Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1984, Blaðsíða 12
12
DV. FIMMTUDAGUR 29. NOVEMBER1984.
stiórnarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON.
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON.
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM.
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON.
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON.
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON.
Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI
27022.
Afgreiðsla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI ll.SÍMI 27022.
Sími ritstjórnar: 686611.
Setning, umbrot, mynda-ogplötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA 12.
Prentun: Árvakurhf., Skeifunni 19.
Áskriftarverðá mánuði 275 kr. Verði lausasölu 25 kr. Helaarblað28 kr.„
Játningí fjórða fylgiskjali
Fjárlagafrumvarpiö, sem nú er til umræöu á Alþingi,
er að einu leyti merkilegra en fyrri slík frumvörp. Ekki er
þaö vegna neins, sem stendur í hinu eiginlega frumvarpi,
heldur vegna fylgiskjals, Athugasemda númer fjögur,
sem er í föruneyti frumvarpsins í fyrsta sinn.
„Ríkisfjármál samkvæmt skilgreiningu Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins” er fyrirsögn þessa fylgiskjals. I textanum
er gerð tilraun til að raða fjárlagafrumvarpinu saman að
alþjóðlegum hætti. Ennfremur eru þar settir inn liðir,
sem hingaö til hefur verið haldið leyndum.
Markmið þessarar uppsetningar á alþjóðlega vísu er
auðvitað að gera kleift aö bera saman fjárlög íslenzka
ríkisins og fjárlög annarra ríkja. Slíkur samanburður er
jafnan einkar gagnlegur, en er marklaus, nema borin séu
saman atriði, sem raunverulega eru sambærileg.
Vonandi er fylgiskjal þetta vísir að nýrri framsetningu
fjárlagafrumvarpa í náinni framtíð. Eins og er hljóta
fjárlög aö teljast marklítil gögn, einkum vegna þess aö
þau loka ekki f járhagsáætlun ríkisins, heldur skilja eftir
gat til ráöstöfunar í svokallaðri lánsf járáætlun.
Ef miðaö er við upprunalega útgáfu þessa fjárlaga-
frumvarps eru tekjur ríkisins vanmetnar um 2.296
milljónir króna og gjöldin um 5.002 milljónir. Þetta þýðir,
samkvæmt skilgreiningu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að
lántökur eru vanmetnar um 3.017 milljónir og hallinn um
2.706 milljónir.
I ljósi þessara upplýsinga er óneitanlega dálítið fyndið,
að miklum tíma skuli variö á Alþingi og rúmi í málgögn-
um stjórnmálaflokkanna um, hvort fjárlög eigi aö vera
greiðsluhallalaus eða hvort koma eigi hallanum úr
tæpum 1.000 milljónum í einhverja lægri tölu.
I leiðurum þessa blaðs hefur margoft verið bent á, að
ekki sé heilbrigt að skilja eftir þann hluta fjárlaga, sem
kalla mætti C-hluta, og afgreiða hann eftir áramót í svo-
kallaðri lánsfjáráætlun. Með núverandi hætti eru niður-
stööutölur f járlaga marklausar og ekki umræðuhæfar.
Ymsar fleiri gagnlegar upplýsingar koma fram í þessu
fjórða fylgiskjali. Samkvæmt alþjóðlegri skilgreiningu
eru niðurgreiöslur landbúnaðarafurða færðar af reikn-
ingi viðskiptaráðuneytisins yfir á reikning landbúnaðar-
ráðuneytisins, þar sem þær eiga heima.
Af töflu númer þrjú í fylgiskjalinu má sjá, að í ár tekur
landbúnaðurinn til sín 7,4% af öllum útgjöldum ríkisins,
meðan fiskveiðarnar taka ekki nema 0,2% og iðnaðurinn
0,8%. Slíkar tölur hafa oft verið nefndar hér í blaðinu, en
aldrei áður í gögnum hins opinbera.
Þessar tölur og aðrar verður nú hægt að bera saman
við tölur í fjárlögum annarra ríkja. Fróðlegt verður að
vita, hvort önnur ríki verja meira eða minna en 21% ríkis-
útgjalda til sjúkrahúsa og heilsugæzlustööva, 12% til
fræðslumála og 10% til greiöslu vaxta, svo sem virðist
gert hér.
Fjármálaráðuneytiö hefur gert vel í að koma á fram-
færi skilgreiningu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þótt ekki sé
nema í formi fylgiskjals. Við fáum af skjalinu innsýn í, að
f járlagagatið er allt annað en það, sem nú er rifizt um, og
að kostnaður málaflokka er allur annar.
1 rekstri jafn umfangsmikils fyrirtækis sem ríkið er,
hlýtur að teljast nauðsynlegt, að fjárlagafrumvörp og
fjárlög séu lokuð og sambærileg dæmi, þar sem atriðin
heita sínu rétta nafni. Meðan svo er ekki vita menn óhjá-
kvæmilega lítið, um hvað þeir eru að tala.
Jónas Kristjánsson.
Viö slíka niöurstööu fjárlaga
verður ekki unað. Hún yröi í raun
miklu meira skipbrot stjómarstefn-
unnar en nýgeröir kjarasamningar
og sú verðbólgualda sem af þeim
leiðir.
Þegar núverandi ríkisstjórn var
mynduð var hlutverk hennar þríþætt
í augum landsmanna. I (yrsta lagi aö
ná veröbóigunni niöur, i ööru lagi að
Kjallari
á fimmtudegi
„Stefnuna vantaöi, úrræöi fyrirfundust ekki, aöeins óljós fyrirheit og góður ásetningur. Menn voru engu nær þegar
ræöunni iauk.”
Að vera eða
vera ekki
anna sé veikasti hlekkurinn í þessari
ríkisstjóm. Og sá hlekkur er ekki
aldeilis sá þýöingarminnsti. Fáir
fjármálaráöherrar hafa haft stærri
orö um áform sín í þeim efnum en sá
er nú gegnir því embætti. Þar hafa
skipst á yfirlýsingar um áform og af-
sagnir. En góö orö gagna lítiö í þeirri
stööu ef efndir vantar.
Fjármálaráðherra núverandi rík-
isstjómar er þekktur aö því aö hafa
„pólitískt nef” eins og sagt er og
hefur haft lag á því aö haga orðum
sínum og geröum á þann hátt aö al-
þýða manna hefur sýnt honum
traust. Hann verður því vafalítiö
tregur til þess að grípa til ráðstafana
sem íþyngja borgurunum viö af-
greiöslu fjárlaganna. Hann mun
heldur kjósa að velta vandanum á
undan sér og básúna aö hann sé
vinur hins litla manns, sem ekki geti
boriö þyngri klyfjar. Og hann mun
heldur ekki fáanlegur til þess aö
leggja þunga bagga á stóreignamenn
eöa aöra þá sem vel hafa komist af á
þeim þrengingartímum sem gengiö
hafa yfir Utla manninn.
En því miður fyrir hann gengur
þetta ekki lengur. Ríkisstjórnin
veröur aö horfast í augu viö vandann
eins og Utli maðurinn og fjölskyldur
hans. Þaö er löngu viðurkennt aö
hann getur ekki lifað af launum sín-
um fyrir dagvinnu í þjóöfélagi okkar.
Fjármagnskostnaður lána er þaö
mikill að þannig getur hann ekki
fleytt sér til lengdar. Hann veröur aö
spara eins og hann getur og drýgja
tekjur sínar eins og unnt er til þess
aö verða ekki gjaldþrota. Hiö sama
veröur vinur hans í fjármálaráöu-
neytinu að gera, hvort sem honum
líkar betur eða verr, og þótt þaö
kunni aö draga úr pólitískum vin-
sældum um sinn. Því miöur held ég
að hann geri það ekki. Þá veröur
hannaövíkja.
Framsóknarflokkurinn lagöi á
það þunga áherslu við síðustu kosn-
ingar aö erlenda skuldasöfnun yröi
aö stööva. Hann lofaöi hvorki gulli né
grænum skógum til þess aö þaö tæk-
ist. Ef foringjar hans ætla aö horfa
upp á aö enn veröi efnt til lántöku til
eyðslu og neyslu svíkja þeir
kjósendur sína. Ef ekki verður unnt
aö afgreiöa fjárlög nema meö stór-
feUdum erlendum lántökum ber
þeim aö slíta stjórnarsamstarfinu
eöa krefjast endurskipulagningar
ríkisstjórnarinnar. Eg held aö síöari
kosturinn sé vænlegri, í þaö minnsta
ef þjóðarhagsmunir veröa látnir
ráöa. Tveir menn í stjórnarflokkun-
um aö minnsta kosti gætu tekið viö
stjórn ríkisfjármálanna. Það eru
þeir Þorsteinn Pálsson, formaður
Sjálfstæöisflokksins, og Halldór
Ásgrímsson sjávarútvegsráöherra.
Eg held að annar hvor þeirra veröi
aö fara aö taka til hendinni í ríkis-
fjármálunum.
Magnús Bjarnfreðsson.
„Ég held að stjórn ríkisfjármálanna sé
™ veikasti hlekkurinn í þessari ríkisstjórn.
Og sá hlekkur er ekki aldeilis sá þýðingar-
minnsti.”
og koma fram meö nýjustu úrræöi
ríkisstjómarinnaríefnahagsmálum.
Þaö var strax auðséö á forsætis-
ráöherra aö hann var ekki ánægöur
meö sitt hlutskipti þegar hann hóf
flutning ræöu sinnar. Fljótlega kom
líka í ljós hvaö olli. Stefnuna vantaöi,
úrræöi fyrirfundust ekki, aöeins óljós
fyrirheit og góöur ásetningur. Menn
voru nánast engu nær þegar ræöunni
lauk.
Hvaö olli þessu? Skýringin getur
ekki verið nema ein. Það er ekki
samkomulag innan rikisstjórnarinn-
ar um þær leiöir sem fara þarf. Þessi
grein er skrifuö á mánudegi og því
veit ég ekki hvaða boðskapur felst í
ræöu f jármálaráöherra sem flytja á í
sameinuðu þingi á þriöjudegi. En ég
er illa svikinn ef hún skilur menn
ekki einnig eftir í lausu lofti. Mönn-
um varö tíörætt um „f járlagagatiö” í
fyrra. Mig grunar aö ekki hafi gatið
minnkaö. Mig grunar aö gert sé ráö
fyrir stórfelldum halla á fjárlögum
sem ekki veröur brúaöur nema með
gömlu aðferðinni: Aö auka enn á þá
skuldabagga sem viö höfum bundiö
afkomendum okkar til aö greiöa
vegna þeirrar óráösíu okkar aö geta
aldrei sniöiö okkur stakk eftir vexti
og geta hvorki séö fótum okkar for-
ráö í eyðslu né f járfestingu.
koma í veg fyrir yfirvofandi atvrnnu-
leysi og í þriöja lagi aö stööva hina
gegndarlausu erlendu skuldasöfnun.
Sjálfsagt hefur þaö veriö misjafnt
hvaöa atriði bar hæst í augum
manna, en mig grunar aö óttinn viö
skuldasöfnunina hafi verið hvaö
þyngstur á metum. Menn gera sér
grein fyrir því aö hún getur ekki
endalaust haldið áfram, einhvern
tímann hljóta lánardrottnar aö
ókyrrast, og þegar þeir geta sett
kosti er raunverulegt efnahagslegt
sjálfstæðiíhættu.
Ríkisstjóminni tókst aö draga úr
veröbólgunni án þess að atvinnuleysi
fylgdi í kjölfariö þrátt fyrir allar
hrakspár þar um. Enda þótt pólitískt
upphlaupsliö hafi komiö í veg fyrir
aö sú þróun haldist óslitin þarf ekki
aö örvænta út af fyrir sig um þau
efni. Hitt er miklu alvarlegra ef rík-
isstjómin sér ekki aöra leið til þess
aö viðhalda atvinnu og þeim þó
skertu lífskjöram miöaö viö fyrri
óhófsár, sem við búum viö nú, en aö
auka enn á erlenda skuldasöfnun.
Séu þaö hennar einu úrræöi á hún aö
víkja.
Ríkisfjármál í
ólestri
Ég held aö stjóm ríkisfjármál-
Þeir sem áttu von á því aö fregna
af skýrri framtíðarstefnu ríkis-
stjómarinnar síöasta fimmtudag
þegar sjónvarpaö var og útvarpaö
frá Alþingi uröu fyrir sárum von-
brigöum. I sannleika sagt voru menn
engu nær eftir stefnuræöu forsætis-
ráöherra og þaðan af síöur eftir ræö-
ur annarra stuöningsmanna ríkis-
stjórnarinnar. Stjómarandstaöan
átti í hálfgeröu basli því hún haföi
enga ríkisstjórnarstefnu til þess aö
rífast um og þeir sem ekki voru
komnir í ræöustól fyrst og fremst til
þess aö „taka sig vel út” uröu aö
kyrja gamian söng eöa þá óskapast
út í þá ósvífni þjóöarinnar aö telja
sig sæmilega hamingjusama þrátt
fyrirallt.
Úthald og kjarkur
aö bresta?
Stefnuræöu forsætisráöherra
haföi veriö frestaö tvisvar. I fyrra
skiptið vegna þess aö opinberir
starfsmenn voru í verkfalli og ekki
unnt að útvarpa frá ræöunni eins og
þingsköp gera ráö fyrir, enda óljóst
um aðgerðir á meöan ekki var vitaö
hver niðurstaöa kjarasamninga yrði.
I síöara skiptið var ræöunni frestað
aö því er manni skildist til þess aö
unnt væri aö marka stefnuna skýrar
MAGNÚS
BJARNFREÐSSON