Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1984, Blaðsíða 38
38 DV. LAUGARDAGUR15. DESEMBER1984. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 45., 48. og 52. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Melabraut 44, jarðhæð, norðurenda, Seltjarnarnesi, þingl. eign Guðmundar Egilssonar og Sigrúnar Öskarsdóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands, Landsbanka Islands, Verzlunarbanka Islands, Utvegsbanka Islands og Brunabótafélags Is- iands á eigninni sjálfri miðvikudaginn 19. desember 1984 kl. 13.30. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 45., 48. og 52. tölublaði Lögbirtingablaösins 1984 á eigninni Melabraut 63, efri hæö, Seltjarnarnesi, þingl. eign Kristjönu Isleif sdóttur og Hallgríms Jónassonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands og Brunabótaféiags Islands á eigninni sjálfri miðvikudaginn 19. desember 1984 ki. 13.45. Bæjarfógetinn á Seltjarnarnesi. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 45., 48. og 52. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1984 á eigninni Flókagötu 7, neðri hæð, Hafnarfirði, þingl. eign Birgis Gests- sonar og Hellen Lindu Georgsdóttur, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands á eigninni sjálfri þriðjudaginn 18. desember 1984 kl. 16.45. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. SpanSeb festingar Fyrir smábáta eða mótorhjól og vélsleða Hver festing fyrir 500 kg -20 tonn. Enga spotta - Heldur handhægar og öruggar festingar Ósal Reykjavík BYKO Kópavogi & Hafnarfirði Axel Sveinbjörnss. hf. Akranesi K.B. byggingavörur, Borgarnesi Matthías Bragason, Ólafsvík Kaupfélag ísfirðinga, ísafirði Þórshamar hf., Akureyri Shell-stöðin, Neskaupstað K.A.S.K. Hcrnafirði Ekkert slor — eftir Rúnar Helga Vignisson Sögusviðið er Fiskhúsið hf. — enda- laus hringiða þar sem Plássbúar strita við að bjarga verðmætum frá skemmdum. Upp úr litríku mannlífi sögunnar teygja sig nokkrir ungir þorpsbúar sem fengið hafa slor í hárið og dreymir drauma um. lífið utan frystihússins og oftar en ekki tengjast þeir draumar hinu kyninu. Hér er fyrst gripið niður í 8. kafla sögunnar þar sem Bogga lætur sig dreyma um kær- astann yfir morgunkaffinu. I 33. kafla segir svo frá tildragelsi þeirra Jonna og Siggu mitt í sumarvinnunni. Rúnar Helgi er 25 ára Isfirðingur og er þetta fyrsta skáldsaga hans. Hann stundar nám í Bandaríkjunum. Bogga átti bágt með að venja sig af að telja dagana; því betur sem hún lagði sig fram, þeim mun fjær því var hún. Svo hún var sífellt að telja, já hún taldi og taldi einsog vitlaus mann- eskja, en það var einsog að telja í draumi, hún var næstum alltaf á sömu tölunni. I dag var áttundi dagurinn, og nú hlutu þeir að fara að koma inn. Þaö gat ekki annað veriö. Eiginlega hafði hún verið að búast við þeim í gær, en þeir komu ekki í gær, og þegar hún fór ein uppí hjónarúmið í gærkvöldi haföi hún hugsað með sér: kannski koma þeir í nótt. Svo hafði hún haft andvara á sér í nótt, en þeir komu ekki heldur í nótt. Og nú var hún illa sofin. Það var svo- sem ekkert nýtt, hvenær var maöur ekki illa sofinn í þæssu starfi, — þurfti að rífa sig upp klukkan hálfsjö helm- inginn af árinu að minnsta kosti. Þurfti, hún þurfti þess kannski ekkert endilega, Nonni þénaöi svosem nóg nú eftir aö hann fékk plássiö á togaran- um, en það yrði örugglega ekki van- þörf á peningum í framtíðinni. Og hvað átti hún svosem að gera annaö en vinna, hún sem hafði enga menntun, ekki einu sinni barn að lita til. Bam, sagði hún við sjálfa sig og brosti. — Hún klæddi sig í fiskangandi vinnu- gallann, en hætti við að búa um. Þeir hlytu að koma í dag, voru ekki vanir að vera úti lengur. Verst að hún skyldi hvorki sjá niðrá höfn né útá fjörð: hér var hún grafin lifandi í þessum fjand- ans kjallara, — hvað hún var á móti kjöllurum. Það var ekkert sem hét, nú uröu þau aö fara að drífa i aö kaupa > stærra eða byggja — svo hún sæi eitt- hvaö annað en grasiö í garðinum og snjóskaflana á veturna. Kannski voru þeir á leiöinni í land einmitt núna, án þess hún vissi eða sæi, kannski voru þeir lagstir aö bryggju. . . 0, þessi óvissa alltaf hreint. Hún hafði ekki taugar í þetta. En hún heföi svosem mátt vita þetta, haföi ekki mamma hennar verið taugaveikluð „sjómanns- ekkja”. — Jæja, hún hlyti að venjast þessu með tímanum — menn sögðu að öllu mætti venjast, meira að segja sársauka — og hún var ekki sú fyrsta, ogekkisúsíðasta. Hún lagaði sér kaffi, — gott að fá Rúnar Helgi. heitt kaffi í morgunsárið. En nú yrði hún að fara að minnka kaffidrykkjuna, og þaö kom ofurlítil brosvipra í augun þrátt fyrir syfjuna. Hvernig ætli hon- um yrði annars viö þegar hún segöi honum það? Mundi hann hlæja, mundi hann þegja, mundi hann. .. Æ, hvað hún vonaði að þeir kæmu í dag—. Kríur garga, mávar arga, lækir hjala, vélar saga, — og horfast í augu grámyglur tvær. Tilveran oröin skáldleg. Blá augu höföu staðnæmst við brún hinum megin í salnum. Þaö fór straumur á milli, einsog einlægt verð- ur milli gagnstæðra póla. Nema þetta var straumur af öðru tæi en rafstraum- ur nútímans, enda engir vírar á milli; þessi straumur hefur fariö sigurför um bókmenntir heimsins í aldaraðir, en mælist hvorki í amperum né voltum né öðrum vísindalegum einingum. Um er aö ræða neista rómantíkur- innar. Einhvern veginn hafði hann kviknað þarna í hávaða og slori. En svo leit hún undan, andlitið þakið kinnalit tískudrósa. Það þótti Jonna gott, og sveifst nú einskis til að geta stíllt augnaráð sitt á þessi brúnu augu, — hagaöi sér einsog ný útgáfa af Kasa- nóva. Honum gekk ekkert illt til, var bara haldinn ólæknandi þörf til að horfa. Honum fannst líka Drottinn mikill listamaður aö hafa smíöað svona meistarastykki úr einu saman Adamsrifi, ætti að fá Nóbelsverðlaun- in. — Hún hafði tekið hið mikla gula hár saman í tagl svo það færi ekki með fiskinum til Ameríku. En þegar það var slegið, sem gerðist einkum utan vinnutíma (já, hann hafði líka horft á það utan vinnutíma), þegar þaö var slegið lék þaö um grannar axlir og nettan háls og gljáöi fagurlega í sól- skini. Þrýstinn, nýútsprunginn (ósnertur?) barmur þandi út svuntuna einsog hann vildi segja; hér er ég, sjáðu mig! Jonni sá vel og var þakklát- ur fyrir það — Slorbuska var fundin, og hún var ekkert slor. Þau héldu áfram að vinna, hvort á sínum bás, en nú var vinnan ekkert annaö en rammi utanum ævintýrið. Jonni hafði nælt sér í algengasta frysti- húsakvillann, sinaskeiöabólgu, og varð að reyra á sér báða úlnliði til aö hafa hemil á sársaukanum þegar hann hausaöi. Samt átti hann stundum í brösum með golþorska og ufsa, þeir or- sökuöu nístandi sting í úlnliöunum svo hann gretti sig. En síðan leit hann kannski upp þarna og var þá þetta ljósaljós og deyföi sársaukann á staðn- um. Stundum í pásum reyndu þau að nálgast hvort annað, og ef þeim tókst upp var það af algerri hendingu auövit- aö. En þau sögðu aldrei neitt hvort við annað. I hringiöu þessarar lífsreynslu hnippti Gunni Finns í hann og sagði: Kanntu vísuna um ástina? Jonni vissi ekki til þess, enda ekki í tísku að pæla mikiö í skáldskap. Láttu hana koma, sagði hann og rétti fram eyrað. Og viö undirleik Baader vélasam- stæðunnar komu þessi vísuorð inní hlustinaá Jonna: Ástinni geri ég engin skil, ástin ersísttilbóta, ástin byrjar ofan til og endar á milli fóta. Klúr þessi, ha, sagöi Jonni hissa. Þessa kenndi mér gömul kelling þeg- ar ég var á þínu reki, sagði Gunni íbygginn. Hún var vön að fara með hana í tíma og ótíma. Allt í einu fékk Jonni á tilfinninguna að Sigga væri að fylgjast með þeim og ýkti ósjálfrátt viðbrögö sín. Kelling? sagöi hann. Þaö hlýtur að hafa verið skrítin kelling. Ekki fer hún amma mín með svona vísur. Skyldi hún geta séö á þeim um hvað þeir voru að tala? — Hann leit í áttina til hennar, enn hálfhlæjandi aö þessari kellingu hans Gunna, og sá ekki betur en hún liti undan um leið, líkast því sem hún hefði verið að stelast til að horfa á þá, og honum sýndist örlítið bros leika um mjúkar varirnar. Hvað þetta gat verið spennandi. Hann raöaði nokkrum fiskum fyrir Valda áður en hann leit upp aftur; hún var að líta í kringum sig, einsog hún væri að leita aö einhverju, en svo, líkt og af slysni, leit hún í áttina til hans og augu þeirra mættust eitt dýrmætt augnablik, sem var nóg til þess aö hann fékk þennan undarlega fiöring og fyllist fögnuöi svo hann ætlaöi hreint alveg að springa. Stundum á kvöldin áöur en hann sofnaði tókst honum aö endurlifa þennan fiðring, sem var svo þrunginn erótískum sjónhverfingum að Lóa Fimmboga varð aö mæta á staðinn til aö tappa af kerfinu. En það var orðið auöveldara aö vakna á morgn- ana, hann stillti bara hugsanirnar á Siggu strax og vekjarinn hringdi, og þá spratt hann uppúr rúminu, spratt var nú kannski fulldjúpt í árinni tekið, en sneggri var hann í brækurnar en fyrr. Hann var líka allt í einu orðinn pjatt- aðri í klæöaburði, vildi helst fara í dansfötum í vinnuna og þoldi ekki þessar slorslettur útum allt, allra síst í hárinu — lélegur Kasanóva með ilm- andi slorsjampó í hárinu — en þó hann hefði hvíta derhúfu á skallanum lenti alltaf einhver slettan í hárinu og hann eyddi kaffitímanum í að kroppa þær úr. Til allrar óhamingju gat hann ekki litið út einsog James Bond eöa Paul Newman á þessum vinnustað, en hann reyndi þó aö hafa húfuna beina og tók meira að segja stundum uppá að þvo slæma slorbletti úr flíkunum. Merkilegt hverju ein þögul ljóska fékk áorkað. Husqvarna Optima Husqvarna Optima er fullkomin saumavél, létt og auðveld í notkun. Husqvarna Optima hefur alla nytjasauma inn byggða. Husqvarna Optima saumar allt frá þynnsta silki til grófasta striga og skinns. Husqvarna Optima, óskadraumur húsmóðurinnar. (A Gunnar Ásgeirsson hf. Sudurlandsbraut 16 Sími 9135200 Husqvarna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.