Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1983, Síða 10
10 DV: MIÐVÍKUDAGÚR7.DESÉMBER 19837 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Umsjón: Guðmundur Pétursson Gullránið Heathrow — tíð stórrán í stærstu flughöfn heims en aö þeim heföi sýnst ræningjamir vera þrír, en heyrðu raddir fleiri, þaö er talið, aö þeir hafi hugsanlega veriö sex. Allir grímubúnir svo að kennsl uröu ekki á þá borin og lýsing- ar ófullkomnar af þeim. Eitt í málinu vekur athygli lögregi- unnar en þarf þó ekki aö tákna neitt. Einn vörðurinn haföi verið renn- vættur í bensíni og hótað aö kveikja í honum. A páskadag þetta árið var rænt nær 300 milljónum króna úr hirslum öryggisvörslufyrirtækis í London. Einnig þar hafði einn öryggisvaröanna veriö vætturíbens- íni og neyddur á sama máta til aö gefa mikilvægar upplýsingar. Gleggri lýsing er til á gullinu, sem heyröi sennilega til Þróunarbank- anum, dótturfyrirtæki American Express. Þaö stóð tilbúiö til sending- ar því það átti aö fara til Austurlanda fjær. En þegar stimpil- merki og númer hafa verið máð af gullhleifunum, veröur uppruni þeirra ekki rakinn, og ekki erfitt aö koma gullinu í peninga á hinum alþjóðlega markaöi. Tíð rán í„Þjófatröð" Byggingar og flugstöðin á Heath- row-flugvelli hafa oft fengið slíkar heimsóknir, eins og ræningja og þjófa, þótt enginn hafi áður veriö svo stórtækur sem í þessu máli. 1 geymslu eru á Heathrow feiknarleg auðæfi hvern einasta dag. Þetta er Gullrániö mikla á Heathrow-flug- velli, þar sem ræningjar komust yfir þrjár smálestir af gulli, metnar á 1100 milljónir króna, var svo vand- lega undirbúið og nákvæmlega fram- kvæmt aö Scotland Yard hefur ekkert spor til að rekja. Um hitt er þó breska lögreglan sannfærö, að einn eöa fleiri af starfs- mönnum öryggisvörslunnar Brinks Mat hljóti að haf a verið meö í ráöum. Þjófarnir hafa haft haldgóöar upplýsingar um hvaö geymt var í geymslu fyrirtækisins í flugstöðinni,' hvar þaö var geymt og hvernig þeir gætu nálgast þaö. Treystu betur tækninni Öryggisgeymslan var útbúin full- komnustu rafeindatækjum og viövörunarkerfi svo aö þar átti enginn óboöinn aö komast um án þess að menn yröu varir viö. Þar innanhúss var sjónvarpskerfi og myndavélar sjálfvirkar sem raf- straum fengu úr ööru kerfi en þaö sem læsti eöa opnaði dyr og hliö meö fjarstýringum. Gull, eöalsteinar og önnur verðmæti áttu að vera þar svo örugglega geymd aö jafnvel ekki varömenn eöa annaö starfsfólk átti að geta falliö fyrir freistingum. Innandyra hjá Brinks Mat voru þó engir næturveröir. Ekki svo mikið sem einn varöhundur. Svo mjög reiddi fyrirtækiö sig á rafeinda- búnaðinn aö honum þótti betur treystandi en manneskjum. Þaö verða t.d. ekki bornar mútur á raf- búnaö. Líkur á mannlegum mis- tökum þóttu meiri en hættan á að hinn sjálfvirki búnaöur biiaöi. Það þótti jafnvel öruggara aö enginn varðmaöur kæmi inn í húsið svo aö hann gæti ekki af slysni truflað búnaðinn. Há fundarlaun Lögreglan hefur haft til rækilegrar yfirheyrslu hvern einasta starfs- mann fyrirtækisins til þess aö grufla upp allar þeirra feröir og annaö at- ferli. Leitaöur er uppi hver einasti maður sem erindi hefur átt í öryggis- geymsluna síöustu sex mánuöina. Þaö er hennar eina von aö finna þannig eitthvert spor til þess aö rekja. Lloyds tryggingarfélagiö leggur sitt traust hins vegar heldur á verölaunin, nær 90 milljónir króna, sem heitiö er hverjum þeim er hjálpaö geti lögreglunni aö finna ræningjana. Innbrotiö var framiö á laugar- dagsmorgni fyrir rúmri viku. Ber fréttum ekki saman um atburðarás- ina. Klukkan 06.30 var ráöist á varð- mann á lóðinni og voru ræningjamir þá komnir inn um fyrsta hliöiö. Hvernig þeir komust þaö vill lögregl- an ekki upplýsa. Ræningjarnir voru klæddir einkennisbúningum öryggis- varða og hafa greinilega getaö tekiö viðvörunarkerfi hliðsins úr sam- bandi. Hótuðu að brenna vörðinn Dagvaktin kom tíu mínútum síðar á staðinn. Fimm varömenn, sem allir voru yfirbugaöir og handjám- aöir. Einn var sleginn meö skamm- byssu í höfuöið. Annar var gegn- vættur í bensíni og honum hótað aö kveikt mundi í honum, ef hann ekki ljóstraði upp, hvemig hægt væri að taka annað viðvörunarkerfi úr sam- bandi. Eftir þaö gátu ræningjamir athafnað sig aö vild. Þeir óku flutningabíl sinum inn í geymsluna og meö lyftara fyrirtækisins hlóðu þeir á hann þeim stærsta og þyngsta gullfjársjóöi sem nokkm sinni hefur veriö stolið í Stóra-Bretlandi.76 stál- bláir kassar meö 6800 stimpluðum og númeruðum gullstöngum plús einn kassi af slípuðum og óslípuöum demöntum. Klukkan 08.15 höföu þeir lokið sér af og óku burt. Stundarfjóröungi síðar tókst einum veröinum að losa sig og gera viðvart. Engin slóð Verðimir gátu frá litlu ööm sagt, Heathrow-flugvöllur Lundúna hefur fengiO margar heimsóknir meistaraþjófa, enda stundum uppnefndur ,, Thiefrow" (Þjófatröð). Þannlg líta gullhleifarnir út sem rœnt var & Heathrow en auðvelt er að mi burt stimpilmerkin og númerin eða bræOa gulliO. stærsta flughöfn í heimi, og London er stærsta bankamiðstöð í heimi. Myntir margra landa eru slegnar í London og peningaseölar margra ríkja sömuleiðis prentaöir þar. Gull, demantar og fúlgur fjár em á stööugu renneríi út og inn um Heathrow. Hinir fingralöngu gestir, sem lagt hafa leiö sína á Heathrow hafa fæstir verið smátækir. Og þeir eiga þaö nær allir sameiginlegt aö vera í flokki þeirra sem kallast mega meistara- þjófar. Svo rammt hefur kveöiö aö ásókn þeirra að Heathrow er stundum uppnefndur Thiefrow (Þjófatröö). Fyrir nokkmm ámm skeöi þaö að lögreglan lagöist í leyni við eina vömskemmuna eftir ábendingu um aö þær ætlaði einhver þjófaflokkurinn aö brjótast inn. Ábendingin reyndist rétt og þjófarnir vom gripnir við verkiö. En á sömu stundu og lögreglan var önnum kafin viö að handsama þennan þjófa- flokkinn var brotist inn í annaö pakkhús hinum megin á flugvellinum. Þar sluppi þjófamir meö tugmilljóna verðmæti. Lestarránið mikla Þaö er taliö aö rán, sem f ramið var á Heatbrow í byrjun sjöunda áratug- aríns, hafi lagt til fjármagniö i lest- arrániö mikla 1963. Bófaflokkur undir forystu lestarræningjans Ronalds Biggs slapp í það sinn meö 120 póstsekki og um 150 millj. kr. í gömlum notuöum peningaseölum sem voru á leið í brennsluofna seöla- bankans. Ræningjarnir stöðvuöu póstlest í Buckinghamskíri aö fyrir- mynd útlaga villta vestursins. Var ekki laust viö aö framkvæmd ránsins og stórtækni þjófanna vekti aðdáun ævintýramanna og jafnvel laganna varöa sjálfra. Biggs og nokkrir ræningjanna náöust og voru dæmdir til langrar fangelsisvistar en Biggs tókst aö strjúka úr fangeisinu meö ævintýralegum hætti og fór huldu höfði í mörg ár. Loks haföist upp á honum í Brasilíu þar sem Scotland Yard reyndi aö fá hann framseldan án árangurs. Biggs var rænt og honum smyglaö til Karíbaeyja, þar sem Bretar hafa mikil ítök, en heimsálitið reis svo upp gegn slíkum aðferöum aö ekki þótti stætt á öðru en leyfa honum aö snúa óáreittum aftur til Brasiliu. 150 milljónirnar úr lestarráninu mikla var á þeim tíma stærsti ráns- fengur sem um gat í allri sögu Stóra- Bretlands. Þaö met hefur síöan verið slegið nokkrum sinnum. Meðal annars 1975 þegar gull og skartgripir aö verömæti um 450 milljónir króna voru teknir úr Lundúnadeild Ameríkubanka. örygglsgeymsla Brinks Mat, en þaOan var ræntþrem smálestum afgulli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.