Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Qupperneq 6
6 DV. ÞRIÐJUDAGUR 27. NOVEMBER1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Ástæður mismunandi farmiðaverðs Flugleiða: Verðbólga og gengismunur vega þyngst A Neytendasíöu DV var á dögun- um fjallað um verðmun á ódýrasta fanniða með Flugleiöum til New York eftir því hvort flogið er frá I.úxemborg eöa fslandi. Þótt verð- munurinn sé að vísu ekki eins mikiil nú og hann var þegar grein DV var skrifuð er munurinn engu að síður umtalsverður ennþá. Viö skulum samt ekki gleyma því sem ekki var minnst á í greininni. Það er sú staðreynd að sum fargjöld Flugleiöa til Bandaríkjanna eru ódýrari frá Islandi en frá I.úxem- borg. Önnur fargjöld eru mjög svip- uð í verði hér og í f.úxemborg. Þar við bætist að hérlendis er hægt aö kaupa farmiða með afslætti sem ekki er boðinn fram erlendis. Nægir þar að nefna 50% fjölskylduafslátt. Þetta breytir þó ekki þeirri staðreynd, að lægsta fargjaldið frá Lúxemborg er enn sem fyrr lægra en ódýrasta far- gjaldiö héöan til New York. Ástæður verðmunar I niðurlagi greinar Neytendasíö- unnar segir að það sé vegna sam- keppni erlendis sem verðinu þar sé haldið niðri. Hér sé ekki samkeppni og því mögulegt að hafa verðiö hærra. Viö veröum að líta á málið í aðeins víðara samhengi. Ástæður þess aö mismunandi far- gjöld eru í boði á einni flugleið, eftir því hvar á leiðinni komið er um borö, eru margar og mismunandi. Nefna má ótal verri dæmi en DV var með um Flugleiðir ef við litumst um í heimi öfgasamkeppni flugfélaganna. Of langt mál er að fara út í þá sálma hér. En meginástæða þess að svo mikill munur var orðinn á veröi lægstu fargjalda frá Lúxemborg og Isiandi tii New York er hins vegar n IA' MANUDAGL'R 1* NOVF.MBKR I9M 1 Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Flugfargjöld Flugleiða til New York: |56 prósent dýrara að fljúga frá Reykjavík en Lúxemborg ER ÞETTA RÉTTLÁTT? Það er 56 prósent dýrara að fara frá íslandi til New York og til baka en að fara frá Lúxomborg til New York og til baka meö millilendingu á íslandi. (Hins vegar er ekkert sem hindrar það að kaupa miða hér á landi frá Lúxemborg og hreinlega hoppa upp i vélina hér i staö þess aö gera það í Lúxemborg og spara 6626 krónur. Þaö munar um minna.) Jólagjaf ahandbók II kemur út 13. desember nk. Þeir auglysendur sem áhuga hafa á að auglysa í jólagjafahandbók - inni hafi vinsamlegast samband við auglysingadeild DV Síðumúla 33, Reykjavík, eða í símum 82260 ljós. Islendingar hafa einfaldlega verið látnir taka á sig hluta kostnaðarhækkana íslenskrar óða- verðbólgu, en landsmenn sjálfir hafa orðiö að súpa seyöið af brjál- æöislegu kapphlaupi launa og verð- lags á árinu 1982 og fram eftir ári 1983. Fyrirtæki voru stööugt aö hækka verð á vöru og þjónustu, jafnt dagblöð sem flugfélög. En útlendingar frábáðu sér þátt- töku í hrunadansi veröbólginna Islendinga og ógjömingur var aö fá þá til að skipta um skoðun. Eftir að hér fór að hægjast um á sviði efnahagsmála og rólegri taktur var tekinn upp á verðbólgudans- leiknum var hafist handa hjá Flug- leiðum um lagfæringar á fargjöldum félagsins. Loksins var hægt að staldra j við og gera áætlanir um hvernig mætti best koma viö hagkvæmari fargjöldum. Byrjað var á innan- landsfluginu því mönnum þótti eldurinn þar brenna einna heitast. Nú hefur veriö náð verulegum árangri í bættum fargjöldum innan- lands til stórspamaðar fyrir farþega um leið og afkoma innanlandsflugs- ins hefur batnaö. Vonandi veröur þetta einhvern tímann greinarefni Neytendasíðunnar. Sömuleiðis hafa verið gerðar lagfæringar á sérfar- gjöldum milli Islands og Evrópu. Jólafargjöldin em eitt dæmi þar um. En þaö má eflaust álasa Flugleiðum fyrir að taka ekki fargjöldin til Bandaríkjanna fyrir á sama hátt fyrr en raun ber vitni þótt stöðug hækkun á gengi dollars hafi fælt íslenska ferðamenn mjög frá Ameríkuferöum. Verðmunur í lágmarki Að undanfömu hefur nýtt fargjald verið í undirbúningi frá Islandi til Bandaríkjanna og hefur þaö nú veriö skráð. Samkvæmt því er hægt að kaupa Super Apex miða til New York fram og til baka fyrir 17.292 krónur. Það er sama verö og farmiði með svipuðum skilmálum frá Lúxemborg til New York. Hins vegar verður áfram hægt að kaupa enn ódýrari miða frá Lúxemborg vestur um haf eða liðlega 13 þúsund krónur, sýnist mér. Áfram er því of mikill munur á veröi lægsta fargjalds frá Lúxem- borg og Reykjavík. En forráöamenn Flugleiða em á einu máli um aö minnka þennan mun enn frekar og hann skuli jafnan vera í lágmarki. Verðmunur á þessari flugleið er ekki ný bóla. Ég man til dæmis eftir stórlækkun fargjalda Loftleiða milli Evrópu og Bandaríkjanna árið 1969, en fargjöldin um Island voru ekki lækkuð. Verðmunur hefur verið að minnsta kosti síðan þá eða í 15—16 ár. Þetta er ókostur þess aö vera utan þeirra alþjóölcgu markaðs- svæða sem Flugleiðir keppa á. Þar verða Flugleiðir aö halda athygli al- mennings og feröaskrifstofa meö til- boði um sérstök lágfargjöld sem að vísu rokka upp og niður. Þaö er von- laust að allar þær sveiflur nái hingað til lands. Hins vegar verður að reyna að ná sem bestum árangri í að jafna þetta út gagnvart íslenska markaönum. Þar er þó oft erfitt um vik. Til dæmis hefur hinn mikli mismunur á gengi doilars og Evrópumynta nú orðið til aö lækka tímabundið fargjöld út úr meginlandi Evrópu. En þaö er sá mikli fjöldi erlendra farþega sem ferðast meö Flugleiðum milli Evrópu og Bandaríkjanna sem er undirstaða þeirrar ótrúlega góðu feröatíöni sem er milli Islands og Bandaríkjanna. Á þessu ári munu Flugleiöir flytja um 250 þúsund far- þega á flugleiðinni milli Bandaríkj- anna og Evrópu. Stærsti hluti þessa fjölda fer sem betur fer á mun hærri fargjöldum en þeim allra lægstu sem gerð voru að umtalsefni í DV. Stór hluti þessa fólks kemur við hér á Is- landi og dvelur hér um lengri eða skemmri tíma. Borðar íslenskan mat og eyðir miklu fé í skoðunarferöir, skemmtanir og innkaup. Það mætti skrifa langt mál um þann hag sem íslenska þjóöin og þar meö íslenskir neytendur hafa af alþjóðaflugi Flug- leiða en ætli þetta sé ekki orðiö nógu langt. Neytendasíðunni og aðstand- endum hennar óska ég alls hins besta. Sæmundur Guð vinsson, fréttafulltrúi Flugleiöa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.