Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Blaðsíða 51

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Blaðsíða 51
DV. LAUGARDAGUR15. DESEMBER1984. 51 Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur IB HENRIK CAVLING SKURÐ- STOFA 08 Hinn ungi læknir Gregers Svane er í síðustu vitjun sinni sem næturlæknir áður en hann tekur við stöðu sem að- stoöarlæknir. Hann kynnist stúlku, læknanemanum Björgu Ruud, og þaö verður honum örlagaríkt. Það kemur í ljós að Gregers er ekki að skapi yfir- manna sinna. Hann er of fær og sjálf- stæður. Ekki bætir það úr skák að hin fallega hjúkrunarkona Lena Dahl veröur ástfangin af Gregers en aðdá- andi hennar er yfirlæknirinn. I örvænt- ingu giftist hann Björgu sem fljótlega reynist vera allt önnur kona en hann hafði ímyndað sér. Of seint sér hann að það er Lena sem hann elskar. Svo segir á bókarkápu á bók danska rithöfundarins Ib Henrik Cavling Skurðstofa 08. Bókaútgáfan Hildur gef- ur bókina út, sem er 186 bls. HVERS VEGNA HVENÆR HVERNIG HVAR Bókaklúbbur Arnar og Orlygs hefur nýlega gefið út bókina Hvers vegna, hvenær,. hvernig, hvar. Hér er á ferðinni myndskreytt fjölfræðibók í þýöingu Fríðu Björnsdóttur blaöa- manns. Bókinni er skipt í fjóra megin- flokka: 1. Það geröist fyrir löngu, 2. Plöntur og dýr, 3. Hvernig gerast hlut- irnir, 4. Fólk og staðir, Hver kafli er ríkulega myndskreyttur með skemmtilegum teikningum í lit sem Colin og Moria Maclean hafa gert, en þau eru þekkt fyrir myndskreytingar í fjölmörgum barnabókum. Hverjir voru víkingarnir? Hvaö er mósaik? Hvaöa risaeðla var stærst? Hversu lengi getur selurinn verið í kafi? Hvers vegna er sebra með rendur? Er hægt að skrifa með kol- krabbableki? Hvernig vaxa döðlumar? Hvernig auðvelda hjólin okkur að lyfta hlutum? Hversú stórar geta öldur orðið? Hvað veldur því að vindurinn blæs? Hvers vegna eru 50 stjörnur og 13 rendur í bandaríska flagginu? Hversu stórt er tungliö? Til hvers er húöin? Þetta eru aðeins nokkrar þeirra spurninga sem spurt er og svarað í þessari stóru og litríku bók. Teknar eru fyrir ótal spurningar og þeim svar- að á skýran og skemmtilegan hátt og teikningarnar sem fylgja eru til þess gerðar að hvetja börn til áframhald- andi leitar að athyglisverðum staöreyndum. Bókin er filmusett og umbrotin í prentstofu G. Benediktssonar en prentuð á Italíu. COLLEEN MCCULLOUGH ÞYRNI- FUGLARNIR Ut er komið sem mánaöarbók í Bókaklúbbnum Veröld, hiö mikla rit- verk Colieen McCullough „Þyrnifuglarnir”. Það tók skáld- konuna tvö ár að semja þessa vinsælu skáldsögu sem síðan hefur komiö út um allan heim og orðið margföld met- sölubók. Eins og íslenskir sjónvarpsáhorf- endúr vita hafa „Þyrnifuglarnir” veriö kvikmyndaðir fyrir sjónvarp og um þessar mundir er einmitt verið að sýna þættina víðsvegar um heim. Sjónvarpsþættirnir hafa slegið öll met hvaö vinsældir varðar en það er samdóma álit þeirra er lesiö hafa bók- ina og séð þættina að þó sjónvarpsþætt- irnir séu afbragðs góðir komist þeir ekki í hálfkvisti við bókina. „Þyrnifuglarnir” spanna sögu þriggja kynslóða en bókin hefst á Nýja- Sjálandi, berst til Astralíu og svo til Evrópu. Lesandinn kynnist heimshluta sem hefur verið útundan í bók- menntum Vesturheims en kemur nú í auknum mæli í sjónmál þeirra er fylgjast með. í heiminum. I „Þyrni- fuglunum” fjallar Colleen McCullough ekki aðeins um vonir, metnað og tilfinningar aðalpersóna sinna. Bók hennar er full af spennandi viðburðum, merkilegum persónum og áhrifaríkum myndum úr umhverfi söguper- sónanna, Litríkar persónur mynda list- rænan ramma um líf klerksins metnaðarfulla, föður Ralph de Bricassart, og Meggie og um líf fá- tækra og ríkra á áströlsku óðali. Kolbrún Friðþjófsdóttir þýddi bókina sem fyrst var gefin út af Isafold árið 1981 en verið hefur ófáanleg með öllu. Prentsmiðjan Oddi prentaði en útlit kápu annaöist Auglýsingastofan Octavo. Bókin er 662 blaðsíður í stóru broti. ÞÓRANNA GRÖNDAL MUSÍKALSKA MÚSIN Músíkalska músin eftir Þórönnu Gröndai hlaut viöurkenningu í sam- keppni um smásögur handa börnum sem Samtök móðurmálskennara efndu til í fyrra. Þetta er saga um litla mús sem settist aö í píanói og spaugileg at- vik sem af því hlutust. Bókin er með stóru letri og aðgengileg ungum lesendum. Margrét Magnúsdóttir myndlistarnemi myndskreytti bókina og er stór, litrík klippimynd á hverri opnu. Bókin er innbundin og í stóru broti. Músíkalska músin er unnin að öllu leyti í Prentsmiðjunni Hólum hf. SÓFUS BERTHELSEN FLÆKJUR Ut er komin skáldsagan Flækjur eftir Sófus Berthelsen. Sófus Berthelsen er fæddur í Hafnarfirði 18. október 1914 og hefur alltaf verið bú- settur þar og kannast eflaust allir Hafn- firðingar við hann. Þessi saga er að nokkru leyti byggð á lífsreynslu frá æskudögum og kannast kannski ein- hverjir við þær persónur sem uppi voru á þeim tíma sem hér er lýst. Samt eru margar sögupersónurnar búnar til og framkallaðar í huga höfundar. Heiti bókarinnar er þannig til komið að margir geta átt við margs konar flakjur að eiga og úr að greiða, en lesandinn ræður í af frásögninni hvað liggur að baki. Flækjur er 238 bls. Höfundurinn gefur bókina út. FLÆKJUR TILBOÐ Tilboð óskast í neðanskráðar bifreiðar í því ástandi sem þær eru í. Bifreiðarnar hafa skemmst í umferðaróhöppum. Toyota Tercel 4 x 4 st. 1984 Subaru4X4st. 1983 Lada 1200 1980 Ford Cortina st. 1974 Toyota Corolla st. 1980 Lada 1600 1981 Volkswagen 1200 1974 Mazda 121 1978 Bifreiðarnar verða til sýnis mánud. 17. des. 1984 í Skipholti 35 (kjallara) frá 13.00 —16.30. Tilboðum óskast skilað fyrir kl. 17.00 sama dag til bifreiða- deildar Tryggingar hf., Laugavegi 178, Reykjavík. Rafmagnsveitur ríkisins auglýsa laust til umsóknar starf skrifstofumanns. Verslunarskóla- eða sambærileg menntun á- skilin. Umsóknir er greini menntunialdur og fyrri störf sendist deild- arstjóra starfsmannahalds fyrir 29. desember 1984. Rafmagnsveitur ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík. Laus staða Staöa bifreiðaeftirlitsmanns við Bifreiðaeftirlit ríkisins í Reykjavík er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir berist Bifreiðaeftirliti ríkisins, Bíldshöfða 8, fyrir 15. janúar nk. á þar til gerðum eyðublöðum sem stofnunin læt- ur í té. Reykjavík, 13. des. 1984. Bifreiðaeftirlit ríkisins. staðgreiðsluafSláttur STENDUR FYRIR SÍNU %ggúigarvörur verkfaeri Hreíníætístæki 1 ePPáddld Harðvíðarsaía BYGGINGAVORUR r HRINGBRAUT 120: Simar: Harðviðarsala... . 28-604 ^ Byggingavörur ....28-600 Málningarvörur og verklæri.. .28-605 Gólfteppadeild ....28-603 Flisar og hreiniætistæki .28-430 renndu við eða hafðu samband
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.