Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Blaðsíða 22
22 DV. LAUGAHDAGUR15. DESEMBER1984. SKILABOB FRÁ JÖRBIJ — Pfoneer tíundi býr sig undir að yfirgef a sólkerfið Horfið til himins á heiöskírri nóttu. Leitið að Neptúnusi. Hugsið svo hlýlega til Pioneers tiunda; hann er þarna einhvers staðar úti í jökulkuld- anum. í tólf löng ár hefur þessi gervihnöttur verið einn á ferð um óravíddir geimsins, sent heim til jarðar ómetanlegar upplýsingar og von er á meiru. í fyrra fór Pioneer út fyrir braut ystu reikistjörnunnar og býr sig nú undir að yfirgefa sólkerfið. Það var þann 13. júní 1983 sem Pioneer tíundi fór fyrstur allra gervihnatta út fyrir braut Neptúnusar sem um þessar mundir er ysta reiki- stjarnan. (Vanalega er dvergurinn Plútó enn f jær sólu. Braut hans er hins vegar svo sporöskjulaga að næstu sautján árin er Neptúnus lengst frá lif- gjafanum okkar.) Allan sinn feril hefur Pioneer verið í hlutverki braut- Úti ijökulkuldanum. Teikning af Pioneer tiunda. ryðjandans. Hann hefur lagt að baki hér um bil sex þúsund milljónir kíló- metra og á hverri klukkustund æðir hann 48.875 kílómetrum lengra út í óvissuna. Visindamenn bíða hverrar sendingar hans í ofvæni því flest er á huldu um það hvað tekur við þegar reikistjörnunum sleppir. Pioneer mun ef til vill staðfesta til- vist mikilla þyngdaraflskrafta sem kenningar eru uppi um og eru taldar eins konar bergmál ægilegra hamfara í árdaga. Hann mun áreiðanlega hjálpa vísindamönnum að finna hver þau öfl eru sem hafa truflandi áhrif á brautir Uranusar og Neptúnusar. Sumir halda því fram að þar sé að verki dimm og útbrunnin fylgistjama sólarinnar okkar, aðrir telja að tíunda reikistjarnan leynist einhvers staðar þama úti í myrkrinu. Og takist vísindamönnum að hlera enn um sinn hin veiku skilaboð frá átta vatta senditæki Pioneers munu þeir öðlast nýja og spennandi vitneskju um endi- mörk sólkerfisins og þá víðáttu sem þá tekurvið. 14 ár á ferli „Pioneer markar upphaf nýs skeiðs í sögu mannkynsins,” segir Richard 0. Fimmel, sá maður hjá Geimferöa- stofnun Bandaríkjanna sem sér um eftirlitið með Pioneer. ,Jt fyrsta sinn fer hlutur á okkar vegum út fyrir sól- kerfið.” Pioneer tíunda var skotið á loft frá Canaveralhöföa þann 3. mars árið 1972. Hann varð fyrstur til þess að smeygja sér gegnum loftsteinabeltið uggvænlega milli Mars og Júpíters og í desember 1973 var hann í aðeins 130 þúsund kílómetra f jarlægö frá ólgandi yfirborði Júpíters. Pioneer sendi fyrstu ljósmyndimar af rauða blettinum dularfulla, rannsakaöi „loft- hjúp” stjörnunnar og komst aö því að Júpíter er hulinn vökva. Síðan varö Pioneer fyrstur gervihnatta til þess að notfæra sér snúning reikistjörnu og þyngdaraflskrafta til þess að þeyta sér áfram í átt að hinum reikistjömunum. Aðferö Pioneers verður í fullu gildi lengi enn. Upphaflega höfðu vísindamenn ekki gert ráð fyrir að Pioneer yrði nothæfur nema 21 mánuð. En hann er enn að. Eftir að hann lifði af gífurlega geisla- virkni umhverfis Júpíter var sýnt aö þessi 225 kílógramma gervihnöttur væri þrautseigur með afbrigðum. Og hann hegðaði sér líka svo að segja óaö- finnanlega þegar hann fór framhjá Satúrnusi árið 1976, Uranusi árið 1979 og Plútó þann 25. apríl í fyrra. Aðeins tveimur mánuöum síðar skaust hann svo út fyrir braut Neptúnusar. Að „landamærum" Pioneer telst þó enn vera innan sól- kerfisins og svo verður um hríö. „Við erum komnir út úr kastalanum,” segir Fimmel, „en eigum eftir að komast yfir díkið.” „Díkiö” er rafmagnað gas úr prótónum og nevtrónum sem streymir með 1,6 milljón kílómetra hraöa á klukkustund f rá sólrnni og myndar þaö eins konar blööru utan um sólkerfiö og skýlir því gegn geimgeislum utan úr fjarska, geislum sem margir telja að eigi uppruna sinn í hrikalegum dauða risastjama. Blaðran er straumlínulöguð þar sem sólkerfið er á stöðugri hreyfingu og Pioneer er nú á ferðalagi niður eftir „halanum”. Hali þessi, sem markar endanleg mörk sólkerfisins, er álitinn vera átta til sextán þúsund milljón kílómetra langur og Pioneer stefnir ósmeykur að „landamærunum”. Einhvem tíma snemma á næsta áratug, eöa í síðasta lagi 1995, er búist við því að Pioneer tíundi yfirgefi sól- kerfið fyrir fullt og allt. Um sama leyti reikna vísindamenn meö því að afl- gjafi hans og senditæki verði loks að þrotum komin. Þögn mun rikja í mót- tökutækj um NASA. En þar meö er ekki öll sagan sögð. Pioneer tíundi mun lifa í tvö þúsund milljón ár og hrekjast stefnulaust um geiminn, en tilgang hefur hann enn. Fari svo að skyni gæddar verur rekist einhvern tíma á hann ber hann skUa- boð frá jörðu; skjöld sem sýnir staösetningu jarðar og sólkerfisins, mynd af manni og konu og fáein orð á grundvaUarmáli stærðfræðinnar. Endursagt — IJ. ÁR BIBLÍUNNAR Á ÍSLANDI Guðbrandsbiblía 400 ára Nýja testamenti OddsGottskálkssonar 444ára HIÐ ÍSLENSKA BIBLÍUFÉLAG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.