Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1984, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1984, Blaðsíða 22
22 DV. FIMMTUDAGUR 29. NOVEMBER1984. Myndbönd Myndbönd Nýjungará myndbandamarkaðinum: Ódýr myndbands- tæki til útleigu A næstu vikum mun islenskum myndbandaneytendum bjóöast nýr valkostur á þessum markaði en þaö eru ódýr myndbandstæki sem hægt er aðsýna af en ekki taka upp á. Þaö er sænska fyrirtækiö Esselte sem hefur leitað eftir samstarfi viö islenska aöila um markaðssetningu á þessum tækjum hérlendis. I Svíþjóö eru þessi tæki geysivinsæl enda kosta þau í leigu hiö sama og ein mynd- bandsspóla kostar þar úti. Ekki er víst aö þessi tæki veröi jafn- ódýr í útleigu hérlendis þar sem nú er 130% tollur á þeim hér en víst aö þau veröa ódýrari en venjuleg myndbands- tæki í útleigu. Tæki þessi eru mjög einföld í meöför- um og ljóst aö meö tilkomu þeirra eiga mun fleiri en nú þess kost aö stytta sér stundimar meö my ndbandaneyslu. Angelique á myndbönd Hver man ekki eftir Angelique sögunum sem héldu annarri hverri húsmóöur í tárum og spennu hérlendis fyrir mörgum árum. Kvikmyndir vom gerðar eftir þessum sögum og nutu þær jafnmikilla vinsælda og sögurnar sjálfar. Arnar-video hefur fengiö mynd- bandaumboðið fyrir kvikmyndirnar og eru þegar þrjár af þeim fyrstu komnar á myndbönd hérlendis, og raunar inn á vinsældalistann hjá okkur eins og sést hér tii hægri. Angelique-sögumar gerast á tímum Lúövíks 14. í Frakklandi. A þessu upplaasnartímabili býr Angelique hjá fjölskyldu sinni en verður vitni aö samsæri um að myröa konunginn. I framhaldi af því er eiginmaður hennar drepinn og ásetur hún sér aö ná fram hefndum. Þetta er söguþráöur fyrstu myndarinnar í stuttu máli. Meö aöalhlutverk í þessum mynd- um fer Michéle Marcier. Um þessar mundir er verið aö setja þessar kvikmyndir á myndbönd víöa um heim en ísland er eitt af fyrstu löndunum í þeim efnum. Þegar eru 3 my ndir komnar á myndband en hinar 2 koma í byrjun desember. -FRI. HEFN0 ANGEiSQ! Vinsældalisti DV er unninn í samvinnu við 10 stærstu mynd- bandaleigurnar innan SlM auk Video-sport (3 leigur) og Mynd- bandaleigu kvikmyndahúsanna( 6 leigur). 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. MISTRALS DAUGHTER CELEBRITY BLUE THUNDER ANGELIQUE EMPIRE STRIKES BACK THETOY STAR CHAMBER KAMPUTCHEA EXPRESS ABCENCE OF MALICE BLADE RUNNER DYNASTY NINJA MASTER ERTU BLINDUR MAÐUR DEATH CAR NEVER SAY NEVER AGAIN CALIFORNIA SUITE BLOODLINE FLIGH 90 PRIVATE BENJAMIN FOR YOUR EYESONLY THE RETURN OF THE NINJA. LEIKSTJÓRI: PETER CRANE. AÐALLEIKARAR: LEE VAN CLEEF, TIMOTHY VAN PATTEN OG SHO KOSUGI. Samkvæmt vinsældalista DV hafa sjónvarpsmyndirnar um Ninja-meist- arann notiö töluveröra vinsælda. Ekki skil ég þær vinsældir. Ef inarka má þriöju spóluna sem hér er til umfjöll- unar þá eru þessir þættir með því allra ómerkilegasta sem ég hef augum litiö. Dubbað hcfur verið upp á gamla jaxlinn úr spaghettivestrum, Lee Van Cleef, og hann geröur aö Ninja-meist- ara. Ninja-meistari er sá sem hefur komist í gegnum einhvern heljarmik- inn hreinsunareld í Japan og býr þar af leiðandi yfir ótrúlegum krafti, bæöi líkamlega og andlega. Gallinn er bara sá að Lee Van Cleef er orðinn gamall og lúinn, og allar hans hreyfingar eru stirðar og hæfa vart manni meö alla þá hæfileika sem hann á aö hafa. Aö sjálf- sögöu verður hann þar af leiðandi aö hafa staðgengil í bardagaatriöunum og er skiptingin mjög augljós. Til aö flikka upp á þættina er hann látinn hafa lærling sem Timothy Van Patten leikur. Ekki bætir hann mikið viö gæöi seríunnar. Spriklar meira af viljaengetu. HK. WILLARD LEIKSTJÓRI DANIEL MANN. ADALHLUTVERK BRUCE DAVIDSON. ERNEST BORGNINE. Þaö voru ekki margar mínútur liön- ar af þessari mynd er maöur kannaö- ist viö hana sem gamla lummu frá menntaskólaárunum. Þá þótti hún nokkuð skondin hryllingsmynd. Myndin fjallar um ungan mann sem eignast tvær rottur að vinum. Vinskapurinn hleður utan á sig og rottunum fiölgar. Notar hann þær til ýmislegs ,til að hleypa upp veislu, stela peiungum o.fl., þar til önnur af upphaflegu rottunum er drepin af vinnufélaga hans. Sögupersónan og rottuherinn leita hefnda. Bruee Davidson á í mestu vandræðum meö túlkun sína á sögu- persónunni Willard enda getur vart nokkur leikiö svona hlutverk af viti, þ.e. að hafa ást á rottum. Þeir sem búa í gömlum timburhúsum geta hins vegar fengið ágæta gæsahúö af sumum atriöanna. -FRI. ÓTTINN ER BLINDANDI FÖRUNAUTUR (JOURNEY INTO FEAR). LEIKSTJÚRI: DANIEL MANN. AÐALLEIKARAR: SAM WATERSTON, VINCENT PRICE, ZERO MOSTEL, DONALD PLEASENCE OG YVETTA MIMIEUX. Ottinn er blindandi förunautur er sakamálamynd byggö á sögu eftir Eric Ambler og er mikiö lið þekktra leikara sem leikur í myndinni sem gerist fyrst í Istanbul, þaöan berst leikurinn til Aþenu og endar á ítalíu. Sam Waterston leikur ungan jarö- fræöing sem býr einn yfir nákvæmri þekkingu á olíujarölögum í Tyrklandi. Veröur hann fyrir aðkasti frá óprúttn- um náungum sem reyna allt til aö ræna honum og komast yfir þekkingu hans. Tyrkneska stjórnin vill náttúr- lega vernda hann og til að koma hon- um örugglega úr landi setur hún hann um borð í ódýran farþegadall sem er á leiö til Italíu meö viökomu í Grikk- landi. En þaö eru ekki allt sakleysingj- ar um borö eins og kemur á daginn og upphefstnúmikiidarraöardans.. . Öttinn er blindandi förunautur er hin ágætasta skemmtun þótt úrvinnsla söguþráðarins heföi mátt vera betri. Hin þekktu andlit í flestum hlutverkum eru síöur en svo til aö eyöileggja skemmtunina. HK. ERTU BLINDUR MADUR? LEIKSTJÓRI ERICTILL. Mynd þessi er byggð á ótrúlegu lífshlaupi Tom Sullivan en hann varö söngvari, skáld, sundkappi, lang- hlaupari, golfleikari og fallhlífar- stökksmaöur þó aö hann heföi fæöst blindur. Myndin greinir frá uppvexti Sulli- van og því hvernig hann berst viö aö vinna bug á fötlun sinni sem tekst meö harðfengi og dugnaði. Þótt aðstandendur myndarinnar séu allir óþekktir og myndin því brokkgeng á köflum aö því leyti skiptir þaö engu máli í sjálfu sér, innihaldið er gott efni. Fyrir þá sem vilja jákvæöa, huggulega og upp- byggjandi mynd á þessum síöustu og verstu tímum er ágætt aö kýla á ein- tak af þessari. Ertu blindur maöur? er fjöl- skyldumynd þar sem sýnt er fram á möguleika mannsins til aö yfirstíga vandamál sem í raun eru honum of- vaxin. -FRI. RAGGEDY MAN. LEIKSTJÚRI: JACKFISK. AÐALLEIKENDUR: SISSY SPACEK, ERIC ROBERTS OG SAM SHEPARD. Eftir aö Sissy Spacek fékk óskars- verðlaunin fyrir Coal Miners Daughter hefur henni fundist sjálfsagt að koma eiginmanni sínum á framfæri, en hann hafði hingað til veriö lítiö þekktur leik- stjóri, Jack Fisk aö nafni. Saman geröu þau Raggedy Man. Raggedy Man fjallar um fráskilda tveggja barna móöur sem starfar sem símastúlka á stríösárunum í litlum suðurríkjabæ. Ungur hermaöur veröur strandaglópur hjá henni í nokkra daga og fella þau hugi saman. í litlum bæ eru kjaftasögurnar ekki lengi aö fá byr undir báöa vængi og hrökklast hann burt. Þaö er fylgst meö henni af ókunnugum manni og tveir rónar reyna aö nauðga henni. . . Þrátt fyrir góðan leik Sissy Spacek í aöalhlutverkinu virkar Raggedy Man frekar ósannfærandi. Er þaö sérstak- lega endurkoma manns hennar sem er í engu samræmi viö söguþráðinn í myndinni og gefur henni frekar ósenni- legan blæ. HK.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.