Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1984, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 29.11.1984, Blaðsíða 34
34 DV. FIMMTUDAGUR 29. NOVEMBER1984. Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur ASTRID LINDGREN OG ILON WIKLAND SJÁÐU, MADDITT ÞAÐ SIMJÓAR! Ut er komin hjá Máli og menningu myndabókin Sjáöu, Madditt, það snjóar! eftir Astrid I.indgren og Uon Wikland. Þuríöur Baxter þýddi. Þetta er jólasaga og þaö er Beta litla, systir Maddittar, sem er aöalper- sónan. Hún fær aö fara í bæinn með Madditt fyrir jólin til aö kaupa gjafir og það er ofsalega gaman þangað til henni veröur það á að fá sér salíbunu á sleða sem stansar rétt hjá henni: Sleö- inn heldur alltof lengi áfram. . . hann fer meira að segja út úi' bænum og inn í skóginn og hriðina.. . Bókin er litprentuö á Italíu, en Prent- stofa G. Benediktssonar sá um setn- ingu og filmuvinnu. siecuN ófrnleg lilsreynslusaga ungrar stúlku ÍSÓL KARLSDÓTTIR SIGRÚN Sigrún er önnur bók Isólar Karlsdótt- ur, en fyrsta bók hennar, Forlaga- flækjan, kom út á síöasta ári og var henni mjög vel tekið. Þessi nýja saga hennar, Sigrún, er mjög spennandi lífs- reynslusaga ungrar stúlku, og bókina leggur enginn frá sér fyrr en að lestri loknum. Bókin er 128 bls. Skjaldborg gefur Sigrúnu út. MARINO L. STEFANSSON STRÁKARNIR SEM STRUKU TIL SKOT- LANDS Strákarnir sem struku til Skotlands er ný bók eftir Marinó L. Stefánsson, höfund bókarinnar Manni litli í Sólhlíö sem kom út árið 1982 og hlaut miklar vinsældir um allt land. Aðalsöguhetjan í nýju bókinni eru þeir Halli og Nonni á Sandeyri, en þeir eru ellefu ára. Far- þega- og flutningaskipið Stapafoss kemur til Sandeyrar og þá taka þeir félagar þá ákvörðun að strjúka meö skipinu, en það hélt frá Sandeyri til Skotlands. Erlendis lenda strákarnir í miklum ævintýrum og erfiðleikum. Strákarnir sem struku til Skotlands er 98 bls. Skjaldborg gefur bókina út. MABiNÖ L STEFÁNSSON ULISES WENSELL OG ANNE MARI CHAPOUTOUN: BINNI FER ÚT í RIGNINGU BINNI VILL EIGNAST HUND Skjaldborg hefur gefið út tvær smá- barnabækur, Binni fer út í rigningu og Binni vill eignast hund. Margar lit- myndir prýða bækurnar. » STEFÁN JULÍUSSON KÁRI LITLI OG LAPPI Æskan hefur gefið út bókina Kári litli í skólanum eftir Stefán Júlíusson. Hún er sjálfstætt framhald bókarinnar SmÍNJÚUUSSŒ Kári litli íshóianum Kári litli og Lappi sem Æskan gaf út á síðasta ári. Sagt er frá sjö ára snáöan- um Kára sem er að hefja skólagöngu og leikjum hans með vininum Gunnari og hundinum Lappa. Ævintýrin eru á næsta leiti. Þeir róa til fiskjar og renna sér á skautum — en varast þarf sker og ótraustan ís eins og félagarnir reka sig á. Hinar sígildu sögur Stefáns Júlíus- sonar um Kára litla hafa hrifið unga lesendur í hálfa öld og hver útgáfan af annarri selst upp. Þessi vandaöa 6. út- gáfa, með skemmtilegum myndum Halldórs Péturssonar, höfðar eflaust enn sem fyrr til barna á aldrinum sex tilellefu ára. „Stefán Júlíusson sýndi strax með fyrstu bók sinni að hann skildi mikil- vægi hins hversdagslega fyrir barns- hugann. Það er enginn reyfarabragur á sögunni um Kára litla og Lappa. En hún er sögð af íþrótt sögumanns og nærfærnum skilningi á barnssálinni. Því er þetta góð saga og holl til lestrar” — var ritað í blaðadómi um fyrri bókina og á ekki síður við um Kára litla í skólanum. K.M. PEYTON FLUGIÐ HEILLAR Ut er komin hjá Máli og menningu unglingaskáldsagan Flugiö heillar eftir hinn vinsæla breska rithöfund K.M. Peyton. Þetta er önnur bókin í fjögurra binda verki; fyrsta bókin, Flambardssetrið, kom út í fyrra. Sagan gerist á árunum 1912—14, henni lýkur um sama leyti og fyrri heimsstyrjöldin skellur á. Kristína og Vilhjálmur hlaupast á brott frá Flambards þar sem allt er læst í miöaldavenjur og setjast að á flugvelli skammt frá Lundúnum, í nútímanum miðjum. Vilhjálmur fær vinnu sem flugvirki og síöar flug- maður og Kristína fer að starfa á hóteli. Gegn vilja sínum hlýtur hún aö taka þátt í þeirri hættulegu íþrótt sem flugið var á þessum tíma, jafnvel fljúga yfir Ermarsund þótt hún vildi helst halda sig við jöröina. Sagan er viðburðarík og spennandi og mannlýsingar vel gerðar. Aöur hafa komið út sjö skáldsögur handa unglingum eftir K.M. Peyton. Silja Aöalsteinsdóttir þýddi. Bókin er 171 bls., unnin í Hólum. Kápu gerði Sigurður Valur Sigurðsson. GÖRAN TUNSTRÖM JÓLAÓRA- TÓRÍAN Hjá Máli og menningu er komin út skáldsagan Jólaóratórían eftir sænska rithöfundinn Göran Tunström. Hann hlaut bókmenntaverðlaun Norður- landaráös 1984 fyrir þessa bók sem Þórarinn Eldjárn hefur þýtt. I miðju þessarar sögu er heima- byggð höfundar í Vermalandi í Svíþjóö, en hún teygir anga sína alla leið til Nýja-Sjálands. Frægar persónur koma við sögu, svo sem skáldkonan Selma Lagerlöf og land- könnuðurinn Sven Hedin, en aðalper- sónurnar eru feðgarnir Aron og Sidner og segir frá draumum þeirra, sorgum og þrám. Alvarlegir þættir og kátlegir skiptast á í þessari sögu þar sem spurt er um möguleika feguröar og listar í þessum heimi. Jólaóratórían er gefin út bæöi inn- bundin og sem kilja, Ugla, í hinum nýja kiljuflokki Máls og menningar. Hún er 358 bls. aö stærð, unnin í Prent- smiðjunni Odda hf., nema hvað þýðandinn setti hana sjálfur á tölvu. Kápu gerði Siguröur Ármannsson. ALFRÚN GUNNLAUGSDÓTTIR ÞEL Ut er komin hjá Máli og menningu skáldsagan Þel eftir Álfrúnu Gunn- laugsdóttur. Álfrún hefur áður sent frá sér smásagnasafnið Af manna völdum (1982). Svið sögunnar er Island og Spánn og upprifjanir og bein frásögn skiptast á. I tilefni dauða besta vinar síns rýnir sögumaður í vináttu þeirra og æsku- drauma — til að átta sig á hvenær von- brigði tóku við af háleitum sýnum, hvenær tryggðabönd voru rofin og til að skilja betur sitt eigiö líf og samband sitt við Unu, þriöju aðalpersónu bókar- innar. Ovenjuleg bygging og frá- sagnaraöferð sögunnar magna spennu hennar og gefa henni draumkenndan blæ. Þel er 195 bls. að stærð, sett og prentuð hjá Prentstofu G. Benedikts- sonar og bundin í Bókfelli hf: Kápu gerði Steingrímur Eyfjörð Krist- mundsson. ALICE KAHN LADAS, BEVERLY WHIPPLE OG JOHN DELBERT PERRY KYNEÐLI OG KYNMÖK I formála, sem Brynleifur H. Stein- grímsson læknir ritar, segir hann m.a.: „Þessi bók á aö mínum dómi er- indi til allra kvenna og karla en þó al- veg sérstaklega til lækna, hjúkrunar- fræðinga, sálfræðinga, félagsfræðinga og annarra ráðgjafa. Það er ekki vansalaust fyrir þá sem stunda lækn- ingar eða ráðgjöf að þekkja ekki til innihalds þessarar bókar. Vonandi verður bókin til þess að kynfræðslu verði komið á í Háskóla Islands og öll- um þeim skólum sem fást við fræöslu á lífeðli mannsins. Lífeðlið er ekki feimnismál og kyneðlið því ekki held- ur. Það er erfitt að skilja mannseðliö en ómögulegt ef stórum hluta þess er sleppt, kyneðlinu og kynhvötinni.” Kyneðli og kynmök er 200 bls. Skjaldborg gefur bókina út. KYNEÐLIŒ KYNN^K Um G-Wettinn og nbrar nýjar uppgaívanif varðantfi msnnlagt kyneölí Algjöf m«‘t8ölubOk s Simdarikjuinum HOFUMOA* AUCC KÁHN LAOA& BEVgBLEY WHIW»LE johm oEteeftT pemr ASTRID LINDGREN ASTRID LINDGREN KARL KARL BLÓM- KVIST OG RASMUS Þriöja og síðasta bókin um leynilög- reglumanninn Karl Blómkvist eftir Astrid Lindgren er komin út hjá Máli og menningu. Hún heitir Karl Blómkvist og Easmus, Skeggi Ás- bjarnarson þýddi. I þessari sögu fást Kalli Blómkvist og vinir hans viö mannræningja: Easmusi litla er rænt vegna þess að pabbi hans hefur gert vísindalega uppgötvun sem óprúttnir menn vilja koma höndum yfir. Þaö hefði líka verið einfalt dæmi fyrir þá ef liösmenn Hvítu rósarinnar hefðu ekki sett strik í reikn- inginn. Bókin er 167 bls., sett í prentsmiðju Þjóðviljans, Repró sá um útlit og filmuvinnu, Formprent prentaði og bókband annaðist Bókfell. Myndir í bókinni eru eftir Kerstin Thorvall, en kápumynd gerði Ilon Wikland. BIRGITTA H. HALLDÓRSDÓTTIR HÁSKI Á HVERA VÖLLUM Háski á Hveravöllum er önnur bók Birgittu H. Halldórsdóttur. Fyrsta bók hennar, Inga, kom út á síðasta ári og var mjög vel tekið um land allt. A bókarkápu segir: Einhver undar- legur dularhjúpur var yfir afdrifum Kristínar, blaðakonunnar fögru. Blaðakonan Marta fer til Hveravalla, þar sem slysið átti sér staö. Þar bíða hennar marg kyns hættur og háski, ekki einungis af manna völdum, heldur einnig af hjarta hennar sjálfrar. Al- þingismaöurinn Friðrik kemur inn í líf hennar. Þaö er ást við fyrstu sýn, en gallinn er sá að Friörik á konu, Maríu, sem ekki er á því að sleppa manni sín- um fyrirhafnarlaust. Þessi nýja bók Birgittu er hörkuspennandi og hana leggur enginn frá sér fyrr en að lestri loknum. Háski á Hveravöllum er 186 bls. Skjaldborg gefur bókina út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.