Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Blaðsíða 5
MARTIN DV. LAUGARDAGUR15. DESEMBER1984. 5 HAFSKIP REYNIR STÓR- FLUTNINGA ERLENDIS „Erum að berjast fyrir lífi okkar/’ segir Ragnar Kjartansson, stjómarformaður Haf skips hf. Hafskip hf. reynir nú stórflutninga milli meginlands Evrópu, Bretlands og Bandaríkjanna. „Viö erum aö berjast fyrir lífi okkar. Við erum einnig aö nota þá þekkingu sem viö höfum aflað okkur. Þetta er spenn- andi tilraun,” segir Ragnar Kjartansson, formaður stjórnar Hafskips hf. Það eru f jögur 600 gáma skip sem Hafskip hefur tekiö á leigu meö áhöfnum. Hvert þeirra er 10—12 þúsund tonn. Þrefalt stærri en Haf- skip hefur veriö með í gámaflutn- ingum. Tvö sigla nú þegar milli meginlands Evrópu, Bretlands og austurstrandar Bandaríkjanna. Eitt milli Skandinavíu og Bandaríkjanna. Annaö bætist við á þeirri leið eftir áramót. „Þetta er alveg sambærilegt við flugverkefni erlendis. Viö höfum á undanfömum árum komið okkur upp skrifstofum erlendis og tekið þátt í flutningaþjónustu sem fært hefur okkur verulega reynslu. Hér heima höfum við orðið fyrir miklum áföllum í ár og það er ekkert ofsagt að við ríkjandi aðstæður verði eigna- laust félag að berjast fyrir lífi sínu,” segir Ragnar Kjartansson. Hafskip býður erlendu flutningana á 10—20% lægra verði en þar hafa gilt undan- farið. En hvaða áföll hafa dunið yfir hér heima? „Hér hefur ríkt alveg skefja- laus samkeppni þótt sumir haldi öðru fram. Við erum eins og dvergur á milli tveggja risa og það er alveg öruggt að tap veröur á rekstri allra íslensku skipafélaganna í ár. Síðan misstum við varnarliðsflutningana að mestu, gengiö var fellt og verkfall stöðvaði allt í margar vikur. Gengistap er gríðarlegt og BSRB- verkfailið kostaöi okkur hjá Hafskip ekki minna en 20 milljónir. Sókn á erlenda markaði meö þessa þjónustu er alveg sjálfsögö hvenær sem er og ætti að vera miklu ríkari þáttur hjá okkur Islendingum. En nú knýr neyðin okkur til þess að gera þetta til þess aö bjarga okkur undan því fargi sem felst í rikjandi aðstæðum hér,” segir stjórnarformaður Hafskips hf. -HERB. Hafskip hf. gerir nú tilraun tíl stórflutninga milli meginlands Evrópu, Bretíands og Bandaríkjanna. dsteeH'n •tíSS •Vt'n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.