Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Blaðsíða 11
DV. LAUGARDAGUR15. DESEMBER1984. 11 r Olympínskákmét er hardur skóli fyrir stórtapi okkar gegn Þjóöverj- um hafi verið þreyta og vonbrigöi eftir hina erfiðu viðureign við Sovét- menn. Enginn átti von á sigri í þeirri viðureign og þrjú jafntefli hefði fyrirfram verið talið frábært. Miöaö við stöður okkar í einstökum skákum var þaö hins vegar afleit útkoma og þaö hafði slæm áhrif á sveitina. Álagið á liðsmenn var orðið mikið. Helgi hafði t.d. svart í þremur skákum í röð gegn ekki ómerkari möimum en Portisch, Beljavsky og Hiibner. Það var því sjálfgefiö að hann færi í frí í næstu umferð er við tefldum viö Dani og sá er þetta ritar var ernnig í fríi þann daginn, vegna biöskákarinnar erfiöu viö Hecht. Sú skák varö þreföld meðalskák að lengd, eða 120 leikir. Algeng lengd skáka Islendinganna í þessu móti þó: Skák Helga við Bouaziz (Túnis) í 1. umferö varð lengsta skák ólympíu- mótsins, 150 leikir, og skák Margeirs við Kínverjann varö liölega 100 leikir. En nóg um þaö. Miöaö við frammi- stöðu íslendinga á fyrri ólympíumót- um má sveitin nú vel við una þótt auövitaö megi alltaf gera betur. Búast má við að næsta óiympíusveit verði að uppistöðu skipuð sömu mönnum og nú og þá er tækifærið. Næst mætum við fyrr á staðinn, tökum meö okkur meiri haröfisk og undirbúum okkur betur líkamlega. I svona móti er það úthaldið sem skiptir máli. Haukur og Hrafn efstir á bikarmóti TR Bikarmót Taflfélags Reykjavíkur hefur ávallt átt vinsældum að fagna, enda teflt meö sérstöku sniði. Umhugsunartími er hálf klukku- stund á skák og keppandi sem tapar fimm skákum er úr leik. Ekki þýðir heldur að tefla til jafnteflis því eins og vera ber er jafntefli á við hálft tap, þótt annaö eigi við í Moskvu. Er 5 keppendur voru uppistand- andi af þeim 32 sem hófu keppni var slegið upp móti þar sem allir tefldu við alla. Að því loknu voru aðeins tveir fuglar eftir: Hrafn Loftsson og Haukur Angantýsson. Hrafn hafði tapaö 3 1/2 vinningi, Haukur 4 1/2 og nú þurftu þeir að tefla til úrslita. Fyrstu tvær skákirnar tefldu þeir sl. miðvikudagskvöld. Haukur vann þá fyrri og jafnaði þar með metin en síðari skákinni lyktaði með jafntefli. Enn er því allt jafnt og þeir verða að tefla áfram þar til annar fellur. 13. — 4. sæti urðu Snorri Bergsson og Þröstur Þórhallsson með 12 1/2 af 18, 5. sæti hlaut Andri Áss Grétars- Skák Jön L. Ámason son meö 12 v., 6. — 7. sæti Dan Hans- son og Össur Kristinsson með 9 v. og 8. sæti kom í hlut Þrastar Árnasonar, sem hlaut 81/2 v. áður en hann féll úr leik. Lítum á bráðskemmtilega skák frá mótinu. Þröstur Ámason, sem aðeins er 12 ára gamall, fléttar glæsi- lega gegn margreyndum landsliðs- flokksmanni. Athugið stöðumyndina og reyniö að finna fléttuna sem Þröstur sá á augabragði. Hvítt: DanHansson Svart: Þröstur Arnason Frönsk vörn. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 cxd4 6. cxd4 Bb4+ 7. Rc3 Rge7 8. Be2 Bd7 9. 0-0 Bxc3 10. bxc3 Hc8 11. Bg5 a6 12. Bd3 Ra5 13. Hcl b514. Rd2 Kc4 15. Dg4 Rxd2 16. Bxd2 Rg6 17. f3 0-0 18. Dh5 De8 19. Hcel b4 20. cxb4 Bb5 21. He3 Bxd3 22. Hxd3 Hc2 23. a3 Db5 24. Dh3 f5 25. exf6 Hxf6 26. f5 Rh4! 27. Hc3Rxf5! 28.Hdl 28. — Hxd2! 29. Hxd2 Dfl+!! 30. Kxfl Rg3++ 31. Kel Hfl+ og hvítur er mát. Ef Þröstur heldur áfram á sömu braut geta skákáliugamenn hlakkaðtil framtíðarinnar. sem Hörður trompaði. Hann spilaði síðan laufi, sem Hjalti átti á ásinn. Hann tók nú trompás og spilaði meira trompi. Jón drap á áttuna og spilaði lafakóng. Hjalti trompaði og spilaði ennþá trompi. Jón tók nú bæði trompin og spilaði hjartagosa. Hann gekk yfir til Hjalta, sem drap á kónginn, en Hörður átti síðan þrjá síöustu slagrna á hjarta. Fjóru- niður og mjög gott spil fyrir Jónog Hörö. Bridgedeild Barðstrendingafélagsins Mánudaginn 10. desember var spiluð 4. umferð í hraðsveitakeppni félagsms. Hæsta skor tók sveit Gunn- laugs Þorsteinssonar, 601 stig. Staða 7 efstusveitaeftir4 umferðir: Svcit: Stig 1. Gunnlaugs Þorstcinssonar 2306 2. Ragnars Þorsteinssonar 2298 3. Sigurðar ísakssonar 2212 4. Viðars Guðmundssonar 2138 5. Guðmundar Jóhannssonar 2092 6. Ingólfs Lilliendahl 2062 7. SigurðarKristjánssonar 2007 Mánudaginn 17. desember verður spiluö 5. og síðasta umferðin í hrað- sveitakeppni félagsins. Spilað er í Síöu- múla 25 og hefst keppni stundvíslega kl. 19.30. Mánudaginn 7. janúar hefst síöan aðalsveitakeppni félagsins. Þátttaka tilkynnist til Helga Einarssonar í síma 71980 og til Siguröar Kristjánssonar í síma 81904. Bridgefélag Selfoss og nágrennis Hin árlega bæjarkeppni milli Bridgefélags Selfoss og Bridgefélags Kópavogs fór fram 23. nóv. sl. og var spilaöá Selfossi. Urslit uröu þau aö heimamenn unnu naumlega með 90 stigum gegn 88. Not- ast var við nýju stigatöfluna við út- reikning og voru úrslit á einstaka borð- um á þessa leið, Kópavogsbúar taldú-á undan: 1. Ragnar Björnss.—Suðurg. 13—17 2. Grímur Thorarensen — Þorvarður Hjaltason 22—8 3. Jón Andrésson — Runólfur Jónsson 23—7 4. Ragnar Jónsson — Brynjólfur Gestsson 3—25 5. Sigrún Pétursdóttir — Selvogsbanki 16—14 6. Skarphéðinn Njálsson — Jón B. Stefánsson 11-19 Þann 29. nóv. sl. lauk meistaramóti Selfoss í tvímenningi, en mót þetta er jafnframt minnúigarmót um Höskuld Sigurgeirsson. Sigurvegarar urðu aö þessu sinni Kristján Már Gunnarsson og Gunnar Þórðarson. Hlutu þeir 263 stig en spiiaö var eftir barómeterfyr- irkomulagi. 18 pör tóku þátt í mótinu og voru aðeins 6 yfir meðalskori sem varO. Rööefstupara: Stig 1. Gunnar Þórðars.-Kristján M. Gunnarss. 263 2. Valgarð Blöndal-Kristján Blöndal 230 3. Sigfús Þórðarson-Vflhjálmur Þ. Páhs. 216 4. Brynjólfur Gcstss.-Hclgi Hcrmannss. 198 5. Leif Osterby-Runólfur Jónss. 121 6. Sigurður Hjaltas.—Þorvarður Hjaltas. 114 Keppnisstjóri var Sigurður Sighvatsson. Bridgefélag Breiðholts Þriöjudaginn 11. desember var spil- aður butler-tvímenningur. Eftú- 6 um- feröir er röð efstu para þessi: A-riðill. 1. Ragnar Raguarss.-Stefán Oddss. 92 2. Guðmundur Magnúss,- Hcuuing Haraldss. 87 3. Þórður Jónss.-Ingi Már Aðalsteinss. 79 B-riðill. 1. Jón Þolákss.-Sæmundur Kuútss. 93 2. Bergur Ingimundars.-Sigfús Skúlas. 81 3. Þorsteinn Kristjánss.-Rafn Kristjánss. 66 Næsta þriðjudag heldur keppnin áfram. Spilaö veröur í Gerðubergi og hefst spilamennska kl. 19.30 stundvís- lega. Bridgedeild Skagfirðinga Eftir tvær umferðir í jólasveina- hraðsveitakeppni félagsúis er staöa efstu sveita orðin þessi: Stig 1. svcit Leós Jóhannessonar 1026 2. svcit Arna Más Björnss. 1014 3. sveit Björns Hermannssonar 984 4. sveit Lcifs Jóhannss. 976 5. sveit Sigmars Jónssonar 971 6. svcit Hildar Heigadóttur 965 7. sveit JónsStefánss. 959 Jólakeppninni lýkur næsta þriðjudag. Eftir áramót hefst svoaðal- sveitakeppni félagsms og er skránmg í þá keppni þegar hafin, hjá Olafi (18350) eða Sigmari (687070). íslandsmótið í einmenningskeppni Eftirtaldir eúistaklúigar munu spila í A-riðli (16 efstu) í 3. umferö Is- landsmótsins í eúimenningskeppni sem lýkur á mánudaginn kemur: Stig Hannes R. Jónsson 237 EggertBenónýsson 222 Júlíana Isebarn 221 Sverrir Kristinsson 206 BemharðurGuðmundsson 205 Erla Ellertsdóttir 205 Gunnar Þorkelsson 205 Stefán Guðjohnsen 204 Arnar Ingólfsson 196 Sveinn Jónsson 196 Olafur Lárusson 195 Sigrún Pétursdóttir 190 Oli Valdimarsson 188 ValdimarElíasson 188 Þorsteinn Kristjánsson 184 Til vara: Magnús Sigurjónsson 184 stig. Athygli er vakúi á því að spilað verður í eins mörgum riðlum og spilar- ar mæta í, þó með því fororði að þeir sem mætt hafa áður ganga fyrir um þátttökurétt. Spilað er í 16 manna riðlum, 2 spil milli para. Spilað verður í Domus Medica á mánudag og hefst spilamennska kl. 19.30. Spilað verður án endurgjalds fyrir þátttakendur. Keppnisstjóri er Agnar Jörgensen. LIFANDI _LESNING_ Aldarspegill? Hvað skyldi það nú vera? Jú, bókaflokkur, sem spegla mun örlagaríka atburði og ólgandi mannlíf á fyrri hluta þessarar aldar. Fyrsta bókin er nýkomin á markað og ber undirtitilinn Atök milli stríða. Þetta er forvitnileg bók fyrir fólk á öllum aldri og því tilvalin jólagjöf. Elías Snæland Jónsson hefur skráð þessa áhugaverðu heim- ildaþætti. Hann byggir á traust- um gögnum og færir efnið í einkar læsilegan búning með léttum undirtón þar sem við á. Andalæknar dregnir fyrir rétt Deilt um haka- krossfána nasista. Stórsmygl á bannárunum... Hannibal handtekinn í Bolungarvík... Liíandi og áhugaverö lesning! dW Síðumúla 29 Simi 32800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.