Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1984, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1984, Qupperneq 4
4 DV. FEMMTUDAGUR 29. NOVEMBER1984. Líftækniiðnaður: Framtíðaratvinnu- grein á íslandi! Nú er veriö f>ö rannsaka hvernig vinna megi ensym úr íslenskum hrá- efnum. Samtímis fara fram rann- sóknir á notkunarmöguleikum slíkra ensyma. Aö verkefninu standa Raun- vísindastofnun Háskólans, Líffræði- stofnun Háskólans, Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins og Iöntækni- stofnun íslands. Ensym má vinna úr fiskúrgangi og hveraörverum. Ensym, eða líf- hvatar eins og þau heita á íslensku, eru lífræn efni sem taka virkan þátt í efnabreytingum lifrænna efna. Til dæmis má nota þau til að leysa fitu- efni úr fötum í formi þvottaefnis. Annað dæmi um notkun ensyma er við roðflettingu á smokkfiski. Ensym brjóta niður tengisamband milli roðsinsogfisksins. Aö sögn Jóns Hjaltalín Magnús- sonar, ráðgjafa Háskóla Islands á sviði líftækni, eru þessar rannsóknir komnar vel áleiðis. Nú er unnið aö frekari athugun á markaösmöguleik- um slíkra ensyma og hvernig hraða megi þróun líftækniiðnaðar á Is- landi. Vísar efasemdum á bug Sagöi Jón aö efasemdir, sem komið hafa fram um líftækniiönaö sem framtíðaratvinnugrein á íslandi, ættu við engin rök að styðj- ast. Benti hann á í því sambandi að eitt stærsta fyrirtæki á sviði líftækni- iðnaöar, danska fyrirtækið Novo, hefði upphaflega hafið starfsemi í bílskúr með tvo starfsmenn. Nú, 50 árum síöar, væru 5000 manns starf- andi hjá fyrirtækinu. „ Viö teljum að þetta séu helstu sér- sviö á sviði líftækniiönaðar sem Islendingar eigi raunhæfa möguleika á að hasla sér völl á í framtíöinni. Ég vil benda á að fyrir tveimur árum var því haldiö fram aö við hefðum enga möguleika á aö hasla okkur völl á sviði rafeindatækni. I ár framleiöa íslensk rafeindafyrirtæki fyrir um 150 milljónir íslenskra króna sem samsvarar brúttó aflaverömæti tveggja skuttogara á ári. Það er ekkert sem segir að við getum ekki gert eitthvað svipað á sviði líftækni- iðnaöar.” Aö sjálfsögðu munum við halda áfram aö kanna samstarf við erlend stórfyrirtæki, sérstaklega á sviði markaðsmála,” sagði Jón. -EH. Enga atvinnulega þýðingu á næstunni — segir Jónas Bjarnason ef naverkf ræðingur ,,Ég tel að á sviði líftækniiðnaðar geti einhvern tíma í framtíöinni fal- ist einhverjir möguleikar. Hins vegar tel ég að þessi mál skipti í at- vinnulegu tilliti engu máli á næstu áratugum,” sagði Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur í samtali við DV. „Það þarf gífurlega breidd í þekk- ingu og verslunartengsluin til þess aö fóta sig á þessu sviöi. Þegar veriö er að ræöa um þessa hluti verður lika aö meta líkur á árangri. Það má ekki skilja orð mín svo aö þaö eigi aö rýna eitthvað minna í þetta sviö en önnur. Það að blása þetta út sem sviö sem hafi atvinnulega þýðingu í náinni framtíð held ég að sé rangt, sér í lagi í ljósi þeírra aðstæöna sem ríkja í íslensku efnahagslif i nú.” Aðspuröur kvaö Jónas velgengni danska fyrirtækisins Novo vera ein- stakt tilfelli., ,Það var líka gos í Vest- mannaeyjum fyrir rúmum áratug en það þýðir ekki að við getum búist við gosi í Heimaey stöðugt á næstunni. Það er svo margt annað í íslenskum atvinnumálum sem er viö bæjar- dymar. Þess vegna er það hættulegt að líta langt yfir skammt,” sagði Jónas. -EH. H Jónas Bjarnason efnaverkfræð- ingur telur að liftækniiðnaðurinn tnuni ekki skapa umtalsverða atvinnumöguleika i náiinni framtið. Hér er gamli garpurinn hann Jón Finnbogason frú Fáskrúdsfirdi aö landa síld sem hann fékk í lagnet. Nokkrir tritlusjómenn á Fáskrúðsfirdi hafa ver- ið með síldarnet i firðinum í haust en afli verið misjafn. EHiDV-mgnd: Ægir Kristinsson. Deilt um rýrnun á loðnu á Eskifirði: Vilja ekki kaupa sjó á loðnuverði „Máliö er einfalt. Við viljum helst ekki kaupa sjó á loðnuverði,” sagði Magnús Bjarnason, framkvæmda- stjóri hraðfrystihússins á Eskifirði, aö- spuröur um kvartanir er borist hafa frá loðnusjómönnum um aö þeir væm hlunnfamir. Telja ýmsir aö loðnuvigt- in á Eskifirði sé 5—7 prósentum undir því rétta. „Ég kannast viö þessar kvartanir. Svo skemmtilega vildi til aö eftirlits- menn mælingatækja vom einmitt staddir hér umræddan dag. Staðfestu þeir að vigtin væri rétt,” sagði Magnús framkvæmdastjóri. „Hitt er annað mál aö við löndum með sérstökum þurrdælum sem skilja sjóinn frá loðn- unni. Sjómennirnir fá sitt fyrir loðn- una. Á sjónum höfum við aftur á móti ekki áhuga. Ef vigta ætti allt saman væru sumir bátamir með slíkan loðnu- feng að þeir ættu alls ekki aö fljóta,” sagöi Magnús Bjamason. I gær höfðu borist 36 þúsund lestir af loðnu á land á Eskifirði. Enginn hefur vigtaðsjóinn. -EIR. Norðurland: Árstíðabundið at- vinnuleysi eykst Árstíðabundið atvinnuleysi hefur aukist mikiö á Norðurlandi séu þrjú síðustu ár borin saman. Það er lang- mest frá janúar til mars. Akureyri er ei'ni staðurinn ,á Norðurlandi þar sem uíitalsvert atvinnuleysi var síðastliðiö sumar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Fjóröungssamband Norð- lendinga hefur gert um ástand og horf- ur í atvinnumálum á Noröurlandi. I skýrslunni segir að ekki sé hægt að tala um kreppuástand í atvinnumálum norðanlands þó sigiö hafi á ógæfuhlið- ina. Kvótakerfi í sjávarútvegi hafi komið misjafnlega niður á hinum ýmsu stöðum. Siglufjörður og Skaga- strönd blómstri til dæmis en verst sé atvinnuástandið á Olafsfirði og Rauf- arhöfn. Rækjuvinnsla hafi víða bætt at- vinnuástand verulega. Á mörgum þéttbýlisstöðum er taliö allgott ástand í byggingariönaöi. Þaö er þó mjög slæmt á Akureyri, Olafs- firöiogRaufarhöfn. JBH/Akureyri. í dag mælir Dagfari í dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari Formaðurinn vill leggja flokkinn niður Jón Baldvin Hannibalsson hefur skotist upp á stjörnuhimin stjórn- málanna í krafti þeirrar upphefðar að vera kjörinn formaður í minnsta krataflokki í heimi. Af þvi tilefni eru birtar ævisögur um hann í vikublöð- um og höfð við viöhafnarviðtöl í öörum fjölmiðlum. Yfirleitt hefur Jón Baldvin veriö galvaskur í svör- um, enda ævintýramaður og flokka- fiakkari par exellence. Ekki hefur hann alltaf haft erindi sem erfiði, þar til nú að Alþýðuflokkurinn kaus Jón Baldvin til forystu af ótta við að hann flandraði yfir enn einn flokkinn ella. Mun það vcra í fyrsta skipti sem heill stjórnmálaflokkur kýs sér formann til aö koma í veg fyrir að sá hinn sami yfirgefi flokkinn. Verður þó að virða Alþýðuflokknum þaö til vork- unnar, því hann er ekki til skiptanna lengur. Rataðist Jóni Baldvin rétt orö á munn þegar hann sagði í sjón- varpsþættinum í fyrrakvöld að það væri ekki á valdi neins dauölegs manns aö kljúfa Alþýöuflokkinn. Þar er allt klofið nú þegar sem kljúfa má. Nei, Jón Baidvin ætlar ekki lengur að kljúfa Alþýðuflokkinn. Hann hef- ur annað og meira i huga. Hann ætlar sem sagt að leggja Alþýðu- flokkinn niður. Þá yfirlýsingu gaf hann í fyrrnefndum sjónvarpsþætti, eftir að hafa lýst því með fjálglegum hætti hvernig draumar hans ættu aö rætast í allsherjarkrataflokki fram- tíðarinnar. Taldi hann það létt verk hjá sér og löðurmannlegt aö aflifa sinn eigin flokk, ef það mætti verða til þess að stórveldadraumur hans rættist og vegur hans ykist. Verður að segja það eins og er að þetta þykir nokkuö hraustlega mælt af manni sem enn svífur um í sigur- vimu yfir því trausti sem hinn dauða- dæmdi flokkur hefur sýnt honum. Það er að minnsta kosti ekki á hverjum degi sem nýkjörnir for- menn stjórnmálaflokka lýsa þeirri stefnu sinni svo afdráttarlaust að næsta mál á dagskrá sé að leggja niður þann flokk sem þeir hafa for- ystu fyrir. Alþýðuflokkurinn hefur marga hildi háð um dagana og má muna sinn fífil fegri. Alltaf hefur hann þó þraukað fyrir tilstilli nokkurra ævi- félaga. Kosning Jóns Baldvins til for- mennsku í flókknum mun hafa verið framin i þeim anda að viöhalda þess- um ættbálki, þó ekki væri nema af tryggð við forfeður og gamlar hefðir. Þykir gusta af Jóni Baldvin, sem er meira en hægt er að segja um fyrr- verandi formann, enda var þjóöin oft í fullkomnum vafa um það hvort Alþýðuflokkurinn væri lífs eða liðinn. En annaöhvort hefur Jón Baldvin blekkt flokkinn til fylgis við sig eða þá að hér sannast máltækiö að feig- um verði ekki forðað. Allavega er Ijóst að Jón Baldvin lítur á for- mannsstöðu sína sem umboð til aö leggja flokkinn niður og verður því ekki neitað að Alþýðuflokkurinn hefði ekki getaö valið heppilegri mann í það hlutskipti. Jón Baldvin er maður með reynslu þegar kemur að því að koma flokkum fyrir kattarnef og er þá skemmst að minnast útfar- arinnar hjá Samtökum frjálslyndra og vinstrimanna. Sagan segir okkur að stjórnmála- fokkar séu lífseigir. Lifi raunar löngu eftir lát sitt. Svo hefur verið með Alþýðuflokkinn. Margir hafa gert sitt besta til að reyta af honum síðustu atkvæðin. Það hefur ekki tek- ist enn. En þá er líka þess aö geta að flokkurinn hefur aldrei áður komiö sér upp formanni sem hefur það á stefnuskrá sinni að leggja flokkinn niður. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.