Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1984, Blaðsíða 11
DV. FIMMTUDAGUR 29. NOVEMBER1984 11 Guöni Halldórsson, formaöur FRÍ. Nýkjörinn formaður Frjálsíþróttasambandsins: Nam sagnfræði og bókmenntir Þeir sem grannt fylgjast með íþróttum í landinu þekkja vel Guöna Halldórsson. Til skamms tíma var hann einn af okkar fremstu kúluvörp- urum. Þótt Guðni sé nú hættur keppni hefur hann ekki sagt skilið viö íþróttirnar því um árabil hefur hann veriö innsti koppur í búri hjá Frjáls- íþróttasambandi Islands. Um síöustu helgi tók hann viö formennsku í sam- bandinu eftir aö hafa veriö fram- kvæmdastjóri þess í nokkur ár. I samtali viö DV sagði Guöni að íþróttirnar heföu verið helsta áhuga- málið allt frá barnæsku. „Meöan ég átti heima á Húsavík tók ég þátt í flestum þeim íþróttum sem mögulegt var aö stunda; sundi, handbolta og yfirleitt öllu. Síöan hélt ég suður til menntaskólanáms og þá fór ég fyrst aö æfa kúluvarpið aö marki. Á síðasta áratug keppti ég reglulega í kúlu- varpinu og náöi best aö kasta 18,16 metra. Á þessum árum var Hreinri Halldórsson upp á sitt besta og sömu- leiðis Oskar Jakobsson. Ég stóö alltaf nokkuöí skugga þeirra.” Aö loknu stúdentsprófi áriö 1974 lagði Guðni stund á sagnfræöi og bók- menntir viö háskólann. Iþróttirnar viku þó ekki fyrir náminu og lokarit- gerðin var að sjálfsögöu um íþróttir. Guöni skrifaði um frjálsar íþróttir hér á landi fram til stofnunar Frjáls- íþróttasambandsins áriö 1947. Af málefnum sambandsins sagöi Guöni að nokkrar breytingar væru í vændum. Þaö væri stefnan aö dreifa völdunum og hvetja menn til frum- kvæöis. „Starfiö er umfangsmikið,” sagöi Guöni, ,,og samkeppnin viö aörar tómstundir hörö. Einkum er það áberandi hér í Reykjavík. Annars er þaö mesta furöa hvaö íslendingum tekst aö halda í viö útlendinga hvað varðar árangur í íþróttum.” Guöni sagöi aö ekki féllu til margar frístundir. Starfiö fyrir hreyfinguna vildi seilast út fyrir heföbundinn vinnu- tíma. „Ég reyni aö láta þaö bitna sem minnst á f jölskyldunni og vil verja sem mestum tíma meö henni.” Þá segist Guöni lesa nokkuö, einkum um söguleg efni, hlusta á jass og leika á nikku sér til dundurs. Sambýliskona Guöna er Anna Kristjánsdóttir skrifstofumaöur. Hún er laus viö alla íþróttaáráttu en er umburöarlynd gagnvart áhugamáli sambýlismannsihs. Guöni á eina dóttur frá fyrri sambúö og tvö fóstur- böm. _ -GK Haustid hefur verið með afbrigðum gott að þessu sinni. Þrátt fyrir það eru hestamenn farnir að huga að hestum sínum og taka inn þá baldnari til tamninga. Hinir fá að leika sér frjálsir og áhyggjulausir. DV-mynd EJ. IngiTryggvason svarar: Hvers vegna svona dyrt? „Það eru allt önnur hlutföll á milli mjólkurvaranna annars staðar á Norðurlöndum en hér. Þar er smjör- verðið lækkað meö því aö hækka aör- ar vörur. Ekki eins og hér þar sem verö smjörsins er miðað við raun- verulegt framleiðsluverð þess. Viö getum ekki lækkað smiörveröiö nema aö hækka aörar mjólkurvör- ur,” sagöi Ingi Tryggvason, formaö- ur Stéttarsambands bænda og for- maöur sexmannanefndar, sem ákvarðar búvöruverö, er hann var spurður um þaö hvers vegna smjörið væri svo dýrt. Ingi sagöi aö samanburður af þessu tagi væri erfiöur. Framleiöslu- kostnaöur í landbúnaði væri meiri hér en annars staöar á Noröurlönd- um og kæmu þar íslenskar aðstæður til sögunnar. Hér væru til dæmis öll aöföng mun dýrari og væru allt aö 2/3 af verði framleiöslu bóndans. Afgangurinn væri kaup bóndans. APH. TRYGGING SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS • FYRIRHAFNARLAUS • ÁN ALLRAR ÁHÆTTU • 8% FASTIR VEXTIR • RÍKULEG ÁVÖXTUN Með spariskírteinum í 3. flokki 1984 sem nú eru til sölu býður Ríkissjóður betri ávöxtun en flestir aðrir á markaðinum. KYNNIÐ YKKUR VEL KJÖR SPARISKÍRTEINA ? RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS P

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.