Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1984, Blaðsíða 16
16 DV. FIMMTUDAGUR 29. NOVEMBER1984. Spurningin Hvernig finnst þér tónlistar- val útvarpsins? Garöar Jukulsson skrifstofumaður: Aö mínu mati mætti vera meira af tónlist fyrir eldra fólk. Þaö mætti heyrast meira í góðum kórum, einnig mætti vera meira af eidri sönglögum. Ragna Lúðvíksdóttir húsmóðir: Eg hef ekkert út á þaö að setja. Ég hlusta á svo til alla tónlist í útvarpinu, helst klassíska tónlist. Jóhann Halldórsson sjómaður: Eg er alveg feikilega ánægöur með tónlist- ina í útvarpimt eins og hún er. Ég hlusta á allar tegundir tónlistar. Svavar Sigurjónsson sölumaður: Mér finnst tónlistin á rás 2 í lagi. Ég held mest upp á jass og svo popp. Mér finnst jassinum ekki gerð nægilega góö skil í1 útvarpinu. Steinunn Karlsdóttir frystihússtarfs- maður: Mér finnst tónlistin í útvarpinu ekkert sérstök. Ég er mest fyrir rólega tónlist en það vilja víst ekki allir svo- leiöis. Guöbjörg Gunnarsdóttir afgreiöslu- stúlka: Þaö er ágæt tónlist á rás 2. Ég hlusta mest á popptónlist og er lítiö fyrir tónlistarvaliö á rás 1. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Vanbúnir bflar í ófærö Ökumaður hringdi: Undanfariö hefur töluvert veriö skrifaö um umferö og umferöarmál á lesendasíðu DV. Ég er aö mörgu leyti sammála því sem þar hefur komiö f ram en mig langar þó aö bæta örlitlu viö. Atriöiö sem mig langar áö minnast á tengist vetrinum hér og akstri í snjó og hálku. Undanfarin ár hefur mjög boriö á því þegar slæm veöur hafa skoliiö á aö umferö hefur víöa stöövast vegna bíla sem eru aö flestu ef ekki öllu leyti vanbúnir til vetraraksturs. Sumir ökumenn hafa veriö aö fara út í ófærö á bílum á lé- legum dekkjum, í nokkrum tilfellum á sumardekkjum, og auövitaö oröiö fastir í næsta skafli. Þetta veldur því að bílar sem eru vel búnir komast ekki leiöar sinnar fyrir þessum slóö- um sem teppa allar akstursleiöir. Þessir vanbúnu bílar eru svo auövit- aö fyrir snjóruöningstækjunum þeg- ar þau koma til aö ryðja götumar. Þegar talað er um aö heröa refsingar fyrir umferðarbrot finnst mér aö svona nokkuð megi gjarnan teljast þar meö. Séu bifreiöaeigendur ekki á nógu vel útbúnum bílum til vetrar- aksturs þá eiga þeir ekki aö hreyfa bíla sína í slæmri ferö eöa bara aka á Bilar i ófærð. þeimyfirleitt. Þaö er hreint óþolandi fyrir aöra ökumenn, sem leggja sig fram í um- ferðinni, að horfa upp á og þurfa að veröa fyrir baröinu á svoleiðis mönn- um. Hvertók tösku? Stúlka hringdi: Mig langar aö biðja þann sem tók svarta tösku í Smiðjukaffi á föstudagskvöldiö aö koma henni vinsamlegast til skila. Þ iö er mjög •áríðandi aö ég fái töskuna og þakk- látari manneskju myndi sá vart finna sem skilaöi henni. Ég bið því viökomandi aö hringja í sima 46556. Þakkir frá Dal- braut27 Karl 0. Bang skrifar: Þær heiöursdömur Selma Kaldalóns tónskáld og Elín Sigur- vinsdóttir söngkona komu föstu- daginn 12. október sl. í þjónustu- heimili aldraöra aö Dalbraut 27 og skemmtu vistfólki meö söng og hljóðfæraslætti. Leikin voru lög eft- ir Selmu og fööur hennar, Sigvalda Kaldalóns. Þaö gladdi mjög alla aö fá svo kærkomna gesti og fyrir hönd allra sem þama voru við- staddir vil ég koma á framfæri hjartans þakklæti fyrir þessa tón- listaruppákomu og um leiö þakk- læti til allra sem hafa glatt okkur með heimsóknum aö Dalbraut 27 á liðnum árum. Meira popp í útvarp og sjónvarp Heiða og Birna skrifa: Við viljum mótmæla því hvað lítið er af góöu tónlistarefni fyrir unglinga í útvarpi og sjónvarpi. Ef viö byrjum á útvarpinu þá er þjónusta þess viö ungl- inga úti á landi, sem ekki geta hlustað á rás 2, mjög léleg. Það eru örfáir þætt- ir á rás 1 sem eru fyrir unglinga og ekki batnaöi nú ástandiö viö aö þeir færöu einn besta þáttinn, Listapopp, fram til miðnættis á laugardagskvöld- um. Hvaö eru þessir kallar sem ráöa dagskránni eiginlega aö hugsa? Þaö er verið aö gera fólki ómögulegt aö hlusta á þáttinn meö því aö hafa hann á tíma þegar flestir eru aö skemmta sér þar sem útvarp er ekki haft í gangi. Meðan rás 2 nær ekki til Akureyrar, þar sem viö búum, þá finnst okkur þetta alveg grátlegt. Viö heimtum bara aö þessi vitleysa meö útsendingartíma Lista- poppsins verði leiðrétt sem fyrst. Viö erum lika hálfhissa á aö þessu skuli ekki hafa verið mótmælt fyrr. I sjónvarpinu er einn einast þáttur meö léttri tónlist fyrir ungt fólk og hann er oftast á dagskrá hálfsmánað- arlega. Hvers vegna í ósköpunum má ekki sýna efni í sjónvarpinu sem stór hluti ungs fólks hefur áhuga á að sjá? Er þaö vegna þess aö þaö þykir ekki nógu menningarlegt eöa kostar þaö meiri peninga en sænsku bíómyndirn- ar? Okkur finnst sanngjarnt aö tónlist góöra hljómsveita eins og Wham!, Boy George og Duran Duran fái aö njóta sín í sjónvarpi og útvarpi. Þetta er þaö sem stór hópur okkar vill sjá og heyra. Við viljum fá meira af léttu poppi í út- varp og sjónvarp. Þær stöllur Heiða og Birna vilja fá meira popp að heyra og sjá, þ.á m. Boy George og hljómsveit hans, Culture Club. SVAR FRÁ DEILDARSTJÓRA AUGLÝSINGADEILDAR RÚV Þorbjörg Guðmundsdóttir, deildar- stjóri auglýsingadeildar Ríkisútvarps-, ins.skrifar: Aö gefnu tilefni vil ég taka fram eft- irfarandi: Tvö lesendabréf hef ég lesið, sem birst hafa í Morgunblaðinu og DV út af orðinu „aöstandendur”, þar sem sagt er: „Þulir vilja ekki lesa þetta orö.” Bréfritari segir kunningja sinn hafa fengiö neitun starfsfólks auglýsinga- deildar um aö orðið „aöstandandi” yröi lesiö í dánar- og jarðarfararaug- lýsingu og aö ástæöan væri einfaldlega sú aö þulir læsu ekki orðið. Þulir hafa aldrei reynt aö setja aug- lýsingastofunni neinar reglur í sam- bandi viö þetta orö eða önnur. Ríkir mjög gott samstarf milli þula og starfsfólks deildarinnar, — enda hvernig væri annaö hægt? En í gegn- um árin hefur orðiö „vandamenn” næstum eingöngu veriö notað og reynt aö komast hjá notkun orðsins „að- standendur” sem frekast er unnt og hef ur auglýsendum veriö bent á þaö. Frjálst útvarp 6779—7177 hringdi: Mig langar að koma því á fram- færi aö það er til skammar aö frjálsar útvarpsstöðvar skuli ekki þrífast hér á Islandi. Ríkisútvarpiö hefur einokaö útvarpsrekstur frá árinu 1930 til 1984 eöa í 54 ár. Mér finnst tími til kominn að rjúfa þessa einokun sem ríkt hefur á þessu sviöi. Ég skora á viðkomandi aðila að leyfa hér frjálsan útvarps- og sjónvarpsrekstur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.