Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1984, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1984, Blaðsíða 14
DV. FIMMTUDAGUR 29. NOVEMBER1984. 14 ODDaDDDDDDDODaDDDaDDDDDDDDDaDODDDDDDDaDaaaDDD | KERTAÞRÆÐIR 7mm & 8mm M0N0-MAG'“g □ Leiðari úr stðlblöndu. Sterkur og þolir "—— o c að leggjast í kröppum beygjum. Við- a nám aðeins 1/10 af viðnámi kolþráða. «ruflandi raftjy'91ur- nú fáanlegir í passandi settum fyrira ° Kápasem e flestar tegundir bíla. S f , HÁBERGHF.l | SKeifunni 5a — Sími 8*47*88 § □DaDDaDDDDDDDDDDDDaDDDDDDDDDDDDDDDDDDDaDDaaDD /V 'W- Námskeið 'M í svæðameðferð veröa haldin eftir áramót. Þau munu hefjast 8. janúar og veröa fyrir byrjendur og þá sem eiga ólokiö námskeiöi tvö. Einnig verða haldin námskeiö í líffærafræði fyrir þá sem lokið hafa námskeiði tvö. Upplýsingar í símum 31122 og 78089 á kvöldin. Innritun veröur í húsi Rauða krossins viö Nóatún sunnudaginn 16. desember frá kl. 14.00-19.00. Félagiö Svæðameöferð. AÐVENTUUÓS Mikið úrval aðventuljósa nýkomið. Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Sími 91 35200 Á V THBOÐ Menning Menning Menni Sögumaður í sálu- félagi við Gísla Konráðs- son og Espólín Stefán Jónsson, Höskuldsstöðum: Ojúpdæla saga Ritsafn I Sögufélag Skagfirðinga. Sögufélag Skagfiröinga hefur lengi veriö athafnasamt, bæöi við fræöiiök- anir og útgáfu, og síðan Héraðsskjala- safn Skagfirðinga á Sauðárkróki kom Bókmenntir Andrés Kristjánsson til sögu og færöist í auka á síöari árum hafa félagiö og safnið eflt hvort annaö. Stefán Jónsson, fræöimaöur á Hösk- uldsstööum í Blönduhlíð, var meöal stofnenda Sögufélagsins og virkur fé- lagi þess í marga áratugi. Stefán mun hafa unniö aö fræöasöfnun og ritun þátta og sagna af mörgu tagi í fulla sjö áratugi og er sá starfsdagur aö slíkri önn fágætlega langur því aö oftast fara menn ekki aö leggja hönd á þennan Frelsið endurheimsótt: Vinstri menn bulla um frelsið Margt bendir nú til þess aö umræöa sú sem íslenskir frjáls- hyggjumenn hafa vakiö um freisi og frjálshyggju sé aö því komin aö æra vinstri menn á íslandi. Nýlegasta dæmið um þessa frelsistaugaveiklun er leiöaraopna DV síðastliðinn mánudag, en á þeirri opnu fjalla hvorki meira né minna en allar þrjár kjallaragreinar DV um frelsi á einn hátt eöa annan. Þessi notkun, eöa öllu heldur misnotkun á orðinu „frelsi”, er þó engan veginn einsdæmi í stjórnmála- sögu undanfarinna vikna því al- menningi eru enn í fersku minni örvæntingarfull óttaskrif andstæö- inga frjáls útvarpsrekstrar sem fylgdi í kjölfar viöbragöa al- mennings viö tilræði vinstri aflanna við alla fjölmiölun í landinu. Og seint mun gleymast sá frelsiskrydd- aöi Goebbelsáróöur sem glumdi í eyrum landsmanna frá stjórnarand- stæöingum viö vantraustsumræö- urnar nýafstöðnu. í frumskógi frjálshyggjuapanna Þessar vantraustsumræöur hljóta reyndar aö vekja vantraust al- mennings á hæfni alþingismanna til að nota orðið „frelsi” og viröast einnig leiða í Ijós að á Alþingi Islend- inga sitji engir þeir menn sem eru í stakk búnir til aö þera fram varnir fyrir frjálshyggju eöa frelsi. Hvort sem menn vilja kenna hér um vilja- skorti eöa hæfileikaskorti, þá hlýtur þetta aö leiða hugann aö því, í ljósi vantraustsræðu Helga Seljan, hvort ekki þurfi að festa kaðalreipi í loft Alþingishússins, svo aö frjálshyggju- apamir gætu í þaö minnsta sveiflað sér þar á milli borða, skyldu þeir einhvern tímann ráfa þangaöinn. Nú bendir fátt til þess aö af því veröi á næstunni að frjálshyggju- maður tali á Alþingi Islendinga og hlýt ég því að senda nokkrar fööur- legar umvandanir til hæstvirtra alþingismanna um notkun þeirra á oröinu „frelsi”, og vonandi verður þetta einnig til þess að greinarhöf- undar ofannefndra kjallaragreina vandi til oröanotkunar sinnar þegar þeir láta móöan mása í greinum sín- um í DV í framtíöinni. Kjallarinn ÁRNI THORODDSEN Frjáls orðanotkun Nú dettur mér engan veginn í hug að halda því fram aö mönnum sé ekki alfrjálst að nota orö nákvæm- lega eins og þeim sýnist, þeir mega til aö mynda nota orðið „frelsi” í þeirri merkingu sem viö oftast tákn- um meö orðinu „borö”. Þannig gætu þeir boöiö mér í kvöldmat og tilkynnt mér að þeir væru búnir aö leggja á frelsiö án þess aö þaö yUi nokkrum misskihiingi. Þeir þyrftu aöeins aö gera mér grein fyrir því aö í þessum skUningi notuöu þeir oröiö „frelsi”. Aö vísu er augljóst aö slik oröa- notkun felur í sér nokkurt óhagræði, auk þess sem hún mundi valda veru- legri hættu á misskilningi manna á meöal, nema þeir væru tilbúnir tU aö afhenda hverjir öörum persónulegar oröabækur í hvert skipti sem þeir ræddust viö, svo ekki sé talað um þann beina háska sem af slíkri oröa- notkun myndi stafa í tæknivæddu þjóðfélagi nútímans, til dæmis viö sprengiefnameöferö í byggingar- iönaöi. Hættuleg stjórnmálaumræða Þrátt fyrir þaö aö stjórnmála- mönnum jafnt sem almenningi sé ljós sú hætta sem myndi stafa af oröanotkun sem þessari viö sprengi- efnameöferð viröast þeir ekki gera sér grein fyrir að Utlu minni hætta stafar af slíkri oröanotkun í stjórn- málaumræðu. Oþarfi er aö minna á þaö dæmi sem felst í skáldsögu George OrweUs „1984”, þar sem beinUnis var búiö aö afmá vissar merkingar úr tungu- málinu, nefnilega þær merkingar sem heföu gert mönnum kleift að hugsa þær hugsanir er gert heföu þeim mögulegt aö gera sér grein fyrir eöa rísa gegn kúgun Stóra bróöur. Stjómmálamenn á vinstri væng stjórnmálanna em vitandi eöa óvit- andi aö kalla yfir okkur kúgunar- riki Stóra bróöur meö misnotkun sinni á orðinu „frelsi”. I ræöu þeirra og riti er orðinu „frelsi” brugðiö í gervi flogaþjáðs skrykkdansara sem skrykkist stjórnlaust úr einni merk- ingu yfir í aöra meö annarlegum hætti, þannig aö ógagnrýnir áheyr- endur og lesendur þeirra eru teymd- ir á asnaeyrum inn í myrkan þoku- heim ruglanda og hugsanavillu. Virðingarsess frelsishugtaksins Ástæðan fyrir því að stjómmála- menn misnota þannig oröiö „frelsi” um allt milli himins og jaröar sem varla á nokkum skapaöan hlut skylt við frelsi, er auövitaö sú að stjórn- málamenn skynja ósjálfrátt þann háa virðingarsess sem frelsið skipar í hugtakaheimi okkar en meö slíkri misnotkun hyggjast þeir ljá öörum hugtökum af óskildum toga þann sama viröingarsess sem frelsið eitt á skiliö. Viröingarsess frelsishugtaksins felst í því aö takist mönnum aö sýna fram á aö einhverjum beri frelsi til vissra athafna hafa þeir jafnframt sýnt fram á aö þeir sem reyna aö svipta þá slíku frelsi séu siöferöilega fordæmanlegir. I slíkri frelsis- sviptingu felst nefnilega afneitun á því aö allir menn séu jafnréttháir. I næstu grein minni mun ég fjalla um nokkur dæmi um misnotkun af þessu tagi og skil ég lesendur DV eftir í spenningi þangaö til hún birtist. Árni Thoroddsen (Vegna mistaka féllu niöur mikil- vægar setningar úr grein Árna Thoroddsen þegar hún birtist í blaöinu í síðustu viku. Grciniu er því cndurbirt).

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.