Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Blaðsíða 12
12 DV. LAUGARDAGUR15. DESEMBER1984. 99Rósí eydi- mörk- Gamlarþjóðlffsmyndir er að fínna isamnefndribók sem bókaútgáfan Bjallan sendir nú fri sór. Það eru tveir starfsmenn Þjóðminjasafnsins sem eru höfundar bókarinnar, þeir Árni Björnsson þjóöhátta- frœOingur og Halldór J. Jónsson, yfirmaður myndadeildar. Á kápu segir: „í þessari bók er að fínna gamlar myndir af fóiki við störf og stundargaman, áhöldum og mannvirkj- um, sem eiga að iýsa lifnaðarháttum og lifskjörum á íslandi fyrir tœknibyitingu 20. aldar. Myndirnar eru flestar eldri en Ijósmyndatœknin, enda er einvörðungu um að ræða teikningar og grafiskar myndir svo sem nálarstungur og steinprent. Flestar myndanna eru þvi eftir útienda ferðamenn. Það hefur bæði kosti og galla. Ferðalangar draga það einkum fram, sem er öðtuvisi en þeir eiga að venjast. Af þeim sökum halda þeir stundum til haga fyrirbærum, sem íslendingum sjálfum hefðu þótt of hvers- dagsleg til að vekja á þeim athygli. Á hinn bóginn sleppa útlendingar fremur því sem þeir eru vanir að sjá annars staðar." Svo mörg voru þau orð. Við fengum að glugga i bókina og birta úr henni nokkrar myndir úr ýmsum áttum, en alls eru 192 myndir i bókinni sem er i stóru broti. Textinn sem fylgir hór á eftir um hverja mynd fyrir sig er tekinn upp úr bókinni, oftast orðrótt. -IJ — íírbók með gömlum þjóðlífs" myndum Á þessum bæ fyrir hálfri annarri öld eru óvenjumargar fullorðnar kýr, enda er þetta prestssetrið Mælifell í Skagafirði með Mæli- fellshnúk gnæfandi yfir. Hnúkur- inn hefur þó öllu meiri svip afAlpa- tindum en i verunni. Enda má oft sjá dæmi þess á teikningum út- lendinga að þeir færa útlit manna, dýra, mannvirkja, og landslags ögn i átt til þess, sem þeir höfðu fyrir augum annars staðar. Þetta er vel húsaður bær á þeirra tima mælikvarða með fall- egum vindskeiðum á gaflröndun- um á vindhana. En slikar vind- skeiðar virðast hafa verið algeng- astar norðanlands. Upp við hús- vegginn sjást hjólbörur sem sýnir að Mæiifeii hefur verið mikið framfaraheimili íslendingar kom- ust nefnilega mjög seint upp á lag með að nota hjólið, enda voru engir vegir til að aka vögnum eftir. Á hlaðinu virðast tveir gestkom- andi menn vera á tali við heima- konu. Tii vinstri sóst maður með langan krókstaf líkt og fjárhirðar hafa oftast á bibliumyndum, en smalaprik á íslandi munu yfirieitt hafa verið snöggtum styttri og langir broddstafir tii vetrarnotkun- ar króklausir. Yfirlitsmyndaf Reykjavik frá þviárið 1875. Stigurinn fremst virðist hafa legið upp að Hóiaveiii og Landakoti nær því i framhaldi af núver- andi Vonarstræti. Í miðri húsþyrpingunni til vinstri ber mest á Klúbbhús- inu sem um þetta leyti mun hafa heitið Scandinavia. Handan við tjarnar- endann ber mest á Lærða skólanum og hægra megin við hann er bók- hlaðan (íþaka) sem reist var árin 1866—67. Til vinstri við skólann sést i Bernhöftstorfuhúsin og bak við þau er myllan, en lengra til vinstri er Stiftamtmannshúsið með kvistinum sem það fókk árið 1866. Næturvörður var einn af fyrstu lægri embættismönnum, sem skipaðir voru i Reykjavikurkaup- stað, þegar árið 1791. Hlutverk hans var rh.a. að gæta þess hvort nokkurs staðar væri eldur laus og hafa auga með hugsanlegum ólátaseggjum. Þvi var hann vopn- aður eins konar gaddakylfu, sem kölluð var „morgunstjarna". Að þvi kom nálægt miðri 19. öld að næturverðir urðu tveir vegna fjölgunar húsa og ibúa i bænum. 7. febrúar 1848 festi Stefán Gunn- laugsson bæjarfógeti upp hina frægu auglýsingu: íslensk tunga á best við i ís- lenskum kaupstað, hvað allir at- hugi! Samtímis voru gefin út þau fyrirmæli, að næturvörður „skal hrópa á íslenskri tungu við hvert hús." Þessi mynd af næturverði i Reykjavik er fró þvi um 1850 eftir hollenskan teiknara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.