Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 27.11.1984, Síða 35
DV. ÞRIÐJUDAGUR 27. NÖVEMBER1984. 35 Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tfðarandinn Fólk sækir í hag- nýtt nám þegar þröngt er í búi — segir Guðrún Halldórsdóttir hjá Námsf lokkum Reykjavíkur — Fullorðinsfræösla hefur aukist mjög mikið á þessum áratug. Bæði hér í Reykjavík og annars staðar hef- ur framboðið aukist og þátttakan. En aukning annars staðar hefur ekki dregið úr aðsókninni hér hjá okkur, þvert á móti. Guðrún Halldórsdóttir, forstöðu- kona Námsflokka Reykjavíkur, segir að aukin aðsókn beinist fyrst og fremst að ákveðnum greinum. — Eftirspurnin hefur aukist eftir hagnýtum kúrsum frá því ég byr jaöi hér fyrir tólf árum. Þá var námið hér eingöngu tómstundanám. En hvaöa fólk er þaö sem sækir námskeið hjá Námsflokkunum? Á hvaða aldri er það og hvers vegna sækir það námið? — Það eru áberandi fleiri konur sem sækja námskeið hjá okkur. Ætli nemendur hér séu ekki að þrem f jórðu hlutum konur. En þetta er fólk á ýmsum aldri, algengast frá tvítugu til svona fimmtíu og fimm. Kemur þá fólk í Námsflokkana til þess að afla sér náms sem það hefur misst af? Er þetta fólk sem hefur hætt námi snemma? Eöa er þetta fólk sem vill bæta viö sig þekkingu? — Þaö er ekki endilega fólk sem hætti snemma í skóla sem sækir námskeiðin hjá okkur. Hér er há- skólamenntað fólk sem sækir hér námskeið til þess að bæta við sig þekkingu. En meirihlutinn er fólk sem hefur hætt snemma í námi og kemur til þess að bæta sér það upp. Og hvers konar nám getur fólk komist í hjá Námsflokkunum? — Viö bjóöum upp á margvísleg tungumálanámskeið, verklega kúrsa og þar er mest um námskeiö í saumaskap. Svo er hér fólk sem kemur á hverju kvöldi og er að búa sig undir það að taka próf, hér eru nemendur að búa sig undir að læra til sjúkraliðastarfa, verslunarnám og fólk sem ekki lauk prófum á yngri árum. Hefur ásóknin í nám breyst eitt- hvað á síðustu árum? Vill fólk nú læra aðra hluti en fyrir svo sem tíu árum? — Þaö er áberandi nú í ár og í fyrra að eftirsóknin í saumanám- skeið hefur aukist mikið. Ég er ekki í vafa um það að þegar fer aö þrengj- ast í búi sækist fólk frekar eftir því að fara á námskeið sem hafa beint hagnýtt gildi. Það er mest sóst eftir því að komast í saumanámskeið nú, og við höfum f jölgað þeim á kostnaö annarra námskeiöa í handíöum. En ég er ekki í vafa um það aö það er okkar hlutverk aö fræöa fólk einmitt umslíka hluti. Guðrún Halldórsdóttir. sjúkraliða, sagöi í viðtali við Tíðarand- ann aö fyrir henni vekti ekki svo mjög að auka tekjur sínar. Hún hefði hins vegar lengi unnið sem sjúkraliði og heföi gott af því aö rifja upp ýmsa hluti sem hún væri farin aö ryðga í. „Það er gott fyrir mann að setjast á skóla- bekk,” sagði þessi miðaldra kona sem sækir nú námskeið fjögur kvöld í viku og stundar: sína vinnu samviskusam- legaallan daginnlíka. Þessu verður ekki lýst öðruvísi en sem einskærum áhuga. Aösóknin aö hagnýtum námskeiðum eykst þó. Og Guörún Halldórsdóttir segir að fyrir tólf árum hafi fólk, sem sótti námskeið Námsflokkanna, haft það svo til eingöngu aö frístunda- gamni. Nú hafi þaö hins vegar breyst. Það er auðvitaö eðlismunur á þess konar kvöldnámi sem Námsflokkarnir bjóöa upp á og öldungadeildum menntaskólanna, þar sem stúdents- próf er aðeins áfangi flestra á leið til háskólamenntunar. En eflaust eru þrengra afmörkuð námskeið, sem taka skemmri tíma, aðgengilegri fyrir flesta þá sem stunda nám í frístund- um, sem kunna aö gefast frá fullri vinnu. En aðsóknin aö öllum slíkum nám- skeiöum viröist fara vaxandi ár frá ári og ber vott um það aö fróðleiksþorsti íslendinga er ekki slokknaður enn. Arnhildur Reynisdóttir: Fötin veröa persónu- legri — Ég var nú að hugsa um það að spara en það kom fleira til. Ég hef áhuga á því aö skapa mín eigin föt, ég hef óskaplega gaman af því að sauma og svo er það miklu ódýrara. Ég fékk svo saumavél í afmælisgjöf um daginn og þá ákvaö ég að snúa mér aö þessu. Þaö er Arnhildur Reynisdóttir, tvítug símadama og vélritunarstúlka hjá Landmælingum, sem hefur svo mikinn áhuga á saumaskap. Hún tók stúdentspróf frá MR í fyrra og er að hugsa um að reyna viö flugfreyjuna fljótlega. — Þetta er auðvitað alveg gif urleg- ur sparnaður. Eg get keypt efrii í bux- urá 300krónurogsáumaðþærsjálf. En svo sé ég sams konar buxur í búðarglugga niðri í bæ og þær kosta 2500 krónur. Eg er að verða eins og gömlu konumar, ég fussa yfir verð- inu á fötum út úr búð. Nú er þaö partur af reynsluheimi ungra stúlkna á Islandi að hafa sótt tíma í handavinnu í bamaskóla og þótti ekki öllum það skemmtilegasta námsgreinin. Hefur Arnhildur alltaf veriö svo hneigð fyrir saumaskap? — Nei! Mér þótti alveg hræðilega leiðinlegt í handavinnu í barnaskóla. Þetta var auövitað skylda og áhug- inn var enginn. En nú er ég að læra þetta mér til skemmtunar. Og hvað er svona skemmtilegt við saumaskapinn? — Ja, sumir segja aö ég hafi fata- dellu! En þetta er að aukast og ég held að það sé dálitið í tísku núna, að sauma sín eigin föt. Það er skemmti- legra og fötin verða persónulegri. Og hver hafa afköstin verið? — Afköstin hafa ekki verið mikil enn. Ég er búin að sauma einn skokk, peysu og boi. Svo hef ég breytt dá- litlu af gömlum fötum. r • Texti: Olafur B. Guðnason Myndir: Gunnar V. Andrésson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.