Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1984, Blaðsíða 36
36 DV. FIMMTUDAGUR 29. NOVEMBER1984. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Tvær Danadrottningar: LÍSBETH FYRSTA OG MARGRÉT ÖNNUR Danir eiga nú tvær (lrottningar: Lis- beth Schliiter fyrstu og Margréti aðra. Uetta var haft eftir ábyrgum mönnum að lokinni veiðiferð konungsfjölskyld- unnar nú í haust. Til leiks mætti allt fyrirfólkið í ríki Dana. Prinsamir l'olle og Henrik og synir Hinriks og Margrétar en þeir eru nú að vaxa úr grasi og farnir aö taka þátt í konung- legum samkomum. Þá mættu forsætis- ráðherrahjónin einnig til leiks. Þótt til- gangurinn væri aö leggja refi og aöra dýrhíta að velli þá fór svo að veiðiferö- in snerist upp í hálfgerða tiskusýningu þar sem drottnmgin og forsætisráð- herrafrúin þóttu bera af öllum öðrum. Fróðir menn sögðu eftir aö heim var komið að drottningin heföi veriö mjög —• dönsk í klæðaburði en frú Schlúter heföi haft á sér alþjóðlegt yfirbragö. Af veið- unum er það að segja að Hinrik prins veiddi vel að vanda og eins þykja litlu Hinrík príns er mikill áhugamaður um veiðar en lætur sér fátt finnast um allt tilstandið. prinsamir mjög efnilegir. Aðrir stóðu áhuga- eða reynsluleysi nema hvort sig miöur og stafaði það ýmist af tveggjaværi. Margrét Danadrottning er i miklum metum meðal landa sinna. Sagt er að gömlu konurnar hafi tárast þegar drottningin heilsaði þeim. Óvenju- Þaö er ekki óalgaigt að nckkur aldure- munur sé á hjónum. En að hann sé 86 ár er fremur fátítt. I vor gengu Jose Jasd, 103 ára gamall leikari, og Licelot Saldana, 17 ára, í heilagt hjónaband. Licelot segist hafa hrifist svo mjög af ástarsögu sem Jose gaf út að hún ákvað að giftast þeim gamla, hvað sem það kostaði. Jose var lengi tregur til og kenndi um háum aldri en Licelot hafði betur að lokum. Þau hafa nú ver- ið gift í nokkra mánuði. „Jose er stór- kostlegasti maður sem ég hef kynnst,” -» segir Licelot, ,,í anda er hann yngri en margirá tvítugsaldri.”' Jose og Licelot biða nú eftir fyrsta barninu. Lögregluaðgerð? Þaö getur verið þreytandi að vera lögga. Langar varðstöður reyna mikið á fætuma en ef þreytan er alveg að drepa mann þá er besta ráðið að setj- ast. En það er þó ekki æskilegt ef menn eru staddir í fremstu röð. Schliiter forsætisráðherra á þó i það minnsta allan útbúnaðinn. Völlur á James Bond Laununum fyrir að leika James Bond hefur Sean Connery variö til fjár- festinga. Hann festi kaup á kastala í Frakklandi. Meö í kaupunum fylgdu víöar lendur sem Connery ætlar aö breyta í golfvöll svo hægt sé aö bjóöa vinum og kunningjum í heimsókn sem eitthvaö er variö í. Segja sérfræöingar í jaröabótum aö völlurinn veröi sá stærsti í heiminum. Danir kalla þessa konu Lisbeth fyrstu af Danmörk. Við borð lá að hún stæli senunni af drottningunm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.