt að vera alkóhólisti og enginn er maöur með mönnum nema hann hafi farið í meðferð. Engin þjóð hefur gott af slíkum tískufyrirbrigðum, ráðum þess í stað bót á vandamálum okk- ar, hver sem þau eru, á hljóðlátan hátt. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.