Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1984, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.11.1984, Page 14
14 DV. FIMMTUDAGUR1. NÖVEMBER1984. LÍF OG DAUÐI Eftirfarandi hugvekja var flutt af séra Þorbergi Kristjánssyni í Frétta- útvarpinu 7. október sl. Hún er birt hér vegna áskorana þar að lútandi. „Skömmu síðar bar svo við að Jesús hélt til borgar sem heitir Nain og lærisveinar hans fóru með honum og mikill mann- fjöldi. Þegar hann nálgaðlst borgarhliðið þá var verið að bera út látinn mann, einkason móður sinnar sem var ekkja, og mlkUl fjöldi úr borginnl var með henni. Og er Drottinn sá hana kenndi hann í brjósti um hana og sagðl við hana: Grát þú elgi. Og hann gekk að og snart lík- börumar en þeir sem béra nému staðar. Þé sagði hann: Ungi maður, ég segi þér, rís þú upp. Hinn létni settlst þá upp og tók að mæla og Jesús gaf hann móðurhans. En ótti greip alla og þeir vegsömuðu Guð og sögðu: Spémaður mikill er risinn upp meðal vor og Guð hefur vitjað lýðs sins. Og þessi fregn um hann barst út um alla Júdeu og aUt nágrennið.” Lúk. 7,11—17 I textum þessa Drottinsdags blasir við sorg og nauð en lika huggun og hjálp í lífi og dauða og undirstraum- ur þessa alls, — það sem áherslan hvílir á er þetta, aö líf okkar allt sé í hendi hins hæsta — þess vegna megum við horfa fram á veginn í ró- semi og trausti — þrátt fyrir allt hið hverfula og fallvalta vor á meðal. Og víst er það margt er vekur ugg þessa dagana þegar skuggar og úrsvalur sveljandi haustsins færist yfir hið ytra. En boðskapur kirkjunnar í dag bendir sem sagt sérstaklega á þetta aö við séum ávaUt í hendi Guös — líka þegar svo kann að virðast sem öUu sé lokið — hann iáti sig oss engu varða. — Ef við knýjum á, ljúki hann upp, einnig þar sem allt viröist lokað og læst — bresti hvorki vegi né mátt þeim til handa er ásjár hans leiti. Þaö var þetta sem ekkjan í Nain uppUföi og þær systumar í Betaniu sem frá greinir í öðru guðspjaUi dagsins. Stórveldin tvö SvoköUuð stórveldi setja mjög svip sinn á samtíð okkar og efaUtið í enn ríkari mæli en áður hefir verið. Þau eru ekki ýkja mörg en áhrif þeirra eru þeim mun öflugri og áþreifan- legri. Þau ráða yfir miklum mann- grúa, stórvirkum vopnum og ótæm- andi f jármagni. I því er þeirra mikU styrkur fólgmn. Fjölmiðlar þar sem þeir eru opnir, ræöa margt um mátt stórveldanna og athafnir þeirra æðstu manna. Orö þeirra og athafnir berast um aUa jörð á andartaki að kalla. Og því verður þá heldur ekki neitað að máttur þessara manna er mikiU. örlög margra, já mannkyns aUs, virðast aö verulegu leyti í þeirra höndum. Já, máttur þeirra er nukUi — svo virðist okkur. En sé nánar að gætt — hversu litiö verður þá ekki einnig úr mætti þeirra er risaveldum ráöa hversu fallvaltur er hann ekki og svipuH — þeirra eins og aUra ann- arra. Jú, fyrr eða síðar kemur þetta í ljós hve máttur manna er takmarkaður. Það skiptir ekki máli hvort þeir eru áUtnir mikUr eða litUr, voldugir eða valdalausir. Eitt er þeim öUum sameiginlegt — þetta aö þeir era í sannleika átakanlega smá- ir og umkomulitUr. „Menn hniga dag frá degi/ í duft sem visin strá”, segir í gömlum sáhni og þau raunsæju orö eiga við um aUa jafnt — einnig þá valdamiklu og voldugu sem svo eru nefndir. Þeir kunna að afreka margt og mikið, verða til blessunar eða bölvunar, þeir kunna að valda mUljónum ógæfu og sorg, eða koma á umbótum ótöldum tU birtuauka og blessunar. — En fyrr eða síðar gerist þetta aö þeir hniga í duft sem visin strá. Af jörðu ertu kominn, að jörðu skaltu aftur veröa, segir heiiagt orð og þaðá viö um alla undantekningar- laust. Hér skiptir þaö engu máii hvort við kunnum að vera í hópi þeirra voldugu og stóru eða meðal hinna snauðu, óþekktu og áhrifa- lausu. Enginn fær flúið forgengileik þessarar tUveru. AUir hniga að lok- um sem visin strá í duftiö. Einstakir menn kunna aö ljóma sem bjartar stjömur um sinn en allar slíkar stjömur hrapa og hverfa. Fagnaðar- lætin umhverfis þær eða öfundar- og haturshrópin hljóðna og þagna því að við menn eigum engan varanlegan samastað í þessari veröld — aðeins nokkur ár eöa áratugi, fáein skref frá vöggu tU grafar og svo er öUu lokið fyrir mannlegum sjónum þótt minning hinna hæstu kunni að lifa einhverjar aldir þegar best lætur. Já, stórveldum þessa heims og forystumönnum þeirra er hampað en guðspjaU þessa Drottinsdags fjallar um hin raunverulegu stórveldi tilverunnar. — Látinn maður var borinn út um borgarhliðið í Nain en sorgargangan var stöðvuö. Vald dauðans mætti valdi lífsins. Jesús frá Nasaret kom þar að. Hann, sem er sigrari dauðans, sýndi hér mátt sinn. Á fyrsta blaöi Biblíunnar er frá því greint að Guö talaði og það varð sem hann sagði og orð Jesú köUuöu hinn látna til lifsins svo að hann reis upp og tók að mæla. Frásagan, sem fólgin er í guð- spjaUi dagsins, er eitt af mörgum dæmum guðspjaUanna er undir- strika þetta aö Jesús var maöur sem gekk um kring og gjörði gott, vissu- lega, en jafnframt hitt að hann réði yfir öðrum og meiri mætti en aðrir menn — já, að í honum vitjaði Guð lýðs síns með einstæðum hætti. Syndahafrarnir ýmsu Við vitum ÖU að í veröld samtím- ans er alltof margt dauðanum merkt og niðurrifsöflunum — margvísleg eymd, vcmska og böl blasir við. Hér þrífst grimmd og tUUtslaus sjálfs- hyggja. Hyldýpi blekkinga og óheil- inda er einatt fólgið í áróðri stjóm- mála- og forystumanna. Þessa hins sama gætir í auglýsingum viðskipta- lífsins og sú mannleg tunga mun tor- fundin er að öUu hafi hreinan skjöld í þessu tUUti. Osáttfýsi og óbilgirni setur svip sinn á samlíf manna og deilur endast einatt aUtof lengi. Að öUum jafnaöi veita menn þessum fyrirbærum ekki ýkja mikla athygU ernkum ef allt leikur í lyndi fyrir sjálfum þeim persónulega en ávallt öðra hvoru gerast atburðir, koma upp aðstæður, er afhjúpa myrkur mannlegra sálna svo átakanlega aö aUnennan ugg vekur ogáhyggju. Nú viðurkenna menn yfirleitt tUvist þessa böls sem hér var að vikið — en hins vegar fer því svo í raun víðs f jarri, að aUir séu á einu máli um ástæðurnar til þess aö svo mikil vonska fyrirfinnst í mannlíf- rnu, að menn hegöa sér eins og viUi- dýr og stundum raunar stórum verr. Einn af einkennandi veikleikum mannlegrar gerðar er aö leita að eUihverjum öðrum en sjálfum sér tU þess að varpa sökinni á þegar ekki er alltsemskyldi. Hugvekja eftir séra Þorberg Krist jánsson Hugsum okkur að þú vaknU- emhvern morguninn Ula upplagöur, eins og við segjum, — eftir andvöku e.t.v. eða of mikla drykkju og þá mun vísast ekki Uða á löngu áður en þú fUinur eitthvað til að reka tæmar í: Morgunmaturinn er ekki eins og hann á að vera, hávaðmn í bömunum óþolandi og þeir, sem þú þarft að eiga skipti við, eru óskemmtUegú og ómögulegú. Hitt hvarflar e.t.v. naumast að þér að það sem vand- ræöunum öUum valdi sé fyrst og fremst sú staðreynd að þú sért sjálfur þannig fyrirkallaður að erfitt sé að komast af við þig. Og í sannleika sagt er mér næst aö ætla að íslensk þjóð, og mannkynið í heUd raunar, nálgist nú vandamál sín og voðaefni með ekki alls kostar ólíkum hætti — sniðgangi sannleUc- ann og raunveruleikann sjálfan, að meira eða mrnna leyti, vegna þess að það virðist þægUegra í bUi. Þegar Adam var staðrnn að óhlýðni við Guð ásakaði hann Evu og hún svo aftur höggorminn og eitt- hvað svipað vúðist mér mörgum fara einnig nú þessa dagana. Fáfræðin rót alls ills En hver eða hvað er það þá sem al- mennt er einkum kennt um það sem aflaga fer í veröldinni? Eg get hér aðerns nefnt fáein svör og þið munuð sjá að í hverju þeirra er nokkur sannleikur fólginn — en þó hvergi sannleikurinn aUur eða það er mestumáUskiptú. Fyrsta svarið, sem fyrú verður, er þá í þvi fólgið aö benda á fáviskuna og vanþekkinguna. Og auðvitað er mikiU sannleikur fólgmn í því svari er sakar fáfræðina um það er aflaga fer í veröldmni. Hún er eitt af öflum dauöans eða máttugur bandamaöur hans — veldur margvíslegu böU — orsök örlagaríkra mistaka. Kristni- boði er stendur andspænis myrkri og grUnmd heiðindómsins, veit að fræðsla, fræösla i víðtækustu merk- ingu, er ómissandi vopn í baráttu hans við niöurrifsöfl. Já, menntun og fræðsla er vissu- lega mikilvæg — getur komið og hefú komið ómetanlega miklu góðu til leiöar. Þó að skólakerfi okkar Is- lendinga sé áfátt um margt og ýmis- legt standi tU bóta þá er þaö engum efa undúorpiö að skólamú hafa margvíslega auðgað þjóðlíf okkar síðan abnenn fræðslulög voru sett í byrjun aldarinnar enda hafa ýmsir af skólamönnum okkar verið mjög mætir mannræktarmenn — og hvað sem segja má um skólana þá er það efalaust að þeir eru eitt áhrifamesta tækið sem við eigum yfir að ráða nú tU eflingar almennum f ramförum. En þótt þetta sé viðurkennt og það undirstrikað þá er menntunar- skortur og fáfræði ekki eina orsök mannlegrar óhamingju og ekki sú er mestu máli skiptú — aukin menntun ein saman getur eigi sigrast á þeim ósköpum sem þjaka mannlífið í dag og þaö má öUum ljóst vera ef þeir horfa í kringum sig án litaöra gler- augna. Almennt mun t.d. áUtiö aö Þjóðverjar beri einna mesta ábyrgð á því að síðasta heimsstyrjöld braust út en þeir hafa lengi verið meðal hámenntuöustu þjóða veraldar og ef við lítum okkur nær, á eigið þjóðlíf, þá ætla ég það öruggt mál að lang- skólamennúnir okkar eigi almennt ekki til að bera ríkari réttlætiskennd eða þroskaðri siðgæðisvitund yfir- leitt en aðrú. En það eru þessú hlut- ú sem mestu ráða um giftu eða gengileysi einstaklinga og þjóða. Hið — pólitíska svar Annað það sem oft er bent á tU skýringar á óhamingju og böli mann- lífsins er efnahagslegt og félagslegt misrétti. Þetta er það sem nefna mætti hið pólitiska svar en það er í stystu máU á þessa leiö: Hvernig getur verið við öðru en iUu að búast þegar menn eru arðrændir og lög miða jafnvel að því að halda einstök- um hópum niðri tU hagsbóta fyrir aðra? Breytið þessu, tryggið öUum mönnum félagslegt og efnahagslegt öryggi, bjartar og menningarlegar íbúðir, góða skóla og almenna heilsu- gæslu, réttláta löggjöf og góö laun, þá mun fólkiö verða hamingjusamt, siðgæðisþroski aukast og árekstrar hverfa. Nú erum við efiaust ÖU sammála um að sUkar umbætur séu nauðsyn- legar og það sem koma á aUs staðar enda hafa í þessum efnum stórvúki verið unnin með þjóð okkar á yfir- standandi öld. En ég ætla það efa- lausa oftrú á þessa hluti að þeú leysa allan vanda — síst á hinu siðgæöislega sviöi. Þaö er t.d. alkunna að þrátt fyrir stórstígar efnahagslegar umbætur á undanfarandi áratugum þá hefir orð- heldni eða heiöarleiki almennt eða vinnusiðgæði ekki aukist að sama skapi og h'tt hefir dregið úr lausung, drykkjuskap eða afbrotum, aö ekki sé meira sagt. Efnahagslegar og félagslegar umbætur eru nauðsynlegar og ágætar en heldur ekki þær era ein- hlítar — aUra síst ef þær byggjast á bamaskap og óraunsærri óskhyggju sem auðvitað hlýtur að veröa skammgóður vermú. Vandamálaumræðan Loks kenna menn svo einstökum vandamálum um óhamingjuna alla og það sem aflaga fer, þ.e.a.s. það er eins og menn hyggist kljúfa böl veraldarinnar niður í mola, nefna þá vandamál og hyggjast leysa þau eitt og eitt í senn — þannig er t.d. talað um húsnæðisvandamál, efnahags- vandamál, áfengis- og eiturlyfja- vandamálo.s.frv. Hugsunin sem hér Uggur að baki er sú að veröldin sé í sjálfu sér ágætur staöur og ef hin ýmsu vandamál væru leyst þá yrði allt í góðu lagi. Stjómmálamenn komast t.d. oft svo að orði að ýmis vandamál verði að leysa áður en eölUegt ástand geti komist á og þetta hljómar vissulega ekki Ula, þannig fram sett. Og víst er sannleikur í þessu fólginn — vanda- málin eru vúkileg og við þau verður að fást. En í þessu sambandi verðum við að gæta þess í fyrsta lagi að ÖU meúiháttar mannleg vandamál eru ákaflega lífseig. I ýmsum myndum voru flest þeirra fyrir hendi löngu áður en við komum í þennan heim og eru fjarri því að vera líkleg til að hverfa af sjónarsviðinu með okkur. Og i öðru lagi er svo vandamálunum ekki aUs kostar ólíkt fariö og drekan- um í ævintýrinu er var þeúrar náttúru að þótt eitt höf uð væri af hon- um höggvið þá óx annað í staöinn. „Sigrarinn dauðans sanni" Hér hefú þá stuttlega verið reynt að sýna fram á að enginn af þeim syndahöfrum, er menn svo gjarnan benda á, fái borið aUa ábyrgð á þvi sem aflaga fer í mannlegum sam- skiptum og lífl. Hvorki fáfræði, fé- lagslegar aðstæöur né einstök vanda- mál fái skýrt þetta tU neinnar hUtar. Og hvað eigum viðþáað segja? Jú, guðspjaU dagsins minnú á það m.a. að öfl dauöans eigi of rflc ítök í mann- lífinu og aö ekkert annað en þetta megi til vamar veröa svo að dugi — að Guð vitjar lýðs síns og að við ljúk- um upp fyrú honum og leyfum honum að hreinsa til. Menn þurfa að gera sér ljóst að stjórnmál, hagspeki og vísindi fást aöeins við ytra borð hinna innri vandamála sem eru fólgin í viUu mannsins sjálfs og að þau brestur enda forsendur tU annars. Því getur ekki öðruvísi en iUa farið sé hið eina nauðsynlega sniögengið, sétrúarlífið vanrækt, en það miðar að þessu að sækja Guðlegan hreinleika og mátt — já, Ufið, sem sigrar dauðann, inn I mannlega tilveru. Það gjörðist eitt sinn á alvörutím- um að þjóðhöfðingi í nágrannalandi sendi út ávarp tU þjóðar sinnar þar sem hvatt var tU yfirbótar og bænar með skírskotun til alvöru þeirra erfiðu og ótryggu tíma er í hönd fóru. Mundu eigi aðstæðumar í þjóðlífi okkar þess eöUs nú að ástæða sé til þess að opna hugina fyrir öðrum og meúi mætti en við eigum sjálf — biðja þess að þetta megi takast að hyggja að hag heUdar og framtíðar — horfa ekki á það eitt hverju megi ná til sín, hvað sem öðrum líði. Það segir i guðspjaUi dagsins aö aUú hafi vegsamað Guð er þeir sáu sigur Ufsins yfú dauðanum. Látum sigrarann dauöans sanna sigrast á þeim öflum dauöans er á okkur herja, að viö megum taka undú lof- gjörðaldanna. Dýrð sé Guði föður og syni og heUögum anda um aldir alda amen. ^ „Einn af einkennandi veikleikum mann- legrar gerðar er að leita að einhverjum öðrum en sjálfum sér til þess að varpa sökinni á þegar ekki er allt sem skyldi.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.