Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1984, Blaðsíða 13
DV. FIMMTUDAGUR 29. NOVEMBER1984.
13
Oft liggur fískur undir steini
1 NT-Tímanum laugardaginn 24.
nóv. sl. er ráöizt meö afar einkenni-
legum hætti á 1. þingmann Reykja-
víkur, sjálfstæöismanninn Albert
Guömundsson fjármálaráöherra.
Meö ómerkilegum hætti er reynt aö
koma því inn hjá fólki aö öll þau
vandamál sem aö íslendingum nú
steöja séu fjármálaráðherra: „Fjár-
málaráöherra Sjálfstæöisflokksins”,
aökenna.
Það er meö öllu óþolandi fyrir
sjálfstæðismenn aö sitja undir þeim
ámælum af hálfu málgagns Sam-
bands íslenzkra samvinnufélaga,
NT-Tímans, aö einum af ráö-
herrum flokksins sé kennt um verð-
bólgusamninga, erlenda skulda-
söfnun, að fjármagn landsmanna
brenni upp í verðbólgueldi af hans
völdum, aö leið skattalækkana hafi
ekki veriö farin í kjarasamningum,
aö óregla sé í ríkisfjármálum og aö
„aögeröaleysi” þessa eina ráöherra
ógni efnahagslegri afkomu þjóðar-
innar.
Hvaða hvatir?
Ekki dettur mér í hug aö setja
Albert Guömundsson né neinn annan
mann í guðatölu, en fyrr má nú rota
en dauðrota. Ýmsir spyrja. Hvaða
hvatir, eöa hvaöa ástæöur eru fyrir
þessum einkennilegu árásum NT-
Tímans, málgagns SlS og
Framsóknarflokksins? Hvers vegna
er ráöizt á fjármálaráðherra og rétt
aðeins minnst á viðskiptaráöherra í
sömuandránni?
Þaö vekur athygli, aö þessir tveir
ráöherrar, fjármála- og viðskipta-,
skuli nú vera sérstakt bitbein þess-
arar valdasamsteypu. Það kemur
væntanlega í ljós síðar.
opinbera starfsmenn að fá skýr svör
viö þessari spumingu. En auðvitað
er hún jafnvitlaus eins og allar full-
yröingar NT um einhliöa ábyrgö
f jármálaráöherra á erlendri skulda-
Kjallarinn
„Það sem máli skiptir er, að engum ein-
um ráðherra verður kennt um það, sem
miður kann að fara í núverandi stjórnarsam-
starfi.”
Þaö sem máli skiptir er, aö engum
einum ráöherra verður kennt um
þaö, sem miður kann aö fara í núver-
andi stjómarsamstarfi.
Ég veit ekki betur, en aö allar
meiriháttar ákvaröanir í efnahags-,
fjár- og kjaramálum séu tcknar af
ríkisstjórninni i heild og þær studdar
af þingflokkunum. Eöa vill NT halda
því fram aö fjármálaráðherra hafi
upp á eigin spýtur þurft aö kveða upp
úr um þaö aö samið yröi viö opinbera
starfsmenn eftir tæplega 4 vikna
verkfall. Var samiö gegn vilja for-
sætisráðherra, Steingríms He-
mannssonar, formanns Framsókn-
arflokksins?
Þaö væri vissulega fróölegt fyrir
söfnun og greiðsluerfiðleikum
ríkissjóös.
Ríkisstjórnin í heild
Þjóðin veit, að rikisstjórnin í heild
og ekki hvað sizt forsætisráðherra,
ber ábyrgð á stefnunni i efnahags-
málum. Hún í heild ber ábyrgö á
aukinni erlendri skuldasöfnun, sem
að langmestu leyti stafar frá óreiöu
vinstri-stjórna, sem Framsókn var
aöalþátttakandií.
Sjálfstæðismenn mótmæla þvi, að
vinstri-stjórna óráðsia sé yfirfærð
yfir á Sjálf stæöisflokkiun.
Tilgangurinn meö árásum NT á
fjármálaráðherra er augljós aö
GUÐMUNDURH.
GARÐARSSON
BLAÐAFULLTRÚI SH
vissu marki. Árásirnar hafa á sér
þetta almenna ómerkilega yfir-
bragð, sem því miöur einkennir
íslenzka stjórnmálaumræöu allt of
mikiö, þ.e. að reyna aö kenna öörum
um ófarir sínar. En ég verö aö segja
þaö eins og er, aö ekki finnast mér
skrif NT í stíl viö núverandi forsætis-
ráöherra, Steingrím Hermannsson.
Hann kennir ekki öörum um ófarir
sínar. Enda segir forsætisráöherra
m.a.ístefnuræðu:
„Því veröur ekki neitaö aö með
þeirri öldu veröhækkana, sem fram-
undan er næstu mánuði hefur orrusta
í viðureign viö verðbólguna tapast.”
Og hverjir hafa tapað? I fyrsta lagi
þjóöin í heild. Og í ööru lagi sú ríkis-
stjórn, sem haföi þaö aö meginmark-
miöi aö kveöa veröbólguna niöur.
Þaö haföi tekizt, en önnur og flóknari
atburöarás geröi þennan sigur aö
engu.
Einkennilegar árásir
En óneitanlega er þaö einkenni-
legt, að á sama tíma sem formaður
Framsóknarflokksins leggur áherzlu
á aö styrkja og endurreisa stjórnar-
samstarfið milli Sjálfstæðisflokksins
og Framsóknarflokksins, þá skuli
NT-Tíminn, málgagn SlS- og
Framsóknarflokksins, hefja skipu-
legar og ómerkilegar árásir á einn af
ráöherrum Sjálfstæöisflokksins,
Albert Guðmundsson. Allir vita, aö
hann vinnur innan þess samstarfs-
ramma, sem stjórnarflokkarnir hafa
sett sér. Geri ráöherra þaö ekki í
veigamiklum málum getur forsætis-
ráöherra gert annaö tveggja: Oskað
eftir aö viökomandi ráöherra segi af
sér eða slitið stjórnarsamstarfinu.
Auðvitað gerir Steingrímur Her-
mannsson hvorugt.
Þess vegna er brennandi að fá svar
við spurningunni: Hvað liggur hér
undir steini? Hvers vegna ræðst NT-
Tíminn sérstaklega á fjármálaráö-
herra nú?
Guömuudur H. Garðarsson.
Hvað getum við gert
til að fækka slysum?
Kjallarinn
í þessari viku stendur barna-
öryggisnefnd JC Reykjavík fyrir
áróðursherferö gegn slysum á
bömum í heimahúsum og er greinin
sem hér birtist í tilefni af því.
Hvaö sækja börnin í heima fyrir?
Kannski freistar þeirra eitthvað sem
gæti skaöað þau. Á hverju ári bætast
viö nýjar og nýjar hreinlætisvörur á
íslenskan markaö og þá sérstaklega
ingarreglum frá 1979 verður aö
vera einn læsanlegur skápur fyrir lyf
og efnavörur í öllum nýjum íbúöum.
Tillaga landlæknis og mín er aö hafa
tvo skápa, þ.e.a.s. einn fyrir hrein-
gemingarvörur, sem er staðsettur í
eldhúsinu, og annan undir lyf. Hinn
fyrri veröur að vera nothæfur eftir
stærö og staðsetningu. Reynsla
verkamannabústaöa 1978 sýndi aö
læstur skápur undir vaskinum hefur
Æfe „Til þess að fækka slysum er áríðandi að
^ gera sér grein fyrir að báðir foreldrarnir
eru jafnábyrgir fyrir að gera íbúðina hættu-
lausa og gildir þetta einnig um íbúðir dag-
mömmu, ömmu og afa.”
síöustu tvö ár. Af þessum sökum er
líklegt aö fleiri slys verði. Lauslega
áætlaö munu um 100 nýjar tegundir
hafa komiö til sölu bæöi innfluttar og
innlendar. Meðal hættulegustu vara
eru ofnhreinsir enda inniheldur hann
3—4% af vítissóta og gæti líklega
valdið skaöa á augum barna. Til-
kynnt var frá Svíþjóð (Gift Infor-
mations Centrale/eiturefna upplýs-
ingastofnun) aðduft fyrirsjálfvirkar
uppþvottavélar yllu ætissári í munni
og nokkrum ólæknandi sjúkdómum.
Allar tegundir duftsins innihalda
metasilikat sem er skaðlegt.
Til þess aö fækka slysum er áríð-
andi aö gera sér grein fyrir aö báðir
foreldramir eru jafnábyrgir fyrir aö
gera íbúðina hættulausa og gildir
þetta einnig um íbúöir dagmömmu,
ömmu og afa. Samkvæmt bygg-
gefiö mjög góöa raun. Lyfjaskápur
var staösettur í fataskápnum í svefn-
herberginu enda ekki svo heitt og
rakt þar éins og á baðherbergjum og
gaf það góöa raun.
IMauðsynlegt
öryggisatriði
Sé enginn læsanlegur skápur nú
þegar til er hægt að kaupa læsingu
sem hægt er aö festa í hvaða skúffu
sem er eöa hurðir skápa. Læsingin
heitir kindergard og er til sölu í
Glóey, Armúla 18. Þetta hlýtur aö
vera nauösynlegt öryggisatriöi fyrir
hvert heimili.
Vindlar, vindlingar og tóbak
veröur aö vera læst inni og langt frá
athafnasvæöi barnsins. Einnig veröa
öskubakkar aö vera meö loki. Þær
hreinlætisvörur sem keyptar eru
„Verið vakandi og skapið ckki hættur fyrir börn meö kæruleysi. öryggi ofar
öllu.”
EIRIKA A.
FRIÐRIKSDÓTTIR
HAGFRÆÐINGUR
bera upplýsingar um notkun og inni-
hald eiturefna. Nauösynlegt er aö
lesa slíka texta. Þar sem margar
vörur eru innfluttar er gott aö læra
strax viðvörunarmerki sem eru í
notkun á Noröurlöndunum og víöar.
Sé textinn á erlendu máli er æskilegt
að athuga allt sem er kallaö:
Vorsicht, Farligt, Caution og þess
háttar og biðja Eiturefnanefnd og /
eöa Hollustuvernd um þýðingu.
Innan skamms kemur út bók sem
ber titilinn „Er það hættulegt” og
gefur upplýsingar um merki á
vörum meö samsetningu. Islenskar
vörur eru oftast ekki merktar og
mun vera best að hringja í framleið-
anda og biöja um upplýsingar. Eftir
að upplýsingar eru fengnar er best
aö setja strax límmiða á og skrifa og
skrásetja þar viðvaranir um vöruna
og af hverju hún er hættuleg og undir
hvaöa kringumstæðum þannig aö
hægt sé aö bregðast rétt við ef um
inntöku er að ræöa. Ef barn hefur
neytt eiturefna af einhverju tagi er
skynsamlegast aö hringja strax í
slysadeild Borgarspítalans í Reykja-
vík. Upplýsingar um skyndihjálp
liggja fyrir í lyf jabúöum. Af framan-
sögöu má ráða að fullorðna fólkið
getur skapaö börnum sínum lífs-
hættulegt umhverfi. Veriö vakandi
og skapiö ekki hættur fyrir börn meö
kæruleysi. öryggi ofar öllu.
Eiríka A. Friöriksdóttir.