Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1984, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1984, Blaðsíða 19
DV. FIMMTUDAGUR 29. NÖVEMBER1984. 19 róttir (þróttir Iþróttir Iþrótt Iþróttir Rummenigge var bestur en nýtti ekki færin — og Hamborg sigraði Inter, 2-1 Gifurlegur áhugi var í Hamborg þeg- ar Hamburger SV og Inter Milanó iéku þar í UEFA-keppninni í gærkvöldi. Áhorfcndur voru yfir sextíu þúsund og flestir til aö sjá Karl—Heinz Rummen- igge í baráttu við ieikmenn Hamborg- ar. Hamborg sigraði, 2—1, í leik sem ekki var mikið augnayndi nema hvað Rummenigge Iék landsiiðsfélaga sinn, Ditmar Jacobs, beinlínis upp úr skón- um. Skoraði eina mark italska liðsins. Hamborg náði forustu eftir aöeins 83 sekúndur. Michael Schröder kom knettinum yfir marklínuna eftir mikil læti í vítateignum eftir hornspyrnu Felix Magath. Rummenigge jafnaði strax í byrjun síöari hálfleiks eða á 47. mín. eftir að hafa leikið á Jacobs og skilið hann eftir UEFi keppi lin Úrslit í 3. umferft UEFA-keppninnar í knatt- spyruu í gær urftu þessi. Fyrri lcikir liðanna. • í Craiova, Rúmeníu. Universitatea Craiova—Zeljeznicar Sarajevo, Júgóslavíu, 2—0. (0—0). Mörkin Baldeanu 19. min. og Camataru 27. mín. Áhoríendur 50 þúsund. • í Tbilisi, Rússlandi: Spartak Moskva—1. FC Köln, 1—0 (1—0). Boris Pozdnayk skorafti markiftá35. mín. • t Lodz, Póllandi:Widzew Lodz—Dynamo Minsk, Rússlandi, 0—2 (0—1). Þeir Zygmantovitch (37. mín.) og Liudas Rumbut- is (89.) skoruftumörkin. • 1 Szckesiehervar, Ungverjalandi: Videoton—Partizan Belgrad, Júgóslavíu, 5—0 (1—0). Szabo skorafti fjögur mörk — á 11., 48., 49. og 73. min. og Meyer skorafti á 80. mín. 20.000 áhorfendur. • Í Briissel, Belgíu: Anderlecht—Real Madrid 3—0 (0—0). Mörkin Erwin Vanden- bergh 64. mín., Alex Czerniatynski 64. mín. og Frankie. Vertcauteren 84. min. Víti. Áhorf- endur41þúsund. • i Manchester, Englandi: — Man Utd. — Dundee Utd, Skotlandi, 2—2 (1—0). Mörk Utd. Strachan víti 9. mín. Bryan Robson 49. mín. Dundee Utd. Paul Hegarty 46. mín. Paul Sturrock 62. mín. Áhorfendur 48.278. • í London, Englandi: Tottenham—Bohemi- ans Prag, Tékkóslóvakíu, 2—0. Mörkin Jiri Ondra sjálfsmark á 26. mín. Gary Stevens 80. min. Áhorfendur 32 þúsund. • i Hamborg, V—Þýskalandi: Hamburgcr SV-Inter Milanó, Italíu 2—1. Mörk Ham- borgar Michael Schröder 2. mín og Thomas von Hessen 80. mín. Mark Inter Karl—Heinz Rummenigge 47. mín. Ahorfendur 61 þúsund. liggjandi á vellinum. Og Rummenigge hefði átt að skora þrennu í leiknum eftir að hafa tvívegis síðar leikiö í gegnum vörn Hamborgar. I fyrra skiptið tókst Jacobs að bjarga frá hon- um á marklínu en Uli Stein tókst að verja í síðara tilfellinu. Karl—Heinz var langbesti maður á vellinum þó hann nýtti færin ekki sem best. Lokakafla leiksins sótti Hamborgar- liöiö mjög. Wolfram Wuttke átti hörku- skot í stöng af 20 metra færi en tíu mín. fyrir leikslok skoraði von Hessen sig- urmarkið, skallaði í mark eftir hom- spyrnu Manfred Kaltz. Fyrirfram hafði mikið verið rætt um einvígi Magath og Irans Liam Brady á miðjunni. Áhorfendur uröu fyrir von- brigöum með þá, báðir hálfmeiddir og varamenn komu í stað þeirra í síöari hálfleik. Liðin voru þannig skipuð. • Hamborg: Stein, Kaltz, Groh, Jacobs, Schröder, Wehmeyer, Rolff, Magath (Soler 70. mín.), von Hessen, Wuttke, McGhee (Mil- ewski68. mín.). • Inter: Recchi, Bergomi, Mandorlini, Bar- esi, Collovati, Bini, Marini, Brady (Pasinato 56. mín.), Sabato, Altobelli og Rummenigge. hsim. Karl-Heinz Rummenigge sýndi snilldartakta í Hamborg í gærkvöldi. Jafntefli þrátt fyrir yfirburði Man. United Litlu munaði að Man. Utd tapaði ífyrsta skipti á heimavelli í Evrópukeppni „Þetta er hreint ótrúlegt, ég trúi þessu varla. Staðan gæti hæglega verið 6—0 fyrir Man.Utd en Dundee Utd. hefur jafnað í 2—2,” hrópaði þulur skoska útvarpsins sem lýsi UEFA- leiknum á Old Trafford í gærkvöld, þegar Paul Sturrock jafnaði fyrir skoska liðið í 2—2 á 62. mín. Það var raunverulega í annarri sóknarlotu skoska liðsins í leiknum, svo miklir höfðu yfirburðir enska liösins verið. En vörnin var cins og gatasigti þegar Skotarnir geystust í sókn og ekki mun- aði miklu rétt í lokin að Man.Utd tapaöi sinum fyrsta leik á heimavelli í Evrópukeppni. Á síðustu minútunni komst Sturrock i dauðafæri, hikaði aðeins og Mike Duxbury komst fyrir knöttinn og bjargaði í horn. Nær allan fyrri hálfleik var knöttur- inn viö eöa í vítateig Dundee Utd. Skotarnir algjörlega yfirspilaöur en uppskera Utd var aðeins eitt mark. Gordon Strachan skoraði úr víta- spymu eftir aö varnarmaöur haföi varið með höndum á marklínu skalla Gordon McQueen eftir hornspyrnu. McAlpine hreint frábær í marki Dundee Utd og heppinn. Strax í byrjun síöari hálfleiks jafnaöi Dundee Utd. Fékk aukaspyrnu, knett- inum spymt inn í vítateig og Paul Hegarty skallaöi í mark. Bryan Robson náði fomstu fyrir Man.Utd aft- ur á 49. mín. eftir að McQueen hafði skallaö til hans eftir homspyrnu. Rétt á eftir fékk Man.Utd aftur homspyrnu. Aftur varöi varnarmaður meö höndum á marklínu frá McQueen. Aftur víta- spyma sem Strachan tók. McAlpine Stórleikur Clemence og Tottenham sigraði — vann Bohemians Prag, 2-0, í Lundúnum UEFA-meistarar Tottenham hafa góða mögulcika á að komast í fjórðu umferð UEFA-keppninnar eftir sigur á Bohemians Prag á White Hart Lane í gærkvöldi, 2—0, en leikmenn Tott- enham urðu þó að taka á öllu sínu til aö liala þann sigur í höín. Tékkneska liðið, sem nú er efst í 1. deild í Tékkóslóvakíu, lék oft mjög vel en snilldarmarkvarsla Ray Clemence kom í veg fyrir að því tækist að skora. Tékkarnir voru óheppnir að skora sjálfsmark á 26. mín., Jiri Ondra, og sú fomsta, sem Tottenham náði þá, var gegn gangi leiksins. Tékkneska liðið betra framan af. Lék beittan sóknar- leik en hafði ekki heppnina með sér við mark Tottenham. Þar var h'ka við Clemence aö eiga. Það var þó áht fréttamanns Reuters eftir leikinn að með heppni heföu Tékkarnir getað endað óslitna göngu Tottenham á heimavelli án taps í 43 leikjum á síðustu 23 árunum. Það getur félagið þakkað Clemence. Hann varði snilld- arlega frá Hruska af stuttu færi, síðar frá Skoda og Janecka eftir að þeir höfðu leikiö gegnum vörn Tottenham. Síðan kom sjálfsmark Ondra, sem sendi knöttinn í eigið mark eftir spyrnu blökkumannsns Chiedozie. Þrátt fyrir markiö tókst Tottenham ekki að setja mörk sín á leikinn. Tékkarnir voru betri og á 53. mín. var Clemence aðeins í veginum að Tékkar jöfnuðu. Hann varöi í tvígang, fyrst hörkuskalla frá Skoda, síðan annan skalla Jir Sloup. Klemmi er fáum líkur í stuði. Um miöjan s.h. voru þeir Mabbutt og Hazzard teknir út af en Houghton og Cooke komu í þeirra staö hjá Tott- enham. Þá fyrstfórTottenham-liðiðað sýna sínar réttu hliöar og tíu mín. fyrir leikslok skoraöi Gary Stevens eftir sendingu Cooke, þrumufleygur af 20 metra færi. Lift Tuttcnham var þaunig skipaft: Clcmencc, Stcveus, Mabbutt (Huugliton 68. mín.), Roberts, Miller, Perryman, Chicdozie, Falco, Alicn, Hoddle og Hazzard (Cooke 68. mín.). -hsím. varöi frá honum, fyrsta vítið sem Strachan misnotar sem leikmaður Man.Utd. Skoska liðið náði skyndisókn og Sturrock jafnaði á 62. mín. Man.Utd reyndi allt til aö komast yfir aftur. Fékk sína 17. hornspyrnu á 67. mín. en allt kom fyrir ekki og lokakafla leiksins voru leikmenn Dundee Utd nær því að sigra en enska hðið. Ovænt úrsht og furðuleg eftir gangi leiksins. Liö Man.Utd var þannig skipað: Bailey, Gibson, Duxbury, McQueen, Albiston, Strachan, Robson, Moses, Olsen, Hughes og Whiteside (Stapleton 75 mín.). hsím. ** . *«■ • • Pétur Pétursson. Pétur í uppskurð? Frá Kristjáni Bernburg, frétta- manniDV íBelgíu: Pétur Pétursson lék ekki með Feyenoord á sunnudag vegna meiðsla í nára og miklar líkur eru á að hann verði að fara í uppskurð. Hann á að fara á æfingahjól í dag til að reyna á nárann. Ef það gengur ekki þá er lítið annað fram undan hjá Pétri en uppskurður. -KB/-hsím. Stórsigur FH-stúlkna FH-stúlkurnar, undir stjórn Ragnars Jónssonar, hins gamai- kunna landsliðskappa, unnu stór- sigur, 29—12, yfir KR í 1. deildar keppni kvenna — í Hafnarfirði í gærkvöldi. Ragnar hefur greini- lega kennt þeim galdurinn, hvernig á að skora mörk. Það var Kristín Pétursdóttir sem skoraði flest mörk FH, cða níu alls. • Haukastúlkurnar unnu einnig stórsigur, 27—7, yfir HK í 2. deild. dcild. -SOS. Ársþing KSÍ um helgina Ársþing KSÍ verður haldið að Hótel Loftleiðum um helgina og hefst það á laugardaginn. Ellert B. Schram, formað- ur KSÍ, mun gefa kost á sér áfram og þá liefur DV frétt að þeir þrír menn sem gauga úr stjórn gefi kost á sér til cudur- kjörs. Stórsigur Anderlecht á Real Madrid: Daninn Fremann breytti öllu! Frá Kristjáni Bernburg, fréttamanni DVíBelgíu: Anderlccht virðist hafa alia mögu- leika á að komast í 8—liða úrslit UEFA-keppninnar eftir stórsigur á Real Madrid 3—0 í Briissel í gærkvöld. Þetta var aldrei neinn stórleikur og Reai Madrid aðeins skuggi fyrri stór- liða félagsins. Anderlecht skoraði öll mörk sín í síðari hálflcik eftir rólegan fyrri háifleik. Daninn Per Freman kom inn sem varamaður landa síns Frank Arnesen á 60. mín. og leikur Anderlecht breyttist þá mjög til hins betra, varð miklu léttari og þá komu mörkin. Það var mikil stemmning á vell- inum, löngu uppselt og leikurinn sýnd- ur beint í sjónvarpi. Það voru belgísku landsliðsmennirnir Vanderbergh, Czerniatynski og Vercauteren sem skoruðu mörkin. Síðasta markið, sem Vercauteren skoraði úr vítaspyrnu, var þó hrein gjöf, beinlínis jólagjöf eins og belgíski þulurinn komst að orði. Nokkur harka var í leiknum. Þrír leik- menn Real Madrid bókaöir og einn leikmaöur Anderjecht. Sóknarleikur Anderlecht var skémmtilegur í síðari hálfleik en mikil vonbrigði með leik spánska liðsins. Anderlecht notaði báöa varamenn sína en Arnór Guðjohnsen, sem vai meðal varamanna, kom ekki inn á Þaö er mikið mannval hjá Ander lecht, meðal varamanna voru belg ískir og danskir varamenn auk Arnórs KB/hsim England Þrír leikir voru leiknir í ensku 3. deildar keppninni í gærkvöldi: Bradiord-Millwall 3—1 Derby-Doncaster 3—1 Lincoln-Cambridge 1—1 iróttir Iþróttir fþróttir fþróttir fþróttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.