Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1984, Blaðsíða 2
2 DV. FIMMTUDAGUR 29. NOVEMBER1984. Sameina þarf félögin í sterk- ari einingar — segir Guðríður Elíasdóttir, nýkjörin varaforseti ASÍ „Fljótlega eftir aö ákveöiö var aö taka aftur upp tillöguna um fjölgun forseta ASI og fjölgun í miðstjórn, sem felld var á síðasta þingi, var fariö aö tala um þaö viö mig að vera í framboði fyrir minn flokk. Ég hélt þá aö þaö yrði aldrei samþykkt aö fjölga um einn varaforseta. Ætli þaö hafi ekki veriö þess vegna sem ég samþykkti aö vera í framboði,” sagöi Guöríöur Elíasdóttir, for- maður Verkakvennafélagsins Framtíöarinnar í Hafnarfirði, sem í gær var kosin 2. varaforseti Alþýöu- sambandsins. Guöríður er flokksbundin í Alþýöu- flokknum og segist hafa veriö þaö alla tíö. Hún hefur starfað í verka- lýöshreyfingunni í áratugi. Hún seg- ist fyrst hafa komist í kynni viö verkalýðshreyfinguna áriö 1945 er hún flutti frá Akranesi til Hafnar- fjaröar. Tengdamóðir hennar var þá í stjórn Framtíöarinnar. „Það var áriö 1949 aö það talar viö mig kona úr stjórn Framtíðarinnar og spyr hvort ég vilji vera gjaldkeri félagsins í eitt ár. Ég samþykkti þaö en árin uröu síðan 20 til viðbótar,” segir Guöríö- ur. Arið 1976 er hún kosin formaöur Framtíöarinnar og hefur veriö þaö síðan. Hún hefur jafnframt veriö varafulltrúi í miöstjórn ASI í þrjú kjörtímabil og situr einnig í fram- kvæmdastjórn Verkamannasam- bandsins. Þaö var snemma í haust aö verka- lýösannur Alþýðuflokksins oröaöi þaö við Guðríöi aö vera í framboöi til varaforseta ef fjölgunin yrði sam- þykkt. „Þaö var fljótlega rætt um aö Alþýöuflokkurinn fengi þetta emb- ætti. Þaö var einnig gert ráö fyrir því aö ef fjölgunin yrði samþykkt þá kæmi hún í hlut kvenna,” segir Guðríður. „Framboö mitt var fyrst og fremst flokkslegt, en ég fann inn á aö ég átti stuöning hjá mörgum konum.” Þaö var þó fyrst á hádegisverðar- fundi, sem konur á ASI þinginu héldu á öörum degi þingsins, aö málin fóru aö skýrast. Þá var skorað á konur á Guðriður E/iasdóttir, formaður Verhakvennafélagsirts Framtiðar- innar og nýkjörin varaforseti ASÍ. DV-mynd GVA. fundinum að gefa upp hverjar ætiuöu aö vera í framboði. „Ég sagöi aö þaö heföi verið skorað á mig í framboð og þá frekar til varaforseta þótt ég heföi alveg eins viljaö vera í kjöri til miö- stjórnar,” segir Guöríöur. „En mér þykir gaman aö geta gert þetta eftir öllþessiár.” Pólitísk samtrygging Þessi pólitíska samtrygging, sem kjör Guöríðar er dæmi um, var gagn- rýnd talsvert á ASI þinginu. Allt hefur verið ákveöiö fyrirfram eftir vægi þeirra stjómmálaflokka sem fulltrúa eiga á þinginu. Guöríður var spurð álits á þeirri gagnrýni: „Bless- aöur góði, þetta hefur alltaf veriö svona og verður þaö áfram. En ég hélt fyrst, þegar ég fór aö starfa í miðstjóminni, aö þar skipti flokks- pólitík máli. En hún er þar ekkert ráöandi þegar á heildina er litiö. Þar em þaö málefnin sem ráöa en ekki pólitík.” En hvers vegna er þá þessi póli- tíska samtrygging? „Þetta er uppbyggingin á svo mörgum störfum í þjóðfélaginu, aö þau em byggö upp á pólitísku plotti. Þetta er svipað og í ríkisstjórninni.” En er 2. varaforseti ASI bara rós í hnappagat kvenna eöa eru honum ætluö raunvemleg verkefni? „Þaö hef ég ekki hugmynd um. Þetta er ekki föst vinna en ég vona bara aö ég geti starfað áfram eins og ég hef gert innan ASI, bæði í þágu karla og kvenna, því ég er ekki fylgj- andi neinum aðskilnaöi. Ég mun að minnsta kosti fyrst um sinn halda áfram formennsku í mínu félagi og sjá hvemig þetta verkast allt saman. En þaö er ekkert fariö aö ræöa þetta. Fyrst varð aö sjá hvort þessi fjölgun yrðisamþykkt,” segirGuöriður. En hvaöa niðurstööu vill nýkjörinn varaforseti ASI helst sjá af yfir- standandi þingi? „Ég vil aö viö í verkalýðsfélög- unum getum þjappaö okkur saman í sterka heild. Þaö þarf aö sameina verkalýðsfélögin meira í sterkari einingar. Þannig kæmum við sterkar fram og þetta væri f járhagslega hag- kvæmt,” segir Guðríður, en skipu- lagsmál hafa veriö eitt af megin- málum þingsins. Þar hefur meðal annars veriö rætt um atvinnugreina- félög í staö núverandi starfsgreina- félaga. Guöriöur vísar til þess aö Framtíðin sé samningsaöili í Straumsvík þar sem þetta fyrir- komulag hefur veriö reynt. Þar mynda 9 verkalýðsfélög eina samningaheild og gera sameiginleg- an kjarasamning fyrir allt starfs- fólk. „Þar er launamisréttið meö minnsta móti á landinu. Konur hafa þar betri laun en inni í bænum. Ég er mjög hrifin af þessu og tel þetta æskilegt fyrirkomulag,” sagöi Guöriður Elíasdóttir. -ÓEF. Ólafur Pálmason mag. art., Sigurbjörn Einarsson biskup, séra Eiríkur J. Eiríks- son, Sverrir Kristinsson og Einar Esrason gullsmiður meö Guðbrandsbiblíu. Gamall dýrgripur í nýjum búningi Þaö hefur væntanlega ekki fariö fram hjá neinum aö í ár eru liöin 400 ár síöan Guöbrandur Hólabiskup gaf út biblíu sína. Guðbrandsbiblía hefur æ síöan veriö talin eitt helsta öndvegisrit íslenskrar tungu. Þýöing Guöbrands á biblíunni hefur ekki aöeins veriö fyrir- mynd annarra útgáfna biblíunnar heldur og mikilvægur áfangi í varð- veislu íslenskrar tungu. Nú hefur bókaforlagið Lögberg gef- iö út ljósprentun af frumútgáfunni í til- efni af afmælinu. Ljósprentin eru 400, öll tölusett og seld á 35.000 krónur ein- taklð. Frágangur ljósprentuöu útgáfunnar er allur hinn vandaöasti, m.a. var fenginn sérstakur pappír. Verkiö var prentaö í Kassagerð Reykjavíkur en Bókfell hf. annaðist bókband. Einar Esrason hafði umsjón meö gerö bóka- skrauts og annaöist frágang þess. Auk Lögbergs standa Hiö íslenska biblíufélag, Kirkjuráö og Stofnun Árna Magnússonar aö útgáfunni. Sexmannanefndin starfar áfram Nýtt búvöruverð veröur ákveöiö nú 1. desember. Framan af var óvíst hvort fulltrúar „neytenda” myndu sitja í nefndinni. Þessir fulltrúar eru í raun ekki lengur fuUtrúar neytenda eins og upphaflega var til ætlast. Þeir eru þrir að tölu og allir skipaöir af félagsmálaráöherra en ekki af stéttar- félögum eins og var L byrjun. Aiþýðu- sambandið tók sinn fulltrúa úr nefnd- inni 1974 og nú í sumar ákvað Sjó- mannafélag Reykjavíkur og félag iön- aöarmanna aö taka sína fulltrúa úr nefndinni. Þeir féllust á aö sitja í nefndinni 1. september en búist var viö nýrri lög- gjöf fyrir 1. desember. Ekkert hefur bólaö á henni og stjórnvöld f óru fram á aö þessir fulltrúar sætu í nefndinni aö þessu sinni sem og þeir geröu. Þetta ástand hefur leitt til þess aö búvöruverö hefur einungis veriö fram- reiknaö og ekkert hróflaö viö grund- vellinum í veröinu. Torfi Ásgeirsson sagöi aö nú væri svipað ástand í sexmannanefndinni og komið var meö framfærsluvísitöluna áöur en henni var breytt. En gamli framfærslugrundvöllurinn var löngu oröinn úreltur. APH Framsóknarkona situr á þingi Magdalena Margrét Siguröardóttir frá Isafiröi tók sæti á Alþingi í gær í fyrsta skipti. Hún tekur sæti Olafs Þ. Þórðarson- ar, fimmta þingmanns Vestfiröinga, sem er í veikindaleyfi. Magdalena er eina konan á Alþingi sem þar situr fyrir Framsóknarflokkinn. _j,q Heimsmeistaraeinvígið í skák: BARÁTTUJAFNTEFU Tuttugasta og áttunda skák einvíg- is þeirra Anatob Karpovs og Garrí Kasparovs endaöi í gærkvöldi meö jafntefli eftir 25 baráttuleiki. Kasparov sem haföi hvítt lék aö þessu sinni kóngspeöi sinu fram um tvo reiti í byrjun og var þaö í fyrsta sinn í einvíginu til þessa. Karpov svaraöi fyrir sig meö hinni þunglamalegu en öruggu Petroffs vörn. Áskorandinn brást hart viö, fórnaöi peði og fékk gott spil með biskupum sínum. Karpov lét sér hinsvegar hvergi bregöa, stillti upp riddaravígi fyrir framan kóng sinn og þáði síðan jafnteflisboö unga mannsins þegar sá síöarnefndi taldi sig ekki geta komist lengra áfram í skákinni. Þegar Kasparov áskorandi mætti til leiks í gærkvöldi þusti hann strax upp á sviðið, heilsaði Gligoric yfir- dómara, gekk síöan rakleiöis aö skákboröinu, heilsaði Karpov kurteislega og lék strax fram kóngs- peði sínu. Við þaö kom mikil óky rrö á áhorfendur og þurfti Gligoric dómari aö koma fram á sviðiö til þess aö fá hljóðísalinn. Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Anatolí Karpov Petroff vörn 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5.d4d5 • Áriö 1981 tefldu þeir félagarnir í Moskvu sína fyrstu innbyröis skák. Þar var Karpov meö svart, tefldi Petroffs vörn eins og hér en lék þá 5. —Be7 en fékk heldur verri stöðu eftir: 6. Bd3 d5 7. 0-0 Rc6 8. Hel Bf5 9. Rbd2 Rxd2 Í0. Dxd2 Bxd3 11. Dxd3 0-012. c3 Dd713. Bf4 a614. He3. 6. Bd3 Rc6 7.0-0 Bg4 8. Hel Be7 9. c4 Rf610. cxd5 Bxf3 Eftir 10. —Dxd5 11. Rc3 Bxf3 12. Rxd5 Bxdl leikur hvítur best 13. Rxe7 eöa 13. Rxf6+ meö betri stööu, en ekki 13. Rxc7+? en þá stendur svartur vel eftir 13. —Kd7 14. Rxa8 Bg4! og hvíti riddarinn er fangaöur. 11. Dxf3 Dxd512. Dh3 Nýr leikur í stöðunni, 12. Dg3 var leikiö í skák milli Sax og Jusupov á ólympíumótinu. Leikurinn felur í sér peðsfórn sem svartur þiggur að sjálf- sögöu. Hugmyndin er frjálst spil fyrir biskupa hvíts. 12. —Rxd4 13. Rc3 Dd7 14. Dxd7+ Kxd7 15. Be3 Re616. Hadl Bd617. Bf5 Ke718. Rb5 Bronstein stakk upp á framhaldinu 18. g4 h6 19. h4 Hac8 20. g5 hxg5 21. hxg5 Rd7 22. Rd5 Kf8 23. g6 Re5, en það virðist óljóst. 18. —Hfd8 19. Rxd6 cxd6 20. h3 b6 21. g4 h6 22. Bd4 Hac8 23. Bc3 g6 24. Bc2 Ekki gekk 24. He2 vegna 24. —gxf5 25. gxf5 d5 og svartur stendur vel. 24.—h525. f3 Kasparov bauö jafntefli eftir aö hafa leikið síöasta leik sínum. Hann hefur veriö kominn á þá skoöun aö heimsmeistarinn gæti varist í stöö- Skák ÁsgeirÞ. Árnason unni og e.t.v. síöan hangiö á um- frampeöinu. Karpov þáöi jafnteflis- boöiö, hann hafði notaö mikinn tíma, átti aöeins 20 mínútur eftir til að ljúka 40 leikjum. 29. skák einvígisins verður tefld á morgun. Nú er stóra spurningin hvort Karpov sem þá hefur hvítt muni reyna aö ljúka einvíginu meö sigurskák eða hvort hann sætti sig viö frekari jafntefli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.