Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1984, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1984, Side 18
18 DV. FIMMTUDAGUR 29. NOVEMBER1984. íþróttir íþrótti íþróttir fþróttir fþróttir fþróttir Dregið í Evrópukeppninni: FH-ingar duttu í lukkupottinn drógust gegn Hersci frá Hollandi — Víkingar fara til Júgóslavíu — Þaö er óhætt aö segja að þetta hafi verið draumadráttur fyrir okkur. Við eigum góða möguleika á að leggja hollenska liðiö Hersci að veili og komast í undanúrslit, sagði Guðmund- ur Magnússon, þjálfari FH-liðsins, sem dróst gegn Hersci frá Hollandi í 8- liða úrslitum Evrópukeppni meistara- liða. Víkingar voru ekki eins heppnir í Evrópukeppni bikarhafa. Þeir drógust gegn júgóslavneska liðinu Zcernevka og leika fyrri leikinn á útivelli — fimmti útileikur Víkings í röð í EM. FH leikur fyrst heima — á tímabil- inu 7,—13. janúar, en síöan úti 21,—27. janúar en þá leika Víkingar heima. • Valsmenn geta nagað sig í handar- bökin fyrir að vera slegnir út af Ystad. Sænska liðiö dróst gegn WAT Margreta frá Austurríki í IHF-keppn- inni. — Við getum ekki bókað sigur fyrir- • Hidihodzic — markaskorarinn mikli hjá Nantes. fram gegn Hollendingum. Þeir hljóta að vera með sterkt liö þar sem þeir lögðu frönsku meistarana að velli, sagði Guðmundur Magnússon. Drátturinn var þessi í Evrópukeppn- inni en dregið var í Ziirich í gær. Evrópukeppni meistaraliða: Grosswallstadt — Dukla Prag HG/Gladsaxe — Atletico Madrid Plastica, Júgósl. — Steua Bukarest, Rúmeníu FH — Hersci Evrópukeppni bikarhafa: St. Ottmar, Sviss — Lugi, Svíþjóö Barcelona — Gagny, Frakklandi Zcernecka — Víkingur Dynamo Berlín — CSKA Moskva -SOS. • Nokkrir af þeim Skagamönnum sem koma við sögu í bókinni Skagamenn skor- uðu mörkin, sjást hér ánægðir í „leikhléi” — seinna bindi bókarinnar kemur út næstahaust. DV-mynd: BjarnleifurBj. „Skagamenn skoruðu — Glæsileg bók — fyrra bindi — um sögu frægasta knattspyrnuliðs íslands er komin út — Á bak við þessa bók liggur geysi- leg vinna en hún hefur verið skemmti- leg og ég sé ekki eftir henni, sagði Jón Gunnlaugsson sem er einn af þremur höfundum bókarinnar „Skagamenn skoruðu mörkin” — fyrra bindi. Eins og nafnið gefur til kynna f jallar bókin um knattspyrnukappa frá knatt- spyrnubænum Akranesi — sögu fræg- asta knattspyrnuliðs Islands. Það eru þeir Jón Gunnlaugsson, Sig- Spennandi keppni um „gullskóinn” — Margir markaskorarar hafa góða möguleika á að verða markakóngar Evrópu í ár Frá Árna Snævarr, fréttamanni DV í Frakklandi: — Júgóslavinn Haiihodzic, sem leik- ur með Nantes í Frakklandi, hefur heldur betur verið á skotskónum að undanförnu — hann hefur skorað 17 mörk í sautján leikjum og er einn af fjölmörgum leikmönnum sem berjast um GULLSKÓ Adidas sem marka- hæsti leikmaður Evrópu fær ár hvert. Austurríkismaðurinn Polster hjá Austria Vín er með í þeirri baráttu — hann hefur skoraö 16 mörk í fjórtán leikjum. Sá leikmaður sem er nú markahæst- ur er Finninn Lipponen, sem hefur skorað 24 mörk í 22 leikjum, og síðan kemur Daninn Tychoen hjá Vejle sem hefur skorað 24 mörk í 30 leikjum. Þessir tveir leikmenn verða þó ekki ofarlega a blaði þegar upp er staðiö þar sem keppnistímabiiinu í Finnlandi og Danmörku er nær lokiö. Ernst hjá Dynamo Berlín í A-Þýska- landi hefur skorað 15 mörk í ellefu leikjum, Vujovic hjá Hajduk Split 15 mörk í ellefu leikjum. Þá kemur Klaus Allofs hjá 1. FC Köln með 13 mörk. -ÁS/-SOS tryggur Sigtryggsson og Sigurður Sverrisson sem eru höfundar bókar- innar. Hún er 210 blaðsíður og í henni má finna margar skemmtilegar myndir. — Bókin átti upphaflega að vera eitt bindi en ekki tvö. Við sáum strax að það var úr mörgu að moða og erfitt var aö velja og hafna því að svo mörg skemmtileg atvik hafa átt sér stað í sögu Akranesliösins. Það var því ákveðiö aö slá til og skrifa tvær bækur. Seinni bókin er svo gott sem tilbúin, sagöi Jón Gunnlaugsson. Titill bókarinnar, Skagamenn skor- uðu mörkin, er vel við hæfi því að menn muna enn eftir hinum fjölmörgu mörkum sem framherjar Skaga- manna skoruðu á gullaldarárunum svokölluðu en í fyrsta bindi bókarinnar má finna sögu Skagaliðsins frá stofn- un IA til 1969. Ríkharður Jónsson var mesti markaskorari Skagamanna á þessum árum — skoraöi 137 mörk í 185 leikjum, og næstur á blaði er Þórður Þóröarson meö 103 mörk í 139 leikjum. Bókin er afar vönduð og sagt er frá gangi leikja í máli, myndum og tölum og rætt við einstaka leikmenn um minnisstæö atvik en þau eru mörg í bókinni. „Best að þú fáir þetta" Við lestur bókarinnar vekja mikla athygli hinar mörgu tölulegu upplýsingar sem þar er að finna og er óhætt að segja aö Skagamenn standi Hef ndu fyrir Valsmenn Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, frétta- manniDVíSvíþjóð: — tsiensku landsliðsmennirnir Andrés Kristjánsson og Guðmund- ur Albcrtsson, sem leika með GUIF, náðu fram hefndum fyrir Vaismenn á mánudagskvöldið þeg- ar GUIF lagði Ystad að velli, 24- 18, í „Allsvenskan”. Andrés skor- aði þrjú mörk i leiknum og Guð- mundur tvö. • GUIF er nú í fjórða efsta sæt- inu og hefur félagiö komið skemmtílega á óvart. Aftur á móti er Ystad í fallhættu — í fjórða neðsta sætinu. GAJ/-SOS I I I • Höfundar og útgeíandi bókarinnar: Jón Gunnlaugsson, Bragi Þórðarson bóka- útgefandi, Sigurður Sverrisson og Sigtryggur Sigtryggsson. DV-mynd: BjarnleifurBj. félaga best hér á Islandi í sambandi við tölulegar upplýsingar eða „statistik”. I bókinni má finna alla leiki liðsins, hvaða leikmenn hafa leikið og hverjir hafa skorað mörkin fyrir Skagamenn allt frá 1946. Það er Jón Gunnlaugsson sem á allan heiöur af þessum merkiiegu upplýsingum en hann hefur lagt mikla vinnu í að ná þeim saman. — Ég byrjaði að vinna í þessu fyrir þrettán árum og má segja að kveikjan hafi verið þegar Helgi Daníelsson flutti frá Akranesi til Reykjavíkur. Ég var staddur fyrir utan húsiö sem Helgi átti heima í þegar hann var að flytja. Hann kom þá út með kassa i hendinni og þegar hann sá mig sagði hann: — „Þaö er best að þú fáir þetta — í þessum kassa er mikiö af upplýsingum, sem eiga eftir að koma IA til góöa seinna meir,” og um leið rétti hann mér kass- ann. — Eg byrjaði þá strax aö vinna aö því að safna saman upplýsingum um leiki Skagamanna og jafnframt að halda bókhald yfir þá leiki sem hafa verið leiknir síðan. Nú eigum við yfir 800 leiki Skagaliðsins sem eru fullunnir — þ.e.a.s. að við erum búnir að fá leik- skipan í einstökum leikjum og marka- skorara í þeim, sagði Jón. Jón sagöi aö þaö heföi lengi staöiö til að festa sögu Skagamanna á blaö og gefa út bók. — Nú er fyrra bindið komið út og á Bragi Þórðarson, bóka- útgefandi og eigandi Hörpuútgáfunn- ar, mikinn þátt í því að Skagamenn geta látið hugann reika aftur í tímann og rif jað upp gamla góöa tíma — í máli og myndum, sagði Jón. Hörpuútgáfan á Akranesi gefur út bókina. Annað bindi er væntanlegt markaðinn næsta haust. • Það er óhætt að segja að bók þess sé nýjasta þrumuskot Skagamann sem hafa verið svo frægir fyrir a skora mörkin. Til hamingju, Skaga menn! -SOS Everton og Tottenham — með í keppninni um nafnbótina „besta félagslið Evrópu” Frá Árna Snævarr, fréttamanni DV í Frakklandi: — Keppnin um nafnbótina „besta knattspyrnufclag Evrópu” stendur nú sem hæst og eru nú fimm félög efst á blaði í þeirri keppni meö 8 stig. Það er Anderlecht, Belgiu, Bordeaux, Frakk- landi, Celtic, Skotlandi, og ensku félög- in Tottenham og Everton. Af þessum félögum tryggði Borde- aux sér eitt stig um sl. helgi þegar fé- lagið lagði Laval að velli, 5—2, og Celt- ic fékk einnig eitt stig fyrir 7—1 sigur yfir St. Mirren. Næstu lið á blaði eru Verona frá Italíu — 7 stig, en Manchester United og Bayem Munchen eru einnig með sjö stig. -ÁS/-SOS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.