Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1984, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.02.1984, Side 36
36 DV. FIMMTUDAGUR 2. FEBRUAR1984. Andlát Halldóra Jóhanna Sveinsdóttir lést 26. janúar sl. Hún fæddist í Reykjavík 28. nóvember 1895, dóttir hjónanna Guðrúnar Ásmundsdóttur og Sveins Guðmundssonar. Halldóra giftist Bjama Jónssyni en hann lést árið 1974. Þau hjónin eignuðust níu börn. Utför Halldóru verður gerð frá Dóm- kirkjunniídagkl. 15. Guðrún Lýðsdóttir er látin. Hún fædd- ist að Felli í Kollafiröi í Strandasýslu. Hún eignaöist eina dóttur. Utför Guðrúnar veröur gerð frá Foss- vogskirkju í dag kl. 15. Sigurður Öli Brynjólfsson er látinn. Hann var fæddur hinn 8. september árið 1929 í Steinsholti í Glerárþorpi, sonur hjónanna Guðrúnar Rósinkrans- dóttur og Brynjólfs Sigtryggssonar. Sigurður tók BA próf í eðlisfræði og stærðfræði frá Háskólanum árið 1954. Hann starfaði um þriggja áratuga skeið sem kennari við gagnfræða- skólann á Akureyri og jafnframt við iðnskólann þar sem hann var eingöngu síðustu ár. Hann var lengi einn helsti forystmnaður Framsóknarflokksins á Akureyri. Varabæjarf ulltrúi varð hann árið 1958 og bæjarfulltrúi 1962. Eftirlif- andi eiginkona Sigurðar Ola er Hólm- fríður Kristjánsdóttir. Jón Kjartansson bifreiöaeftirlits- maður, Engjavegi 12 Selfossi, sem lést 24. janúar, verður jarðsunginn fró Sel- fosskirkju laugardaginn 4. febrúar kl. 13.30. Bílferðverðurfrá Umferðarmið- stööinni kl. 11.30. Hólmfríður Oladóttir Baldvinsson kaupkona, Freyjugötu 36, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 3. febrúar kl. 15. Sveinbjörg Einarsdóttir frá Ferju- bakka verður jarðsungin frá Borgar- neskirkju laugardaginn 4. febrúar kl. 14. Bílferð veröur frá Umferðarmið- stöðinni kl. 11 sama dag. Unnur Guðfinna Jónsdóttir, Grenimel 15, verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 3. febrúar kl. 15. Hjörleifur Jónsson, fyrrverandi bif- reiðaeftirlitsmaður, lést í Borgar- spítalanum aðfaranótt 31. janúar. Ragnheiður Jónasdóttir frá Vestra- Miðfelli, andaðist á Dvalarheimilinu Höfða Akranesi þann 31. janúar. Gísli Einar Jóhannesson, fyrrum bóndi, Skáleyjum, sem andaðist 27. janúar sl., verður jarösunginn frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 4. febrúar kl. 10.30. Bílferö verður frá BSI kl. 15 á föstudag og til baka á laugardag. Sigrún Gísladóttir, fyrrverandi tónlistarfulltrúi ríkisútvarpsins, Sól- vallagötu 33 Reykjavík, er látin. Þjóðbjörg Þórðardóttir, Selvogsgötu 5 Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 3. febrúarkl. 13.30. Jóhannes Jónsson, Ásakoti, Biskups- tungum, verður jarðsunginn frá Bræðratungukirkju laugardaginn 4. febrúar kl. 14. Ferð verður frá BSI kl. 10.30. Grímur Grimsson, fyrrum bóndi aö Svarfhóli, Geiradal, Oðinsgötu 18C, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 3. febrúar kl. 13.30. Helga Jónsdóttir frá Lambhóli verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 3. febrúar kl. 13.30. Fundir Víkingur Knattspyrnudeild Víkings heldur aöalfund sinn fin-untudaginn 9. febrúar kl. 20.00 í Félagsheimili Víkings v/Hæðargarö. Kvenstúdentafélag íslands, Félag íslenskra háskólakvenna. Aöalfundur veröur haldinn í Kvosinni laugardaginn4.febrúarkl. 14. Stjómarkjör og önnur mál. Stjómin. Húsmæðrafélag Reykjavíkur Fundur veröur í félagsheimilinu aö Baldurs- götu í kvöld, 2. febrúar, kl. 20.30. Spiluð veröur félagsvist, rætt verður um væntan- legan aðalfund Bandalags kvenna í Reykja- vík. Konur, fjölmennið. Kvenfélag Háteigssóknar heldur aöalfund sinn þriöjudaginn 7. febrúar í Domus Medica kl. 20.30. Venjuleg aöalfundar- störf. Mætiö vel. Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Húkrunarfélags íslands var haldinn 26. janúar síöastliöinn. A fundin- um fóru fram venjuleg aöalfundarstörf, m.a. kosning stjómar og fulltrúa á fulltrúafund félagsins. Stjóm deildarinnar er þannig skipuö að loknum aöalfundi: Jón Karlsson formaöur; aðrir í stjórn eru: Ragnheiður Siguröardóttir, Hrafnhildur Baldursdóttir, Sigurbjörg Olafs- dóttir, Lilja Steingrímsdóttir. Varamenn: Áslaug Björnsdóttir, Ingibjörg A. Guðmunds- dóttir og Ingibjörg H jálmarsdóttir. Þá voru á fundinum gerðar eftirfarandi samþykktir: Aöalfundur Reykjavíkurdeildar Hjúkrunar- félags Islands, haldinn þann 26. janúar 1984, mótmælir eindregið framkomnum hugmynd- um stjómvalda þess efnis aö fólk sem þarf á sjúkrahúsvist aö halda verði látiö taka á sig að hluta kostnað sem af þeirri dvöl leiöir. Aöalfundur Reykjavíkurdeildar Hjúkmnar- félags Islands mótmælir harðlega kjara- skerðingu rikisstjómarinnar. Fundurinn lýsir furðu sinni á viöbrögðum ríkisstjórnarinnar viö hógværri kröfugerö BSRB í yfirstandandi kjaradeilu. Fundurinn krefst þess aö ríkis- stjórnin semji nú þegar um fimmtán þúsund króna lágmarkslaun. Tilkynningar Sólarkaffi Arnfirðinga- félagsins í Reykjavík verður í Domus Medica föstudaginn 3. febrúarkl. 20.30. Óháði söfnuðurinn Forstööumaður safnaðarins, Baldur Kristjánsson, er meö viðtalstíma í Safnaöar- heimilinu á miðvikudögum milli kl. 17 og 19. Síminn þar er 10999, heimasími 25401. í gærkvöldi____________í gærkvöldi Gleraugnalaus hamingja Maöurinn haföi lög aö mæla í sjónvarpinu í gærkvöldi þegar hann sagöi aö ríka fólkið væri alltaf hamingjusamt. Já, hamingjan er mikil þar um slóðir, í því lastabæli Dallas Texas. Annars er það m.a. tvennt sem vekur athygli manns þegar þættir þessir eru skoöaöir. I fyrsta lagi eru allir Dallasbúar gleraugnalausir. Þá vaknar sú spuming hvort það sé genetískt fyrirbæri. Eöa veðurfræöi- legt. I ööm lagi ríöa tóbaksfyrirtæk- in ekki feitum hesti frá borginni. Hvaö veldur veit ég ekki. En búrbón- framleiðendur græöa á tá og fingri. Dýralífsmyndin þar á undan var ekki skapbætandi. Aö minnsta kosti ekki, þegar hljóöiö var þaö eina sem barst skilningarvitunum. Aö heyra fuglakvakið og skordýratístið svona. um miðjan vetur minnti betur en nokkuö annaö á þá staöreynd, aö land vort er ekki byggilegt fyrir fimmeyring og má furöu sæta aö Ingólfur og hans nótar skyldu ekki hafa hypjað sig heim eftir fyrsta veturinn. Skemmtiþættirnir þrír í dagskrár- lok fóru aö miklu leyti framhjá mér en þaö sem sást var einatt bráö- fyndið, sérstaklega kaffiflaskan í ullarsokknum. Veitti okkur ekki af fleiri slikum upplyftingum. Utvarp lét ég eiga sig eins og oftast áöur. Rás eitt er þó langtum betri en rás tvö. Guölaugur Bergmundsson. Bók um Húsmæðraskólann á Hallormsstað Haustiö 1982 kom út bók um Húsmæðra- skólann á Hallormsstað hjá Bókaútgáfunni Þjóðsögu. Prentað hefur verið blaö með viðauka og leiðréttingum sem festa má inn í bókina. Fæst það ókeypis hjá útgefanda og nokkr- um bóksölum og eru eigendur bókarinnar hvattir til aö eignast þaö. Bókin um Húsmæðraskólann á Hallormsstaö er 50 ára afmælisrit prýtt mörgum myndum. Þorrablót Golfklúbbs Reykjavíkur verður haldið i Golfskálanum í Grafarholti laugardaginn 4. febrúar kl. 19. Þorramatur frá Múlakaf fi. Hljómsveitin Metal leikur fyrir dansi. Miðaverö kr. 500. Aðgöngumiðar seldir hjá framkvæmdastjóra. Miðapantanir í simum 35273,84735 og 33533. íþróttir Stúlkna-, meyja-, drengja- og sveinameistaramót íslands fer fram 11. og 12. febrúar nk. Laugardaginn 11. febr. verður keppt í Ármannsheimilinu við Sigtún og hefst keppnin kl. 11.20. Greinar: Drengir og sveinar hástökk með og án atr., þrístökk og langstökk án atr. Stúlkur og meyj- ar langstökk án atr. Sunnudaginn 12. febr. veröur keppt í Baldurshaga og hefst keppnin kl. 14. Greinar í öllum flokkum verða 50 m hlaup, 50 ' m grindahlaup og langstökk. Þátttökutilkynn- ingar verða að berast á þar til gerðum skráningarspjöldum til Stefáns Jóhannssonar Blönduhhð 12 Rvk fyrir þriðjudaginn 7. febr. Skráningarspjöldin skulu vera skilmerkilega útfyllt með fæðingarári, dagsetningu og grein sem viðkomandi ætlar að keppa í, einnig skal getiö um besta árangur í hlaupum. Frjálsíþróttadeild Ármanns. Unglingamót í fimleikum Unglingamót verður haldið í Laugardalshöll 18.—19. febrúar kl. 15.00, báða dagana. Keppt verðurí fjórum aldurshópum, lOáraogyngri, 11—12ára, 13—14ára, 15—16ára. Stúlkurnar munu keppa í sænska fimleika- stiganum og piltarnir í nýja, íslenska stigan- um. Þátttökutilkynningar berist viku fyrir mót. Tækninefnd karla í fimleikum heldur nám- skeið mjög fljótlega fýrir dómara, þjálfara og aðra áhugamenn. Farið verður í gegnum nýja, íslenska fim- leikastigann. Sundmót Ægi, 5. febrúar 1984 Sundmót sundfélagsins Ægis verður haldiö í Sundhöll Reykjavíkur þann 5. febrúar 1984 kl. 15 og hefst upphitun kl. 14. Þátttökutilkynn- ingar berist fyrir 4. febrúar nk. til Kristins Kolbeinssonar, Granaskjóli 17, Reykjavík, sími 10963. Þátttökugjald er kr. 30 fyrir hverja einstaklingsgrein og kr. 60 fyrir boðsund. Keppt verður í eftirtöldum greinum: 1. gr. 400mskriðsundkarla, 2. gr. 200m baksund kvenna, 3. gr.lOOmbringusundkarla, 4. gr. lOOm bringusund kvenna, 5. gr. lOOm flugsund karla, 6. gr. 200m flugsund kvenna, 7. gr. lOOmskriðsundkarla, 8. gr. 200mfjórsundkvenna, 9. gr. 4xl00mskriðsundkarla, 10. gr. 4x l(K)in fjórsundkvenna. Golfskóli Annað námskeið í golfskóla Þorvaldar Ás- geirssonar á þessu ári fer senn að hefjast. Kennslan fer fram í íþróttahúsinu i Garöabæ á laugardagsmorgnum. Þar geta bæði byrjendur og lengra komnir fengiö tilsögn. Kylfur og boltar á staðnum. Allar nánari upplýsingar í síma 34390. Ferðalög Útivistarferðir, helgarferð 3.-5. febr. Vetrarferð á nýju tungli. Haukadalur, Gull- foss í klaka, Sandfell, skíðagöngur, göngu- ferðir. Gist við Geysi. Sundlaug. Farmiðar á skrifst. Lækjarg. 6a, s. 14606. Sjáumst. Utivist. Ferðafélag íslands Dagsferðir sunnudaginn 5. febrúar: 1. Kl. 13, Grimmannsfell (482m). Ekið austur fyrir Mosfellsbringur og gengið þaðan á fjallið. Verðkr. 200,- 2. Kl. 13, skíðagönguferð á Mosfellsheiði. Verð kr. 200,- Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. ATH.: Munið að skila útfylltum ferða- og f jallabókum á skrifstofuna, öldugötu 3. Gosið stendur höllumfæti Fundur fulltrúa fjármála- ráðuneytisins og Félags íslenskra iön- rekenda í gær um lækkun gosdrykkja- verðs með niðurfellingu vörugjalda var árangurslaus en viðræðum verður haldið áfram í dag. Ofsköttun á gos- drykkjum hefur leitt til mikillar sölutregðu og mun hún nema 20% á síðasta ári. Á gosdrykkjum er tvöfalt vörugjald, 17% og 24% auk 23,5% söluskatts og fer rúmlega helmingur af útsöluverði hverrar gosflösku beint í skatta til ríkisins. Aörar drykkjarvörur eru skatt- litlar, skattlausar eða jafnvel niður- greiddar og stendur gosflaskan því höllum fæti. I viðræðum f jármálaráðu- neytisins og iönrekenda hefur verið rætt um að færa eitthvað af gos- drykkjasköttunum yfir á aðrar drykkjarvörur sem þá myndu hækka. Er þar um að ræða kakó, te, kaffi, kókómjólk, og ávaxtasafar. -EIR. Sáeftirlýsti hríngdi heim Pilturinn úr Kópavogi, sem auglýs var eftir í blöðum og útvarpi í gær, er kominn í leitirnar. Hafði hann samband við fööur sinn í gærkvöldi og sagði að allt væri í lagi meö sig. -klp- Tekinn meðkílóaf hassi innan klæða Tollverðir á Keflavikurflugvelli handtóku í fyrrakvöld 24 ára gamlan mann er var að koma með flugvélinni frá Luxemborg. Fannst í fórum hans tæpt kíló af hassi en það hafði hann fest á sig innan klæða. Maðurinn, sem hefur ekki áður verið tekinn fyrir inn- flutning á f íkniefnum, var úrskurðaöur i 5 daga gæsluvaröhald á meöan málið er í rannsókn. -klp Loðnanerkomin Nú er kátt á loðnunni. Frá miönætti í nótt og fram til kl. 9 í morgun tilkynntu 8 loönubátar afla til Loðnunefndar, alls um 5 þúsund tonn. Fiskurinn fékkst á Mýragrunni, vestur af Stokksnesi. Afl- inn skiptist þannig á milli báta; Kap 2. 120 tonn, Magnús 530, Hrafn 650, Jöfur 460, Huginn 600, Jón Finnsson 600, Isleifur 700 og Beitir 1250. Þá höfðu borist fréttir af að Jón Kjartansson hefðifylltsig. -GB. 90 ára er í dag, fimmtudaginn 2. febrúar, Kristján Guðmundsson frá Hítarnesi. Hann dvelur nú á Sólvangi í Hafnarfirði. Þetta er meiri auglýsingamaður- inn sem við höfum fengið — hann hefur ekki einu sinni getað sannfært mig um að ég ætti að fara út með honum á laugardag- inn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.