Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1984, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1984, Blaðsíða 15
DV. FIMMTUDAGUR 29. NÖVEMBER1984. ig Menning Menning Menning Menning plóg fyrr en á miðjum aldri eöa síðar. Æviverkiö var eftir þessu firnamikið að vöxtum og af mörgum toga en þó aö mestu helgaö héraðssögunni og mann- lífi Skagafjaröar á næstliðnum öldum, ekki síst ættfræði. En þótt Stefán legöi svo hart að sér langa ævi var hann tómlátur og tregur til þess aö gefa rit- verk sín út, nema fáeina sagnaþætti í safnritum eða timaritum. Að honum látnum 1981 eru ritverk hans í vörslu héraðsskjalasafnsins og Sögufélagið hefur nú hafið útgáfu þeirra og sent frá sér fyrsta bindiö sem geymir stærsta handrit hans er hann kallaði Djúpdæla sögu. Umsjón með útgáfunni og allan heimanbúnað hafa þau annast, Hjalti Pálsson, sem leggur til margt ljós- mynda af söguslóöum, Sölvi Sveinsson og Þórdís Magnúsdóttir. I aöfararoröum sem Sölvi ritar er gerö nokkur grein fyrir þeim handrit- um sem eftir Stefán liggja og sérstak- lega því sem nú er birt fyrst, Djúpdæla sögu. Sölvi segir að höfundarverk Stef- áns falli að mestu í skoröur sögu- og sagnaþátta en séu þó margbreytt að efni. Kveikjan að flestum ritsmíöum Stefáns séu frásagnir, munnmæli og kveðskapur sem hann hafi eftir heim- ildarmönnum. Fyrir þá sem ekki þekkja mikiö til fræðastarfa Stefáns á Höskuldsstöö- um, en hefðu í hyggju aö eignast rit- safn þetta, heföi þó veriö æskilegra að gerð væri í þessum formála gleggri grein fy rir því hve ráðgert er að bindin í safninu verði mörg og hvernig efni yrði skipað í þau í.stórum dráttum. Þar segir aðeins að „fyrirhugaö sé aö prenta öll handrit, sem Stefán hafði gengiö frá til fullnustu, svo og þá þætti hans og þjóðsögur, sem áöur hafa Stefán Jónsson Höskuldsstöðum y DJUPDÆLA SAGA birst”. Eg er hálfsmeykur um að svona yfirlýsing án nánari skilgrein- ingar um efni og bókafjölda sé fremur til þess fallin en hitt að fæla menn frá því að bindast áskrift eöa hefja kaup fyrsta bindis. Kristmundur Bjarnason ritar greinargóðan og einkar skemmtilegan þátt um Stefán á Höskuldsstöðum, og byggir þar augsýnilega mjög á nánum, persónulegum kynnum. Þess nýtur þátturinn, svo og frásagnarleikni Kristmundar. Hann lýsir Stefáni hisp- urslaust og veigrar sér ekki við aö Unglingaastir Eövarö Ingólfsson: mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmrni^mu Rvík, Mál og menning, 1984. Eðvarö Ingólfsson hefur a undan- fömum árum sent frá sér þrjár skáld- sögur um unglinga og fyrir unglinga. Fyrsta bók hans Gegnum bernskumúr- inn gaf góð fyrirheit, en síðan hún kom hefur hann gefið út bókina Birgir og Ásdís, auk tveggja annarra bóka, Hnefaréttur og Við klettótta strönd. Sagan lýsir vináttusambandi fimm- tán ára unglinga, Árna og Lísu. Við upphaf sögunnar er Árni yfir sig hrif- inn af Lísu, en sá hængur er á aö hún er með eðrum strák á föstu. En áöur en langt um líöur rennur það samband út í sandinn og þau Árni taka að stinga saman nefjum. Árni býr heima hjá foreldrum sínum og er samband hans við fjölskylduna venju fremur gott og jákvætt Lísa býr hins vegar með móður sinni og bróður. Hún er fráskilin og á við verulega skapbresti aö stríða. Samband þeirra mæðgna er oft á tíðum mjög stirt því Lísu finnst móðir sín sýna sér ósann- girni. I sögunni er greint frá sumarvinnu unglinganna og er Lísa í vinnu á elli- heimili. Hún sýnir starfinu mikinn áhuga og milli hennar og gamla fólks- ins myndast trúnaðarsamband. Höfundurinn á gott meö að skrifa. Söguþráðurinn er líflegur og eölilegur. Margt gerist hjá krökkunum og er því lýst á sannfærandi hátt. Þar má nefna ferðalög og partí. Þá eru í sögunni lýsingar á vandamálum og ógæfu nágrannafólks Árna og eru þær lýsingar að minni hyggju sannfærandi. En best finnst mér Eðvarð takast Bókmenntir Sigurður Helgason upp þar sem hann lýsir vináttu sem myndast milli Lísu og gamals manns á elliheimilinu. Gamli maöurinn reynir að lýsa sínum viðhorfum og Lísa viröir þau og sýnir gamla manninum alúð. Þá kemur fram í sögunni viðhorf unglinganna til eins mesta hitamáls samtíðarinnar. Þar er um að ræöa viðhorf þeirra til fóstureyðinga. Greinilegt er að Eðvarð vill aö sín sjónarmið, sem greinilega eru af- dráttarlaus, komi fram og um það er gotteittaösegja. Þaö sem ég tel mig helst geta sett út á þessa bók er persónusköpunin. Hún heföi veriö í góöu lagi hefði hún átt að lýsa ungu fólki nálægt tvítugu. En 15 ára unglingar hafa ekki jafnhrein og bein viðhorf og þau Árni og Lísa. Eg þekki engan 15 ára strák sem er jafn þroskaður og yfirvegaöur og Árni og ólíklegt er að stelpa, 15 ára gömul, fari fyrst aö hugsa um hvort hún eigi að fara að búa meö strák þegar hún fær þær fréttir að hún sé ólétt. En sé á heildina litið er Fimmtán ára á föstu vel skrifuö og skemmtileg bók fyrir unglinga og kannski þaö sé rétt að vitna í umsögn unglingstelpu sem las hana: „Þetta er frábær bók.” Þaö er sá vitnisburður sem skiptir kannski mestu máli. sh. segja á honum kost og löst í gerð og lífi, gerir hann einkar lifandi og skýran þeim sem ekki þekkja til. Þegar maöur fer að lesa Djúpdæla sögu verður þaö þegar ljóst að skil- greining Sölva í aðfararorðum er rétt — Stefán á Höskuldsstööum er arftaki þeirra Gísla Konráðssonar og Espó- líns. Hann er sannkallaður sagnamað- ur á gamla vísu, ritar alþýðlegar frá- sagnir og setur jafnan fólk í öndvegi og hann er mjög bundinn við heimahéraö sitt, fer varla á ókunnar slóðir austur í dali eða vestur fyrir Vötn. Kristmundur skýrir þessa samleiö betur og klykkir út meö því að segja að með Stefáni hafi horfið af sjónarsviði síðasti fulltrúi fornrar söguheföar í Skagafirði. Vel má ætla að rétt sé, og þurfi varla að nefna Skagafjörð einan til þeirrar missu. Djúpidalur gengur austur af Flugu- mýri inn í fjöllin sunnan Glóöafeykis. Þar hafa lengi verið byggðar tvær jarðir, Djúpidalur og Litlidalur, en ekki aðrar byggðir nema sel og beitar- hús í þessum veöursælu og vel grónu dölum til ýmissa átta þar í hrikafjöll- unum. Mér finnst vanta í þetta rit ofur- lítið greinilegri lýsingu á þessum völ- undardölum, ókunnugum til glöggvun- ar. Hana er ekki að finna nema á hrifl- ingum í Djúpdæla sögu Stefáns. Raunar veröur fljótlega ljóst við lesturinn að ofrausn er að gefa ritverki Stefáns nafniö Djúpdæla saga, þótt fjallað sé aö mestu um fólk sem búið hefur í Djúpadal síðustu tvær eða þrjár aldir og ættmenn þess eða venslafólk. Þetta er ekki samfelld saga, heldur sagnaþættir af þessu fólki og lífi þess í ríki sinu og nágrenni. Þetta er ekki fellt í samfellda sögu. Þetta eru smá- sögur og þættir, byggðir á munnlegum heimildum, kveðskap og kirkjubókum en styrktir til sanngildis eftir föngum með leiðsögn ritaðra eða prentaðra heimilda af öðrum toga. En þessir sagnaþættir eru engu aö síöur stórfróðlegir og bráðskemmtileg- ir. Ég nefni fyrstu kaflana þar sem segir frá skiptum og skákum Eiríks í Djúpadal og Skúla Magnússonar er hann var sýslumaður Skagfirðinga og sat Akra. Það er dauður maður sem ekki hlær í barm sér við þann lestur. Og þótt sagan sé ekki samfelld er hún býsna skilgóö um gerð fólksins, lífs- hagi þess og tíöaranda. Þótt margt sé þama á prenti í fyrsta skipti er einnig greint frá ýmsu sem veriö hefur á ferli áður og oft meö nýjum þáttum og viö- aukum og má nefna sem dæmi um það þjófaleitina í Bólu hjá Hjálmari skáldi. Djúpdæla saga er því hin skemmti- legasta syrpa fróöleiks og frásagna um líf á liðinni tíö, rituð af trúverðugum fræöimanni sem hefur gamla og orð- prúða frásagnarlist á valdi sínu. Hún er gefin út af alúö, reynt að greiða henni leið til nútíðarlesenda án þess að umtuma frásagnarstíl sagnaþulsins. Bókin er öll vönduð aö gerð og henni lokað með nafnaskrá. Andrés Kristjánsson. COTT VECCRIP GÓÐ ENDING öDmffl am? — Öll hjólbarðaþjónusta fyrir fólksbíla og sendibíla — GOODWYEAR GEFUR ^RÉTTA GRIPIÐ IHIHEKLAHF J Laugavegi 170-172 Sír Sími 21240 Hvort er mikilvægara griphæfni hjól- baröans eöa ending? Hvortveggja skiptir miklu og pess vegna eru báöir þessir eiginleikar í hámarki í Goodyear uitra Grip börðunum. Þetta eru hjólbaröar með sérstæöu munstri, sem gefur ótrúlega fast grip, jafnvel í bröttum brekkum. Þeir standa einstaklega vel á hálku og troða lausamjöll vel undir sig. Munsturgerðin og hin sérstaka gúmmíblanda valda því aö barðinn heldur eiginleikum sínum að fullu út allan endingartímann, sem er mjög langur. Munsturraufarnar eru þannig lagaöar, að þær hreinsast af sjálfu sér í snjó og krapi. Á auðum vegi eru uitra Grip barðarnir mjúkir og hljóðlátir. Á Ultra Grip hefurðu öryggið með í förinni. Goodyear gerir enga málamiðlun, þegar um er að ræða umferðar- öryggi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.