Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Blaðsíða 36
36 DV. LAUGARDAGUR15. DESEMBER1984. „Ég fór djöfullega með vín” Eins og vikið verður aö síðar, fékk Jón Sólnes meðal annars útrás fyrir starfsorku sína og athafnaþrá meö því að taka virkan þátt í bæjarpólitikinni og síöar sem alþingismaöur. En lang- aði hann aldrei til aö prófa eitthvað annað í stað þess að vinna lonog don á sama staðalla ævina? Jú, auðvitaö hafði maður metnað til annarra hluta, en þetta starf í bankan- um veitti svo mikið öryggi. Launin voru heldur betri en gekk og gerðist, þótt það breyttist til hins verra eftir seinni heimsstyrjöldina. Nú, og svo hafði maður ekki mennt- un til þess að fara út í eitthvað annaö eða þá, að kjarkinn hefur brostiö. En ég var að minnsta kosti í eftirsóttri stöðu. En það er ekki þar með sagt, að ég hafi ekki reynt fyrir mér á öðrum svið- um. Eg fór út í bölvað, djöfuls útgerðarbrask, sem endaði rneð skelf- ingu og voðalegum skuldum. Við vorum þrír, sem stóðum í þessari útgerð og ætlunin var, aö ég væri þaö sem heitir „sleeping partner”, óvirkur hluthafi. En þessir tveir félagar mínir, annar var vélsmiöur en hinn vélstjóri, gáfust upp, og ég sat uppi með drullu helvítis skítadallinn og öll útgerðin í bölvaöri vitleysu. Þessa félaga mína langaði til aö eignast skip og ég asnaöist til þess aö vera meö. Ætlunin var alltaf, aö ég væri svona meira á bak viö tjöldin og kæmi ekki of mikið f ram sjálfur. Skipið, sem við keyptum hét Njöröur og var gamall hvalveiðibátur. Hann var elzta skipið i flotanum. Eg fékk hrollkennda tilfinningu, þegar ég sá dallrassgatið koma inn fjörðinn, hund- gamalt og iila við haldið. Þaö voru erfiðir tímar þá, en annars er ég ekk- ert frá því, að ég hefði getaö orðið góöur útgeröarmaöur. Utgerðin stóð i fjögur ár í kringum miðja öldina og gekk bókstaflega ekki neitt. Það lá viö, að maður hrópaði húrra, ef þeir fengu svo sem eina bröndu. En það hallaði sífellt undan fæti, og á endanum var það ég, sem sat uppi með allar skuldirnar. Það var ömurlegt timabil í minni ævi. Eg var með hátt á fjórða þúsund krónur á bak- inu og ég var feginn þegar ég gat loks selt dallinn. Ég var mörg ár að borga niðurþessarskuldir. Og þaö var ekki til aö bæta ástandið fyrir mann að vera starfsmaður í banka og þurfa að krefja menn um greiöslu á skuldum og geta svo sjálfur ekki staðiö við sinar skuldbindingar. Hvernig heldurðu, að það hafi verið? Ekki til að hjálpa öðrum Auðvitaö fór ég út í þetta útgeröar- brask til að græða á því, en þaö bara mistókst. Eg fór ekki út í þetta til að hjálpaöðrum! I þessu útgerðarbraski mínu reynd- ist Kveldúlf ur á Hjalteyri bjargvættur. Vegna starfa minna í bankanum hafði maður haft mjög mikil samskipti við þá á Hjalteyri og ég var þar kunnugur öllum hlutum. Forstjóri Kveldúlfs á Hjalteyri var Vésteinn heitinn Guð- mundsson, verkfr. síðar forstj. Kísil- verksmiðjunnar í Mývatnssveit. Hann var mikill vinur minn og hljóp vel und- ir bagga, þegar ég átti í mestu erfiöleikunum. Og mikið á maður nú margar og góöar endurminningar um ferðimar út á Hjalteyri og þar ríkti mjög skemmtilegt andrúmsloft þó stundum væri kannski nokkuð sukk- samt. Það sama get ég einnig sagt um sam- skipti min við Síldarverksmiðjuna á Dagverðareyri. Þar stjómaði norskur maður að nafni J. Indbjör, ágætis karl, sem var mikill heimilisvinur hjá okk- ur. Fyrir utan að vera endurskoðandi fyrirtækisins, þá voru þeir viðskipta- menn bankans og ég hafði því mikið með þá að gera og þær voru ófáar ferðirnar sem maður þurfti að fara nærri því á hvaða tíma sólarhringsins sem var til þess að ganga frá út- flutningsskjölum vegna afurðanna því ábyrgöirnar voru hjá okkur í bankan- um og við urðum að sjá um að koma skjölunum til hlutaðeigandi erlends banka með skipinu sem flutti afurðirn- Kaf li úr bókinni ar. Þaö má nærri geta hvort ekki hafa runniö ofan í mann einn eða fleiri snapsar hjá hlutaðeigendum, þegar gengiö hafði verið frá formsatriðum og var þá ekkert tekið tillit til þess um hvaöa tíma sólarhringsins var að ræða. En þetta var allt einhvem veg- inn mjög skemmtilegt og spennandi. En það er vegna reynslu minnar af Nirði, sem ég er mjög harður á því, að menn, sem eru í þessu, skuli standa eða falla með sinni útgerð. Ef hún gengur ekki, eiga þeir bara að rúlla. Þegar ég var í þessu lágu ekki ríkis- stjórnarpeningar í sjóöum til aö bjarga vonlausri útgerð. En ef ég heföi bara haft betra skip, þá veit ég andskotann ekki, nema ég hefði farið út í þetta í alvöru. Eg er nefnilega fæddur fjárhættuspilari, alveg óskaplegur. Eina hliðarsporið Utgerðarsaga Njarðar er eina hliöarsporið, sem Jón Sólnes hefur tekið um ævina, sem einhverju skiptir. Hins vegar mátti ekki muna miklu, að Jón hætti í Landsbankanum 1947, þegar Ut- gerðarfélag Akureyringa keypti Kald- bak, fyrsta togara félagsins. Þá var auglýst laus til umsóknar staða framkvæmdastjóra. Ég sótti um framkvæmdastjórastöð- una, en fékk hana ekki. Þá var Guðmundur Guðmundsson málari, ráðinn og var hann fyrsti fram- kvæmdastjóriUA. Sú staðreynd, að ég fékk ekki þetta starf, hefur í raun orðið mér til heiila, og ég lít á þetta, sem eitt af þessu merkilega í lífinu, að þaö hefur allt snúizt manni til góðs. Það er Jakob Frímannssyni að þakka eöa kenna, að ég var ekki ráð- inn. Þegar þetta gerðist var ég búinn að vera bæjarfulltrúi í eitt ár og viö at- kvæðagreiðslu í bæjarráði fékk ég tvö atkvæði og Guömundur tvö auk atkvæðis Jakobs. En það var ekki af andúð, að Jakob greiddi atkvæði gegn mér í þessu máli. Sjálfur sagöi hann við mig á eftir: „Nei, ég ætla nú bara að segja þér það, að ég ætla sko ekki að láta þig fara frá Landsbankanum. Eg hef annað hlut- verk handa þér en að vera hjá UA.” „Ég fór djöfullega með vín" Lengi vel var ég anzi iðinn við að fá mér í staupinu. Þetta byrjaði nú bara eins og hjá öðrum ungum mönnum, að við strákarnir fórum að smakka það svona 19 ára gamlir. Þá vorum við Tómas Steingrímssona beztu vinir, nánast eins og bræður alla tíð. I þessum hópi voru svo strákamir úr forystusveit Varðar, þeir Arni Sigurðs- son, Ari Hallgrímsson, Jakob 0. Pétursson, Gunnar Höskuldur Kristjánsson o.fl. Síðan voru menn, sem bættust í hópinn, og styrjaldar- klíkan varð til. Þar voru meðal ann- arra Einar Sigurðsson, forstjóri Nathan og Olsen á Akureyri, Tryggvi Jónsson bifvélavirki, Karl Benedikts- son kaupmaöur, Óskar Sæmundsson kaupmaður o.fl. Þessi hópur hélt tals- vert saman og við spiluðum mikið á þessumárum. Þótt ég drykki mikið, þá þakka ég forsjóninni fyrir það, að það fór þó aldrei svo, að ég væri í mikilli hættu, til dæmis að ég gæti ekki unnið. Ég fór aldrei svo langt. Ef ég á að vera einlægur, sem ég vil vera, þá held ég, aö hættan hafi verið einna mest hjá mér, eftir að ég var orðinn útibús- stjóri. Það er staðreynd, að á Islandi getur maöur verið fullur daginn út og daginn inn. Og hjá mér fór það að verða bölvaður ávani að fá mér einn eða tvo sjússa undir lok vinnudags. Þá var kominn einhver óróleiki í mann. Þetta er hreint afleitur ávani, og ég tala nú ekki um mann, sem er meö heimUi, konu og börn. Fyrstu árin gekk þetta vel hjá mér. Þannig var nefnUega, að ég var mjög morgunsvæfur, en ef ég drakk kvöldið áður, þá var ég kominn upp fyrir aUar aldir og fann lítið fyrir timburmönn- um. Ætli það haf i ekki liðiö svona f imm ár að minnsta kosti, þangað tU ég fór að fá mér í gogginn daginn eftir. En þetta kom ekki niður á minni vinnu. En svo kom stríöið. Þaö fór voðalega með mann. Það var ægUegt helvíti. Það varð svo mikil lausung í öUu lífi fóUcs, upplausnin varð gífurleg, og ein- hvem veginn fylgdi maöur straumn- um. Þá var ég búinn að vera erlendis og þaö kom sér vel að hafa sæmUegt vald á enskunni, þegar herinn kom hingað. Þeir höfðu tU að mynda geysimikil samskipti viö bankann og auðvitað kynntist maður þessurn mönnum og öllu út og inn. Og þá haföi maður auövitað aðgang aö kömpunum hingað og þangaö um bæinn og þar var aUt fljótandi í brennivíni. Það er einmitt á þessum tíma, sem yfirmaður minn Olafur Thorarensen var með athugasemdir út af drykkj- unni hjá mér. Satt að segja, þá held ég, svei mér, að ég væri stórtemplari, ef Olaf ur heföi verið þar sem JúUus var. Röflandi eins og asni á böllum Þú verður að athuga það, að ég fór djöfuUega meö vín og helduröu að hann hafi ekki frétt af því? Eg held, aö viöbrögð mín sjálfs hefðu orðið svipuð. Maður var röflandi eins og asni á böll- um og í ýmsu drykkjustússi. Þaö var nú meira djöfuls lífernið á manni á striðsárunum og þá vantaði aldrei vín. Þeir höfðu til dæmis birgöa- geymslu í Hafnarstræti 27, húsi Kristjáns Sigurðssonar, við hUðina á Schiödts-húsi. Birgðastöðin hét NAAFI, og við strákarnir komumst í samband viö brezkan náunga, sem hefur örugglega stoliö úr birgðunum og raunar er ég viss um, aö yfir- mennimir létu þessa stráka stela fyrir sig. Þegar þetta var, þá rak vinur okkar Karl nokkur Benediktsson skóverzlun, þar sem bókabúðin Huld er núna, og okkar ágæti vinur Gunnar Höskuldur í verzluninni Eyjaf jörður átti þessa skó- búð með honum. Einhvem veginn náð- um viö í þennan strákbjálfa, óbreyttan hermann, og keyptum reglulega af honum. Hann kom í skóbúöina með skókassa og skildi eftir hjá Kalla og KalU borgaði honum. I kassanum voru þetta tvær eöa þrjár flöskur. Viö höfðum ýmsar aðrar leiðir og satt að segja, þá gátum við verið fullir aUan tímann, því við gátum náð okkur í vín út um aUt. Þetta var ægilegt. Þaö þurfti sterk bein tU að standast þetta. Aðalástæðan fyrir því, að maöur var aö kaupa þetta svona hjá Bretanum var sú að þaö var ekkert vín tU í vínbúðinni. Það var skömmtun á því Uka fyrstu ár stríðsins. Þaö var allt prófað. Það var prófað að skrá inn kaup manna í bækur, skömmtun var reynd og allur fjandinn. Eftú-spurnin eftir áfengi varð gífurleg, þegar fólk hafði meiri peninga á mUli handanna. A striðsárunum var áfengisverzlun- in í rauða húsinu við Strandgötuna, sem við köllum Hafsteinshúsið. Áfengisverzlunin var þar í endanum og forstöðumaður hennar var Jón Stefánsson, ritstjóri GjaUarhoms, stórmerkur maður að mörgu leyti, haf- sjór af lygasögum, og mjög höfðingja- glaður. Sorteraði úr Hvað heldurðu, að hann geri? Hann var ekki með opna búð, heldur var það þannig, aö hann tilkynnti, að það yrði afgreitt á mUU f jögur og sex í dag. Og menn mættu og stóöu í stórum hópum JON & SOLNES „Hann er harðsvíraðasti kapítal- istinn í Sjálfstæðisflokknum, fyrr- verandi bankastjóri á Akureyri, Akurcyrarmeistari í bæjarstjómar- setu, fyrrverandi þingmaður. Jón er jafnframt persónugervingur um- deildustu fjárfestingar á tslandi hin siðari árin, Kröfluvirkjunar. ” Þetta má meðal annars lesa á bak- siðu ævisögu Jóns G. Sólnes sem HaUdór HaUdórsson blaðamaður skráði og út kemur fyrir jóUn. Kynningin heldur áfram: „Hann hefur verið sakaður um mútuþægni og aUs kyns spiUingu, en aUtaf staöiö sUkar ásakanir af sér. Oftar en einu sinni kröfðust póUtísk- ir andstæðingar þess, að hann segði afsérþingmennsku. En þaö var hans eigin flokkur, Sjálfstæðisflokkurmn, sem batt enda á pólitiskan feril Jóns — um stund. Arið 1979 var hann sakaður um f jár- drátt og flokksféiagar hans bökkuðu honum hálfrar aldar starf fv rir Sjálf- stæðisflokkinn með því að sparka honum út af framboðslista flokks- ins.” Kaflarnir, sem eru birtir, eru fremur framarlega í bókinni og gefa væntanlega tóninn um það hvernig hann talar í bókinni. SGV fyrir utan. Hann kom svo út á palUnn og kallaði: „Er Sigurður O. Bjömsson hér? Er Snorri Guömundsson hér?” Hann sorteraði úr! Það var ekki oft sem hann spurði eftir Jóni Sólnes! Svo vom þessir menn afgreiddir og búðinni lokað og hinir fóru hníptú- heim til sín. Það var ekkert hægt að segja við þessu. Svo var þaö á tímabUi, aö það var um að gera aö ná sér í vottorð um afmæU. Gunnar Höskuldur í verzlun- inni Eyjaf jörður var svoleiöis með lag- er af vottorðum um afmæU kerhng- anna, sem fengu skrifað hjá honum. Og svo fór hann niður eftu tU að fá áfengi út á það. En þetta var alveg einstakur maöur, Jón. Það hefði eng- inn maöur komizt upp með þetta nema Jón Stefánsson. Ég hef aldrei vitaö um svona verzlunarhætti. Auðvitaö hafði hann lítiö af birgðum, gat ekki látiö mikið, en vUdi hafa sínar hundakúnst- ir. Hann gat engan veginn fuUnægt markaðnum. En viö vomm ögn fegnir, þegar Bretarnir komu. Þá hætti maður þessu helvíti og fékk vín hjá þeim. Nú, svo má ekki gleyma því, að Leó Sigurðsson var með Súluna, og hún sigldi allt stríðið. Súlan kom náttúr- lega alltaf með nóg af viskU, gini, bjór og sUku, þannig að það var aUtaf nóg til af öUu. Við Leó vorum mikHr drykkjufélagar og vinir, og ég um- gekkst hann mikið í sambandi viö skeytasendingar, þegar ég var með drulludaUinn Njörö. Annars drakk ég ekki iUa nema á þann hátt, að ég varð f uUur. En ég lenti ekki í slagsmálum, sem var náttúrlega vegna þess, að ég var svo mikiU aum- ingi. Ég gat ekkert slegizt, því ég var svo mikU písl. Ég var bara rífandi kjaft án þess þó að vera kvikindisleg- ur. Auðvitað varð maður hávaða- samur, þegar maður var að rífast við kunningjana og vinina. Bretar og Bandaríkjamenn En ég held, aö maður hafi ofmetið sjálfan sig, eins og gjarnan viU veröa, þegar maður er orðinn fuUur. Ég taldi mig vera svo „inteUigent”, svo gáfaö- an, vildi rökræða málin en þoldi náttúrlega aldrei að slíkt væri gert viö mig. Minn drykkjuskapur gekk út á það að þvælast hingað og þangaö. Það er svolítið gaman að bera saman Bretana og Bandaríkjamennina sem voru héma. Þegar Ameríkanarnir komu hingað, þá færðist heldur betur líf í mannskapinn. En voðalegir sveita- sauðir voru þessir Bretar. Guð minn almáttugur. Þetta voru svo mikil grey. Og svo er verið að tala um okkur, að við séum svona heimóttarlegir og annað. Þeir voru mUdu vitlausari, þessi óbreyttu hermenn. Dæmi um þetta er þessi strákUngur, sem kom með vínið handa okkur í skókassanum. Við notuðum hann bara tU þess arna, og svo búið. Viö gerðum ekkert fyrir hann. Auðvitað valdi maður sér einhverja yfirmenn, sem höföu einhver manna- forráö ogviðvissum, aðhöfðu brenni- vín og einhverja aðstöðu. Þaö var tU dæmis einn Breti, Greenwood að nafni, sem var húsgangur hjá mér og við höf- um aUtaf haldiö sambandi síöan. Þegar Ameríkanarnir komu, þá sá maður muninn á öUum búnaði tU dæmis, og það var svo mikiU stæll yfir öllu hjá þeim. Bretagreyin voru með trébyssur hérna úti á Dagverðareyri. Umgangurinn við Bandaríkjamennina var ágætur. Þeir voru mjög frjálslegir, en ég kynntist engum þeirra þannig, að úr yrði kunningsskapur. Og eins og hersetan sneri aö bankan- um, þá var þetta allt öðruvísi og betra hjá Kananum. Þá var bara einn reikningur og þeir höfðu sinn „paymaster”, gjaldkera, sem sá um öll fjármálin. Hjá Bretanum var þetta þannig, aö það voru 40—60 karlar, sem fengu sína hungurlús á hver jum föstudegi. Einu gleymi ég seint og þaö var timabUið fyrir D-daginn svokallaða. Þá var höfnin hérna fuU af skipum og skip við skip aUa leið út að Svalbavðs- eyri. Það var stórkostleg sjón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.